Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 41
DV. LAUGARDAGUR19. MAI1984.
41
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
kom ættingi þeirra í heimsókn og
uppgötvaði aö íbúðin hafði verið
rænd. Inni í svefnherberginu fannst
Hassan liggjandi í blóði sínu. Við hlið
hans lá Eric sonur hans. Báðir lágu
þeir á maganum, skotnir í hnakkann
með 38 eöa 357-magnum skamm-
byssu.
Mikilvægt vitni
kemur í leitirnar
Lögreglan taldi hugsanlegt aö
morðvopnið væri Ruger 357 skamm-
byssa sem ekkja hins látna var
skráöur eigandi að. Skammbyssan
sú var horfin og sama gilti um skart-
gripi eins og demantshring og gull-
armband auk nokkurra innpakkaöra
jólagjafa sem voru fyrir í íbúöinni.
Morðinginn hafði auðsjáanlega
pakkað þýfinu í bleikt koddaver því
eitt slíkt hafði verið hirt úr hjóna-
rúminu.
Lögreglan hóf þegar eftir-
grennslan sína í nágrenninu og í
þetta sinn haföi hún heppnina meö
sér. Silvia Jones var á leið í heim-
sókn til vinkonu sinnar sem bjó
nokkru neðar í götunni um þrjúleytið
þennan dag. Hún sagðist hafa tekið
að kvöldi 19. desember. Tveir ungir
Mexíkanar voru á gangi á háskóla-
lóðinni er tveir blökkumenn óku bíl
sínum upp aö þeim. Blökkumenn-
irnir stigu út úr bílnum, annar þeirra
tók fram 357-magnum skammbyssu
og heimtaði peningana af Mexíkön-
unum.
„Sjálfsagt,” sagði annar Mexíkan-
anna samstundis og fór meö höndina
innfyrir jakkann. En í stað þess að
draga fram seðlaveskið þreif hann
fram skammbyssu og skaut
viðstöðulaust á ræningjann. Hann
féllþegarniður.
Er morðinginn
fundinn eða ekki?
Þegar lögreglan kom á staöinn stóð
hinn blökkumaðurinn enn yfir fölln-
um félaga sínum. Hann var þegar
handtekinn og ákærður fyrir tilraun
til vopnaös ráns.
Við yfirheyrslu vár þetta rán tengt
moröinu á Hassan og Teheran
Jefferson. Blökkumaðurinn harö-
neitaði hins vegar aö hafa átt nokk-
um hlut að þeim málum. ,,Eg hef
aldrei átt þátt að morði,” sagði hann
við yfirheyrsluna. „Við ætluðum
aöeins að hafa fé út úr þeim.”
Eiginkona Hassans féii saman iréttarsainum er hún heyrði lýsingu ódæðis
mannanna á verknaði sínum.
eftir því að tveir menn stóðu fyrir
framan húsið sem Hassan bjó í. Þeir
hölluðu sér upp að bíl sem stóö við
gangstéttina. Þaö var ljósgrænn
fólksbíll, að líkindum nýlegt módel af
Ford eöa Mercury taldi hún. Á hægri
hliðinni var stór dæld í hurðina.
Silvia Jones greindi frá því að
nokkrum mínútum eftir að hún kom
inn í hús vinkonu sinnar hefði hún
heyrt mikinn hávaða. Hún leit þá út
um gluggann og sá mennina tvo
hlaupa burt frá húsi Hassans. Annar
þeirra hélt á bleiku koddaveri
úttroönu af einhverju dóti. Þeir
hentust inn í ljósgræna bílinn og er
þeir óku framhjá glugganum sem
Silvia stóð við tók hún eftir því að
annar mannanna var með brotna
tönn. Þaö var greinilegt er hann
brosti breitt út um bilrúðuna. Silvia
lýsti þessum manni sem hönmds-
dökkum, um tvítugt, meðalmanni að
hæð og þyngd. Silvia sagðist geta
þekkt hann aftur ef hún sæi hann.
Þaö tækifæri bauðst sjö dögum
síðar þegar tveir ungir blökkumenn
voru skotnir niður við rán í nágrenni
háskólans í Los Angeles. Þetta var
Oll rök virtust hins vegar benda til
hins gagnstæða. Skammbyssan sem
notuö var viö ránstilraunina á göt-
unni var 357-magnum, sama gerð og
notuð var við bæði morðin. Blökku-
maðurinn sem lifði af svaraði einnig
til þeirrar lýsingar sem Silvia Jones
gaf af manninum sem hún sá í
bílnum, meira aö segja brotna fram-
tönnin. Það þótti fullsannað að hér
væri um sama mann að ræða þegar
Silvia benti á hann í hópi manna sem
stillt var upp fy rir hana.
Málið virtist tilbúið fyrir sak-
sóknarann, en það var eitt atriði sem
kom í veg fyrir að það færi strax þá
leið, — David Crews rannsóknar-
lögreglumaður. Hann hafði það á
tilfinningunni að hinn grunaði væri í
raun að segja satt. Ein ástæðan fyrir
því var aö hann hafði ekki hlaupiö
burt f rá föllnum félaga sínum og ekið
á brott. Byssumennimir sem myrtu
Hassan og Jefferson voru kaldlyndir
morðingjar. Þeir höfðu tekið varnar-
laust fólk af lífi af þeirri ástæðu einni
að þaö svalaði kvalalosta þeirra. Það
var ólíklegt að svo hjartalausir
morðingjar myndu hanga yfir
föllnum félaga sínum til þess eins að
sjá hvernig honum reiddi af. Svo
áleit Crews rannsóknarlögreglu-
maður að minnsta kosti.
Crews hefði getað lagt fram morö-
ákæru strax. En eölisávísunin sagði
honum aö gera það ekki svo hann lét
loka blökkumanninn í ríkisfang-
elsinu í ótímabundið gæsluvarðhald.
Það átti eftir að koma í ljós að eðlis-
ávísunin brást honum ekki.
Mælirinn fyHist
Beth Niece bjó ásamt móöur sinni í
nágrenni við Hassan. Hún var heima
ásamt gesti að nafni Michael Taylor
að kvöldi hins 27. desember þegar
tveir menn brutust þar inn, miðuðu á
þau byssu og heimtuðu peninga og
eiturlyf. Þau kváðust hvorugt hafa.
Beth var þá rekin inn í baðherbergi
og sagt að bíða þar. Þaðan heyrði
hún hávaðarifrildi milli rtiannanna
tveggja og Taylor. Það endaöi með
byssuskoti. Þegar hún loks áræddi aö
fara út úr baðherberginu sá hún hvar
Taylor lá í blóði sínu á gólfinu. Hann
hafði verið skotrnn í hnakkann.
Lögreglumenn hófu þegar
umfangsmikla leit í öllu hverfinu.
Beth gat gefið lýsingu á mönnunum
og sagðist halda að annar þeirra héti
Craig Antony Ross, 22 ára gamall.
HLnn taldi hún að héti Steve
Champion, en hún haföi haft spurnir
af honum sem meiriháttar
vandræðamanni í hverfinu.
Vandræöamaöur var varla rétta
orðið til að lýsa Champion eöa Ross
félaga hans. Báöir voru þeir
alræmdir fyrir glæpaverk sín.
Lögreglan gat flett upp í skýrslum
sínum um feril þeirra. Ross var
handtekinn árið 1977, þá 19 ára
gamall, fyrir að hafa lamað mann
fyrir lífstíð með skammbyssuskotum
í kviðinn. Hann var dæmdur til fang-
elsisvistar og var nýlega sloppinn út
þegar Jefferson var skotinn. Steve
Champion átti sér svipaða sögu.
Hann hafði frá 15 ára aldri oftlega
verið handtekinn vegna bkams-
árása, rána og misþyrminga. Hann
sat síðast inni í tvö ár og slapp út í
byrjun árs 1980.
Þremur tímum eftir að Michael
Taylor var myrtur kom lögreglu-
maður auga á ljósgrænan bíl sem ók
hægt án ljósa meðfram Helen Keller-
garöinum. Hann ók á bíl sínum
meðfram ljósgræna bílnum: Oku-
maöur hans snarhemlaði, ók upp á
gangstétt og tók til fótanna ásamt
farþegum sínum. Lögregluliö
streymdi að garðinum úr öllum
áttum. Smám saman var garðurinn
umkrmgdur og Ross og Champion
handteknir. I bílnum fannst Ruger
357 skammbyssa sem viö nánari
athugun reyndist vera byssan sem
hvarf af heimili Hassans.
Við leit á heimili Champions fannst
mynd af honum og Ross þar sem þeir
sátu fyrir með 38 eða 357-magnum
skammbyssu. Silvia Jones sagðist
þekkja hann aftur sem manninn sem
brosti út um bílrúðuna eftir að skotið
var á Hassan. Báðir reyndu þeir að
verja sakleysi sitt en kviðdómur
fann þá seka. Dómsúrskurður:
dauöarefsing.
Vestfirdir — Isafjörður
Hönnuður og sölumaður fyrirtœkisins verður staddur á
ísafirði helgina 26. og 27. maínk.
Þeir sem vildu nota þjónustu fyrirtækisins og fá hönnuð skilrúm eða
handrið og
verðtilboð
á staðnum
vinsamlega
Þií getur gjörbreytt
fieimÚ þinu með
síuírúmumj fumdriðum
og skápumjráÁrfetti fif.
hringi
i síma
91-84630
eða
91-84635
Ármúla 20
Reykjavík
Símar 84630
og 84635
Fiskvinnslu-
skólinn
Umsóknarfrestur nýrra nemenda er til 10. júní
nk.
Inntökuskilyröi eru:
Nemandi skal hafa lokiö námi á fiskvinnslubraut
1 viö fjölbrautaskóla eftir grunnskólapróf (36
ein.) eða sambærilegu námi.
Nú í síðasta sinn geta þeir sem eru 25 ára eða eldri
og hafa starfað við fiskiðnað í a.m.k. 5 ár sótt um
fiskiðnaðarmannsnám (öldungadeild).
Nánari upplýsingar í skólanum, Trönuhrauni 8
Hafnarfirði, shni 53544.
SKÓLASTJÓRI.
ÚTBOÐ
Áburðarverksmiðja ríkisins óskar eftir tilboðum í
jarövegsvinnu og malbikun á verksmiðjusvæðinu
í Gufunesi.
Helstu verkþættir eru: Gröftur og brottakstur
20.000 m3, fyllingarefni 8.000 m3, malbikun 17.000
m2.
Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudegi 21.
júní á skrifstofunni í Gufunesi gegn 2.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til Áburðarverksmiðjunnar
eigi síðar en föstudaginn 1. júní 1984 kl. 11.00 og
verða þá tilboðin opnuð.
ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS.
ALLAR VÖRUR
TIL PÍPULAGNA
Húsbyggjendur:
Kynnið ykkur strax hagstætt verð og greiðsluskil-
mála. Munið að við höfum einungis úrvalsefni til
pípulagna.
v VATNSVIRKINN/ j
Vatnsvirkinn h.f.
Ármúla 21, Rvk. Sími 86455 og 85966.