Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Side 2
2 DV. MÁNUDAGUR 2. JULI1984. Tveir forsætisráöherrar og einn utanrikisráðherra ræða aiþjóðastjórn- méiá Þingvöiium. daginn, góðan daginn, dásamlegt veður," sagði Poul Schluter þegar hann stóútúr stáigrérri harflugválinni og heiisaði Steingrimi. Schluter gengur í Þingvallakirkju. „Hann var svona stór," sagðl Steingrimur við Schltiter i hana- stólsboðinu á túninu bak við gamla Þingvallabæinn. Danski fáninn blakti í þjóðgarðinum: POUL SCHLUTER A MNGVOLLUM „Góöan daginn, góöan daginn, en hvað veðriö er gott,” sagöi Poul Schliiter, forsætisráöherra Dan- merkur, er hann sté út úr stálgrárri, danskri herþotu á Reykjavíkurflug- velli skömmu fyrir hádegi á laugar- dag og þrýsti hendur Steingríms Hermannssonar, starfsbróöur síns. Reyndar var ekki hlýrra en svo að skömmu áöur haföi Steingrímur stungið upp á því viö ráöuneytis- menn og annaö fyrirfólk sem stóö í blæstrinum á flugvellinum aö e.t.v. væri best aö setjast inn i bílana og hlýja sér. Lisbeth Schliiter, hin unga eigin- kona danska forsætisráöherrans, tók undir orö bónda síns um veöriö og sagði að það væri hlýrra í Reykjavík en í Noregi þar sem þau hjónin höfðu veriö stödd daginn áöur á alheims- þingi forystumanna íhaldsflokka: ,,Ég þurfti að nota öll ullarfötin sem ég hafði sett ofan í töskuna fyrir Is- landsferöina,” sagöi Lisbeth. Það var gerður stuttur stans í Reykjavík og stefnan tekin á Þing- velii í rútu frá Guðmundi Jónassyni sem var kirfilega merkt „Reise- Luxusbus”, R-210 og í aftasta sæti sat lögreglumaður í jakkafötum með byssu í belti. Á Þingvöllum beið Heimir Steins-, son þjóðgarðsvörður með tilbúna ræðu um sögu Þingvalla og komst hún vel til skila í því blíöviöri sem var á gamla þingstaðnum, ekki ský á himni og hitastig vart undir 20 gráð- um við öxará. Forsætisráöherrafrú- in unga gældi viö hund þjóögarös- varðarins og dáöist aö hestunum sem runnu á íslensku tölti handan ár- innar. „Ég stundaöi hestamennsku hér áöur fyrr,” sagði Lisbeth, „en Steingrimur Hermannsson, Poui Schltiter og Heimir Steinsson þjóð- garðsvörður á gangi i Aimannagjá i steikjandi hita. svo datt ég af baki og síðan hef ég lítið riðið út. Kannski ætti ég aðprófa íslenskan hest, það er styttra niður ef maöur dettur.” I sumarbústað forsætisráöuneytis- ins í gamla Þingvallabænum biöu kokkar með hádegisverð sem samanstóð af ostasalatrönd með hrá- um laukhringjum, glóöuöum Þing- vallasilungi og kaffi og pönnukökum í eftirrétt. A undan var boöiö upp á „long-drinks” og bliöan var þvílík aö ekki þótti stætt á öðru en að drekka þá úti á túni. „Dásamlegt veöur, dásamlegt veöur, smukt, flott og friskt luft,” sögöu forsætisráðherra- hjónin dönsku og undir þaö tóku Is- lendingamir og þökkuöu sínum sæla fyrir aö ekki skyldi vera rigning. Svo var ekið í bæinn þar sem kokkamir á Hótel Sögu biöu með enn meiri mat. Opinberri heimsókn PoulSchliiters og fylgdarliös hans lýkur á þriöju- dag. -EIR. Ostasalatrönd með hráum iaukhringjum, glóðaður Þingvallasilungur og kaffi og pönnukökur. DV-myndir: Arinbjörn. •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.