Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Side 38
38 DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984. Undirbúningur álvers við Eyjaf jörð í fullum gangi: Staðarvalsnefnd myndar samráðshóp heimamanna Komiö hefur veriö á fót samráöshópi um gerö dreifingarspár frá hugsan- legu álveri við Eyjaf jörö. Att er við spá um dreifingu á mengunarefnum. Pétur Stefánsson hjá Almennu verkfræðistof- unni í Reykjavík er verkefnastjóri staðarvalsnefndar og hann var á fyrsta fundi þessa hóps sem haldinn var á Akureyri miövikudaginn 21. mars sl. Pétur sagði aö það mætti rekja tilurð þessa hóps til þess aö iðnaðarráðherra fól staðarvalsnefnd- inni, 22. nóvember 1983, að láta fram- kvæma athugun á umfangi og dreif- ingu loftmengunar frá hugsanlegri ál- verksmiöju viö Eyjafjörð. Oskaði ráð- herra eftir að staöarvalsnefnd stjórn- aði verkinu og hefði sem nánast sam- band við stóriöjunefnd og þær íslensku stofnanir sem hafa verkefni á þessu sviöi. Einnig var talað um að aöilar heima í héraði þyrftu aö fylgjast með verkinu. Þetta síöasta er kveikjan aö samráðshópnum. Hér er ekki um að ræða formlega nefnd heldur hóp manna sem staðarvalsnefndin hefur hvatt til að fylgjast með undirbúningi verksins, framkvæmdinni og taka við niðurstöðum. I samráðshópnum eru oddvitar og sveitarstjórar úr Amarneshreppi og irin í innstu hreppa Eyjafjarðar, beggja vegna fjarðarins. Skriðuhrepp- ur í Hörgárdal á fulltrúa en öxnadalur ekki. Síðan eru fulltrúar frá f jórðungs- sambandinu, ýmsum félögum sem sinna náttúruvernd og náttúrufræði- rannsóknum við Eyjafjörð, búnaðar- sambandinu, iðnþróunarfélaginu, heil- brigðisyfirvöldum í héraðinu, Veður- stofunni, Hollustuvemd ríkisins og stóriöjunefnd. Yfir 20 manns vom á fundinum í síðustu viku. Pétur sagði að fyrir dymm stæði að fá erlendan, sérhæföan ráðgjafa til að gera dreifingarspána. Hún byggist fyrst og fremst á tölvumódeli þar sem reynt er að kortleggja eftir veðurfars- upplýsingum og landfræðilegum aðstæöum hvemig mengun muni dreif- ast frá slíku iðjuveri. Stefnt er aö því að þessi aðili verði hér við störf frá september til áramóta. Hann ynni úr þeim upplýsingum sem þá yrði búið að safna um veðurfar og náttúrlegar aðstæður í Eyjafirðinum. Búið er að hafa samband við 7 aðila í heiminum vegna gerðar þessarar spár. Hefur verið staönæmst við tvo, norskan og bandarískan. Pétur bjóst við að gerður yrði samningur við annan hvom innan fárra vikna. I sumar er stefnt að því að ljúka því sem Pétur kallar fyrsta áfanga í rann- sóknum vegna álversins, þ.e. nægjan- lega mikiö til að gera dreifingarspána. Staöarvalsnefnd hefur staöið fyrir ýmsum veðurfarsathugunum við Eyjaf jörö, t.d. vind- og hitamælingum. Hitamælingarnar hafa einkum beinst að því að mæla stöðugleika loftsins, hvernig hitinn breytist frá jörðu og upp á við. Niðurstöður úr öllum þeim athugunum sem unnið hefur verið að og verður gert í sumar verða uppi- staöan í þeim gögnum sem hinn erlendi ráðgjafi munnota. Pétur sagði að staðarvalsnefnd hefði í öUu sínu starfi reynt að hafa gott samband við heimamenn til að nýta staðarþekkingu þeirra. Einnig til að kynna sér sjónarmið þeirra til ýmissa mála og í þriðja lagi væri nefndin að uppfyUa þaö sem hún teldi sjálfsagða upplýsingaskyldu. -JBH/Akureyri. Vé/akostur nýja frystihússins i Rifi er a/lur af nýjustu gerð og sjálfvirkni er þar mikil. Hér eru starfsstúlkur að vinna að pökkun fisksins. D V-myndir Ægir Þórðarson. Nýtt f rystihús íRifi: „Frystingin á mikla framtíð” — segir eigandinn, Hringur Hjörleifsson I aflahrotunni hérna á Breiðafiröi í síöustu viku tók tU starfa nýtt hraðfrystihús í Rifi, og er það eign Hrings Hjörleifssonar o.fl. I húsi þessu hafði áður verið rekið frystihús, en það varð að hætta rekstri vegna ýmissa örðugleika og var húsið því selt sl. haust. Eftir að hinir nýju eigendur tóku viö var fljótlega hafist handa um algera endumýjun hússins og hefur verið unnið af fullum krafti við það síðan. Þarna hefur tekist mjög vel til og er nýting húsnæðisins afrek í hönnun út af fyrir sig. Sem dæmi má nefna að áð- ur var mest hægt að snyrta fisk á 6 II SOLUSYNING á notuðum MAZDA bílum Laugardag frá kl. 10-4 Meö hækkandi sól höldum viö sýningu á landsins besta úrvali af notuöum bílum. Bílarnir eru allir gaumgæfilega yfirfarnir á verkstæöi okkar, þeir eru í 1. flokks ástandi og þeim fylgir 6 mánaöa ábyrgð frá söludegi. Komiö á sýninguna í dag og tryggið ykkur 1. flokks MAZDA bíl fyrir sumariö. Hagstæð kjör. Athugið: Okkur hefur loksins tekist að fá til sölu örfáa MAZDA 323 Sýnishorn úr söluskrá: Gerö Árg. Ekínn 929 LTD 2 dyra HT '83 23.000 323 1500 4dyraSaloon '82 22.000 626 2000 5 dyra vökvast. 83 36.000 929 LTD 4 dyra vökvast. '82 11.000 929 SDX 4 vökvast. '82 10.800 626 2000 4 dyra. '82 10.000 626 2000 4 dyra sj.sk. '82 26.000 626 1600 4 dyra '81 20.000 626 2000 4 dyra '80 60.000 929 Station '80 63.000 6 mánaða ábyrgð á notuðum bílum Öryggi í stað áhættu BÍLABORG HF Smiðshöföa 23 simi 812 99 borðum, en núna á 18 boröum í sama húsrými, allur vélakostur er af nýjustu gerð og er sjálfvirkni mikil, ásamt tölvuvinnslu. Inni hjá verkstjóra eru tæki, sem eru í sambandi við tölvu- vogirnar í vinnslusalnum, og er þaðan hægt að fýlgjast nákvæmlega meö hvernig vinnslan gengur, þyngd pakk- anna og nýtingu fisksins. Allt rennur þetta í gegnum vinnslukerfið á nýjustu geröum færibanda, en ekki voru allar tölvuvogirnar komnar ennþá. Eg spurði Hring Hjörleifsson hvort honum fyndist þetta ekki fullmikil bjartsýni núna á þessum siðustu og verstu tímum í sjávarútvegi að leggja út í svona dýrt fyrirtæki? „Bjartsýni, ég veit það ekki. Eg hef alltaf haft mikla trú á frystingu og ég held að hún eigi mikla framtíð fyrir sér, og í sambandi við svartsýnina í sjávarútvegi þá held ég að það sé langt frá því að fiskstofnamir við landið séu uppumir.” — Nú eru bátar þegar búnir að fylla kvótann, hvað er til ráða? ,,Eg held að þeir hafi farið fullgeyst í þetta í þessari stööu, verið með full- mikið af netum. Við verðum að sætta okkur við þetta kvótakerfi í ár. Við hérna við Breiðafjörð getum snúið okkur að öðrum fiskstofnum en þorski, til dæmis kola, það er nóg af honum hémaífirðinum.” Hringur kvaðst vera mjög ánægður með allar framkvæmdir við endur- byggingu frystihússins. Að visu heföi þetta dregist heldur lengur en búist hefði verið við í fyrstu og vinnsla gat þess vegna ekki hafist fyrr en vertíð var komin í fullan gang og erfitt að fá fólk í vinnu. Kvað hann sig helst vanta stúlkur í snyrtingu til þess að fullnýta aöstööuna i vinnslukeðjunni. Skipulagningu í húsinu kvaöst hann vera mjög ánægður með, þar sem allt rými er gjörnýtt á hinn hagkvæmasta hátt. Verktakar við þessa endurbyggingu hafa verið þeir Omar og Smári Lúðvíkssynir sem unnið hafa allt tré- verk, Jón Arngrímsson, rafvirkja- meistari í Olafsvík, sá um allar raf- lagnir, Ámi Þór Arnason, Reykjavík hefur séð um allar uppsetningar á frystitækjum og búnaði þeirra, en pipulagnir hefur annast Asgeir Valdimarsson Grundarfirði. Einnig hefur Sæþór Þórðarson bygginga- meistari verið Hring til aöstoðar frá upphafi en þeir unnu saman að upp- byggingu Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar á sínum tíma. -Hafsteinn Jónsson/Hellissandi. Hringur Hjörleifsson, eigandi nýja frystihússins i Rifi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.