Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984. Ferðamál Ferðamál Ferðamál lægð frá Frakklandi. Þarna eru margar baöstrendur eftir 46 mílna langri strandlengjunni og meöal þeirra eru nokkrar af bestu baðströndum í Evrópu. Þaö er nokkurn veginn jafnlangt frá Jersey hvort heldur er til London eöa Parísar, eöa um 300 kílómetrar. En ég var aö tala um baðstrendumar. Þær eru margar og ölíkar. Því geta allir fundiö strönd viö sitt hæfi. Þama eru ekki túrista- hótel alveg fram í fjöruborð eins og gerist svo víöa í Suöur-Evrópu. Þvert á móti. A mörgum stööum getur fólk buslað í ró og næöi án þess aö sjá nokkum ókunnugan tímunum saman. Þarna er nóg pláss fyrir alla. Hlýr Golfstraumurinn umlykur eyjuna og sólarstundir til dæmis í júní eru aö meðaltali 255. En svo ég komi aftur aö ströndunum, þá er bæöi langar sandstrendur og klettótt- ar strendur aö finna viö eyna, sannkallaöur ævintýraheimur fyrir böm sem fulloröna.” Hagstætt verðlag A meðan Roger lýkur við aö dásama baðstrendurnar í Jersey skýtur næstu spumingu upp í hug- ann: Er dýrt aðdvelja þarna? „Nei, þvert á móti. Þaö er mun ódýrara en víðast hvar annars staöar á nálægum slóöum. Til dæmis er hægt að fá bílaleigubíl fyrir sem svarar tvö þúsund krónum á viku og bensínið er um helmingi ódýrara en á Englandi. Sama er aö segja um vín og tóbak, enda er ekki lagður skattur á vöru og þjónustu eins og á Englandi (VAT) þótteyjanséaövísu undir breskum yfirráðum. Raunar er flest meira franskt en enskt á Jersey, til dæmis matur og fleira. Hótel og gististaðir em af öllum geröum og veröflokkum. En mér skilst aö Islendingar sækist eftir aö líta inn í búðir þegar þeir em erlendis og það ættu þeir að gera á Jersey. Sérstaklega er hægt aö gera góö kaup í ilmvötnum, snyrtivörum, skartgripum, myndavélum, china og rafmagnsvörum. Og svo kostar bjórinn helmingi minna en á pöbbunum á Englandi og hér em barir opnir frá kiukkan níu aö morgni án þess aö ég sé aö hvetja til drykkju, enda erum viö hófsamir í þeim efnum,” sagöi Roger Le Monnier ennfremur. Þaö kom fram í máli hans að íbúar Jersey em aðeins 76 þúsund. Höfuöborgin heitir St. Helier og þar eru íbúar liölega 25 þúsund. Meöalfjöldi sólarstunda á dag yfir sumarið er átta stundir, meöalloft- hiti um 20 stig og meðalhiti sjávar 17 stig yfir sumarið. Þarna er gnægö hótela og gististaða, sem og veitinga- og skemmtistaða. Gestir stunda oft golf, tennis, siglingar og útreiðar meðfram sjóböðunum. Margir fara í skipulagöar dagsferðir til Frakk- lands. Samgöngur em greiðar til og frá eynni, en Roger Le Monnier taldi liklegt aö Islendingar kysu helst aö ferðast um London til aö geta staldr- að við í heimsborginni. Látum viö þar meö lokiö að segja frá Jersey, en þeir sem vilja f rá nánari upplýsingar snúa sér tU ferðaskrifstofanna. Ferðamál Sæmundur Guðvinsson STUTTAR FRÉTTIR Hátíðahöld á D-degi Senn eru liöin 40 ár frá D-deginum svonefnda, þegar bandamenn gerðu innrás á meginlandið tU aö binda enda á heímsstyrjöldina síöari. I Portsmouth á Englandi, en þaöan sigldi stór hluti innrásarflotans, er búið aö verja einni mUljón sterlings- punda til aö byggja safn er hefur aö geyma ótal margt er tengist þessum degi. Má þar nefna 1 jósmyndir, skjöl, landakort ásamt ýmsum tækjum' sem herinn notaöi. Safniö verður opnaö í næsta mánuöi og á D-daginn sjálfan, 6. júni næstkomandi, verður mikiö um dýrðir í Portsmouth. Meðal annars munu gamlar hervélar frá heimsstyrjöldinni síöari skrönglastþaryfir. Allt á sama stað Ferðamenn sem koma til Arlanda- flugvaUar við Stokkhólm og ætla að fljúga áfram innanlands þurfa ekki lengur að skipta um flugvöll. Gamli flugvöUurinn Bromma er nú eingöngu notaöur fyrir einkaflug- vélar, en Svíar byggðu innanlands- flugstöö á Arlanda og kostaði bygging hennar sem svarar 75 núlljónum BandaríkjadoUara — og reikniði nú. Myndað í Póllandi Yfirvöldum í Póllandi er mikiö í mun aö sýna þaö og sanna fyrir vest- rænum þjóðum aö þar í landi sé nú allt í sómanum. Fyrir skömmu var níu erlendum feröablaöamönnum boöiö I heimsókn til PóUands. Þegar þangað kom sögöust yfirvöld ekkert hafa að fela. Hver blaöamaöur fengi bU og bílstjóra og gæti látið aka sér hvert sem væri og menn gætu skoðað hvað sem þeú vildu. Tveir blaðamenn fóru saman í einum bíl og stöðvuðu á torgi lítils þorps skammt frá Varsjá. Þeir fóru út úr bílnum og byrjuðu að mynda þama á torginu. Dreif þá aö óeinkennisklædda lög- reglumenn sem tóku blaðamennina með sér á stööina og yfirheyrðu í tvo ’ klukkutíma áður en ferðalangamir fengu aö fara fr jálsir ferða sinna. Selfridges á afmæli Margir hafa heyrt um stór- verslunina Selfridges í London og ýmsir létt á veski sínu þar. A þessu ári eru liöin 75 ár frá því Ameríkumaðurinn Gordon Sdfridge og sonur hann drógu fána aö hún á stórhýsi því er þeir reistu viö Oxford- stræti. Nánar tiltekið geröist þetta 15. mars 1909. Alec sem Shylock Ixákarinn víðfrægi Sir Alec Guinness mun leika Shylock í Kaupmanninum frá Feneyjum eftir Shakespeare, en þetta verk er meöal leikrita sem sýnd verða á leiklistar- hátíö Chichester á Englandi í sumar. $1 HttHtít Harbawr Vaxandi áhugi á ferdum til Jersey: Góðar baðstrendur og hagstætt verðlag Séö yfir höfnina i St. Helier. B H • mw m Baðstrendur eru margar á Jersey. Þeir landar sem hafa ferðast til eyjarinnar Jersey og legiö þar í leti hafa gjaman á oröi aö þetta sé staður sem Islendingar ættu aö hafa áhuga á. Feröaskrifstofur hér hafa ekki haldið nafni Jersey sérlega hátt á lofti til þessa en nú hefur oröið vart aukinnar eftirspurnar eftir ferðum þangaö. Og ferðamálayfirvöld eyjarinnar hafa oröiö þessa vör og vilja endilega fá fleiri Islendinga í heimsókn. En hvers vegna aö fara til Jersey? Hvað hefur þessi eyja aö bjóöa sem gerir hana að eftirsóknar- veröum feröamannastaö? Roger Le Monnier, frá feröamálaráði eyjunnar, var hér á ferð fyrir skömmu og viö lögöum fyrir hann þessarspumingar. Sannkölluð sælueyja „Astæðan fyrir því aö viö hvetjum fólk til að koma í heimsókn er einfaldlega sú aö þetta er sannkölluö sælueyja. Mér er sama þótt þú glottir, þetta er satt engu aö síður. Jú, auövitaö höfum viö tekjur af feröamönnum og þaö ekki litlar, ent við fengjum enga feröamenn nema af því þeir em ánægöir og vilja koma aftur og aftur,” sagði Roger Le Monnier í upphafi samtalsins. Og viö báöum hann aö nefna þaö helsta sem drægi ferðamenn til Jersey eins og mý aö mykjuskán (þokkaleg samlíking þetta). „Ætli það séu ekki baöstrendurnar sem heilla flesta. Jersey liggur suöur af Englandi og í aöeins 14 mílna f jar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.