Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Qupperneq 18
18 DV. fcAUGARDAGUR 31. MARS1984. t INU SINNI var lítil stúlka send af móður sinni með brauð og mjólk til ömmu sinnar. Stúlkan var meö rauöa húfu sem hún fékk á sautjándu öld en þá var hún þegar orðin mörg hundruð ára gömul. Rauða hettan gæti hafa verið tákn tíða eöa tákn noma og illsku. Kannski var þetta bara venjuleg húfa. I skóginum hitti hún úlf og sagði honum hvert hún ætlaði. Þaö voru mikil mistök. Ulfurinn var kominn til ömmu hennar á undan henni, yfirbugaði hana eða drap og mat- reiddi fyrir litlu stúlkuna eða ekki. Ulfurinn skipaði stúlkunni að af- klæöast og henda fötum sínum á eldinn. Það féll bræðrunum Grimm alls ekki því þeir höfðu ekki hugsaö sér að fara að skjóta fatafelluatriði í eitt af upphöfnum nítjándu aldar ævintýrum sínum. Ulfurinn át síöan stúlkuna — sem er endir sögunnar nema veiöimaður hafi skotið úlfinn með ör eða skoriö á magann á úlfinum og þannig hleypt stúlkunni og ömmu hennar út og bjargað þeim. Það eru næstum allir sammála um að sagan um Rauðhettu f jallar um kynferðismál og ofbeldi en hvaða efni hún vekur eru skiptar skoðanir um meðal þjóðfræðmga, mannfræðinga, áhangenda kenninga Freuds, femínista og bók- menntarýna. Ulfurinn hefur til dæmis verið túlkaður sem frumeðl- ið, tákn kynhvatarinnar, hinn rán- gjarni maður, reðurtákn, útlagi, djöfull, dýrið í okkur öllum og hin sif ellda ógn í grimmum heimi. u M SLIKAR kenningar var rifist af um 100 fræðimönnum á ráðstefnu um ævintýri og samfélag sem haldin var nýlega við Prince- tonháskóla. Rauöhetta fékk tals- verða umfjöllun. Túlkun feminista virtist vera á uppleið en halla undan fæti fyrir freudiskri túlkun. Jack Zipes, marxískur prófessor í þýsku við háskóla Wisconsin, hélt því fram að karlrithöfundur hefði tekið munnlega frásögn af kænni, hugrakkri, hraðskeyttri og sjálf- stæðri stúlku og breytt henni í frá- sögn um nauðgun þar sem sögu- hetjan er ánægð með að bera ábyrgðina á að vera beitt kynferðis- legu ofbeldi. Sérfræöingar hafa orðið sammála um að franski rithöfundurinn Charles Perrault, 1697, og síðar Grimm bræðumir í Þýskalandi, hafi lagfært blóðstokkið ævintýrið til þess aö efri stéttar lesendum geðjaöist betur að því. Zipes hélt því fram að Perrault hefði dregið upp mynd af stúlkunni sem tómlátri og einfaldri og bætt hettunni eða rauðum hatti við en hann hafði á þessum tíma verið tákn djöfulsins. Zipes, sem er höfundur bókarinnar The Trials and Tribulations of Little Red Riding Hood, sagði að Grimm bræðumir hefðu gert málin enn verri með því að láta móðurina vara stúlkuna við að vikja frá vegi sinum og þannig skellt skuldinni af eftirfarandi nauðgun á hana. I yfirfærðri merkingu ber sagan að sögn Zipes kynferðisleg boð. Kynlíf er hættulegt fyrir konur. Konur eiga skilið þaö sem þær fá og einungis sterkir karlar (veiði- maðurinn) geta bjargað heimskum stúlkum frá lostafullum löngunum þeirra. Aðrir sérfræðingar voru með önnur viðhorf. Robert Darnton, sem er sagnfræðingur viö Princeton og var ekki á ráöstefnunni, rengdi lykilatriði hjá Zjpes. Zipes haföi staöhæft að stúlkan hefði sloppið frá úlfinum í munnmælasögunum meö því aö segja aö hún þyrfti að fara út aö pissa. Þessa útgáfu sagði Darnton ekki vera til. Hin viötekna gerð sögunnar, sem sögð hefði verið fyrir mörgum hundruöum ára, hefði endað með þvi aö úlfurinn heföi etiö stúlkuna. Hann sagöi Rauðhettu ekki vera kynferðislega sögu heldur ógnvekjandi frásögn með einföldum boðskap: Vertu ekkert að flækjast fyrir utan þorpið því bæði lífið og ókunnugir eru grimmir. IPES OG DARNTON telja að áhangendur freudiskra túlkana hafi rangt fyrir sér — að þeir séu að túlka tákn sem aldrei hafi veriö i upprunalegu sögunni. Sálgreinandinn Erich Fromm segir til dæmis í bók sinni, The Forgotten Language, frá 1951, að tákn sögunnar megi skilja án erfiðleika. Rauða hettan þýði tíðir kvenna. Aðvörun móðurinnar til Rauöhettu um að missa ekki flöskuna visi til hættunnar á því að hún missi mey- dóm sinn og þess viðhorfs að kynlíf sem villimannlegt athæfi fram- kvæmt af skeytingarlausum karl- dýrum sé tjáning á hatri og fordóm- um gagnvart mönnum. Sál- greinirinn Bruno Bettleheim býður upp á fágaðri túlkun í bók sinni The Uses of Enchantment frá 1976. Hann segir að úlfurinn, sem fær stúlkuna til að víkja frá vegi sínum og tefja við að tína blóm, tákni bæði frum- eðlið og tákn kynhvatarinnar. Ævin- týrið sé mjög kynferðislegt og ödi- pusarlanganir til aö yfirbuga móðurina (amman) og giftast föðurmyndinni (veiöimanninum). Var Rauðhetta ábyrg fyrir eigin nauðgun? LRICH KNEOPFL- MACHER, prófessor í ensku við Princeton, réðst á Zipes og sagði hann hafa margt fram að færa en henda því einhvem veginn öllu í sama pottinn, marxisma, þjóðfé- lagsfræði, Freudisma. Anthoni Vidler, prófessor í arkítektúr við Princeton, reyndi smábrandara með því aö segja að raunverulegt vandamál í ævintýrinu væri einungis hrömunargalli, veikur lás- inn á húsi ömmunnar. Gerhard Mueller, sem er frá Rutgers skóla í criminal justice, sagöi eins og við var búist aö sagan um Rauðhettu fjallaði um lög. I samfélagi fyrri tíma bóka var þetta aöferö til að kynna fólki hvað var rangt og rétt og hvemig ætti að hegða sér, sagði Mueller. Fyrsti biskup Gota á fjórðu öld gat ekki fundið neitt orð yfir þann sem hafði framið dauðaglæp. Hann notaði þvi orðin yfirlýstur úlfur. Þannig varð úlfurinn útlaginn sem varð að deyja. 011 sú áhersla sem lögð var á kyn- Úlfurinn sem frumsjálf, útlagi, djöfuii og hinn rángjarni maður. ferðismál og dauða varð mörgum um megn á ráðstefnunni. Amma sem á staðnum var sagði: „Eg er hneyksluð. Eg les þessar sögur fyrir bamaböm mín.” Hún hefur litla ástæðu til að hafa áhyggjur. Háskólamenn munu alltaf halda áfram aö ráðast á ævintýrin og fiska eftir inntaki þeirra. Þeir beita hver sinni hugmyndafræði. En töfr- ar sagnanna hafa lifað um aldir og lifa líka af alla greiningu. Stuðgrúppan Týrói á Sauðárkróki. Eirikur, Guðbrandur, Gunnar Ingi, Margeir og Ægir eru stuðkarlarnir nefndir. Liðið var gjörsamlega tryllt af fjöri, það bókstafiega baðaði út öllum öngum. DV-myndir: GunnarV. Andrésson. Snargeggjað fjör a stuðballi með Tyról Þótt Geirmundur Valtýsson hafi verið eins og fursti í hljómsveitar- bransanum í Skagafjarðarsýslu gjörvallri undanfarin guð má vita hvað mörg ár er hann ekki óvinnandi virki. Hann hefur í það minnsta fengið harða samkeppni frá „grúppu” sem heitir Týról. Sú er ný- búin aö eiga 2ja ára afmæli og var haldiö upp á það meö miklum herleg- heitum á Króknum. A afmælissam- komunni voru hvorki fleiri né færri Það ersungið, fitlað við strengi og blásið svo undurblitt. en 400 manns og liöiö var baðaö í kampavínsúöa. A Hótel Mælifelli er venjan að hafa dunandi diskó á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum. Þegar útsendarar DV litu þar inn 8. mars síðastliöinn var þó ekki diskó, þar var Týról í öllu sínu veldi. Þetta var fimmtudagskvöld og verið að gera tilraun meö aö hafa lifandi tónlist. Það þarf ekkert að orðlengja neitt um hið geggjaöa f jör sem ríkti. Týról var greinilega í ba-na-na-stuði. Gæjarnir í grúppunni heita: Gunnar Ingi Arnason, hann spilar á trommur, Ægir Asbjömsson syngur, spilar á gítar og einnig hljómborð, Eiríkur Hilmisson er gítaristi, Mar- geir Friðriksson bassisti og Guð- brandur Guðbrandsson leikur á saxófón og hljómborð. -JBH/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.