Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Page 13
DV. MÁNUDAGUR 2. JULl 1984. 13 Veröhækkunarákvæöi í stóridjusamningum Þegar rætt er um rafmagnssölu- samninginn, sem gerður var við ISAL 1965, er það oft gagnrýnt, að ekki skuli þá hafa verið samið um verðhækkunarákvæði, sem tryggðu hækkun raforkuverðsins í samræmi við hækkun orkuverðs í heiminum. Með réttu er því þá svarað til, að á þeim tíma gat enginn séð fyrir þá miklu verðbólgu, sem orðið hefur víða um heim og hefur m.a. leitt til verulegrar hækkunar á orkuverði. Þá var það almenn skoðun í heimin- um, aö orkuverð myndi haldast stöð- ugt og því voru þá víða um heim gerðir orkusölusamningar vegna stóriðju til langs tíma á föstu verði. Þessari stefnu var fylgt hér á landi eins og víða annars staðar. Samið um hækkun Vegna mikilla hækkana á orkuverði var samningurinn við ISAL tekinn til endurskoðunar 1975 og verðið hækkað úr 2,5 mill á kwh. í 6,5. Þá hefur verið gert bráðabirgða- samkomulag um hækkun í 9,5 mill, sem er næstum því sama verö og stóriðja greiðir fyrir rafmagn í Noregi og enn er stefnt að frekari hækkun raforkuverðsins í þeim samningum, sem nú standa yfir. Þegar menn velta því fyrir sér nú, hvort um skammsýni hafi verið að ræöa árið 1965 að hafa ekki trygg veröhækkunarákvæði, er jafnframt nauðsynlegt að athuga, eftir hvaða reglum hefði verið nauðsynlegt að fara til að tryggja eðlilegar verðhækkanir. Algengast er að nota einhverjar vísitölur í því skyni, annaðhvort einhverjar almennar vísitölur eða reikna út frá beinum framleiöslukostnaði á raforku. Engin vísitala hefði dugað Vísitala byggingarkostnaðar er algeng í slíkum viðmiðunum hér á landi. Reiknað hefur verið út, hvað rafmagnsverðið væri í dag, ef samið hefði verið um, að það hækkaði í samræmi við vísitölu byggingar- kostnaðar. Samkvæmt þeirri vísitölu hefði veröiö hæst farið í ca 7,7 mill., en væri nú um 6 mill. Gengisbreyt- ing krónunnar gagnvart dollar hefur hér áhrif, en rafmagnið frá ISAL er greitt í dollurum. Þjóðhagsstofnun hefur reiknað tvær vísitölur, sem eiga að endur- spegla kostnaðarhækkanir við virkjanir. Annars vegar er það vísi- tala virkjana hjá Rafmagnsveitum Kjallarinn BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON ALÞINGISMAÐUR. ríkisins og hins vegar vísitala virkjana hjá Landsvirkjun. Hvorug þessara vísitalna hefði tryggt Lands- virkjun núgildandi orkuverð. Vísitala RARHÍ hefði gefið 6,2 mill í dag og vísitala Landsvirkjunar 5,8 mill. Hægt er að hugsa sér að beita er- lendum vísitölum til að tryggja raf- orkuverð. I Bandaríkjunum er reikn- uð út vísitala heildsölukostnaðar og er hún oft notuð til viðmiðunar í verksamningum. Ef þeirri vísitölu hefði verið beitt, væri rafmagns- verðið nú 7,6 mill. Svipuð niðurstaða fengist, ef rafmagnsverð heföi verið miðað við álverð í heiminum. Sama er hvort miðað er við skráð verð í Bretlandi, Bandaríkjunum eða Þýskalandi. Þær viðmiðanir hefðu gefið í dag rafmagnsverð á bilinu 6,1—7,2mill. Flókið og vandasamt verk Þessar tölur sýna, aö líklega hefðu engar þessara verðtryggingarreglna gefið þá hækkun raforkuverðs, sem bráöabirgöasamkomulagið við ÍSAL frá því í september sl. gefur, þ.e. 9,5 mill. Þessar tölur sýna einnig, hversu léttvæg sú gagnrýni er, að tryggja hefði átt í upphafi hækkun raforkuverðs með verðhækkunar- reglum. Þá sýna þessar tölur einnig, hversu vandasamt það er að ætla fyrirfram að semja um ákveðnar veröhækkunarreglur, sem tryggi hagsmuni Islendinga um alla framtíö. Hér hefur aðeins verið gert að um- talsefni eitt atriði af mörgum flókn- um atriðum, sem semja þarf um við Alusuisse. Það er því eölilegt, að þessir samningar taki langan tíma. Birgir ísl. Gunnarsson. Q „Þessar tölur sýna, að liklega hefðu eng- ar þessara verðtryggingarreglna gefið þá hækkun raforkuverðs, sem bráðabirgðasam- komulagið við ÍSAL frá því í september gefur, þ.e. 9,5mill.” DALALÍF 1984 Kjallarinn HANSÍNA B. EINARSDÓTTIR OG HJÖRLEIFUR SVEINBJÖRNSSON, STARFSMENN ÚTIDEILDAR í REYKJAVÍK Þaö eru víst engin ný sannindi að útilegur séu orðnar fastur partúr af þjóðh'finu. A sumrin er alltaf sægur af fólki sem tekur sig upp með tjald til að losna við , borgarysinn. Vinnutími velflestra ræður því að helgarnar eru gjarnan notaðar til þess arna. Hefð hefur skapast fyrir því að það er einkum um hvítasunnu- og verslunarmannahelgar sem mikið er um tjaldútilegur og hafa skipulögð mót verið haldin í áraraðir. Kyn- slóðabilsins fræga gætir ekki svo mjög um verslunarmannahelgina — enda hálf þjóðin þá á faraldsfæti — en hvítasunnan er orðin nk. séreign unglinganna. Það var enda margt um unglinginn í Þjórsárdalnum um hvítasunnuna í ár, en þar stóð Héraðssambandið Skarphéðinn fyrir útihátíð sem nefndist Dalalíf 1984. Getum þess sem vel er gert Það er að vísu nokkuð um liðið síðan mót þetta var haldiö en samt viljum við ekki láta undir höfuð leggjast að koma á framfæri skoöun okkar á hvernig til tókst. Þaö er ekk- ert með það að skipulag þessa móts var með ágætum og leystu aðstand- endur flestan vanda af stakri prýði. Nefna má að vaktir voru skipulagðar á öllu svæðinu til að annast hvers konar gæslu, eftirlit og þjónustu, og voru um 40 manns á vakt i einu. Þessar vaktir voru þrískiptar og var En er ekki ofi/agt að lik skuii vera iaðalhlutverkum á fjórum Ijósmyndum afátta sem birtust með greininni?' vakt allan sólarhringinn. Alls tóku um 300 manns þátt í þessu starfi. Þarna voru starfræktar sjoppur, slysavakt og löggæsla var á staðnum sem og nóg af útikömrum. Rútu- ferðir á og af staðnum voru fjölda- margar og vel skipulagðar. Þá var einnig reist stórt tjald, lárétta tjaldið svokallaða, og þar áttu þeir innhlaup sem illa voru á sig komnir. Það sem helst var aðfinnsluvert um fram- kvæmd móts þessa var að þetta lárétta tjald var óupphitað en eftir fýrstu nóttina var komið þar fyrir teppum til að halda hita á þeim sem tímabundið urðu úr heimi hallir. Um 2000 unglingar mættu á svæðið. Flestir dvöldu frá föstudegi og fram á sunnudag í góðu veðri. Ut- búnaður flestra var með ágætum. Auk sjálfsagöra hluta eins og tjalds og svefnpoka voru langflestir með allan nauösynlegan fatnað til að mæta duttlungum veðurguöanna og afsönnuöu í stórhópum þá kenningu að fáir kunni sig í góðu veðri heiman að búa. Þaö kom í ljós á sunnudag- inn, þegar lítilsháttar fór að rigna, að þau höfðu ekki látið föstudagsblíðviðrið villa sér sýn við undirbúning ferðalagsins; regn- gallarnir höfðu fengiö að fljóta með. Allt er hey í agúrkutíðinni En því erum við að rifja þetta upp að DV gerði þessu móti skil í fyrsta tölublaði sem út kom eftir hvíta- sunnu. Heil síða lögð undir myndir og texta. Utaffyrir sig heilmikil pressa þegar unglingar og málefni þeirra eiga í hlut. Bara verst að hér er endurtekin sama gamla sagan um unglingana á fylliríi. En eflaust er blaöamanni og ljósmyndara vork- unn. Það segir sig sjálft að maöur leggur ekki á sig að keyra alla leið upp í Þjórsárdal án þess að snúa aftur með alminlega frétt. Og þá er komið að því gamla vandræðabarni aflra fjölmiðla, fréttamatinu: Af hverju þurfa fréttir endilega að vera eitthvað neikvætt og krassandi? Auðvitað var heilmikið fyllirí í Þjórs- árdalnum. Ekki erum við að bera á móti því. En er ekki ofílagt að lík skuli vera í aðalhlutverkunum á f jórum ljósmyndum af átta sem birt- ust með greininni? Og þarf endilega að fara með allt sem mótinu tengdist annað en brennivín eins og mannsmorö? Hefði verið nokkuð að; því að geta um góða skipulagningu; þeirra Skarphéðinsmanna? Eða að það var bara í undantekningartilfell- um að unglingamir voru ekki ágæt- legaútbúnir? Það er ekki svo að skilja að blaða- maðurinn hafi verið aö bölsótast út í staurf ulla unglinga sem væru að fara með arfinn til andskotans eða eitt- hvað álíka óskemmtilegt. Neineineinei. Tónninn í greininni var meira að segja heldur vinsamlegur. Talað er um að fólk hafi almennt verið í góðu skapi og hresst og þar fram eftir götunum. Málið er bara að einhliða umfjöllun af þessu tagi er til skaða. Unglingarnir eru nú einu sinni afurð af okkar þjóðfélagi, hinna fullorðnu. Hættum þess vegna að einblína á einstaka, neikvæða þætti í fari þeirra — í þessu tilfelli brenni- vínið — þætti sem við höfum engin efni á að gagnrýna hvort sem er. Reynum frekar að skilja að þau eru fólk sem þarf á trausti og hlutverki í lífinuaöhalda. Blaðamennska af þessu tagi er einnig að því leytinu skaðleg að hún elur á tortryggni foreldra gagnvart börnum sínum. I flestum tilfellum alveg að ástæðulausu. Hansina B. Einarsdóttir, Hjörleifur Sveinbjörasson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.