Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Qupperneq 40
Fréttaskotið 68-78-58 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Mál fyrrverandi sveitarstjóra á Stokkseyri í Hæstarétti: SAKAÐUR UM AÐ HAFA SVIKIÐ ÚT 0LÍUSTYRKI Mál ákæruvaldsins gegn fyrrver- andi sveitarstjóra á Stokkseyri hefur veriö dómtekiö. Sveitarstjórinn fyrr- verandi var í undirrétti fyrir tveimur árum dæmdur fyrir fjársvik í sex mánaöa fangelsi, þar af þrír mánuðir skilorösbundnir. Sveitarstjóranum er gefið að sök aö hafa á tímabilinu frá miðju ári 1975 til miös árs 1978 svikið út úr rik- issjóði um 2,7 milljónir gamlar krónur meö því að gefa upp fleiri styrkþega úr hreppnum en rétt áttu á olíustyrk og hagnýta í eigin þágu þaöaukafésem viöþaöfékkst. Af ákæruvaldsins hálfu flytur Hinn ákæröi neitar sakargiftum. máliö JónatanSveinssonsaksóknari. Hann hefur því ekki endurgreitt þaö Verjandi er Hilmar Ingimundarson fé sem honum er gefið aö sök aö hafa hæstaréttarlögmaður. svikið úr ríkissjóöi. Hiö opinbera hef- -KMU. ur því höföað einkamál til aö fá bætt- anhinnmeintaskaða. Norræna húsið í Færeyjum: Hjörtur Pálsson ráðinn forstjóri Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri út- varpsins, hefur veriö ráöinn forstjóri Norræna hússins í Færeyjum. Mun hann taka viö starfi 1. október nk. en starfa meö núverandi forstjóra hússinsi sem settur varð til Thorlaöus, eins stjómarmanna hússins Þrír umsækjendur um starfiö voru dæmdir jafnhæfir til starfans, Hjörtur, sænsk kona, og finnskur maöur. Ákvaö hússtjómin aö raða umsækjendum þannig, aö sænska konan var í fyrsta sæti, Hjörtur í öðru, og Finninn í því þriðja. En sænska konan hafnaöi starfinu þegar henni var boöið það og þannig kom rööin að Hirti, að sögn Birgis Thorlaöus. LUKKUDAGAR 8. júní 35724 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 400,- Vinningshafar hringi í síma 2U068; LOKI Passið ykkur nú á skot- unum úr gömlu bílunum! „Skotárásin” á vörubflinn: „VAR BARA HVELLUR ÚR BÍL MÍNUM” „Þetta var hvellur úr bílnum mínum. Þaö er öruggt. Ég var nákvæmlega á þessum stað á þessum túna. Þetta passar allt,” sagði maöur einn í samtali viö DV vegna fréttar- innar í gær um að skotið heföi veriö á vörubíl frá Stey pustööinni. Maöurinn sagðist ekki vilja láta birta nafn sitt opinberlega aö svo komnu máli. Hann bætti síðan viö:,,Ég fór með bílinn minn í viðgerð, og þaö var settur sóteyðir á hann. Viögeröar- mennirnir báöu mig aö aka bílnum til aö hreinsa hann. Ég ákvaö aö aka út fyrir bæinn og fór upp fyrir Mosfellssveit. Allan tímann gaf bíllinn frá sér mikla hvelli og á eftir fylgdu bláar reykgusur út úr bílnum. Svo rosalegar voru sprengingamar, aö hestar fældust. Þetta voru nánast eins og fallbyssukúlur.” Maðurinn kvaðst eiga bíl af gerðinni Chrysler LeBaron station. Bíllinn væri hvítur meö viöarlíkingu límda eftir hliðunum. Skömmu síðar hringdi lesandi DV í Hlíöartúni í Mosfellssveit í ritstjórn DV og kvaöst hafa verið aö sjá frétt- ina. Hann sagöi: „Skýringin á þessu máli hlýtur aö vera hvítur station-bíll sem ók hér framhjá. Þaö komu skot úr honum ótt og títt og bláar gusur fylgdu á eftir. Mér dauöbrá fyrst þegar ég heyrði sprengingarnar. Og svo var um fleiri hér viö Lágafellið. Fólk rauk upp og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Bíllinn ók til baka síðar og þá komu hvellimir ekki jafn títt. Þaö sem gerir þetta aö líklegri skýringu er þaö aö tíminn stenst ná- ■kvæmlega viö þaö sem segir frá í frétt- inni.” —JGH Kjarnaáburði, blönduðum olíu, er hellt niður i sprengjuholuna, en myndin er tekin i Grafarvogi þar sem jarðvinna er i fulllum gangi og sprengt með kjarna i stað dinamits. OV-myndGVA. Algengt að verktakar spari verulegar upphæðir við sprengingar: NOTA ÁBURÐ í STAÐ DÍNAMITS —sprengingar við Hrauneyjafossvirkjun gerðar með áburði Mjög algengt er aö verktakar sem eru í sprengingum noti venjulegan kjama-áburð (ammoinium-nítrat) í staö dínamíts, einkum þar sem um viðamiklar sprengingar er aö ræða. Aburðurinn er keyptur á niöur- greiddu veröi hjá Áburðarverk- smiðju ríkisins og lítilsháttar af olíu blandaö saman viö hann og þar með er efnið tilbúið til sprengingar. Aö vísu þarf svo hálfa til heila dínamíts- túbu til aö koma sprengingunni af staö og sprengimáttur áburðarins er ekki jafnmikill og dínamítsins en á móti kemur að verö á áburöi er margfalt lægra en á dínamíti. Þór Magnússon,eftiriitsmaöur hjá Vinnueftirlitinu, sagði í samtali viö DV aö þeir geröu ekkert í þessu máli þar sem þeir teldu að ekkert bannaöi verktökum aö standa svona að sprengingum sínum. „Áburöurinn eöa kjarninn er einkum notaöur þar sem verulegs magns sprengiefnis er þörf, til dæmis var hann mikiö notaður í jarövinnunní við Hrauneyjafoss- virkjun,” sagði Þór. Hann sagöi einnig að sprengimáttur áburöarins væri ekki jafnmikill og dinamítsins vegna þess aö kjaminn er fram- leiddur sem áburður en ekki sprengi- efni og komastærð því ójöfn og húö hans mismunandi móttækileg fyrir olíunni. I Noregi aftur á móti munu áburðarverksmiðjur framleiöa sér- stakt nitrat fyrir verktaka sem þeir kaupa meö leyfi dómsmálaráðu- neytisins þar. Eins og fyrr segir er verðmunur mikill á áburðinum og dínamítinu. Áburðurinn er á um 7,50 kr. hvert kg en dínamítið frá 139.95 kr. til 163.70 kr. hvert kg eftir magni eða aUt að tuttugufaldurlmunur á verði. -FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.