Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Side 20
20
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.
Fimmtán
morð
Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál —
„Eg tel það skyldu mína að aðvara
yður. Við þetta mál eigið þér eftir aö
heyra frásagnir með lýsingum sem eru
sérlega viðbjóðslegar, hneyksla og
vekjaóhug...”
Með þessum oröum, sem beint var til
kviðdómsins, átta karla og fjögurra
kvenna, opnaöi dómarinn Crom-
Johnson réttinn í Old Bailey þann 24.
október 1983. Málið var gegn hinum 37
ára gamla Dennis Nilsen sem var
ákærður fyrir sex morð og tvær morð-
tilraunir.
Hann hafði hins vegar játað f immtán
morð en lögreglan haf ði ekki getað bor-
ið kennsl á fleiri en sex lík eftir þeim
líkamsleifum sem fundust. Og án
corpus delicti, það er að segja sýni-
legra sannana fyrir því að afbrot hafi
verið framið, er ekki hægt að höfða
ákæru fyrir morð samkvæmt enskum
lögum.
Máliö gegn „slátraranum frá
Cranley” vakti mikla athygli og ekki
bara vegna svakalegra og óhugnan-
legra aðferða.
Vann fyrir
drottningu
Það kom fram aö Dennis Nilsen
hafði um tíma verið nokkurs konar
hjálparkokkur i eldhúsi Englands-
drottningar í höllinni í Balmoral íSkot-
landi þegar hann sem hermaður
þjónaði meðal annars í The Queens
Guard í Ballater sem er nálægt höll-
inni. Og það var þegar hann vann í
eldhúsinu sem hann lærði að fara með
öxi og hnifa sem hann síðan notaöi til
að hluta í sundur fórnarlömb sín.
Fyrir Lundúnalögregluna þróaðist
þetta mál nánast út í hneyksli. Hið
óhugnanlega atferli Dennis Nilsens
hefði mátt stööva löngu áöur en hann
var loks afhjúpaöur af blikksmiði
nokkrum.
Nóvemberkvöld 1980 sat Nilsen, eins
og hann átti vanda til, og drakk á bjór-
krá sem nefndist Golden Lion og er í
Dean Street í Soho. Hann fór að spjalla
við annan einmana gest. Þaö var
Douglas Steward, 26 ára gamall og at-
vinnulaus. Eftir tvær ölkrúsir urðu
þeir sammála um að fara heim í íbúð
Nilsens við Melrose Avenue. Þar hlust-
uðu þeir á rokktónlist og drukku viskí
þangaö til Steward sofnaði.
„Eg sat í stórum gömlum leður-
hægindastól,” sagöi hann í vitnastúk-
unni í Old Bailey. „Og ég vaknaði við
köfnunartilfinningu. Dennis þrýsti mér
niður í stólinn með hné á brjósti mér á
meöan hann strengdi eitthvað um háls-
inn á mér. Eg baröist um til að losna og
mér tókst aö reka finguma upp i augun
á honum. Hann féll með ópi á gólfið.
Það var hálsbindi sem hann haföi not-
að til að reyna að kyrkja mig með og ég
uppgötvaði að fætur mínir voru einnig
bundnir saman með bindi!
Eg kastaði mér yfir hann á gólfinu
og hélt handleggjum hans föstum með
hnjám mínum og sló hann tvisvar. Þá
stóö ég upp og ætlaði aö fara en áður en
ég var kominn að dyrunum stökk hann
upp og greip í mig. Þá var hann
skyndilega kominn með hníf í hönd. Eg
sagði viö hann að við skyldum gleyma
þessu öllu og að ég myndi að minnsta
kosti ekki ákæra hann. Hann lagði frá
sér hnífinn tók viskíflöskuna og við
skiptum síðasta slattanum á milli okk-
ar. Á meðan hann sneri baki í mig eitt
augnablik læddist ég út um dyrnar. Eg
hringdi í lögregluna frá leigubílastöð
og sagði að reynt hefði verið að drepa
mig. Fimm mínútum síðar voru tveir
lögregluþjónar komnir og við fylgd-
umst að til íbúðar Dennis. En hann
neitaöi öllu og hélt því fram að ég hefði
ráðist á sig. Til sannindamerkis sýndi
hann lögreglumönnunum tvær rispur á
andliti sínu. Þeir spuröu hvar ég byggi
og ég gaf þeim heimilsfang mitt. Þeir
sögðu mér aö ég myndi heyra frá þeim.
Þeir höfðu aldrei samband...”
Hefði átt að
nást fyrr
prian Spar, sem var annar lögreglu-
mannanna, staðfesti fyrir réttinum að
Steward hefði skýrt satt og rétt frá.
Hann bætti því við aö hann heföi spurt
bæði Steward og Nilsen hvort þeir
væru hommar. Báðir hefðu neitað þvi.
Samt sem áður höfðu hann og félagi
hans orðið sammála um það að þetta
mál væri áreiöanlega þessi „venjulegu
læti” miili tveggja slíkra og þeir höfðu
ekki gert neitt meira í málinu.
Ef þeir hefðu gert eitthvaö meh-a í
málinu, til dæmis með því að skoða
íbúðina aðeins nánar, heföu þeir
áreiöanlega fundið ýmislegt. Inni á
baðherbergi geymdi Nilsen nefnilega
líkamsleifar tveggja ungra manna
sem hann haf ði myrt skömmu áöur.
Carl Stotter, ungur maöur, bar
vitni fyrir réttinum, frásögn hans
svipaði nokkuö til þess sem Steward
hafði sagt. Eini munurinn var sá að
Nilsen hafði ekki bara reynt að kyrkja
hann. Þegar það haföi mistekist hafði
hann líka reynt aö drekkja honum í
baðkari íbúðarinnar. Báðir höfðu þeir
verið dauöadrukknir og hvemig hann
hafði sloppið og hvers vegna Nilsen
hafði gefist upp við ætlunarverk sitt
hafði hann ekki hugmynd um. Hann
hafði vaknað á gólfinu í baðherberg-
inu, rennblautur og með bindi hert um
hálsinn, við það aö Bleep, hundur
Nilsens, stóö og sleikti hann í framan.
Þetta gerðist í maí 1982. Stotter, sem
viðurkenndi að hann væri kynhverfur,
hafði af þeirri ástæðu ekki þorað að
kæra.
En lögreglan hafði eitt tækifæri í við-
bót til að afhjúpa Dennis Nilsen. I
ágústmánuöi 1981 kom ungur lækna-
nemi, Robert Wilson að nafni, inn á
lögreglustöðina í Kilbum og afhenti
poka með beinum, sem hundur
hans hafði grafið upp, á byggingar-
svæði við Melrose Avenue, bak við hús-
ið þar sem Nilsen bjó. Wilson taldi að
beinin væm úr manni og jafnvel úr
tveimur eða þremur mönnum.
, Douglas Steward sem Dennis Nilsen
reyndi að myrða. Hann stendur fyrir
framan krána þar sem þeir hittust.
I þessu var heldur ekkert gert.
Þegar Dennis Nilsen kom fyrir rétt,
þann 12. febrúar 1983, var pokinn með
beinunum horfinn.
Sjálfur hafði hann árið áður flutt í
íbúð í húsi í Cranley Gardens 23.
Óhamingjusöm œska
I janúar 1983 fóm allir í húsinu að
kvarta yfir hræðilegri fýlu sem varð
verri og verri og kom greinilega úr
klóaki hússins. Dennis Nilsen kvartaöi
einnig skriflega til eiganda hússins.
Eftir langa mæðu kpm^blikksmiður-