Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Síða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984.
9
Útlönd
Útlönd
Yfir tuttugu útlendar vörubifreiðir hafa verið brenndar á Spáni:
SPÆNSKA STJORNIN
LOFAR AÐ VERNDA
VÖRUBÍLSTJÓRA
Aðgerðir Spánverja hafa bitnað á fleirum en Frökkum. Á myndinni eru tveir
norskir vörubílstjórar fyrir framan brunna bifreið: „Við höfum vissan skilning á
aðgerðum Spánver janna og okkur finnst ekki að þeim sé beint gegn okkur,” sögðu
þeir.
BORGARSTJÓRINEW YORK
STYÐUR WALTER MONDALE
— yfirlýsing hans þýðingarmikil vegna
mikils f jölda gyðinga f borginni
Spænska stjórnin hefur heitið að
grípa til ráðstafana til varnar útlend-
um vörubílst jórum eftir að sex vörubíl-
ar voru brenndir á Spáni í gærmorgun.
Það var franska utanríkisráöuneytið
sem skýrði frá þessu loforöi spænsku
stjómarinnar.
Nú hafa yfir tuttugu vörubifreiðir
verið brenndar eftir að hafa farið inn
yfir landamæri Spánar. Með þessu
hafa ýmsir róttækir Spánverjar viljað
mótmæla því að franskur fallbyssu-
bátur réðst á tvo spænska togara sem
voru að ólöglegum veiðum í franskri
landhelgi 7. mars síðastliöinn.
Eftir atburðina i gærmorgun, þar
sem franskar vörubifreiðir voru
brenndar, bað franska stjórnin spænsk
stjórnvöld um að sjá til þess að
franskir vörubílstjórar yrðu ekki fyrir
áreitni og að tryggja eðUlega umferð
um landamærin.
Ríkisstjóm Spánar lofaði því í svari
sínu að útlendar vörubifreiðú- myndu
fá lögreglufylgd. Franskir vörubíl-
stjórar svöruöu aðgeröum Spánverja í
gærmorgun meö því að leggja bif-
reiðum sínum þannig við landamærin
að þær hindruöu eðlUega umferð.
Þrír
Pólverjar
flúðuígám
ToUverðir fundu þrjá laumufarþega
í innsigluðum gámi um borð í skipi sem
kom frá PóUandi tU Bretlands í gær.
Það vom breskir stuðningsmenn
pólskra andófsmanna sem skýrðu frá
þessu.
Lögreglan í hafnarbænum Grays við
mynni Thamesár neitaði ekki fréttinni
en kvaðst hafa fengið fyrirmæU um aö
seg ja ekki neitt um málið.
Tadek Jarski, formaður samtak-
anna Eining með Einingu, sagði í sam-
tali við Reuter að mennimir þrír væru
Pólverjar sem hefðu falið sig í gámn-
um tU þess að komast frá Póllandi.
Hann kvaðst hafa af því áhyggjur að
breska stjórnin kynni að neita þeim
um landvistarleyfi í Bretlandi og
senda þá aftur tU PóUands.
Barn
Treholtsí
Tékkó-
slóvakíu var
uppspuni
.p'uUyrðing um að við eigum
böm saman á sér enga stoð í raun-
veruleikanum,” segir kona sú sem
Arne Treholt hefur fuUyrt í yfir-
heyrslum að sé barnsmóðir hans í
Tékkóslóvakíu.
Hún segir þetta í viðtali við
Verdens Gang, stærsta blaö
Noregs, í morgun, Ame Treholt
hafði sagt til nafns hennar í yfir-
heyrslum.
I veðri hafði verið látið vaka að
Rússar hefðu þvingað Treholt upp-
haflega tU njósna fyrir sig með því
að hóta hvorutveggju, að ljóstra
upp um þess „barneign” meðal
heimamanna hans og gera baminu
og móðurinni eitthvað tU miska.
Jón Einar, Osló
Edward Koch, borgarstjóri í New
York, hefur lýst yfir stuðningi sínum
við Walter Mondale sem forsetafram-
bjóðanda Demókrataflokksins.
Samtímis réöst hann að Jesse Jackson
fyrir að hafa faömað að sér „morðingj-
ann Arafat”.
Þessi stuðningsyfirlýsing Kochs við
Mondale og fyrirlitningaryfirlýsing í
garð Jacksons kemur tveimur vikum
fyrir forkosningamar í New York sem
ætíð eru taldar mjög þýðingarmUdar.
„Eg vel Walter Mondale... Eg þekki
hann. Eg er ekki sammála honum um
aUt... en ég á meira sameiginlegt með
honum heldur en Hart öldunga-
deUdarþingmanni,” sagöi Koch
borgarstjóri.
Koch hrósaði afstöðu Mondales til
Israels en kvaðst hins vegar ekki skilja
afstööu Harts. Þá gerði hann að
umtalsefni fund Jesse Jacksons meö
Yasser Arafat árið 1979 og sagði að
Jackson heföi „faðmað moröingjann
Arafat sem vildi eyða gyöingaþjóöinni
i Israelsríki”. Koch borgarstjóri er
sjálfur gyðingur.
Fyrir tveimur mánuðum lýsti Jack-
son því yfir í New York að hann hefði
aðeins faðmað Arafat í kurteisisskyni.
Faðmlagið hefði ekki falið í sér stuðn-
ing við PLO.
Jackson hefur átt í erfiðleikum síð-
ustu vikur vegna ógætUegra ummæla
sinna um gyðinga. Gyðingar eru mjög
fjölmennir í New York, um þriðjungur
allra kjósenda. Stuðningsyfirlýsing
Kochs er því talin mjög mikilvæg fyrir
Mondale en aUs er barist um 295
fulltrúaíNewYork.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Hverfisgötu 108, þingl. eign Sigurvalda R.
Bafsteinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík,
Sigríður Thorlacius hdl., Baldurs Guðlaugssonar hdl., Guðmundar Öla
Guðmundssonar hdl., Utvegsbanka Islands, Landsbanka tslands,
Róberts Arna Hreiðarssonar hdl., Brynjólfs Kjartanssonar hrl., Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Iðnaðarbanka Islands hf., Arnar
Clausen hrl., Ævars Guðmundssonar hdl., Gísla B. Garðarssonar, hdl.,
Hafsteins Sigurðssonar hrl., Veðdeildar Landsbankans og Jóns
Ingólfssonar á eigninni sjálfri föstudaginn 23. mars 1984 kl. 11.30.
Borgarf ógetaembættið i Reykjavik.
Sparneytnir bílar þurfa
ekki að vera þröngir
og óþægilegir. Það
sannar MAZDA 323
MAZDA 323 er rúmgóður og sparneytinn
alvörubíll á smábílaverði.
Þú fórnar allt of miklu í rými og
þægindum, ef þú kaupir suma af þessum
„smábílum “ sem eru á markaðnum og
endar með að borga allt of mikið fyrir
allt of lítið.
Hugsaðu þig því tvisvar um, því að
MAZDA 323 kostar aðeins
Kr. 273.000 í Deluxe útgáfu,
með ryðvörn
og 6 ára ryðvarnarábyrgð.
MAZDA 323
Sættu þig ekki við neitt
minna!
7 ;
ma^oa BILABORGHF Smiðshöfða 23. sími 812 99