Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Qupperneq 10
10
DV. MIDVIKUDAGUR18. APRIL1984.
,,Ég fékk áhugann snemma á skellinöðrum og mótorhjglum. Eldri bræður minir áttu skellinöðrur og
þannig kviknaði neistinn." Lina er hér á Hondumótorhjóli. Hún er 28 ára og siðustu 14 árin hafa farkostir
hennar meira og minna veríð skellinöðrur og mótorhjól. Sagt hefur verið að hún sé með fyrstu konunum
hér á landi sem tóku próf á mótorhjól. Og eins og sjá má fær poodle-hundurinn hennar oft að fliót##ieð i
mótorhjólaferðir. DV-myndir: Heiðar Baldursson.
r Líney Kjartansdóttir, 28 ára, lyf jatæknir:
Hætti í apótekinu og
hóf að senda leigu-
bíla hingað og þangað
— nú er hún eina konan á íslandi sem gegnir starfi slökkviliðsmanns
Margir í Keflavík hafa þekkt Línu
Kjartansdóttur sem „snaggaralegu
stúlkuna í apótekinu sem þeysist um á
mótorhjólum.” Hún er menntaður
lyfjatæknir. En eftir rúmlega tíu ára
starf í apótekinu í Keflavík sagði hún
þar skyndilega upp. Ekki að henni
leiddist. Hún vildi bara breyta til.
Nú vinnur hún í slökkviliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Eina stúlkan á
Islandi sem gegnir starfi slökkviliðs-
manns. Hún hóf þar störf 14. nóvem-
ber síöastliðinn.
Varla var hægt að hefja rabbið án
þess að spyrja hvemig karlmennirnir
hefðu tekið því aðfá konu í slökkviliðið.
, ,Jú, jú, þeir hafa bara tekið mér vel.
Þetta er góður vinnustaöur og mér
hefur liðið ágætlega hér,” svaraði hún
að bragði og hressilega.
— En hvernig bar það til að hún fór
að vinna sem slökkviliðsmaður ?
„Eg sá starfið auglýst og sótti um.
Og í framhaldi af því var ég ráðin. ’ ’
Úr apótekinu
í prins póló
Leið Línu lá þó ekki beint úr
apótekinu og í slökkviliö. Þegar hún
sagöi upp í apótekinu réði hún sig á
Aðalstööina í Keflavík. Þar fór hún að
selja sælgæti, meöal annars þjóðar-
réttinn sjálfan, kók og prins póló. Og
þá fólst starfið í því að senda leigubíla
hingaö og þangað.
„Eftir þetta færöi ég mig yfir í
bensíniö, ef svo má segja, fór að
afgreiða bensín. Þar var ég í níu
mánuði eða þar til ég fór í slökkvi-
liöið.”
Við fórum aðeins að gantast meö níu
mánuöina. „Já, er það ekki gjald-
gengur tími, hvar sem er?” var strax
svarað.
Nú ert þú þekkt fyrir að þeysa um á
mótorhjólum. — Hvenær fékkstu
mótorhjóladelluna?
Fékk skellinöðruleyfi 14 ára
„Eg fékk áhugann snemma. Eldri
bræöur mínir áttu skellinöðrur og
þannig kviknaði neistinn. Þeir höfðu.
sig hins vegar aldrei upp úr skelli-
nöðrunum.”
„Það var svo þegar ég var 14 ára
sem ég fékk æfingaleyfi á skellinöðru.
Síðan tóku mótorhjólin við. En ég hef
einnig átt bila inn á milli. Eg segi oft í
gríni að ég hafi byrjaö í 50 kúbíkunum
og fikraðrnig upp í 750 kúbíkin.”
Ohætt er aö taka undir þau orö
hennar. Því fyrsta hjólið var Honda 50.
Síðan komu Hondu-mótorhjólin hvert
af öðru. Þau fyrstu voru 350 kúbíka og
þá tóku 500 kúbíkin við.
„Það síðasta sem ég átti var Honda
750, en ég seldi það á siöasta ári er ég
fjárfestiínýjum bíl.”
Saknar 750 kúbkanna
— Saknarðu 750 kúbíkanna?
„Já, það geri ég. Það er viss tegund
af frelsi aö aka um á mótorhjólum.
Maður tekur meira eftir umhverfinu
við að feröast þannig. Það er eins og
vera ein í heiminum.”
— En nú eru hættumar margar og
mörg mótorhjólaslysin ?
„Það er vissulega rétt. En aðal-
atriðið á mótorhjólum er það að
treysta engum. Treysta engum öðrum
i umferðinni. Það er númer eitt.”
Þaö hafa margir orðiö hissa að sjá
Línu þeysast um á mótorfákunum,
ekki síst þegar hún er með Tönju
Tucker með sér. „Tanja er hundurinn
minn, skírð í höfuðið á kántrísöng-
konunni. Þetta er lítill poodle.”
Tanja Tucker
á bögglaberanum
— Hvar kemurðu henni fyrir á
hjólinu?
„Eg hef hana innan á mér og læt
höfuöið standa upp úr. Það þýðir
ekkert annað en leyfa henni aö njóta
útsýnisins.” — Hvaö um að binda
hana á bögglaberann?
„Nei, það held ég að gangi ekki upp.
Eigum við ekki að seg ja að hún tolli illa
þar.”
— ErtuíHundavinafélaginu?
„Já, þaö dugir ekkert annaö. Eg er
hverfastjóri hundavinafélagsins í
Keflavík. Reyndar hef ég mikinn
áhuga á að fara út i að læra hunda-
tamningar í framtíðinni. Það eru góðir
hundatamningaskólar i Bandaríkj-
unum og Englandi sem ég reikna með
að sækja um inngöngu í. Þaö er bara
verst að þeir vilja ekki nema hermenn
og lögreglur í þessa skóla.”
Og áhugamálin eru fleiri. Lína er í
Skotíþróttafélagi Keflavikur, þá er hún
í skíðasportinu og hefur stundaö dans,
jassballett og líkamsrækt.
Að finna sér tíma
fyrir áhugamálin
— Ekkertvandamálaðfinnatíma?
„Það er með mig eins og marga
aðra, að ég hef stundum orð á því að
sólarhringurinn dugi ekki. En aðal-
atriðið er bara að finna sér tíma. Þetta
gengur allt saman einhvem veginn
upp, hafi maður áhuga á því.”
Talið barst næst að Keflavíkinni,
hvernig væri að búa þar og svo
framvegis. I rælni spuröi ég sísvona
hvort hún væri ættuð úr Keflavík.
„Ekki beinlínis. Eg er stranda-
glópur. Steig mín fyrstu skref á
Vansleysuströndinni en hef lengst af
búið í borginni suöur með sjó.”
Blæs á móti
á Suðurnesjum
— Hvaðmeðrokiðumtalaða?
„Það blæs jú oft vel á móti, það er
rétt. Sumir Suöumesjabúar segjast
reyndar merkja viö á almanakinu, sjái
þeir logn hér á veðurkortinu í sjón-
varpinu. En hér er gott aö búa og fullt
af skemmtilegu fólki.”
Undir þessu síðustu orð Línu gátum
við tekið. Vel að merkja, svo framar-
lega sem hún er dæmigerður Keflvík-
ingur.
-JGH.
Lina tekur sig óneitanlega vel út i búningnum. Hún hóf störf í slökkviliðinu á Keflavikurflugvelli 14. nóvember
siðastliðinn. „Ég sá starfið auglýst og sótti um." Þess má geta að Lina starfaði i yfir tíu ár sem lyfjatæknir í
apótekinu í Keflavik.