Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Qupperneq 4
4 wpí 1 Tfn. <* qrtDAmrMhif, vrr DV. MÁNUDAGUR 2. JULI1984. Samband eggjaf ramleiöenda: „Hinir smáu að bjarga sér undan þeim stóru” „Stjórnin var ekki fullskipuö og því voru sex menn kosnir í aðal- og vara- stjóm nú á auka-aöalf undinum í fyrra- dag. Einnig var eggjadreifingarstööin okkar í Kópavogi á dagskrá,” sagöi Þorsteinn Sigmundsson, formaöur Sambands eggjaframleiðenda, í sam- tali við DV eftir fundinn. Á aöalfundi sambandsins í desember sl. gengu þeir Einar Eiríksson, Mikla- holtshelli, fyrrverandi formaöur sam- bandsins, og Gunnar Jóhannsson, Ás- mundarstöðum, úr stjóm og samband- inu. Var það meöal annars vegna ágreinings um eggjadreifingarstöðina. Fleiri fylgdu á eftir þeim úr stjóm eöa þeir Bjami Ásgeir Jónsson, Reykja- hh'ö, og Sigurður Sigurösson, Nesbúi. Þessir fjórir aöilar hafa nú ásamt fleir- um stofnað Félag alifuglabænda sem þegar hefur verið greint frá í DV. Þeir sex menn sem nú vom kjömir til stjórnarstarfa í Sambandi eggjafram- leiðenda eru Helgi Jónsson, Felli, Skarphéöinn össurarson, BUkastöö- um, Sigfús Þorsteinsson frá Egilsstöö- um, Karl Þórarinsson, Lindarbæ, Guð- mundur Jónsson, Reykjum, og Aðal- steinn Grímsson, Eilífsdal. A fundinum í fyrradag vom meöal annars samþykktar áskoranir, ein til viöskiptaráöherra um aö vera á veröi gagnvart innflutningi eggja og önnur til Framleiösluráös landbúnaöarins og landbúnaöarráöherra um stjómun (kvóta) á eggjaframleiöslu. „Eggjainnflutningur, það er á eggja- massa og eggjadufti, er töluveröur til landsins. Fyrir þeim innflutningi þarf leyfi viðskiptaráöuneytisins,” sagði Þorsteinn Sigmundsson. „Við teljum að nokkuö sé um dulbúinn innflutning á þessum vörum án leyfa.” „A fundinum kom fram uppástunga sem mikiö var rædd í fullri alvöru,” hélt formaöurinn áfram. „Uppástung- an var um að við, þessir eitt hundraö og fimmtíu smábændur í Sambandi eggjaframleiöenda, sæktum um inn- göngu í nýstofnað Félag alifugla- bænda. Og hvaö varöar eggjadreifing- arstööina, sem væntanlega veröur opnuð i kringum 10. júh, vil ég geta þess aö hún verður öllum eggjafram- leiðendum opin, þeim stóru líka. Ef framleiðendur vilja koma með egg sín í flokkun og pökkun til okkar og sjá annaöhvort sjálfir um dreifingu eða aö hún fari i gegnum stööina, er öllum þaö frjálst.” Nokkuð var lika rætt um tengingu landsbyggöarinnar viö eggjadreifing- arstööina og fyrirhugaöar minni stöövar úti á landi, til dæmis á Akur- eyri. Þess má geta aö flokkunar- og pökk- unarvél sú sem keypt hefur veriö fyrir stööina í Kópavogi annar öhum eggja- markaöi landsmanna. Hún er keypt fyrir lánsfé (3 mUljónir króna) úr kjamfóðursjóði og lán úr bönkum. Kaupverð vélarinnar er 3,8 mhljónir króna. Formaöur lagöi áherslu á þaö í sam- taUnu aö félagsmenn „væru hinir smáu aö bjarga sér undan þeim stóru”. Á fundi Sambands eggjaframleið- enda í fyrradag var Einar Tannsberg, sem starfaö hefur aö málefnum eggja- framleiöenda í 50 ár, gerður aö heið- ursfélaga. -ÞG GunnarBender „Heyrðu, það er torfa af laxi þama, manni” Fréttir úr Elliðaánum, Úlfarsá og Leirvogsá Þaö er fjölmennt viö Elhöaámar þessa dagana þó flestir séu þar Uklega um helgar tU aö fylgjast með og fá fréttir. Svo mikUl varö oröaflaumurinn um tíma aö ég held aö menn hafi aUs ekki heyrt hvað næsti maður sagöi. Já, oröaflaumurinn og hávaöinn var nuk- 111, en samt fengust á stuttum tíma tveir laxar. En þaö þurfti hróp, köU og bendingar áöur en það gerðist. ,Jleyrðu, þaö er torfa af laxi þarna, manni. ”Hvar????? spyrja menn hver annan og allur hópurinn tekur á rás. „Jú, þarna,” segir sá sjóngóði og bend- ir. „Reyndu að vaöa aðeins. Já, þetta er gott hjá þér. Reyndu þama, aðeins lengra út í með stöngina. Neðar með línuna, maöur, Svona, kjur með Ununa og ekki hreyfa hana neitt. Þetta er fínt hjá þér, þaö em 10 laxar aö minnsta kosti viö beituna. Nei, þeir færöu sig aUir undan henni. Þessir hafa alls ekki lyst.” Þetta virðist vera vonlaust hjá vininum en þá kemur þessi sjóngóöi auga á aöra laxa og segir: ”.Hættu viö þessa laxa, þaö era komnir fleiri hérna aðeins neðar, snöggur með stöng- ina.” AUt Uðiö tekur á rás og mikiö aö ske. Vinurmn meö stöngina heldur ennþá ró sinni eins og ekkert hafi í- skorist. Veður út í og kemur sér fyrir á góöum staö, núna skulu þeir teknir. „Jú, þú ert alveg á réttum staö, þarna era þeir. Já, þarna tekur hann, bíddu rólegur meö beituna.” Já, þama tóku tveir laxar og mikil vora ópin í hópnum í kring og alUr töluöu í einu. Þetta gengur víst svona í veiðinni. Já, það var Hflegt um að Utast við EUiðaárnar og niöri á Breiðu geröist það aö lax tók. Veiðimaðurinn fór að mjaka laxinum inn og viti menn, laxinn tók alls ekki önguUnn heldur Ununa. Laxinn hékk á henni og var síðan landaö hið snarasta. Það var enginn séns tekinn á neinum mistökum. Já, þaö er margt sem skeö- ur í laxveiðinni. Á hádegi í gær voru komnir 180 laxar úr ElUöaánum og töluvert af fiski, en hann var tregur. Ulfarsá haföi gefiö 28 laxa um hádegi og sá stærsti 12 pund, lítiö var af laxi í ánni aö sögn veiðimanna, sem fengu sér næringu í góða veðrinu. Um hádegi í gær vora fyrstu veiðimennimir að reyna í Leirvogsá og var laxinn tregur mjög. Var einn lítUl, 3 punda, kominn á land um hádegi og veiddi Olafur G. Karlsson hann. Fannst mönnum Htið um lax í ánni og á þaö kannski sina skýringu þvi malartaka hefur verið i fullum gangi síðustu tvær vikurnar fyrir ofan Tröllafoss, i landi Stardals. Hefur áin verið suma dagana eins og súkkulaði. Era þetta ófyrirgefanlegar framkvæmdir rétt fyrir veiðitimann. En Stardalur á víst ekki nein hlunnindi í ánni, þar sem lax veiöist, og skiptir þá ekki miklu máU hvort lax veiöist eða ekki. G. Bender. K Það gengur stundum mikið á i lönduninni og margir að fylgjast með. DV-mynd G. Bender. Já, það ver mergt um manninn við Elliðaárnar á laugardaginn. Veiðimaðurinn hefur fengið lax. DV-myndG. Bender.' VEIÐIVOIM I dag mælir Pagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Ustrænt ofát með tapi Listahátíð hefur enn einu sinni verið haldin með myndarlegu tapi. í sjálfu sér þarf það ekki aö koma neinum á óvart því að listahátíðir teljast ekki merkUegt framlag í þágu listanna nema tap komi fram á reikn- ingum. List er tjáning, ekki markaðsvara, segja þeir sem mest hafa vit á menningunni og það brýtur raunar í bága við velsæmi og Ust- ræna sköpun þegar svo óttalega vUI til að hægt er aö græða á henni. Þarf ekki að minna á aö þeir Ustamenn sem hafa í sig og á af list sinni eru Ula þokkaðir, borgaralegir fúskarar í augum listfræöinga. Helst er mönnum fyrirgefið ef verk þeirra cöa listsköpun verður eftirsótt þegar listamaöurinn er allur, þó að þaö sé auðvitaö asskoti hart fyrir artistana aö fá þá fyrst citthvað fyrir sinn snúð þegar þeir eru löngu dauðir. En svona hefur þetta veriö og er enn. Þess vegna þarf enginn að verða undrandi þótt listahátið sé haldin með tapi. Borgarstjórinn okkar er þaö ekki heldur. „Ég yrði, ekki hissa þótt tapið yrði 5 mUljónir eða meira,” segir hann og lætur sér hvergi bregða. En einmitt af því að Davíð borgar- stjóri þarf ekki að vera hissa á tapinu á listahátíðlnni, og er það ekki heldur, kemur manni spánskt fyrir sjónir þegar hann lætur hafa eftir sér að tapið hafi verið rnikið áfall. Hann talar jafuvel um aö listahátíðir verði ekki haldnar nema aunað hvert ár, jafnvel enn strjáUa. Þeirri skemmtilega óvæntu hug- mynd slær niður að borgarstjórinn sé að gera því skóna að listahátíð sé ekki þess virði aö borga með henni 5 mUljónir króna. Getur það virkUega verið aö sú hugsun hafi læðst aö yfir- völdum borgar- og menntamála að listinni eigi ekki og þurfi ekki lengur að troða niður í almenning? öllum skynsömum mönnum er löngu orðið ljóst aö þaulskipulagöar og samanþjappaðar listahátíðir era jafnvel snobbuðustu Ustaliði of- vaxnar enda enginn mannlegur máttur fær um að heyja kapphlaup mUli Ustviðburða upp um hóla og hæðir höfuðborgarinnar nema gubba af listrænu ofáti. Llstahátíðir eru, eins og flestir vita, fyrst og fremst haldnar tU að þóknast þessu fólki sem telur sig hafa vit á list og hefur það sjáUsagt sumt hvert. Nú er það að vísu svo að almenningur á íslandi hefur góöan smekk á gUdi menn- þess vegna hefur hann látið Usta- ingar- og listviðburða og kannske hátíðir fara fram hjá sér. Almeun- ingur vUl nefnUega sjálfur fá að ráða hvað hann sér eða heyrir í listinni og lætur ekki troða annars og þriðja flokks listamönnum upp í sig í nafni einhverra hátíöa. Óseldu miöarnir eru kvittanir frá þeim sem hafa vit á list en nenna ekki að eltast við hvað sem er. Og þar sem Davíö borgarstjóri er glöggur maður og er ckki hissa á 5 mUljón króna tapi á listahátíð á það heldur ekki að koma honum á óvart þegar reykvískir kjósendur hans kvitta fyrir því með óseldum miðum, að Ustahátíð er braðl sem kemur hvorki listinni né listneytendum tU gagns. Listahátíðir á að leggja niöur, ekki bara annaö eða þriðja hvert ár, heldur um ófyrirsjáanlega framtíð. Ekki vegna þess að þær eru reknar meö tapi, það böl sitjum viö uppi með hvort sem er. Nei, af hinu, að lista- hátíöir era snobb og eru sóttar af þeim sem halda að það sé fínt að láta troða listinni niður í sig. Sem betur fer eru þeir fáir og þess vcgna eru óseldu miðaruir ávaUt fleiri en þeir seldu. Það gerir gæfumuninn þegar tapiðergert upp. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.