Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 48
Fréttaskotið
68-78-58
SIMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Hafir þú ábendíngu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 19. MAI 1984.
Flugmenn á fæturí dag
A þriðja þúsund manns varö fyrir
röskun á feröum sínum í gær vegna
veikindaforfalla flugmanna, að sögn
Sveins Sæmundssonar, forstööu-
manns kynningardeildar Flugleiða.
Félagið reyndi aö bjarga málum
með þremur leiguþotum til milli-
— deiluaðilar á fund ríkissáttasemjara ímorgun
landaflugs og 'fjórum litlum leigu-
vélum til innanlandsflugs. Ekki varö
þó hjá því komist að fjöldi fólks yröi
fyrir óþægindum.
Ottast var að þessar aðgeröir flug-
manna myndu standa yfir í þrjá
sólarhringa, sama tíma og verkfall-
ið, sem Alþingi bannaöi, hafði verið
ráðgert. Síðdegis í gær benti allt til
þess aö flugmenn „færu á fætur” í
dag.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna
kannast ekki við að um skipulögð
veikindaforföll hafi verið að ræöa.
Talið var í gærkvöldi að flugmenn
Flugleiða myndu ^„hressast” og
mæta til vinnu í dag. Deiluaðilar
voru boðaöir á fund ríkissáttasemj-
ara klukkan níu í morgun en þeir
hafa ekki ræðst við frá því á þriðju-
dag.
Talsmenn flugmanna vísa aðeins til
reglna sem segja aö flugliði megi
ekki hafa á hendi starfa í loftfari
hamli sjúkdómur, þreyta eða aðrar
orsakir honum að rækja starfann á
tryggileganhátt.
-KMU.
Stjómarandstaðan
grípur til málþófs
— þar sem frumvarp um frjálsan innf lutning
á kartöf lum var ekki tekið til umræðu
„Ef þetta mál verður ekki tekið til
umræöu lit ég svo á að það sé ekki
lengur neitt samkomulag um
hvernig afgreiða eigi mál þessa
síðustu daga þingsins.” Þannig
mæltist Eiði Guðnasyni, þingflokks-
formanni Alþýðuflokksins, er hann
gekk út af þingfundi eftir harðar
umræður um þingsköp.
Efri deild var nánast óstarfhæf í
gær vegna mikils ágreinings miili
stjómar og stjórnarandstöðu og
einnlg innan stjórnarflokkanna um
afgreiðslu frumvarps sem felur i sér
að afnema einkarétt Grænmetis-
verslunarinnar á innflutningi á
kartöflum og nýju grænmeti. Málið
hefur legið í landbúnaðamefnd og
formaður nefndarinnar, Egill Jóns-
son, hefur neitað að afgreiða nefiidai--
álit fram til þessa. I fyrrakvöld varð
samkomulag um að nefndarálitið
kæmi í gær, en svo varð ekki.
Hvað eftir annað varö að fresta
fundum efri deildar meðan stjómar-
flokkamir ráðguöust um málið.
Fundarhlé var gert í hálfa aðra
klukkustund meðan svo stóð A. Þeg-
ar fundur hófst aftur sagðist forseti
deildarinnar fyrst ætla að afgreiða
önnur mál. Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar komu þá hver á fætur
öðmm í ræðustól og heimtuöu málið
tii umræðu. Þegar forseti neitaði
gripu þeir til málþófs til aö tefja fyrir
framgangi annarra mála. Má búast
við að þessir atburðir kunni aö tefja
þingstörf.
Stjórnarflokkarnir gerðu í gær
með sér samkomulag uin að af-
greiðslu þessa máls yrði frestað
gegn því að endurskoðun færi fram á
sölumálum landbúnaðarins. Sverrir
Hermannsson, sem nú gegnir
embætti viðskiptaráðherra, var til-
búinn með yfirlýsingu um að hann
myndi beita sér fyrir endurskoðun á
sölumálum grænmetis og að einok-
uninni yrði aflétt, en frekari á-
kvarðanir yrðu ekki teknar að sinni.
-OEF.
LUKKUDAGAR
19. MAÍ
6900
DÚKKUKERRA
FRÁ I.H.hf. AO
VERÐMÆTI KR. 800,-
D V-mynd: Loftur.
Áveiturör úr Hvera-
BRETAPRINS gerð/ se/d í öllum
IREYKJA VIK
Filippus Bretaprins yerði stuttan stans á Reykjavíkurflug-
velli skömmu eftir hádegi í gœr. Hann kom frá London,
Heathrow, á skrúfuþotu sinni og hélt héðan til Syðri-
Straumsfjarðar í Grœnlandi á leið sinni til Bandaríkjanna.
Filippus er í raun tíður gestur á Reykjavíkurflugvelli. /
hvert skipti sem hann kemur fœr hann sér kaffi og íslenskar
pönnukökur, en þœr segir hann vera hreinasta afbragð.
Breski sendiherrann á íslandi, John Adams, tók á móti Pil-
ippus í gœr ásamt mönnum frá Flugmálastjórn.
JGH
heimsálfum
vekja gríðarlega athygli, framleidd fyrir
luktum dyrum
LOKI
Einhver sagði að
fiugmennirnir væru þessir
rauðu hundar sem eru að
ganga.
Leikfang hindraði aðf lug
Ungir strákar voru að leika sér
með flugdreka í Hljómskálagarðin-
um í Reykjavík um miðjan dag í gær.
Drekinn var kominn vel á loft þegar
lögreglan kom og skarst í leikinn.
Kvörtun hafði nefnilega borist frá
flugturninum. Flugvélar gátu ekki
lent á Reykjavíkurflugvelli sökum
þess að leikfang strákanna var kom-
iö upp í aðflugslínu.
-KMU.
Fulltrúar Entek á lslandi hf. hafa
undanfarið ferðast um allar heims-
álfur og boðið til sölu áveiturör úr
gúmmíi, en framleiðsla á þeim hófst
fyrir mánuöi í Hveragerði. Rörin
vekja gríðarlega athygli. Þau eru
framleidd fyrir luktum dyrum til
verndar frarnleiðsluaðferðinni.
Þessi rör eru í rauninni gúmmí-
slöngur með holum, ekki götum. Þær
eru lagðar við rætur plantna og frá
þeim saggar síðan. Með þessum
hætti nýtist vatn, sem víða er af
skornum skammti, með áöur
óþekktum hætti. Það er aðeins hér í
Hveragerði og í Dallas í Texas sem
þessi rör eru framleidd.
Framkvæmdastjóri Entek, Andrés
Sigurösson, og Haukur Hjaltason
stjórnarmaður voru nýlega í Kenýa
á sýningunni African Water Techno-
logy. Þar var Andrés tekinn í
sjónvarpsviðtal. Þá eru þeir Andrés
og Jón Zoega stjómarmaöur ný-
komnir frá Astralíu þar sem unnið er
að stofnun kynningar- og sölufyrir-
tækis.
Fulltrúar Entek hafa verið í
fjölmörgum öðrum löndum síðustu
vikur og eru nú á förum tU Þýska-
lands á stærstu landbúnaðarsýningu
heims þar sem þeir verða með 12 fer-
metra sýningarbás.
Að uppbyggingu framleiðslunnar
er unnið í samráði við yfirvöld og
tæknistofnanir iðnaðarmála hér og í
samráði við sjóöi og bankastofnanir.
Nú þegar vinna 12 manns að
framleiðslu og eru fyrstu gámar til-
búnir til útskipunar. -HERB.