Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Page 6
DV. FÖSTUDAGUR 8. JUNI1984.
Fljótlegt er að matreiða i örbylgjuofni, nú er að nýta ofninn sem skyldi. Sendið inn uppskrift, sem komið
verður á framfæri á neytendasiðu. Taka þarf fram tima, vött og tegund ofns. D V-mynd Bj. Bj.
Mataruppskriftir
fyrir örbylgjuofn
— sendið ykkar vinsælustu til birtingar á neytendasíðu
Eigendur örbylgjuofna vilja án efa
fá nýjar mataruppskriftir og góöar
hugmyndir sem unnt er aö nýta sér við
notkun ofnanna. Margir hafa þegar
komiö sér upp nokkru uppskriftasafni
og nota ofnana daglega viö hina ýmsu
matargerö. Vilji þeir aö fleiri njóti
góðs af uppskriftasafninu og sendi
neytendasíðu DV eitthvaö slíkt til birt-
ingar, kann aö vera aö sá hinn sami
muni njóta góðs af ráðleggingum og
öðru sem til blaösins mun berast.
Viö skorum á neytendur aö láta frá
sér heyra, annaðhvort aö hringja í
síma 686611 eöa skrifa neytendasíðu
DV Síðumúla 12—14. Auk uppskriftar
þarf skilyrðislaust aö koma fram
hverrar tegundar ofninn er sem
viökomandi notar. Sömu grundvallar-
reglur gilda viö matreiðslu í öllum
gerðum örbylgjuofna, en matreiöslu-
tíminn er ekki sá sami. Því er þaö
nauðsynlegt aö fram komi fyrir hvaöa
ofn uppskriftin var gerö því þaö er
Raddir þátttakenda í heimilisbókhaldi DV:
„ Alltaf einhver óvænt fjár-
útlát í hverjum mánuði”
I sambandi við heimilisbókhaldið afborgun af lífeyrissjóösláni og af-
hér á síðunni berast okkur gjarnan
fjölmörg bréf meö innsendum seöl-
um. Við erum aö sjálfsögðu mjög
þakklát fyrir aö fá þessi bréf. öðrum
lesendum til fróöleiks ætlum viö aö
birta hluta af þessum bréf um.
1.
Liöurinn annaö er alltaf ótrúlega
hár hjá okkur. Þaö eru alltaf einhver
óvænt f járútlát í hverjum mánuöL I
apríl var tekið tvisvar útsvar af
manninum mínum og eins greiddum
viö tryggingar af bílnum.
Svo brá ég mér til Reykjavíkur og
þar eru peningarnir fljótir aö hverfa.
Svo þakka ég kærlega fyrir þennan
þátt um hehnilisbókhald sem mér
finnst mjög þarfur.
2.
Ég sé ekki annað ráö en aö útskýra
svolítið þessar háu tölur sem eru á
seðlinum mínum núna.
Dóttir mín var fermd og var ég
meö matarboö. Sá matur kostaði
27.500 krónur.
Aðrir liöir eru t.d. flutningur á
síma, afborgun af láni, hússjóöur og
fatnaöur í sambandi við ferminguna
ásamt ýmsu fleiru sem safnast þeg-
ar saman kemur, þó manni finnist
það ekki stórt þegar þaö er keypt.
Svo hef ég þetta ekki lengra núna
en óska Neytendasíðunni alls góös og
vona aö hún veröi jafnlanglíf og blað-
iö sjálft.
3.
Heimilisbókhaldið er svona hátt
hjá mér vegna fermingarveislu þ.e.
matur, föt og gjafir í sambandi við
ferminguna. Svo þaö er ekki aö
marka aprílútgjöldin.
4.
Já, nú er þaö svo sannarlega ljótt,
liðurinn annað er upp á rúm 67 þús-
und. En þaö er nú reyndar skýring á
því.
Fyrst ber aö nefna bensíniö, þann
óhjákvæmilega kostnaðarlið, svo eru
þaö sumardekk, sími, hiti, rafmagn,
borgunaf bíl.
5.
Ekki veit ég hvort á aö skrifa 2 eöa
3 meðlimi þennan mánuö, því viö
vorum tvö rúma viku um páskana,
þá vorum viö 5-6 fullorðin svo ég
valdi þann kostinn aö setja þrjá, sem
égtelrétt.
Nú spyr ég. Hvemig á aö fram-
fleyta sér og f jölskyldu sinni í dag á
12—13 þúsund á mánuði? Getur það
einhver? Sýnishorn úr minu bókhaldi
er svona:
Skattar og útsvör 13.681 kr.
Sími 1.451 kr.
Endurbætur á húsnæöi 17.964 kr.
Kostn. bama v.skóla 7.641 kr.
Bíll 4.439 kr.
Fatnaður 1.500 kr.
Blöö og bækur 850 kr.
Maturoghreinl.vörur 9.547 kr.
Samtals 61.035 kr.
Vá. Hálaunamaður. Nei, þaö er
ekki svo vel, aðeins eytt um efni
fram. (Við hjónin vinnum bæði úti og
samtals gerir það 42.293 kr.).
En svona mætti lengi telja, aldrei
er neinn afgangur til aö gera eitt-
hvaö sem mann langar til. En þaö er
allt í lagi ef frammámenn þjóðarinn-
ar geta skreytt hýbýli sín dýmm
málverkum, flakkað á milli landa á
fyrsta farrými, sótt dýrar veislur og
haft nægan vasapening, svo ég tali
nú ekki um bílakostinn. A meöan
geta hinir aumingjarnir sem vinna
hjá öðrum látið sig dreyma, bara aö
þeir svíkist ekki um að borga sína
skatta og stela undan skatti, sem er
nær óframkvæmanlegt.
Hvernig færi fyrir ráöamönnum
þjóöarinnar, einni utanlandsferðinni
færri, einu glasi minna í þessari
veislunni og eftirprentanir myndu
prýöa heimili þeirra.
Nei, gott fólk, stöndum saman og
þrælum, svo þeir geti lifað sómasam-
legu lífi, því svo mikiö hafa þeir nú
gertfyrirokkur!
itíé
fljótlegt aö eyöileggja matinn ef ekki
er rétt aö fariö. Styrkleiki ofnanna er
mismikili, örh'tiö lengri tíma tekur að
matreiöa í ofni sem er 500 vött en í 650
vatta ofni og ef ekki er snúningsdiskur
þá þarf að snúa matnum ööru hvoru.
Eitthvað fljótlegt og gott í örbylgju-
ofninn, með kaffinu eöa í matinn. Hvaö
er vinsælast á þínum bæ? Gleymið ekki
aö taka fram tegund ofns, vött og tíma.
-RR
Hvers vegna eru ekkiislenskar leiðbeiningar á innfluttum vörum?
ISLENSKAR LEIÐBEININGAR
Á ALLAR VÖRUTEGUNDIR
— sérstaklega þær sem geta verið hættulegar
„Aöalfundur Neytendafélags
Reykjavíkur og nágrennis skorar á
yfirvöld að setja þegar í staö reglur um
varúðarmerkingar á vörum, sem
hætta getur stafað af.
Allar söluvörur, sem ætlaðar eru til
heimilisnota, veröi merktar á íslensku,
og með viðurkenndum aövörunar-
táknum séu vörurnar hættulegar
heilsu manna eöa húsdýra. Texti á
innfluttum vörum veröi í samræmi viö
upplýsingar framleiöenda og
innlendar vörur merktar á viðunandi
hátt.
Greinargóöar upplýsingar veröi um
geymslu og fyrstu viöbrögö, ef slys ber
aöhöndum.”
Þessa ályktun hefur Neytendafélag
Reykjavíkur og nágrennis sent frá sér.
Þaö er alkunna aö leiöbeiningar
merkingar á vörum sem hér eru á
markaöi eru ekki nægilega góðir. Þetta
á reyndar ekki við um allar vörur en
því miður um of margar.
Innfluttar vörur eru yfirleitt vel
merktar hvers konar leiöbeiningum og
upplýsingum. Gallinn er bara sá aö
þessar merkingar eru á erlendum
tungumálum.
Það er hugsanlegt aö Islendingar
séu vel aö sér í hinum mismunandi
tungumálum en samt eru hér f jölmargii
sem ekki skilja svo ýkja mikið í erl-
endum málum. Þaö er einnig algengt
að aðvörunarmerkingar vanti á inn-
lendarvörur.
Það eru því margir sem telja aö þörf
sé á bragarbót í þessum efnum. Hvaö
snertir erlendar vörur sem hafa aö-
vörunarmerkingar á erlendum
tungumálum hlýtur aö vera einhver
ástæöa fyrir þessum merkingum. Því
hlýtur þaö að vera eðlileg krafa aö
þessar vörur veröi merktar leið-
beiningum sem allir hér á landi skilja,
þ.e. áíslensku.
Bara fyrir fullorðna
ráC -dHpBi.‘5)fóýtíhdadeild Verölags-
stofnunar er verið aö kanna þessi mál.
Þangað hafa borist f jölmörg mál sem
gefa vísbendingu um að þörf sé á að
geröar verði gagngerar breytingar á
þessummálum.
Sigríöur Haraldsdóttir hjá
Neytendadeildinni nefndi dæmi um aö
fyrir skömmu var hér á boðstólum
þýskt píluspil í leikfangaverslun og
selt var hverjum sem kaupa vildi. Þaö
kom seinna í ljós aö á umbúðunum stóö
skýrum stöfum ,,Bara fyrir
fullorðna”. Ástæöa fyrir því aö enginn
hafði tekiö eftir þessu var m.a. sú aö
þessi viðvörun var á þýsku sem ekki
allir skilja hér á landi.
Sigríöur sagöi aö í 28. grein laga um
verölag, samkeppnishömlur og órétt-
mæta viöskiptahætti væri í raun kveöiö
á um á nokkuð skýran hátt aö leiö-
beiningar ættu aö fylgja öllum vörum
þarsemþörf væriá.
Þessi grein hefur nú veriö send til
margra aöila sem hlut eiga aö máli til
umsagnar.
28. greinin er svohljóðandi: Nú er
vara, þjónusta eöa annaö þaö, sem í té
er látiö og lög þessi taka til, þannig úr
garöi gert, aö leiðbeininga er þörf viö
mat á eiginleikum þess, t.d. notagildi
og endingu, svo og meðferð og hættu,
sem af vöru eöa ööru getur stafaö, og
ber þá aö veita fullnægjandi leiö-
beiningar, þegar tilboö er gefið, samn
ingur gerður eöa eftir atvikum viö af-
hendingu. Leiðbeiningarnar skulu miö-
aöar viö tegund og gerö viðkomandi
vöru, þjónustu eöa annars þess, sem í
té er látið.
Sigríður taldi að túlka bæri þessa
grein á þann veg aö innflytjendur og
innlendir framleiðendur ættu aö hafa
fullnægjandi leiöbeiningar þar sem
þörf væri talin á því.
Þannig aö lög eru til sem kveöa á
um aö merkja eigi vöru á fullnægjandi
hátt og þaö verður ekki gert nema meö
því aö hafa leiðbeiningamar á íslenskri
tungu sem allir neytendur skilja.
Við skulum því vona að gerðar veröi
breytingar á þessu þannig aö neyt-
endur eigi auövelt með aö skilja þær
leiðbeiningar sem fylgja eiga vörum
og þá sérstaklega þeim vörum sem
geta veriö hættulegar heilsu okkar.
APH
Raddir neytenda:*
Ekki rétt kaff iverð
— f ráls álagning á matvörum, segir sölumaður
„Þaö er veriö aö selja 4 kaffi-
pakka saman á krónur 107.15 og á
umbúðunum stendur aö þaö sé 5%
ódýrara en aö kaupa 4 pakka í
lausu,” sagöi neytandi nokkur á
Egilsstöðum. „Þetta er Kaaber kaffi
en í sömu versluninni eru pakkarnir
seldir í lausu á krónur 26.90 stykkiö,
sem gerir 107.60 ef keyptir eru 4.
Þama er aðeins 45 aura mismunur,
engin 5%,” sagði hann ennfremur.
Sölumaður hjá O.Johnson &
Kaaber hf. varð fyrir svörum er DV
leitaöi upplýsinga þangaö. „Heild-
söluverð á Kaaber kaffi frá 1. júní er
104 krónur ef keyptir eru fjórir
pakkar saman sem vega eitt kíló.
Kílóverö á kaffi sem selt er í lausu
eöa í 250 g pökkum er kr. 109.50 í
heildsölu. Síðan leyfð var frjáls
álagning á matvörum er ekkert hægt
aö segja viö kaupmanninn annaö en
aö hjá honum séu dýrari vömr en í
næstu búö,” sagöi sölumaðurinn aö
lokum.
—RR
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Heimilisbókhald DV íapríl:
Einstaklingurinn
kostar2500 kr.
— í mat, drykk og hreinlæti
Samkvæmt útreikningum úr heim-
ilisbókhaldinu var meöaltals
kostnaöur sem fór í mat og hrein-
lætisvörur í aprílmánuöi 2.591 kr. á
hvern einstakling. Þetta er öriitíi
lækkun frá meöaltali marsmánaöar
semvar 2.753.
Til að fyrirbyggja allan misskiln-
ing þá er þessi tala fundin meö því aö
leggja saman allan kostnaö sem fer í
mat og hreinlætisvörum og deila upp
i þaö meö fjölda einstaklinga sem
taka þátt í heimilisbókhaldinu.
Samkvæmt innsendum upplýs-
ingum er kostnaöur á hvern einstakl-
ing í mismunandi stórum fjölskyld-
um nokkuð mismunandi. Lægstur er
hann í fjölskyldum sem eru 6 manns
og fleiri. I þessum fjölskyldum er
hann frá 2.000 krónum upp í 2.300
krónur. I fjölskyldum sem eru minni
að stærð er hann frá 2.300 upp í 2.850
krónur.
Meðaltal margra talna gef ur oft til
kynna aö hinar einstöku tölur séu
annaö hvort yfir eöa undir meöal-
talinu og svo er einnig meö þennan
meðaltalskostnað hverrar fjöl-
skyldu. Hvað sem því líður þá gefa
framangreindar tölur án efa mjög
góöar vísbendingu um hver þessi
kostnaöur okkar er hvem mánuö í
mat og hreinlætisvörur.
-APH