Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Page 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 8. JUNl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fimm árum eftir fall Idi Amins einræöisherra býr Uganda enn viö mikið ofbeldi. Vera má að fleiri hafi látið lífiö þar í landi eftir að Amin var steypt af stóli 1979 heldur en á átta ára blóðugum valdaferli hans. Hundrað þúsund fallnir á 5 árum Paul Semogerere, formaður Lýðræðisflokksins sem er í stjómar- andstöðu, heldur því fram að a.m.k. hundrað þúsund manns hafi látiö lífiö í Uganda á síðastliðnum fimm ámm og flestir vestrænir sendiráðs- starfsmenn þar í landi eru því sam- mála. Ekki er með neinni vissu vitaö hversu margir dóu á valdatíma Amins en Semogerere telur að þeir hafi verið nálægt 50 þúsund og erlendir sendiráðsmenn telja það ekkifjarrilagi. I her Uganda eru 45 þúsund manns. Þessi her, sem getur, ef alk er taliö, orðið tvöfalt fjölmennari, á í höggi við þrjá óvini. Þar er í fyrsta lagi um að ræöa skæruliöa, í öðru lagi uppreisnarmenn úr rööum vissra ættbálka og loks eru þaö leifar af herldi Amins. En það era stjómarhermennimir sjálfir sem valda yfirvöldum og vest- rænum stuðningsmönnum þeirra mestum áhyggjum. Amnesty Intemational, bandaríska utanríkis- ráðuneytið og fleiri aðilar, sem fylgst hafa með þróun þessara mála í Uganda, segja að stjómin hafi engan Stjórnarhermennirnir. Það eru ekki sist þeir sem vaida stjórnvöldum og vestrænum stuðningsmönnum áhyggjum með framferði sinu. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Nílarsvæöinu, viö landamæri Súdan og Zaire. Margir liðsforingjanna í hernum era af Langiættbálki, eins og Obote forseti, og sextíu prósent stjómar- hermannanna era af Acholis-ætt- bálki, sem er náskyldur Langi-ætt- bálknum. Þrjár milljónir Baganda-manna, þ.e. stærstu ættkvísl Uganda, eru embættismenn að hefð og stjórn- endur. Þeir eru enn í sáram eftir að Obote velti konungi þeirra af valda- stóli árið 1966 og flestir NRA-skæru- liðanna eru úr þeirra röðum. Ofbeldi í garð óbreyttra borgara I febrúarmánuði síðastliðnum náðu NRA-skæraliöar um hríð á sitt vald borginni Masindi, 150 kílómetra norður af Kampala og nærri Albert- vatni. I þeirri framsókn stjómar- hersins sem fylgdi í kjölfarið flúðu þúsundir manna heimili sín sam- tímis því sem fréttir bárast af því frá starfsmönnum hjálparstofnana aö gífurlegt ofbeldi hefði veriö framið á óbreyttum borguram. Um hálf milljón Ugandamanna eru nú flóttamenn á erlendri grundu. Fimm árum eftir fall Idi Amins, harðstjóra í Uganda: Áframhaldandi ofbeldi en efna- hagslegur bati veginn fulla stjórn á hersveitum sínum. Einn af embættismönnum Ugandastjómar orðaöi vandann á þennanhátt: „öryggiðhefuralgeran forgang hjá okkur. Sérhverjum má ljóst vera að það veröur ekki um raunveralegan bata að ræða fyrr en stjóm hefurnáðst á hlutunum.” Ótryggt ástand Víða um land er ástandið mjög ótryggt. Þar á meöal er Kampala þar sem fáir hætta sér út fyrir húss- ins dyr aö kvöld- og næturlagi og sumir taugaóstyrkir starfsmenn erlendra sendiráöa eru sagðir sofa með vélbyssur við rúm sitt. Stööug umferð vígalegra hermanna um götur Kampala er ekki heldur til þess fallin að gera andrúmsloftið friðsamlegra. Þegar kvölda tekur snúa útlendir gestir heim til hótelanna í útjaöri Kampala í hlíöunum við vestur- strönd Viktoríuvatnsins. Þaðan er Kampalaborg ósköp friösæl á að líta. En kyrrðin er rofin margsinnis í viku hverri af skothríð sem oft stafar frá átökum milli drukkinna hermanna eöa innbrotum þar sem hermennirn- ir hafa beitt vopnavaldi. Skelfingaróp inni á hóteli Fréttamaður Reuters segir aö þrjár nætur af fimm, sem hann dvaldi á einu hótelanna í útjaðri Kampala, hafi hann heyrt byssuskot innan veggja hótelsins. I kjöifarið Idi Amin. Leifar af her hans berj- ast enn gegn stjórnarhermönnum Milton Obotes forseta. hafi fylgt riffilskot og skerandi kven- mannsóp og f jölmörg skelfingaróp. „Þetta er skelfilegt,” sagði einn af fastagestunum. „En fyrir tveimur árum var þetta svona á hverri ein- ustu nóttu og þá voru vélbyssur notaðar.” Vestrænn stjórnarerindreki, sem baðst undan því að verða nafngreind- ur, sagði: „Það kann að taka eina kynslóö eöa tvær að koma á eðlilegu ástandi í Uganda. Þess vegna styöjum viö Obote. Það er langt frá því að hann sé fullkominn en hann er sá eini sem er fær um að halda þjóðinnisaman.” Milton Obote, hinn 59 ára gamli forseti Uganda, er eini Afríku- maöurinn sem komist hefur til valda aö nýju eftir aö hafa verið steypt af stóli. Hann nýtur stuönings vest- rænna ríkja sem í ár munu veita Uganda 430 milljón dollara fjárhags- aðstoð. Áður menningar- miðstöð „Land okkar var venjulega ein- staklega friðsælt og menningar- miðstöð allrar Austur-Afríku,” sagði ugandískur kaupsýslumaður. „En Amin braut niður alla byggingu þjóðfélags okkar með blóðbaði sínu. Nú þegar ofbeldiö hefur skotið rótum þá heldur ástandiö stöðugt áfram að versna.” Þaö líður varla sú vika að skæra- liðar geri ekki árás á stjórnar- hermenn eða að hersveitir fari ráns- hendi um byggð ból. Nauöganir og morð era næstum því daglegt brauð. Það hefur enginn aðili bolmagn til að gera nauðsynlegar umbætur á hernum en breskir herþjálfarar veita ungum liðsforingaefnum fræöslu. Fimm af sextán deildum hersins standa í átökum við vinstrisinnaða skæruliða úr svokölluöum And- spyrnuher þjóðarinnar, NRA, sem Milton Obote. „Langt frá þvi að vera fullkominn en sá eini sem getur haldið þjóðinni saman. " einkum lætur til sín taka í Luwero, Mubenda og Mpigi kringum Kampala. Þrjár herdeildir era staðsettar í Karamoja-héraði í norðausturhluta Uganda þar sem þeim er ætlað að berja á fimm þúsund manna her Karamajong-ættbálksins sem látið hefur til sín taka beggja vegna landamæra Kenya. Leifarnar af her Amins Aörar þrjár herdeildir eiga í höggi við leifarnar af her Amins í Vestur- Óbreyttir borgarar liggja i götu- ræsinu. Skálmöldin heldur áfram þrátt fyrir að Amin harðstjóri sé á bak og burt. En þrátt fyrir alla erfiðleikana er sérstaða Uganda sú að þjóöin er í hópi örfárra þar sem bati hefur verið merkjanlegur á efnahagsþróuninni. Tilraunir til nýrrar fjármála- stjómar eru að skila árangri. Verð- hækkun á kaffi hefur að sjálfsögðu stuðlað að jákvæðri þróun því kaffi er aðalútflutningsvara Uganda og gæti kaffið fært Uganda 400 milljón dollara í gjaldeyristekjur á þessu ári. Frjósamt land Samtímis því sem hungursneyð vofir yfir fjölmörgum Afríkuþjóöum vegna langvarandi þurrka er frjó- semi Uganda slík aö landið á auðveldlega að geta brauöfætt sínar fjórtqn milljónir íbúa. Mikiil útflutn- ingur matvæla mun hefjast á þessu ári og í matvöruverslunum í Kampala er enginn skortur. Þegar litið er á stjómmálin hefur Uganda einnig nokkra sérstöðu í hópi Afríkuþjóða. Sérstaðan felst í tilvist margra stjómmálaflokka og líf- legumfjölmiðlum. Ýmis minnismerki um stjórn Amins sjást enn. Þar á meðal eru ryðgandi byggingarkranar við vold- ugar byggingar sem aldrei var lokiö við. Útlendir kaupsýslumenn era teknir að snúa aftur til landsins. Þar á meðal eru hópar úr 45 þúsund manna samfélagi Pakistana og Indverja sem Amin rak úr landi áriö 1972. En Asíumennimir koma án fjöl- skyldna sinna og fyrst af öllu byrja þeir að setja upp stálgrindur fyrir verslunarglugga sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.