Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Page 2
2
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984.
Veggjald á bfla til umræðu vegna f járlagagatsins:
Verður krónu-
gjaldið túkall?
Eftir aö Steingrímur Hermannsson
forsætisráöherra dró upp úr skúffunni
áform um veggjald sem nýja skatt-
heimtu vegna f járlagagatsins hafa bif-
reiðaeigendur tekiö fastar um pyngjur
sínar. Veggjaldið er nefnilega visst
gjald á hvert kíló í ökutæki. Ef það
væri króna á kíló þyrftu bifreiðaeig-
endur að borga nærri 140 milljónir
króna í ár í þetta nýja veggjald.
I þeim hugmyndum sem upphaflega
voru lagðar fyrir um lokun fjárlaga-
gatsins voru áform um álag á bensín-:
gjald, 2,50 kr. á litra, sem gæfi 200
milljónir í ár og hækkun sjúkra-
tryggingagjalds sem gæfi aðrar 200
milljónir. Forsætisráðherra vill
fremur veggjaldið en þessa skatta.
En þar sem króna á kíló i ökutæki
gæfi ekki nema 140 milljónir í allt á
árinu er spurningin sú hvort því verði,
ekki einfaldlega breytt í túkall á kíló og
þar með reyttar upp 280 milljónir. En
auðvitað kemur einhver millivegur til
greina, auk þess sem þetta veggjald
hefur ekki frekar en annað upp í gatið
hlotið samþykki á viðeigandi stööum.
Bílafloti landsmanna er nærri
110.000 bílar, en líklega hátt í 140.000
tonn að eigin þyngd. Meöalfólksbíll er
tonn og krónugjaldið þýddi þúsund
króna skatt fyrir eigandann. Stærri
vörubílar eru að meðaltali um fimm
tonn og eigandi slíks bíls þyrfti því að
greiöa 5.000 krónur í veggjald — ef
krónug jaldið yrði króna en ekki túkall.
HERB
Fálki hefur að undanförnu verið á þvælingi í
kringum Kögursel í Breiðholti. Hefur hann
valdið nokkrum ugg hjá dúfum þar í hverfi en
fleiri fuglar munu hafa átt í útistöðum við
hann, þar á meðal nokkrir hrafnar. Fálkinn er
frekar spakur og lætur sér ekki bregða þótt
ljósmyndarar komi og smelli af honum
myndum.
DV-mynd S.
Húsnæðisstofnun:
Marklausar
yfirlýsingar
yfirmanna
— segir húsbyggjandi
„Mér finnst þaö vægast sagt
furðulegt að þær yfirlýsingar, sem
yfirmenn Húsnæðisstofnunar hafa
verið að gefa í blöðunum um afgreiðslu
lána, skuli ekki eiga sér neina stoð í
raunveruleikanum,” segir össur
Stefánsson, einn þeirra húsbyggjenda
sem bíða eftir afgreiðslu láns frá
Húsnæðisstofnun.
Ossur er í hópi þeirra sem áttu að fá
annan hluta láns síns í kringum 5.
mars síðastliðinn en það dróst. Þegar
leitað var upplýsinga fengust svör þess
efnis að lánið kæmi von bráðar og
þegar DV kannaði málið á sínum tíma
hjá þeim Sigurði E. Guðmundssyni,
framkvæmdastjóra Húsnæðis-
stofnunar, og Jóhanni Einvarðssyni,
aðstoðarmanni féiagsmálaráðherra,
fengust sömu svör og sagt var að
byrjaö yrði að afgreiða lánin til þessa
fólks eftir þá helgi sem fram undan
var.
Þegar Össur kom svo á mánudag að
vitja lánsins hafði starfsfólk
stofnunarinnar ekki minnstu hugmynd
um hvernig ætti að standa við
yfirlýsingar yf irmanna sinna því engir
peningar væru til. Nokkrum dögum
síðar birtust fréttir i blöðum um að
peningar væru fundnir og afgreiðsla
lána gæti hafist. Þá fékk Ossur og þaö
fólk, sem átti að fá lán á sama tima og
hann, tilkynningu um að það fengi úr-
lausn sinna mála eftir næstu mánaða-
mót.
„Svona nokkuð getur auövitað ekki
gengiö. Fólk tekur jú mark á því sem
þessir menn segja og margir miöa
sínar framkvæmdir við það að þeirra
yfiriýsingar standist,” segir össur.
,,Eg hef ekki fylgst svo náið með
þessu en þaö hefur staöið yfir útborgun
lána á hverjum degi að mér er sagt,”
segir Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra þegar hann er spurður
umþessimál.
Hann segir að erfiðlega hafi gengið
að útvega peninga til þessara mála en
um daginn hafi því sem vantaði upp á
marsáætlunina verið bjargað og því
ættu þessir peningar að fást. Hann
bætir því við að nú sé verið að ganga
frá áætlun fyrir hvern þann flokk hús-
byggjenda sem bíður afgreiöslu og
samkvæmt henni ættu afgreiöslur lána
til þessara hópa að ganga eðlilega fyrir
sig. -SþS.
Tundurdufl
sprengd
Sprengjusérfræðingar Landheigis-
gæslunnar fóru í vikunni austur á Star-
mýrarf jörur í Álftafirði og gengu þar
frá virkum og óvirkum tundurduflum
sem þar hafa legiö i sandinum siöan á
stríðsárunum.
Tundurdufiin hafa grafist þar í sand-
inn en koma upp af og til og sér-
fræðingamir fóru austur til að
sprengja þau sem þegar hafa verið
í loft upp
gerð óvirk og vitað var um.
Sprengdu þeir átta belgi en auk þess
fundu þeir eitt tundurdufl sem enn var
virkt og gengu þeir frá því. Tundurdufl
frá stríðsárunum er enn að finna í
söndunum fyrir sunnan og austan
land og víða annars staðar. Eru þau
gerð óvirk um leið og þau finnast og
belgirnir sprengdir svo að engin hætta
staf i af þeim.
SVR að Hótel Loftleiðum
Nú um mánaðamótin verða breyt-
ingar á leið 1 hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur. Þessi leið er gamla
Njálsgata-Gunnarsbraut, núverandi
Lækjartorg-Norðurmýri.
A hálftímafresti verður ekið út að
Hótel Loftleiðum og síðan niður á
Lækjartorg fram hjá Umferðarmið-
stöðinni. Undanfarin ár hafa Land-
leiðir séð um áætlunarakstur út að
Hótel Loftleiðum en nú verður sá
akstur framvegis á vegum SVR.
Strætisvagnaferðir hafa verið á milli
Breiðholts- og Árbæjarhverfis kvölds
og morgna. Nú hefur verið ákveðið að
bæta einnig við tveimur ferðum
síðdegis aö loknum almennum vinnu-
tíma virka daga.
I vögnum á þessum leiðum er
ókeypis bæklingur fyrir farþega sem
hefur verið gefinn út af SVR. Hann
liggur einnig frammi í miðasölum
fyrirtækisins. -ÞG
Risa-spútnik í Hólmadrang
— stærsta botntroll sem um getur hérlendis
Stærsta botntroll, sem um getur
hérlendis, verður eftir rúman mánuö
sett í togarann Hólmadrang. Trollið
er 3 þúsund möskva af gerðinni Spút-
nik. Stærsta trollið, sem nú er um
borö í íslensku fiskiskipi, er um 2
þúsund möskvar, einnig af gerðinni
Spútnik.
Að sögn Jóns G. Sveinssonar neta-
gerðarmanns sem er að hef ja gerð 3
þúsund möskva trollsins er Hólma-
drangur nú með tvö troll, 1800
möskva Spútnik og 2200 möskva
Kálut.
Hólmadrangur er á rækjuveiðum.
Reiknað er með að skipið fari á
veiðar við Svalbarða þegar trolliö
stóra verður komið í skipiö. Við Sval-
barða eru góðar aðstæður fyrir stór
troll. Þar er góður botn og stórar
ræk jur, um 90 til 120 rækjur í kílóinu.
Þess má geta að Hólmadrangur
fékk nýlega 100 tonn af rækjum í
einniveiðiferð. -JGH
Kynningar-
daguríStýri-
mannaskólanum
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
gengst fyrir kynningu á starfsemi
sinni laugardaginn 31. mars og verður
skólinn opinn gestum til sýningar frá
klukkan 13.30 til 17.00.
Þar sýna kennarar og nemendur
notkun siglinga- og fiskileitartækja og
veita upplýsingar um námið og inn-
tökuskilyrði i skólann.
Auk þess sem upplýsingabæklingi
um skólann verður dreift verða sjó-
setningarbúnaðir Sigmundar og
Olsens sýndir. Slysavarnafélagið
verður með kynningu á fluglínu-
tækjum og sýnd verður björgun úr
þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Kvikmynda- og videosýningar verða
í gangi allan tímann og verða sýndar
ýmsar fræðslumyndir um sjómennsku
og slysavarnir.
Fleira verður einnig við að vera og
má þar nefna aö tölvur skólans verða
kynntar og ýmsum hliðum á námmu
gerð skil auk þess sem kaffiveitingar
veröa í boöi. SigA
iffil
BYGGINGARSAMVINNUFELAGIÐ
BSAB AÐALBÚL í REYKJAVÍK
auglýsir 19 íbúðir til úthlutunar í nýjum byggingar-
flokki. íbúðirnar eru i sambýlis- og raðhúsum i
nýjum miðbæ í Kringlumýri. Umsóknir skulu ber-
ast félaginu í síðasta lagi 13. apríl nk.
ALLAR UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU
FÉLAGSINS, LÁGMÚLA 7 í REYKJAVÍK, SÍMAR
82966 OG 33699. Athugið að B.S.A.B. er öllum opið.
Stjórnin.
MaMUMnniuamMrsm