Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 8-. JÚNI1984. 13 UTANGARDSKYNSLÓD Unglingar á vergangi — Unglingar sprauta sig meö vímuefnum — 10— 12 ára böm nota vín og fíkniefni — telpur selja sig. Þetta er ekki lýsingin á ástandinu í einhverri af stóru borgunum úti í hinum stóra heimi, heidur lýsing á ástandinu meöal unglinga í okkar litlu Reykjavík. Það em auðvitað ekki allir unglingar í Reykjavík í þessu ástandi. Ennþá er þetta tiltölu- lega fámennur hópur, en hann fer stækkandi. Það var einn sem byrjaöi að sprauta sig, en nú em þeir fleiri. Það var ein sem byrjaði að selja sig, en nú em þær fleiri. Meöan ekkert er að gert f jölgar þessum unglingum en fækkar ekki. I fyrra, svo ég tali nú ekki um í hittifyrra, áttum við börn sem við vissum nokkurn veginn hvar við höföum. Viö fylgdumst svona nokk- urn veginn meö skólanáminu hjá þeim og þau fóru með okkur í sunnu- dagsbíltúrinn. Núna eigum við ungl- ing sem vill sem minnst við okkur kannast, nema til að fá pening fyrir fötum, bíói og sígarettum. Ungling sem við „þekkjum bara ekki fyrir sama bam.” Það er í rauninni eins og sé flutt ókunnug manneskja inn á heimilið hjá manni, maður verður hálfóöruggur og hræddur, veit ekki hvernig á aö koma fram viö þessa veru. En af hverju þarf þetta að vera svona erfitt? Við eigum ekki í nein- um vandræðum með að umgangst börn, heldur ekki fulloröna og heldur ekki gamalt fólk, en að hitta ungling gerir okkur óörugg, — svo maöur tali nú ekki um ef maður hittir þá marga saman meö kreppta hnefana í vösunum og þrjóskusvipinn á andlit- inu, — þá verðum við gjaman hálf- smeyk og flytjum okkur yfir á gang- stéttina hinum megin. Af hverju? En af hverju öll þessi fjarlægð? Að vera unglingur er orðið alveg ferlega flókið. Það er eins og langt tímabil þar sem þú ert alltaf að byrja fyrsta daginn í nýju vinnunni, eöa langt tímabil þar sem þú ert alltaf aö byrja í nýju ástarsambandi. Þú er fyrst og fremst óöruggur, — er ég nú nógu góöur, — er ég nú nógu klár, — ætli hinum falli við mig, — hvernig lít ég út? Stundum líður þér eins og 5 ára barni, en stundum ertu eiginlega al- veg fulloröinn. Ofan á þessa líðan er svo hin sérstaka staða unglinga, þeir eru eiginlega alls staðar fyrir, þeirra er hvergi þörf. Þeir em ekki virkir í atvinnulífinu nema að mjög litlu leyti, — þar hafa þeir ekki hlutverki HJÖRDÍS HJARTARDÓTTIR FELAGSRAÐG JAFI aö gegna. Ekki hefur skólinn „þörf” fyrir unglinga. Við getum kjassaö bömin okkar meöan þau era litil, setið með þau, lesið fyrir þau, en hverjum dettur í hug að fara að kyssa og kjassa ungling? Unglingar hafa ekki möguleika á að móta sitt nánasta umhverfi, heimili, vinnu- stað eða fjölmennasta vinnustað unglinga sem er skólinn. Unglingar mega í rauninni alls staðar missa sig. Unglingsárin era flestum tímabil sem er eitt tómarúm, — eilíf bið eftir að verða fullorðinn og vaxa end- anlega upp úr því aö ve;a lítill. Vaxa upp í það að hafa einhverju hlut\erki að gegna, vaxa upp í að geta lagt eitthvaö af mörkum fyrir sína nánustu og samfélagið í heild. Vaxa upp í að mark sé á manni tekið, vaxa upp í að geta haft áhrif á gang mála. Við getum ekki horft framhjá þeim stórfelldu breytingum sem yfir okkur hafa dunið á síöustu áram og áratugum. Þaö samfélag sem blasir við okkur í dag er allt annaö en bara fyrir 15—20 árum. Þessar breytingar hafa haft í för meö sér, meðal margs annars af lakara taginu, sívaxandi einangrun unglinga frá fullorðnum og samfélaginu í heild. Unglingar þykja ekki áhugaveröir, nema hjá svona vandamálafræöingum. Þó er ein undantekning, — unglingar eru nefnilega orðinn fjárhagslega áhuga- verður hópur í hlutverki kaupenda og neytenda og upp er sprottinn stór- felldur táningaiðnaður, sem með sínum aðferðum hefur tekist að gera unglinga að mjög „góöum” neyt- endum. Enda staða unglinga þannig aö þeir era veikir fyrir, — framtíðin er óörugg, — um að gera að lifa lífinu í dag og það strax í dag. Ein vinsæl- asta aöferðin til aö „lifa lífinu”, — ekki bara hjá unglingum heldur líka fullorðnum, er óhófleg neysla. Aftur snúið? Veröur aftur snúið? Ekki veit ég það. Allavega höfum viö hingaö til lítið reynt að spoma viö þeim nei- kvæðu breytingum sem orðið hafa á lífsháttum okkar. Er ekki mann- eskjan, tilfinningaveran, alveg horfin í skuggann af þessu vélræna apparati, sem vinnur 10 tima á dag til að hafa efni á að uppfylla alls kyns gerviþarfir. Vissulega hafa sumir rétt í sig og á, en sala á hlutum, sem ekki teljast beint nauðsynlegir, s.s. heimilistölvur og video, bendir til að margir aðrir hafi, ef svo má segja, allt of mikið. Hvað er oröiö af litlu kjarnafjölskyldunni okkar, sem er jú okkar eina tilfinningalega athvarf? Hittist hún klukkutíma á dag? Hittist hún kannski ekki einu sinni daglega? Hvenær og hvemig fer hún fram þessi tilfinningalega aöhlynning? Bætt h'fskjör eru vissulega af hinu góða, en hvaða þýðingu hafa þau, ef við það glatast samvera með öðra fólki, það að vinna markvisst að enihverju með öðrum. Með áframhaldandi sömu þróun sé cg ekki betur en þjóðin endi, södd, vel klædd, í góðum stól fyrir framan videoóið í fínu húsi, en bara geðveik, — alltof geðveik til að njóta allra fín- heitanna. Erekkimálaölinni? Hjördís Hjartardóttir. „Unglingsárín eru flestum timabilsem ereitt tómarúm — eilif bið eftirað verða fullorðinn og vaxa endan- lega upp úr þvi að vera litill." • „Unglingar hafa ekki möguleika á að móta sitt nánasta umhverfi, heimili, vinnustað eða fjölmennasta vinnustað unglinga sem er skólinn. Unglingar mega í rauninni alls staðar missa sig.” . KIRKJUKAFFI í KAUPMANNAHÖFN Sú manneskjulega árátta „að hugsa” sótti óþægilega á mig á sjálfan páskadag. Tilefniö var ræöa íslenska prestsins í Jónshúsi hér í sveit — Kaup- mannahöfn. Sem kristinn búddisti fer ég alltaf í kirkju á páskadag. Mér er sama hvar og á hvaða máli upprisan er túlkuð. Hún er alltaf jafnspennandi. Sagan um fátæka manninn, sem yfir- stéttin, studd af hervaldinu, dæmdi til dauöa og sem skríllinn skemmti sér við að sjá píndan og sem átti sárafáa, fá- tæka og valdalausa vini — sú saga er því miður sígildari en allar aðrar sígildar sögur að íslendingasögunum meötöldum. Þessi morðsaga endur- tekur sig vítt og breitt um allan heim þar sem barist er um völd og peninga. En ekki einu sinni þessi sígilda saga nær þó að drepa von manneskjunnar um meira Uf, lengra líf og betra Uf. Sá fugl Fönix, sem alltaf rís upp úr ösk- unni heitir á máli kristinna og búdd- ista: eiUft líf. Vonin um eilíft líf, eöa endurholdgun, þrátt fyrir valdabar- áttu, svik, pyndingar og morð, fær okkur til að sitja hljóð á páskadag og hlusta á presta segja söguna um upp- risuna. Séra Ágúst Sigurðsson sagöi þessa sögu á viðfelldin hátt og hann er góður söngmaöur svo að það er þægi- legt að hlusta á hann tóna. Hræðslan viö að þurfa að hlusta á lélegan tón úr hálsi prests hefur oft haldið mér frá vígðum húsum. Stundum hef ur tónninn Ukst kattarveini — svo ekki sé meira sagt. En séra Agúst í Kaupmannahöfn hefur góðan tón. Kirkjusókn var betri í ár en í fyrra og enda forseti vor, Vigdís Finnbogadóttir viðstödd. I ræðunni talaði presturinn meðal annars um konumar fáráðu (Maríu og Magdalenu), sem hefðu átt að skilja upþrisuna um leið og þær urðu vitni aö henni auk þess sem þær sáu, aö Ukið var horfið. En trú þeirra var ekki nógu sterk og þess vegna tók þaö þær svona langan tíma, að „fatta” hvað hafði gerst. En það var ekki ræða séra Ágústs í kirkjunni, sem olU mér heila- brotum. Það var sú hin stutta, sem hann hélt yfir pönnukökukaffinu í Jónshúsi aö messu lokinni. Þessar kaffisamkomur era með eindæmum heimiUslegar og þá er engu líkara en að við Islendingar séum ein samstæð þjóðogfjölskylda. Titlar I kaffiræðu sinni bauð séra Ágúst forseta vorn velkominn og svo fór hann aö bollaleggja um titiUnn „forseti”. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og sýndi, 1) aö séra Ágúst hefur næmt eyra fyrir okkar dýrmætu tungu, 2) að hann hefur áhuga á vandamálum beggja kynja, 3) að titlar eru heil sér- fræðigrein. Hann gat þess, aö fyrrverandi fyrst- ynja Norðurálfu, Margrét I. Valde- marsdóttir atterdag, var kölluö drottning þar eö hún var borin til tign- arinnar. Hiö sama gUdir um Margréti II. Friðriksdóttur, sem nú er drottning yfir Danmörku, Færeyjum og Græn- landi. Móðir Margrétar n., frú Ingi- ríöur, var einnig köUuð drottning þótt hún væri ekki borin tU tignarinnar heldur gift inn í embættið. Eiginmenn eiginlegra drottninga era nú á dögum kaUaðir prinsar, sbr. prins Henrik og prins PhUip. Séra Ágúst varpaði fram þeirri spurningu hvers vegna þeir væru ekki líka kaUaðir drottningar rétt eins og við gefum okkar núverandi for- seta karlmannstitUinn „forseti”. Hér era sem sagt góð ráð dýr og tunga vor ekki þróuð sem skyldi. Séra Ágúst end- aöi þessa skemmtUegu ræðu meö því aö gefa forseta vorum bráðabirgðatit- Uinn „frú húsbóndi á Bessastöðum.” Á heimleið í gegnum .JKongens Have” hugsaði ég með mér: „Frú” er titiU, sem kona fær, ef hún giftir sig. Kjallarinn IINLGA BIRNA JÓNSDÓTTIR MENNTASKÓLAKENNARI, KAUPMANNAHÖFN Vigdís hefur ekki gift sig inn í embætt- ið og þess vegna er sá titUl ónothæfur. „Húsbóndi” er alveg eins og „forseti” karikynsorð og ekki notaö um konur. Það nær því ekki þeim tilgangi að bregða ljósi á þá staðreynd, að forseti Islands er kona, meira aö segja sú fyrsta í svo ábyrgðarmiklu embætti. Orðið „húsfreyja”, t.d. „húsfreyjan á Bessastöðum” gengur heldur ekki, því að Vigdís þarf vonandi aldrei að drepa hendinni í kalt vatn, en það verða hús- freyjur almennt að gera. Ef við reynum að leggja út af orðinu „for- seti” eru eftirfarandi möguleikar nær- tækir: forseta, forsæta, fyrirseta, fyrirsæta, fóra, foringi (ekki til í kven- kyni), forkólfur (ekki tU í kvenkyni), formaöur (karlkynsorð, sem notaö hef- ur veriö um fiskimenn og nefndafóUc, sbr. Þuríður formaður), formóðir, for- sprakki (ekki til í kvenkyni), forstöðu- kona (t.d. barnaheimUis), for- verkskona (í heimiUsstörfum), for- vígismaður (karlkyn).” Ný orð Nei, forysta kvenna hefur ekki fyrr krafist svo gagngerðrar umhugsunar, að það hafi þurft að finna upp nýtt orð. Sá helmingur þjóðanna hefur því miður ekki staðið við stjórnvöUnn svo heitið geti. Og útlendingar eru ekki að miklu liði hér frekar en endranær, þegar um málþróun er að ræða, því að þeú- nota latneska oröiö „president”, sem er kynlaust. Islenskan vísar slíkum lausnum á bug. Okkur vantar sem sagt gott orð um okkar ágæta kvenforseta. Þar eð hún er vinsæl eru allar líkur á aö hún verði farsæl og lengi í embætti. Hér eru að síðustu nokkrar tUlögur, sem ég vona að ýti við einhverju mála- seníi í Amastofnun og/eða Þingeyjar- sýslu: forystukona (samsetning), forkur (afar dugleg kona), forkona (nýyrði), fyrstynja (nýyrði), megin- kona (nýyrði). GleðUegt sumar! Inga Birna Jónsdóttir. • „Okkur vantar sem sagt gott orð um okkar ágæta kvenforseta. Þar eð hún er vinsæl eru allar líkur á að hún verði farsæl og lengi í embætti.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.