Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Page 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR
40.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG.
RITSTJORN SÍMI 686611 * AUGLYSINGAR OG AFGREIDSLA SIMI 27022
131. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 8. JUNI 1984.
Kona tekin til yfirheyrslu í „skotmálinu” vegna ábendingar
fyrrum sambýlismanns:
„EG ER SAKLAUS
AF ÞESSU MÁLT
— hafði f ullgilda f jarvistarsönnun — Var ekki um neitt skot að ræða?
„Eg er alsaklaus af þessu máli.
Þess vegna varð ég mjög hissa og
miður mín er rannsóknarlögreglan
kom og færöi mig til yfirheyrslu
vegna þessa máls. En skýringin á
því er komin. Fyrrum sambýlis-
maður minn, sem er vinnufélagi þess
sem ók vörubílnum, benti á mig.”
Þetta sagði kona í samtali við DV í
gær. Hún var yfirheyrð í gærmorgun
fyrir að hafa hugsanlega skotið á
vörubílinn hjá Steypustöðinni í fyrra-
dag.
„Fyrir mér er þetta allt hið undar-
legasta mál. Það kom strax fram í
yfirheyrslunum að ég hafði fullgilda
fjarvistarsönnun. Um þaö gátu
vinnuveitandi minn og fleiri borið
vitni.
Fyrrum sambýlismaður minn hef-
ur verið mjög ósáttur við að sam-
bandi okkar lauk. Síðan þá hefur
hann verið með leiðinlega hegöun í
minn garð, sem ég vil ekki ræða
frekarnú.
Hann vissi sem var aö ég átti gráan
bíl. Þennan bíl seldi ég vinnuveit-
anda mínum fyrir um mánuöi og hef
ekkert veriö á bílnum síöan.
Eg held aö það sé ýmsum
spumingum ósvarað í þessu máli.
Sjálf vona ég að þetta sé allt einn
mikill misskilningur, því ef svo er
ekki þá er hér alvarlegt mál á
ferðinni.”
Er DV hafði samband við rann-
sóknarlögregluna í morgun fengust
þær upplýsingar að konan sem yfir-
heyrð var hefði haft góöa fjarvistar-
sönnun. „Það beinist enginn grunur
aöhenni.”
Ennfremur fékkst staðfest að
verið væri nú að kanna þann
möguleika hvort um hvell úr bíl hefði
verið að ræða. Sjá nánar um það efni
á baksíðu.
-JGH.
Þaö verður vist ekki hægt að njóta sólarinnar um helgina eins og þessi
stúlka gerði i Nauthólsvikinniþvispáð er litlu sólskini um helgina. Sjá nán-
arábls. 4.
DV-mynd Aðalbjörn.
A LEIÐINNI
Náttúrudýrkendum og öðrum ferðalöngum hvitasunriuhelgarinnar
sem framundan er skulu sorgleg tiðindi sögð.
Samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar mun liklega rigna hér
sunnanlands og vestan i hini hægu SA-átt sem um helgina verður.
ibúar Norður- og Austurlands fá þurrt veður en óvist er um sól.
Á sunnudeginum og mánudeginum mun golan halda áfram að
standa af suðaustri en sjálfsagt verður stytt upp sunnan- og vest-
anlands með hitann í kringum 8—11 stig en svipað veður verður á
Norðausturlandi með hita sem gæti farið upp i 18 stig eða jafnvel meira.
SigA.
Leit að trillu
Leitaö var í gærkvöldi og nótt að
lítilli trillu út af Seltjarnamesi en um
borð var sjötugur maður. Var trillan
mjög vanbúin tækjum, ljóslaus og
merkjalaus.
Það var björgunarsveitin Albert á
Seltjamarnesi sem fann trilluna um
miðnætti skammt út af Suðurnesi og
fylgdi henni inntilReykjavíkur en þá
höfðu björgunarskipið Gísli J.
Johnsen og tveir bátar frá Snarfara
leitaö að trillunni hér út á flóanum.
—FRI
á \festurlandi?
— sjá Veiðivon
á bls. 30
Uppskriftir
íörbylgjuofninn
— sjá Neytendur
ábls.6og7
Nýfíugvél
ítlotann
— sjá bls. 2
150prósent
dýraraísólina
fráReykjavík
enStokkhólmi
— sjá bls. 2
FramvannÞór
— sjá íþróttir í opnu
Nígeríumenn
skuldaenn
milljaröfyrir
skreiöina
— sjá bls.: