Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Page 10
DV. Vn Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kynþátta- vandamál Sri Lanka til umræðu Forseti Sri Lanka, Junius Jayevvardeno, og Indira Gandhi, for- sætisráðherra Indlands, ræddust við um helgina í Nýju Delhi um kyn- þáttavandann á Sri Lanka en þaö er eitt helsta ágreiningsefni ríkis- stjórna landanna tveggja. Þaö eru tvö vandamál sem blasa við, annars vegar hryðjuverk þjóðernis- hreyfinga Tamila á Sri Lanka og hins vegar lítill ávinningur af við- ræðum fulltrúa Sinhala og Tamila um vandamál í sambúð kynþáttanna en viöræður hafa farið fram í Colombó, höfuðborg Sri Lanka. Sambúö Indlands og Sri Lanka hefur farið hríðversnandi síðustu mánuöi vegna endurtekinna yfirlýs- inga ríkisstjórnar Jayewardene um að skæruliðar Tamila frá Sri Lanka fái skjól í Tamil-Nadu, syðsta fylki Indlands. Þessu hafa indversk stjómvöld neitað harðlega. Hryðjuverkamennirnir hafa haldið uppi skyndiárásum á Sri Lanka, og er það liður í baráttu Eftir óeirðirnar á Sri Lanka á síðasta ári þegar hundruð Tamiia iótu lifið hefur ástand þar ekki orðið tryggt að nýju. þeirra fyrir sérstöku ríki Tamila á norðurhluta eyjarinnar. Þegar hryðjuverkamennimir drápu 13 stjórnarhermenn á noiður- hluta eyjarinnar á síðasta ári varð það til þess að um 400 manns, flestir Tamilar, létust í hefndaraðgerðum Sinhala, sem eru meirihluti íbúa á eynni. Afskipti indverja Stjórnmálamenn í Tamil-Nadu heimta nú að Gandhi grípi til beinna afskipta, jafnvel hernaðarlegra, af innanríkismálum Sri Lanka til þess aö vemda Tamila þar. Mjög sterk tengsl em milli Tamila á Indlandi og á Sri Lanka. Fyrir fund leiðtoganna sagði Jayewardene aö hann myndi fara fram á að Indverjar afhentu yfir- völdum á Sri Lanka hryðjuverka- menn Tamila og sagði einnig að ef það yrði gert væri vandinn leystur, annars ekki. Hann sagði að hryðju- verkamenn hefðu myrt 147 manns á síðustu sjö árum, stjómmálamenn, lögregluþjóna, lögreglunjósnara og saklausa borgara. Þá er talið að tamilskir þjóöemissinnar standi aö baki bankaránum og árásum á ríkis- eigur sem mjög hef ur borið á. I síðasta mánuði rændu hryðju- verkamennimir tveim Bandaríkja- mönnum og héldu þeim í gíslingu. Stjórn Jayewardene lét ekki undan kröfum hryðjuverkamannanna um tveggja milljóna dollara lausnar- gjald og lausn 20 félaga þeirra úr fangelsum. Að lokum var Banda- ríkjamönnunum sleppt úr haldi og lýstu samtök hryðjuverkamannanna því yfir að það hefði veriö gert fyrir orðlndiruGandhi. Þaö eru sex samtök hryðjuverka- manna sem berjast gegn stjórn Jayewardene sem hafa fengiö skjól á Indlandi, í Tamil-Nadu fylki, að sögn stjórnvalda á Sri Lanka og sumra indverskra blaðamanna. En ind- versk stjórnvöld hafa visað öllum slíkum fullyrðingum á bug. Stjóm- völd á Sri Lanka segja að indversk stjórnvöld hindri hugsanlega lausn deilna milli Tamila og Sinhala með því aö afhenda hryðjuverkamennina ekki. Eriend aðstoð Ríkisstjóm Jayewardene hefur ráðið erlenda sérfræðinga í baráttu gegn skæruliðum til aöstoðar i bar- áttunni gegn tamílsku hryðjuverka- mönnunum. Samkvæmt yfirlýsingu stjómvalda í Colombó hafa örfáir sérfræðingar verið ráðnir frá einka- fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggis- gæslu og hafa þessir sérfræðingar unnið slík störf áður fyrir ríkis- stjómir í SA-Asíu. Haft er eftir ónefndum heimildarmönnum að sér- fræðingar þessir séu fyrrum með- limir SAS, bresku úrvalssveitanna. Talsmaður indversku ríkisstjómar- Umsjón: Ólafur Bjami Guðnason innar segir aö Indira Gandhi hafi mótmælt veru breskra ráðgjafa á Sri Lanka við stjórnvöld í London en fengið það svar að þeir væm nú ó- tengdir SAS og bresk stjórnvöld hefðu ekkert yf ir þeim aö segja. Þá eru nú á Sri Lanka sér: fræðingar frá Israel sem þjálfa stjómarherinn. Þessu hafa múhameðstrúarmenn á eynni mót- mælt sem og mörg arabaríki. A fundi leiötoganna mun Gandhi hafa knúiö á um fljótlega lausn á kynþáttavandanum á eynni en Jayewardene krafist framsals hryöjuverkamanna. Vitað er að Indverjar hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna þess hve lítið hefur gengið á ráðstefnu um kynþáttavandamálin sem haldin hefur verið í Colombó. Sú ráðstefna, sótt af fulltrúum beggja aðila, hefur staðið frá því í janúar og það vom indversk stjómvöld sem töldu full- trúa Tamila á að mæta. En það er lítið traust milli Tamila og Sinhala og enn örlar ekki á niöurstöðu á þess- ari ráöstefnu. Leiða uppþot til breytinga? Matarskortur varð til þess að upp- þot uröu á Haiti i síöasta mánuöi. Þessi uppþot hafa hrist upp í haitísku þjóöfélagi eftir langvarandi deyfð og sumir erlendir sendiráðsstarfsmenn á Haiti þykjast sjá merki um breytt- an stil á hinni langvarandi stjórn Duvalier fjölskyldunnar. I uppþotun- um létust þrír en 20 meiddust og eru þetta mestu óeirðir sem orðið hafa á Haiti frá því „Papa Doc” Duvalier komst til valda árið 1957. Utlendingar i Port au Prince segjast merkja breyttar áherslur í stjóm af rýmkuðu prentfrelsi og ráðhei raskiptum, sem kunna að hafa verið hugsuð til þess að gefa þjóöinni til kynna að stjórnvöld gleymdu ekki þörfum fólksins. En erlendum séndiráðsstarfsmönn- um kemur saman um að stjórnvöld yrðu að hraða öllum breytingum í frjálsræðisátt ef f oröast á þær hættur sem felast í stórkostlegri misskipt- ingu auðsins og miklu atvinnuleysi meðal 5 milljóna íbúa á Haiti. Einn stjórnarandstæðingur orðaði það svo að Haiti væri tímasprengja. Otlendingum ber saman um að það eitt aö uppþotin áttu sér stað sýni aö almenningur leggi einhvern trúnað á loforð stjórnvalda um aukið frelsi. A valdatima „Papa Doc”, sem dó 1971, hefði fólk ekki þorað að taka þátt i mótmælum, segja þeir sem til þekkja. „Og hefði fólkiö mótmælt hefðu stjórnvöld brugðist mun harkalegar viö en þau gerðu nú,” segir erlendur sendiráðsstarfsmað- ur. Breytingar á ríkisstjórn Skömmu eftir uppþotin tilkynnti Jean-Claude Duvalier, forseti fyrir lífstíð, breytingar á ríkisstjórn sinni og hreinsun í sveitarstjórnum á þeim svæðum þar sem uppþotin urðu verst. Opinberlega hefur ekkert veriö sagt til skýringar á ráðherra- skiptunum (en 5 ráðherrar voru sett- ir af) en talið er að það hafi verið gert til þess að almenningur sæi að forsetinn ætlaði að gera eitthvaö. Og blöð á Haiti hafa veriö mun líflegri upp á síðkastið. Fólk ýtir á breyting- ar eins og hægt er innan leyfilegra marka. Hér er ekki um prentfrelsi eins og í Evrópu aö ræða en engu að síöur er það mikil framför. En mannréttindahópar, ólíkt út- lendingum á staðnum, sjá engar framfarir hjá stjóm Duvaliers. I skýrslu sem bandariskir mannrétt- indahópar gáfu út í mars síðastliðn- um segir aö helsta stjómarandstöðu- afl Haiti, Kristilegi demókrataflokk- urinn, hafi verið þurrkað út, í raun, á síðustu fjórum árum með fangelsun- um og ofsóknum. Formaður flokks- ins, Sylvio Claude, var handtekinn í október og haldið í einangrun eftir að hann sagðist ætla að bjóða sig fram í sveitarstjómarkosningunum sem fram fóru í febrúar. Og Gregoire Eugene, formaður hins stjórnarand- stööuflokksins, Kristilega sósíalista- flokksins, var rekinn í útlegð og fékk ekki að snúa aftur fyrr en eftir kosningamar. Sífelld mannréttindabrot Bandarísk stjómvöld hafa þrýst á Duvalier að taka upp lýðræðislegra stjórnkerfi en nýleg skýrsla banda- ríska utanríkisráöuneytisins sagði að þó hin augljósu mannréttinda- brot föður hans hafi verið lögð til hliðar haldi mannréttindabrot samt áfram. Og Hubert de Ronceray, fyrrum félagsmálaráöherra í stjórn Duvaliers, sagði nýlega í gagnrýni á stjómarfárið á Haiti: ,,Á Haiti er allt gert eins og landið væri einkaeign eins eða tveggja einstaklinga.” Er- lendir sendiráðsstarfsmenn sam- sinna því að vegna þess hve vald er á fáum höndum sé nærri því ómögu- legt að spá fyrir um þróun mála. Það er ómögulegt að sjá fyrir hvort Duvalier efnir loforð sitt um að leyfa starfsemi stjómmálaflokka. Þó stjómarandstööuhópar kalli sig flokka er þeim þaö óheimilt sam- kvæmt lögum. Einn erlendur sendiráðsstarfs- maður sagði að fæðuöflun væri helsta vandamál landsins því fæðu- skortur ásamt alvarlegum þurrkum væru helstu ástæðumar fyrir uppþot- unum. Þá er atvinnuleysi um 50% á Haiti. Að sumu leyti stafa þessi áföll af atburðum sem stjómvöld hafa enga stjóm yfir, svo sem efnahags- kreppu í Bandaríkjunum. En að mestu leyti er erfitt ástand á Haiti stjórnvöldum að kenna. Haiti: Almenn fátækt og atvinnuleysi valda spennu á Haiti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.