Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Qupperneq 5
DV. MÁNUDAGUR 2. JULl 1984. 5 Hreppsnef nd Stöðvarhrepps: HARMAR FRÉTTA- FLUTNING DV Hreppsnefnd Stöövarhrepps hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna f réttaflutnings DV af ýmsum málum á staðnum undanfarna daga. 1 tilkynn- ingunni segir aö nokkur tíö fréttaskot sem prýtt hafi síður DV „gefi ranga og neikvæða mynd af því mannlífi sem íbúar þessa dreifbýlissveitarfélags... reyna að halda uppi utan viö mörk hinnar byggilegu heimsmyndar Jónas- ar Kristjánssonar og nokkurra já- bræðra hans á DV...” Ennfremur segir að sveitarstjórnin harmi þær aðferðir sem virðulegt blað á borð við DV virðist nota til að reyna að framkalla lágkúrulegar hvatir les- enda sinna með neikvæðum skrifum um oft á tíðum ómerkileg mál. I lok tilkynningarinnar segir svo að: „Hreppsnefnd Stöðvarhrepps áskilur sér allan rétt til að leita bóta á þeim skaöa sem skrif DV hafa valdið eða koma til með aö valda. ” -FRI Kjartan Lárasson skipaður formaður Ferðamálaráðs Þyría frá VarnaríiOinu lentí við Borgarsjúkrahúsið um kvöidmataríeytíð á laugardag með bandarískan þegn sem þurftí að gangast undir augn- aðgerð en Varnaríiðið hafði haft samband við SVFÍ og beðið það um að sjá tíl þess að sérfræðingur á augnsjúkdómum yrði tíl staðar er þyrían lentí. DV-mynd: S. Samgönguráðherra hefur skipað Kjartan Lárusson, forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins, formann Ferða- málaráðs. Hann tekur við af Heimi Hannessyni, sem verið hefur formaður undanfarín fjögur ár. Nýtt kjörtímabil Ferðamálaráðs er Urval KJÖRINN FÉLAGI nú að hefjast, en ráðið er kjöríö til f jög- urra ára í senn. Samgönguráðherra skipar formann og varaformann. Þau fyrírtæki og samtök sem aðild eiga aö ráöinu tilnefna fulltrúa sem siðan eru skipaöir af ráöherra. Eilefu aðilar eiga fulltrúa í Feröamálaráði: Feröafélag Islands, Félag ferðaskrifstofa, Félag leiðsögumanna, Flugleiðir, Amarflug, Samtök veitinga- og gistihúsa, Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Félag hópferðamanna, Ferðasamtök bænda, Stéttarsamband bænda og Félag sér- leyfishafa. -pá Vona aö framtíðin verði jafnbjört ogdagurinn í dag — sagði Jóhann Pétur Sveinsson, nýútskrifaður lögfræðingur „Mér líður vel, þetta var stór stund í gær,” sagði Jóhann Pétur Sveinsson, nýbakaður lögfræðingur, í samtali við DV í gær. Jóhann Pétur er í hópi nýút- skrifaðra lögfræðinga sem útskrifuð- ust frá Háskóla Islands á laugardag. „Eftir athöfnina i Háskólabiói fór ég í veislu sem haldin var hér í Sjálfs- bjargarhúsinu við Hátún. Það mættu hér á annað hundrað manns, vinir og ættingjar. Fyrir veislunni stóð Sigur- björg matráðskona hér og hennar starfslið og þá er ekki aö sökum að spyrja að það var vel tekið á móti gestum. Siðan fór ég á Hótel Sögu um kvöldið með þeim nýútskrifuðu.” Jóhann Pétur Sveinsson er fæddur að Varmárlæk í Skagafirði. Hingað til Reykjavíkur kom hann 5 ára gamall. Fyrstu skólaárín eða nánast allan grunnskólann fékk hann sérkennslu á Barnaspítala Hringsins, en Jóhann Pétur er f atlaður og bundinn hjólastól. „Eg tók landspróf í Vörðuskóla og fylgdist um tíma með kennslu í þeim skóla. Þaö breytti miklu fyrir mig félagslega til batnaðar að setjast á skólabekk með öðrum. Og eftir lands- prófið fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð og flutti um leið og ég hóf nám þar hingað í Hátúnið.” Stúdents- prófi lauk hann á þremur og hálfu árí. „Það var aðallega vegna leti til að geta tekið frí í hálft ár,” sagði Jóhann Pétur hlæjandi. I lagadeildinni hefur hann veriðíóár. Jóhann Pétur hefur tekið þátt í mörgum skákmótum og var hann spuröur um þann þátt í lífinu. „Eigum við ekki bara að segja að ég hafi einhvern tíma verið efnilegur í skákinni.” Aðspurður kvaðst Jóhann Pétur vera aö velta fyrir sér f ramhaldsnámi á ein- hverju Norðurlandanna á félagsréttar- og almennu tryggingasviði. Jóhann Pótur. „Við skulum bara vona að framtíðin verði jafnbjört og dagurinn í dag,” sagði lögfræðingurinn sem nú starfar hjá Bjargráðasjóði og við skriftir fyrir NT. -ÞG F // A.T Eigendur fiat og amc bfla. Athugiö aö verkstæöi okkar veröur lokað vegna sumarleyfa frá og með 21. júlí n.k. Vinna hefst aftur þriðjudaginn 7. ágúst. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Snvdjuvegi 4, Kópavogi Smior 77200 77202 Pessi skottlausi! ÖSA RIO SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.