Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Síða 40
Fréttaskotið 68-78-58 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 3. MAI 1984. Maraþon- fundirá Alþingi Maraþonfundir voru í neðrí deild Al- þingis í gær. Stóöu fundir með hléum frá klukkan 14 til klukkan rúmlega 3 í nótt. Á kvöldfundunum var eingöngu til umræðu stjórnarfrumvarp um Hús- næðisstofnun ríkisins. Það er eitt þeirra mála sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að veröi samþykkt fyrir þinglok. I gær lauk annarri og þriðju umræðu í neðri deild og verður at- kvæðagreiðsla um frumvarpiö í dag. >á veröur því visað til afgreiðslu í efri deild. ÓEF Gamalt vín hækkar Flaskan af gömlu brennivíni og gömlu ákavíti hækkaði skyndilega í gærdag úr 470 krónum í 530. Var þetta gert til að leiðrétta mistök sem urðu við síöustu verðbreytingar þegar gleymdist að gera verðmun í verði á nýju víni og gömlu. -EIR. Chandler slak- aráklónni Sænski stórmeistarinn Ulf Anderson tapaði þriðju skák sinni í röð á skák- mótinu í Lundúnum í gær og virðist alveg heillum horfinn á þessu móti, er nú næstneöstur, með 1,5 vinninga eftir sex umferðir. Þeir Karpov og Polu- gaevski eru efstir með 5 vinninga og enski stórmeistarinn Chandler, sem slakaöi ögn á klónni i sjöttu umferðinni og gerði jafntc-fli við Timman, er nú meö 4,5 vinninga í þriðja sæti. Seira- wan er með 4 vinninga og Timman og Vaganian með 3,5. Þar fyrir neðan eru kempur eins og Ribli, Kortsnoi, Nunn, Anderson og Miles. LUKKUDAGAR 1. maí 45415 Datsun Micra bifreið frá Ingv- ari Helgasyni hf. að verðmæti ca kr. 300.000,- 2. mai 16927 Hljómplata frá Fálkanum að verðmæti kr. 400,- 3. maí 57970 Leikfangatafl frá Ingvari Helgasyni hf. að verðmæti kr. 1000,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Ætii það só grafarþögn í tannlæknadeiidinni núna? Ráðherrar sjálfstæðismanna „gleymdu” þingflokknum Ráðherrar Sjálfstæöisflokksins virðast hafa „gleymt” að bera undir þingflokk sjálfstæðismanna ákvæði um heimild fyrir ríkisstjómina til aö taka upp á ný 10% „sveigjanlega bindisskyldu” innlánsstofnana í Seðlabankcuum til viðbótar þeirri bindingu sem fyrir er, að sögn eins þingmannsins í morgun. Akvæöi um þetta veröur í stjórnarfrumvarpi um ráöstafanir í ríkis- og lánsfjár- málum, sem væntanlegt er í dag. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur enn ekki fjaliað um þetta at- riði. Þingmenn töldu í morgun að vaxtahækkun einhvem tíma á næstunni væri líkleg í kjölfar bindis- skyldunnar. Mikið ójafnvægi væri í peninga- málum og útlán of mikil. Aðalorsökin væri hallarekstur ríkissjóðs. Þá hefðu menn ráðist í miklar fjárfest- ingar í húsnæðismálum í kjölfar yfir- lýsinga ráðamanna en peningar til þess væru ekki til staöar. -HH. Prófverkef niö fór ígröfina: Ættingjar hafa leyft að graf a konuna upp „Ættingjar gáfu að fyrra bragði munnlegt leyfi til þess að graf a konuna upp,” sagði Rannveig Axfjörð tann- læknanemi. Landið sem hér um ræðir markast af Suðurlandsvegi að austan, Keidum að vestan og Grafarholtslandi að sunnan. DV-mynd Loftur. Meira vildi hún ekki segja um sér- kennilegt ágreiningsmál sem upp er komiö í tannlæknadeild Háskólans. „Eg hef ákveöið að loka mig alg jörlega frá þessu öllu. Eg er í mjög ströngum próflestri,” sagði Rannveig. Hún hafði vonast til að ljúka námi í vor. Nú lítur út fyrir að námslokin dragist fram á.næsta ár því prófess- orar neita að sögn að viðurkenna próf- verkefni hennar sem var smiði heil- Voru stöövaðar með hótun um lögbann! Framkvæmdir verkamanna frá Reykjavikurborg á mörkum maka- skiptalandsins svokallaða, það er á milli Keldna og Grafarvogs, voru stöðvaðar með hótun um lögbann þar sem verkamennimir voru að grafa þarna á eignarlandi án leyfis. Umrætt land, sem er rúmir 13 ha. aö stærö, liggur á þeim hluta lands sem borgin lét ríkinu í té í maka- skiptasamningum enerhinsvegarí einkaeign. Borgin hefur skuldbundiö sig til að láta ríkinu þaö í té fyrir árs- byrjun 1986. Að sögn Þórðar Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings voru það mistok aö framkvæmdir voru hafnar á þessu landi en þar var byrjað aö grafa fyrir hitaveituæð. „Viö vorum búnir að grafa eina smárispu i landið er viö stöðvuðum framkvæmdir,” sagði hann og bætti því við að hitaveituæöin heföi nú ver- ið flutt 30—40 m ofar þannig að hún fer framhjá landinu. Þóröur sagði að viðræður hefðu átt sér stað milli eigenda landsins og borgarinnar um kaup á því, borgin vildi kaupa það á fasteignamats- veröi en eigendumir vildu meira fyr- irþað. Einn af aöstandendum þessa lands sagði í samtali við DV að að- eins heföi veríö rætt þrisvar við þá á sl. 2 árum vegna kaupanna en vildi aö Öðru leyti ekkert tjá sig um þetta mál. Hvað næstu skref í þessu máli varðar sagöi Þórður að hann heföi enn ekki gefið samninga upp á bátinn enda væri tími til ársloka 1985 að koma þeim í gegn, annars þyrfti sennilega að gripa til eignarnáms. -FRI. goms. Gómurinn fór nefnilega í gröfina með notandanum, gamalli konu, sem lést áður en prófessorar skoðuðu smiöina og gæfu vottorð um að verk- efninu væri lokið. Rannveig hefur fengið sér lögmann, Jón Oddsson. Hann hefur kært málið til menntamálaráðherra. Þess er krafist að tannlæknadeild viðurkenni góminn. Þvi er haldiö fram aö prófessorar hafi fylgst með verkefninu og verið kunn- ugtumaðþvihafi veriðlokið. „Máliö snýst alls ekki um þennan gervigóm,” sagði Sigfús Þór Elíasson, deildarst jóri tannlæknadeildar. , JCennarar segja mér aö þeir telji Rannveigu ekki hæfa til að útskrifast núna í þessu fagi. Hún hefur staðiö sig vel í bóklegum greinum en miður í verklegum,” sagðiSigfús Þór. Mál þetta var kynnt menntamála- ráðherra i gærmorgun. „Það er í athugun í ráöuneytinu,” sagöi Ragn- hildur Helgadóttir. Ráðuneytið hefur sent þaö háskólarektor til umsagnar. -KMU. Áreksturinn út af Stokkseyri í morgun: „ Vorum fjórir niðri í koju" „Viö vorum fjórir niðri í koju er skipin skullu saman,” sagði Guömundur Sæmundsson, 2. stýri- maður á Kára VE 95 í morgun. Guðmundur var þá kominn heim til sín á Eyrarbakka og sagði að sér heils- aðist vel eftir volkið. „Við komumst allir upp og gátum sett gúmmíbátinn á flot. Síðan syntum viö að honum. Þetta mátti ekki tæpara standa því báturinn sökk á aöeins einni til tveimur minútum. Báturinn var þaö þungur að framan aö stefnið byrjaði þegar að síga niöur eftir að gatið kom á hann.” Sjá nánar í frétt á forsíðu Guðmundur sagði ennfremur að þeir hefðu verið á trollveiðum út af Skarðsfjöruvita. „Við lögðum af stað til Þorlákshafnar um klukkan fjögur til fimm í gær og höfðum skipst á að standa vaktir.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.