Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Page 4
DV. FÖSTUD AGUR 8. JÚNl 1984.
Vatnið rann um vanga og kinn, yfir brjóst og niður eftir.
DÁSAMLEG HLÝINDI
HAFA ÞETTA VERIÐ
- EN NÚ KÓLNAR VERULEGA UM HELGINA
Strendurnar á Mallorca komast
ekki i hálfkvisti við þetta. Striður
straumur af svölu vatni og yfir skin
islensk sumarsól eins og hún gerist
best.
Mannlíf hefur verið með bjartasta
móti undanfama daga enda ekki
skrýtið þar sem hitinn á miðvikudag
fór upp í 19,3 gráður og í gær mældist
hann 19,1. En allt hefur sinn enda —
góða veðrið líka.
Það fer að kólna á morgun og þó
sólin haldi áfram að skína eitthvað á
höfuðborgarbúa sem aðra þá fer hita-
stigið vart yfir 10 gráður og á sunnu-
dag verður komin norð-vestanátt, haf-
gola að degi en logn um nætur. Þaö
veröur kyrrt, bjart og kalt eins og
veðurfræðingamir segja. Þó geta
Reykvíkingar huggað sig við það að
veðrið verður síst betra hjá Akureyr-
ingum.. .
-EIR.
Það eru fleiri veiðar en laxveiðar, bara 'ann biti.
DV-mynd: G. Bender.
Það ergottað fara úrskón-
um þegar hitinn fer yfir 20
stig og ekki verra þegar
elskan tekur utan um
mann i leiðinni.
Hún naut sólarinnar fá-
klædd og fin en hvort hún
var að teikna mynd af
manni i fullum herklæðum
skal ósagt látið.
D V-myndir: Aðalbjörn