Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Síða 11
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984.
11
Hreindýrin ieita oft tii byggða i fæðuieit þegar að þrengist á heiðunum.
verður þess ekki vart að dýrin bíti
plöntur niður írót.”
— Er þá engin hætta á ofbeit eða
eyðileggingu á gróðri?
„Nei, ekki við eðlilegar aðstæður.
Lítil beit á hverri plöntu og tiltölulega
stutt viðstaða á hverjum stað minnkar
mjög þá hættu. Það er meira að segja
talið að hreindýr umgangist beiti-
landið betur en flest önnur klaufdýr. ”
—Hvemig gengur dýrunum að afla
sér fæðu yfir háveturinn þegar snjór
eryfiröllu?
„Hreindýr hafa háþróað lyktarskyn
og þau nota það til að finna þá staði
undir snjónum þar sem besta beitar-
landið er að finna hverju sinni. Til þess
að ná fæðunni undan snjónum krafsa
dýrin holur í snjóinn með
framfótunum. Hafa mælst allt að 40
sentímetra krafsholur í harðfenni og
um 100 sentímetra holur í lausamjöll.”
Mikilvægt að dýrin
fái að vera í friði
— Hvar halda dýrin sig helst?
,,Á sumrin halda dýrin sig flest á
Vesturöræfum og undir Fellum, svo og
í Kringilssárrana og Sauðafelli,
vestan Jökulsár á Dal. Á vetuma eru
„Það er taiið að hreindýr umgang-
ist beitiiandið betur en fiest önnur
klaufdýr." Kristbjöm Egiisson Hffræð-
ingur. iDV-mynd Bj. Bj.j.
þau á Fljótsdalsheiöi og Jökuldals-
heiði.”
— Er ekki hætta á að dýrin verði
hungurmorða ef þau eru of mörg í
sumarhögunum?
„Nei, ekki er það. Hins vegar veldur
samkeppni um bestu fæðuna því að
dýrin ná ekki að safna nægum forða
fyrir veturinn þegar um þrengist í
sumarhögunum. Þau verða því verr
undir hann búinn og falla ef vetrarhag-
arnir eru lélegir og illa vorar.
A vorin er það svo Háls á Vesturör-
æfum sem er hreindýrunum mikilvægt
fæöuforðabúr. Þetta er snjóléttasta
svæðið á hreindýraslóðum. Þar
safnast kýmar saman til að bera en á
þeim tíma em oft jarðbönn annars
staðar vegna snjóa. Til að kýmar
mjólki vel og kálfadauði verði lítill
þurfa fæðuskilyrði að vera góð eins og
gefur að skilja. Mikilvægt er að dýrin
fái að vera þarna í f riði.
Á haustin og vetuma, svo og á vorin,
eru dýrin á Fljótsdals- og Jökuidals-
heiðum þótt hluti hausts og vors lari í
ferðir til og frá sumar- og vetrarhög-
unum. A vetuma eru að meðaltali 550
dýr á hvorri heiði.”
— Nú þurfa hreindýrahjarðimar
tiltölulega stór landsvæði til að ekki
verði hætta á ofnýtingu gróðursins.
Hvað er gert til að sporna við því?
„Eg tel til dæmis aö grávíðiflesj-
umar í Hálsi standi ekki undir beitinni
nú og myndu ekki vera færar um að
taka við auknu beitarálagi sem gæti
komið upp ef dýrunum f jölgaöi. Ef sh'k
staða kæmi upp er mun skynsamlegra
að fækka dýrunum að ákveðnu marki
og leyfa þeim svo að fjölga sér aftur
þegar ástæða er til heldur en að láta
gróöur skemmast. Hann er lengi að ná
sér og þarf oft miklu að kosta til þegar
skaöinn er skeður sem dæmi um allt
landsýna.
Þá má geta þess aö við rannsóknir á
fæðu dýranna á Fljótsdalsheiði kom í
ljós að fæðusamsetningin bendir til
lélegs ástands haganna. Þó era hrein-
dýrin þar í góðu líkamlegu ástandi en
fléttur sem eru besta fæða dýranna að
vetram era horfnar að mestu.
Hreindýrin geta hins vegar lifað af
veturinn án fléttna ef bau ná eóðum
Kýr með káifa.
holdum í sumarhögunum. Miðað við
reynslu frá öðrum löndum er ólíklegt
að fléttuflóran nái sér upp þannig að
hún veröi nýtanleg til beitar í vetrar-
högunum nema algjör friðun komi til í
áratuei. Því má búast við svipuðu
ástandi gróöurs á Fljótsdalsheiði.
Jökulsdalsheiðin, hitt svæðið þar sem
hreindýrin era á vetrum, er hæfilega
nýtt í dag og að því er virðist er það
nægilegt magn af fléttum.
Nauðsynlegt er aö fylgjast náið með
f jölda dýra á svæðinu og breytingum
sem kunna að verða á gróðurfarinu
þannig að tryggt verði að ekki komi til
ofnýtingarhaganna,” sagði Kristbjörn
Egilsson.
-KÞ.
(HUSHUSGAGNAVERSLUNARINNAR
Eldhús-, baðinnréttingar og fataskápar frá STAR og MARBODAL;
Eldhústæki frá BLOMBERG
Innihurðir frá IDÉ
Inni- og útihurðir frá SVENSKA DÖRR JI-TE og SCADANIA DÖRE
Parketfrá KÁHRS og JUNCERS
Futura — handföngin frá ROSTI
Vönduð vara á vægu verði.
■MaWBWWWraWHWHWWÍIIWBWÍIBWHfflllWllWMWfBÍillffHWBllWWIWBI^^ *aBKBSÖ!*iS®
fe1M (H_
— ^BMMBMBIBBaHIIIMMIMilliBHMBffiiílllilililliÍlllililHyillWMMBHHMWIHIHWWWHHHWMIMBMHHBi BMlMHMRHHKHi WSHSSMSESs
i | IHHHI mmsmmmm m wmm, t mmi \
■
SMIÐJUVEGI 6
SÍMAR 44544 og 45670
11111 HMi 8
___________