Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Síða 14
DVt K ÖSTODAQUR8.''JtirNl') 984I
14 at
Spurningin
Hvað ætlarðu að gera um
hvítasunnuhelgina?
Kristján Helgason, nemi: Ég ætla aö
slappa at í sveitasælunni á Akranesi.
Þorsteinn Arnason, nemi: Eg verö
heima hjá mér í Borgarfirði og tek það
rólega.
Andri Ólason, nemi: Þaö getur veríö
aö ég fari út úr bænum — kannski til
Hveragerðis.
Svala Vestmann, afgreiðslustúlka:
Eg ætla ekki aö gera neitt sérstakt,
bara hafa þaö huggulegt heima hjá
mér.
Drífa Geirsdóttir, atvinnulaus: Eg
ætla að vera heima hjá mér, en hef
frétt að straumurinn liggi í Þjórsárdal.
Jón Júlíusson, verkamaöur: 0, ætli I
maöur slappi ekki af og taki þaö ró-
lega. Þaö getur veriö að ég fái mér
góöan göngutúr.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
i Flugmenn og
vagnstjórar
— sama ábyrgð,
sama kaup?
„Annar farþegi” skrifar:
Ég skrifa í tilefni lesendabréfs um
vagnstjóra hjá SVR sem birtist í DV
30. maí. Enginn viröist vita af hverju
honum var vikiö úr starfi. Mér finnst
þessi uppsögn ansi gruggug og er í einu
og öllu sammála lesendabréfinu frá 30.
maí.
Eg er bæði undrandi og hneyksluö
yfir þvi aö unnt sé að víkja mönnum úr
starfi á þennan hátt. Hvar er réttlætið?
Eg bara spyr. Mér finnst Magnús góö-
ur, tillitssamur og öruggur bílstjóri.
Hann var alltaf jafnöruggur og þolin-
móöur í vetur, hvernig svo sem færöin
var. Þessu starfi fylgir ekki svo lítil
ábyrgð — sama ábyrgö og hjá flug-
mönnum nema hvaö umferð er senni-
lega minni þama uppi í háloftunum.
(Hvað þetta varðar væri gaman aö
bera saman laun flugmanna og vagn-
stjóra: sama ábyrgö, sama kaup?)
Magnús hefur alla kosti góös bílstjóra
og mættu margir taka hann sér til
fyrirmyndar. Eg sendi honum baráttu-
kveðjur og vona aö hann veröi fljótlega
aftur kominn undir stýriö hjá SVR.
Veit einhver
um stólinn
eða körfuna?
5633—0658 hringdi:
Frá henni haföi veriö stolið reiöhjóli
fyrir utan Sundhöllina miðvikudaginn
30. maí. Hjólið fannst aftur viö Nesti í
Fossvogi og hafði þá öllu verið stoliö af
því sem hægt var. Þar á meöal voru
barnastóll og ný karfa. Hún er aö von-
um leið yfir þessum missi og biður þá
sem vita eitthvaö um málið aö láta lög-
regluna í Reykjavík eöa Kópavogi
vita.
fíugfarþegi bendir á að mjög hafi haiiað undan fæti hjá þeim f/ugfélögum sem fíugieiöir voru hvattar
tH að taka sér tii fyrirmyndar fyrir nokkrum árum og að eitt þeirra hafi farið á hausinn. „Árangurinn af
uppbyggingarstarfi innan fíugleiða er hins vegar góður og reksturinn farinn að skila hagnaði," segir
fíugfarþegi.
Sókn Flugleiða
—vekur mikla athygli
Flugfarþegi skrifar:
A lesendasiöu DV 5. júní sl. birtist
lítt skiljanleg bullgrein undir fyrir-
sögninni .^Afskipti-samskipti”, skrif-
uö af manni sem kallast „skattborg-
ari”. Eftir því sem hægt er að ráöa í
efnisatriði greinarinnar, er bréfrit-
ari á móti því aö Matthias Bjamason
ráðherra stöövaöi verkfall flug-
manna. .^kattborgari” telur að
Flugleiöir tapi peningum og eignum í
sífellu og minnast eflaust einhverjir
fyrri lesendabréfa Skattborgara um
sama efni á undanförnumárum.
Ekki er ástæöa til aö fjölyrða um
ástæöur þess að samgönguráðherra
stöðvaöi verkfall flugmanna.
Aðdragandi lagasetningarinnar er
öllum í fersku minni sem á annaö
borð fylgjast með fréttum. Þar kom
skýrt fram aö lögin voru ekki sett aö
ósk Flugleiöa, en óhætt aö fullyrða
aö ÖU þjóðin stóð einhuga aö baki
ráöherra í þessu máli.
Þegar erfiöleikar Fiugieiöa voru
sem mestir hvöttu ýmsir forráða-
menn félagsins tU að taka þrjú flug-
félög sér tU fyrirmyndar. Hér var
um að ræða Air Florida, Cargolux og
Laker, en þau voru þá öU í miklum
uppgangi. Stjórn og starfslið
Flugleiöa meö Sigurö Helgason í
broddi fylkingar komu Flugleiðum
aftur á réttan kjöl og fengu stuðning
frá ríkisstjómum tslands og Lúxem-
borgar til aö halda Amerikufluginu
áfram. Þar réö ekki góösemi i garð
Flugleiða heldur fyrst og fremst blá-
kaldir viðskiptahagsmunir þessara
landa. En hvernig hefur fyrirmynd-
arfélögunum þremur vegnaö?
Air Florida gat á siðustu stundu
bjargað sér frá gjaldþroti fyrir
nokkrum mánuöum. Umtalsverður
samdráttur hefur orðið í rekstri
félagsins og nýlega var upplýst að
óvist væri hvort félagið gæti staðið
viö skuldbindingar sínar. Stjóm
Cargolux neyddist til aö afskrifa
hlutafé félagsins um 75% og þar
hefur nánast veriö um gegndar-
lausan taprekstur aö ræöa um langan
tíma. Félagið er búiö aö selja allar
„áttumar” sem það rak og á nú
bara tvær Júmbóþotur. Laker fór á
hvínandi hausinn eins og allir vita.
Árangurinn af uppbyggingarstarfi
innan Flugleiöa er hins vegar góður
og reksturinn farinn aö skila
hagnaði. Framsókn Flugleiða hefur
vakið mikla athygli, heima og er-
lendis.
Aö lokum er rétt aö hvetja „skatt-
borgara” til aö kynna sér f jarskipta-
tækni nútímans, til dæmis síma og
telex. Hægt er að hafa samskipti
landa og heimsálfa á milli og þar
með afskipti af öllum mögulegum
málum án nokkurra erfiöleika. Til
em handhægar bækur ætlaöar börn-
um þar sem tækni nútímans er skýrð
á einfaldan hátt og væri ráö fyrir
„skattborgara” aö verða sér úti um
eintak.
ar'-:
Bréfritari viU að Bandarikjaher
borgi fyrir aðstöðu sina hér og að
tekin verði upp herskylda á
íslandi.
Bandaríkja-
menn borgi
15-20 millj.
Tryggvi Hermannsson segir að atvinnuöryggi vagnstjóra hafi verið litið
fyrir, ensénú minna en ekkert eftir uppsögn eins þeirra fyrir skömmu.
Tefltí tvísýnu
- hjá SVR
fyriraðstöðu sína
Láms Lárusson skrifar:
Eg tel sjálfsagt aö Bandarikjaher
borgi fyrir aöstööu sína tslandi.
Einnig þyrfti aö koma á herskyldu hér
svo aö ungir menn afli sér þeirrar sér-
þekkingar sem nauðsynleg er til aö,
geta fylgst meö því sem fram fer á
Miðnesheiði og víðar.
Flest lönd láta Bandarikjamenn
borga fyrir afnot af herstöövum. AUtaf
þurfum við aö borga ef viö þurfum
afnot af einhverju. Af hverju eiga þeir
ekki að borga fyrir aö fá aö vera hér?
Bandaríkjaher ætti ekki að borga
minna en 15 til 20 miUjónir króna á ári
fyrir veru sína. Þetta fé mætti nota tU
aö borga erlendar skuldir, reisa verk-
smiöjur, leggja vegi. Mér er sagt aö
Nató sé búiö að malbika meirihlutann
af vegakerfinu í Noröur-Noregi.
Þannig fara Norömenn ao þessu.
Aö lokum er rétt aö hvetja til hörku í
samningaviöræöum viö Bandaríkja-
menn út af skipaflutningum fyrir
varnarliöiö. Viö eigum aö setja
hnefann í boröiö og tryggja okkur
þessa flutninga í eitt skipti fyrir ÖU.
P.S.: Hvernig væri aö DV efndi til
skoðanakönnunar um hvort Bandarík j-
her eigi aö borga eöa ekki?
Tryggvi Hermannsson, vagnstjóri hjá
SVR, skrifar:
Nú er nýafstaðið skákmót starfs-
manna SVR. Þátttakendur voru
margir knáir skákmenn, þar á meðal
forstjóri SVR. Var hann vel Uötækur á
þessu móti þótt ekki hlyti hann fyrsta
sæti. Það kom í hlut vagnstjóra. Menn
hugleiöa nú hvort forstjórinn eigi erfitt
meö að sætta sig viö þessi úrslit þar
sem hann, í skjóU stöðu sinnar og
meirihlutafylgis í stjórn SVR, teflir í
tvísýnu því góöa samstarfi sem verið
hefur, þann stutta tíma sem hann
hefur gegnt forstjórastööu sinni, meö
því aö fóma okkar besta manni og
okkar einu von um aö vagnstjórar
gætu látið skoöun sína i ljós án þess aö
það teldist alvarlegt brot í starfi.
Atvinnuöryggi vagnstjóra var lítið
fyrir en er núna minna en ekkert.
Þeir sem mannganginn kunna telja
þessa taflmennsku forstjórans helst
Ukjast refskák. Og hætt er viö aö hann
tefU af sér nema borgarstjóri leyfi
honum að notast við Hamars-vörnina.
En sem kunnugt er byggist hún á því
aö tefla fram eitruðum peöum sem
hægt er aö breyta í eftirlitsmenn, vakta -
formenn eða bara trúnaðarmenn eftir
þörfum. Hljóta menn nú að sjá aö for-
stjórinn á í mjög vafasömu valdatafU.
Og ef hann verður ekki mát á því einu
þá mun hann tapa á tíma.