Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Qupperneq 23
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.
23
V'
í eina tíð voru flestar hljómsveittr
dsmdar út frá mælikvarða fram-
sækninnar sem upp á útlensku var
einlægt nefnd: prógressív. Það þótti
afskaplega fínt að vera prógressívur
og þvi flóknari sem tónlistin var og
meira í hana spunnið af tónlistarleg-
um flækjum því merkilegri voru
flytjendurnir. Seinna festist þetta
hugtak við ákveðna tegund rokktón-
listar sem Genesis var nokkurs kon-
ar samnefnari fyrir. En það er langt
siðan.
Samt hafa margir ungir rokkar-
ar gengið með Genesisdrauma fram
á þennan dag. Það er ekki víst þeir
viðurkenni það opinberlega en tónlist
i ætt viö gömlu Genesis fellur enn vel
í kramið og virðist eiga vísan stað í
hjörtunum ungu. (Æ, hvað þetta var
fallegasagt!)
Flestir hafa ugglaust heyrt getið
um bresku hljómsveitina Marillion
en þeirri sveit helgum við helgar-
poppið að þessu sinni. A þeim bæ er
foringi sem gegnir ekki öðru nafni en
Fish. Hann málar sig eins og Goggi í
Culture Club og Marilyn en á samt
fátt sameiginlegt með þeim „vinkon-
unum” og hefur raunar megnustu
óbeit á þeim bæöi hvað tónlist og útlit
áhrærir. Sjálfur er hann dreki stór og
karlmannlegur eftir því eins og
myndin héma af honum sýnir dæma-
laustvel.
r ish finnst alveg makalaust hvað
blöðin eru iðin við að hampa gaur
eins og Marilyn en honum sárnaði
fyrst þegar bandariskir blaðamenn
tóku upp á þvi að bera þá saman:
Boy George og Fish. Marillion var á
hljómleikaferð í Bandaríkjunum fyr-
ir skömmu og lék meöal annars á
Rhode Island og þar gerðist það:
sumir áheyrenda töldu þar kominn
sjálfan Boy George og höfðu það eitt
til marks að söngvarinn hafði klínt
málningu í fésið á sér! Fish var yfir
sig hneykslaður, tuttugu sentímetr-
um stærri en Goggi og ólíkari hljóm-
sveitir tæpast aö finna: Culture Club
og Marillion.
Marillion hefur einlægt verið líkt
við Genesis og skrifari þessara lína
gerðist sekur um þá samlíkingu i
upphafi pistilsins. Fish myndi senni-
lega reyna að snúa mig úr hálsliðn-
um næði hann til mín því þó hann
hafi ýmugust á Boy George og Mar-
illion rennur honum hreinlega í skap
þegar samanburðaráráttan spyröir
saman Genesis og Marillion. „Fyrst
var þetta bara til skapraunar,” segir
hann, „en seinna meir varð þessi;
samlíking gersamlega óþolandi,
barnaleg og tilgangslaus.” Hver hef-
ur sinn djöful að draga segir máltæk-
ið og hvað Marillion áhrærir er Gen-
esis í hlutverki fjandans og með hann
ætla þeir að burðast hvað sem á dyn-
ur. „Við ætlum ekki að gefast upp og
segjast leggja upp laupana vegna
þessara Genesisálaga,” segir Fish.
M arillion er komin á gott skrið.
Síöasta ár var ákaflega viðburðaríkt
hjá hljómsveitinni. Snemma ársins
kom smáskífa með laginu He Knows
You Know sem komst í 35. sæti smá-
skífulistans og fyrsta breiðskífan,
Script For A Jester’s Tear, var út-
gefin í marsmánuði í fyrra og komst
í sjöunda sæti breiðskifulistans svo
við höldum okkur við þessar tölfræði-
legu niðurstöður. Eftir útgáfu plöt-
unnar var farið i hljómleikaferð eins
og stórhljómsveita er siður og hús-
fyllir víöa. Sorgarfrétt ársins var á
hinn bóginn brottför trymbilsins
Mike Pointer. En hann er alténd úr
sögunni.
Um mitt sumar í fyrra var þriðju
smáskifunni ýtt úr vör og laginu val-
iö nafn sem Mezzoforte okkar hafði
kynnt vel og rækilega: Garden
Party. Hvort sem það var nafnið eða
lagið þá þarf ekki aö orðlengja:
Garden Party fór inn á topp tuttugu,
i sextánda sæti, og síðla sumarsins
tróð Marillion upp á hljómleikum á
hátíðinni sem kennd er við Glaston-
bury. Þá lá leiðin vestur um haf, til
Bandarikjanna og Kanada og heim
aftur til þess eins að stela senunni á
Reading-hátíðinni á ágúst. Þá var
haldið vestur um haf á nýjan leik í
fylgd með Rush að þessu sinni og eft-
ir stutta ferð beið hljóðver reiðubúið
heima í Bretlandi, — og það sem
meira var: trymbill eins og þeir geta
bestir orðið, Ian Mosley, sem hafði
áöur barið húðir með Steve Hackett.
w ögu Marillion má rekja aUt aftur
til ársins 1978 þó hljómsveitin hafi
raunar ekki komist á legg fyrr en í
lok ársins 1980. Framan af voru
mannaskipti í hljómsveitinni nokkur
eins og títt er um hljómsveitir í gerj-
un. Hljómleikar urðu strax þeirra ær
og kýr og hvert tækifæri nýtt sem
bauöst tU upptroðslu. Eitt hundrað
hljómleikar árið 1981 og nýir aðdá-
endur bættust í hópinn í hvert sinn
sem troðiðvarupp.
En það eru ekki aUir jafnánægðir
með velgengni MariUion. Móðir Fish
er ekki upprifin og bíður þess tíma
þegar sonurinn byrjar aö semja til-
finningaríka ástarsöngva eins og
Hallóið hans Lionel Richie. Fish er
einn fárra rokkara nú til dags sem
kýs að nota tónlistina tU þess að
koma skoðunum sínum á framfæri;
lætur sumsé ekki nægja aö tralla eitt-
h vert buU meö tónlistinni. Sjálfur má
hann muna timana tvenna, skugga-
hUöar lífsins oftar verið i aðalhlut-
verki fremur en þær björtu og um
tíma lá við að taugamar gæfu sig;
lífið bauð ekki upp á neitt sem var
þess virðiaðlifaþví.
„Eg var á góðri leið meö að næla
mér í eitthvert þægilegt starf þar
sem ég gæti dólað mér næstu fimm-
tíu árin þangað til ég myndi smeyg ja
mér í flókaskóna í elUnni og oma
mér við eldinn. En innst inni vissi ég
að ég gat bæði sungiö og leikið og það
varð ofan á að ég gaf hæfileikunum
tækifæri,” segir hann.
Þegar læknar höfðu sett drenginn
á lyf við þunglyndi og hann búinn að
sitja dögum saman fyrir framan
sjónvarpið eins og heUalaus hálfviti
gerði hann uppgjör við sjálfan sig og
stofnaöi MarUUon. Nafnið fékk hann
úr sögu eftir Tolkein.
g eftir linnulausan barning við
hljóöfæraslátt og söng í hljómleika-
sölum vítt og breitt um Bretland tók
EMI hljómsveitina upp á sína arma.
Árið 1982 gaf hljómsveitin út sína
fyrstu smáskífu, Market Square
Heroes, og í desember sama ár var
hafist handa um fyrstu stóru plötuna
sem áður var minnst á.
Nú fyrir skemmstu kom svo út
önnur breiðskífa MarUUon, Fugazi
að nafni, og er vísun í Víetnamstríðið
þar sem bandarískir hermenn römb-
uðu á barmi geggjunar árum saman.
Raunar er Víetnamstríðið Fish ákaf-
Iega hugleikið og klæðnaður hans
minnir einatt á búninga hermanna í
kvikmyndinni Apocalypse Now. Fish
er einlægur andstæðingur vopna-
skaks og hemaðarbrölts eins og
glöggt kemur fram í lagínu Forgott-
en Sons, en það lag ku verá sérstak-
lega vinsælt í höfuðborg Falklands-
eyja, Port Stanley, og raunar er plat-
an frá í fyrra mest selda platan á
Falklandseyjum. Og þriðja besta
platan að dómi pólskra gagnrýn-
enda í fyrra.
Og tónUstin er prógressív.
-Gsal.