Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Blaðsíða 28
28 (þróttir (þróttir (þróttir DV. MÁNUDAGUR 2. JtJLl 1984. íþróttir Þrúgandi deyfð á meist- aramóti í f rjálsíþróttum — Haf steinn Óskarsson sigraði Sigurð Pétur í5000 m hlaupinu Það var mikil deyfð á meistaramóti tslands, fyrri degi, í frjálsum íþróttum á iaugardag. Frekar að maður hefði ímyndað sér að þar færi fram innanfé- lagsmót í Krummavik en meistaramót á Laugardalsvelli. Þátttaka lítil í flest- um greinum, árangur slakur og kannskl ekki við öðru að búast þegar nær allt besta frjálsíþróttafólk lands- ins er erlendis að undirbúa sig fyrir óiympíuleikana. En þetta hlaut þó að geta verið betra. Áhorfendur sem keyptu sig inn á mótið rétt um tuttugu og ekki gott fyrir þá að komast á völl- inn. Allar helstu samgönguleiðir til vallarins lokaðar vegna viðgerða á Suðurlandsbraut, Reykjavegi og víðar. Aðalgrein mótsins á laugardag var 5000 m hlaupið. Þar stóð keppnin milli Sigurðar P. Sigmundssonar, FH, og Hafsteins Oskarssonar, IR. Hafsteinn hélt i við Sigurð í hlaupinu og sigraði hann svo örugglega á lokasprettinum. Tími hans var 15:09,5 mín. Sigurður Pétur annar á 15:10,1 og Garðar Sig- urðsson, IR, þriðji á 16:13,9 sek. Fjórtán keppendur luku hlaupinu. Aðalsteinn í sókn Eyfirðingurinn Aöalsteinn Bern- harðsson nýkominn frá Norðurlanda- móti lögreglumanna á Bislet í Osló náði þokkalegum tíma í 400 m grinda- hlaupi. Varð Islandsmeistari á 55,8 sek., samkeppnislaust. Birgir Jóakimsson, IR, annar á 61,9 sek. 1400 m grindahlaupi kvenna sigraöi Helga Halldórsdóttir, KR, á 63,1 sek. Eggert Bogason, FH, varö Islandsmeistari i kúluvarpi. Varpaði 16,53 m. Pétur Guðmundsson, HSK, annar með 15,29 m. Einar Gunnarsson, UBK, varð Is- landsmeistari í 200 m hlaupi á 23,87 sek. en keppt var á aöalleikvanginum í Laugardalnum. Hlaupabrautin ekki góð. I spjótkasti kvenna var keppnin hörð. Birgitta Guðjónsdóttir, HSK, varö Islandsmeistari. Kastaði 41,94 m. Guðrún Gunnarsdóttir, FH, önnur með 41,56 m og Bryndís Hólm, IR, þriðja með 40,08 m. Kristján Gissurarson, KR, varð Is- landsmeistari i stangarstökki, stökk 4,40 m. Stefán Þór Stefánsson, IR, í langstökki, 6,82 m. Gisli Sigurösson, IR, annar með 6,65 m og Sigurjón Vai- mundsson, UBK, þriöji með 6,60 m. Soffía Gestsdóttir, HSK, varö Islands- meistari í kúluvarpi kvenna. Varpaði Eggert Bogason, FH — Islandsmeist- ari í kúluvarpi. 13,33 m. Helga Unnarsdóttir, UlA, önnur með 12,65 m. Oddný Árnadóttir, IR, sigraði í 200 m hlaupi á 25,31 sek. Svanhildur Kristjónsdóttir, UBK, önn- ur á 25,61 sek. og Helga Halldórsdóttir, KR, þriöja á 25,81 sek. Sókn í spjótkasti Gunnar Páll Jóakimsson, IR, sigraði örugglega í 800 m hlaupinu á 1:56,68 mín. en Magnús Haraldsson, FH, kom skammt á eftir á 1:57,35 mín. I 800 m hlaupi kvenna varð Unnur Stefánsdótt- ir, HSK, Islandsmeistari á 2:17,03 mín. Súsanna Helgadóttir, FH, önnur á 2:19,29 mín. Unnar Vilhjálmsson, UlA, — bróðir Einars — varð Islandsmeist- ■ ari í spjótkasti. Kastaöi 65,58 m. Unnar Garðarsson, HSK, kom skammt á eftir með 65,14 m. Tveir aðrir köstuðu spjót- inu yfir sextíu metra. Oskar Thoraren- sen, IR, þriðji með 63,06 m og Sigurður Matthíasson, UMSE, fjórði með 61,94 m. Greinilega mikil sókn í sp jótkastinu hérálandi. Sveit IR varð Islandsmeistari í 4X100 m boðhlaupi karla á 45,22 sek. Sveit UBK önnur á 46,70 sek. I kvenna- boðhlaupinu stutta sigraði sveit IR á 49,65 sek. Sveit UBK önnur á 51,25 sek. Þá HSK á 52,95 sek. og Ármanns fjórða á 53,66 sek. hsím. Hafsteinn Úskarsson, ÍR, sigraði i 5000 m hlaupinu á góðum endaspretti. Gunnar Páll Jóakimsson, tR — enn einu sinni tslandsmelstari. Norðmaður til Leverkusen Norski landsliðsmaðurinn í knatt- spymunnl, Anders Giske, var á laugar- dag seldur til Bayer Leverkusen i vestur-þýsku 1. delldlnni. Hann er 24 ára, vamarmaður, og lék á síðasta Ielktimablll með Numberg, sem féll nlður í aðra deild i vor. Varð i neðsta sætlf 1. deild. hsim. Umdeild atvik þegar Valur vann á Akureyri Valsmenn sigruðu 3-2 og skoruðu tvö marka sinna að margra mati eftir rangstöður Frá Sölva Sölvasyni, fréttamannf DV á Akureyri. „Þetta vom ekki sanngjöm úrslit, Valsmenn skomðu fyrsta mark sitt upp úr rangstöðu. Fyrri hálfleíkur var jafn en sá síðari var aigjör eign okkar,” sagði Sigurbjöra Viðarsson, leikmaður Þórs, eftir að Valur hafði sigrað Þór 3—2 í 1. deildinni á Akureyri á föstudag og það verður að segjast eins og er að sá sigur Valsmanna var ekki sanngjarn. „Rangstæður, ég, — það held ég ekki en það er ekki gott fyrir leikmenn að gera sér grein fyrir því. Það hefur Þær „Hafnarfjarðarsveiflur” gerðu það gott í KOSTA-BODA opnu kvenna- keppninni sem haldin var 21. júni 1984 á Hólmsvelii i Leiru. Þær sópuðu að sér verðlaununum. Þrátt fyrir eindæma leiðinlegt veður börðust kvenkylfingar hetjulegri bar- áttu en mikiö fjör og kátina ríkti hjá Golfklúbbi Suðurnesja þennan dag. Verðlaun voru veitt fyrir hin ýmsu afrek og uppákomur. Bestu þakkir skulu færðar KOSTA- BODA versluninni frá GS fyrir að gera kleift að halda þetta mót. Ursliturðuþessi: Ánforgjafar: högg 1. Þórdís Geirsdóttir, GK 84 2. Ásgerður Sverrisdóttir, GR 89 3. Kristín Pálsdóttir, GK 90 Meðforgjöf: nettó 1. Björk Ingvarsdóttir, GK 73 gengið á ýmsu hjá Valsliðinu. Við höf- um tapað og leikið vel eins og á móti Akranesi en unnið svo leiki, þar sem við höfum ekki leikið vel. Það er eins og við þurfum að fá spark til aö fara á staö aftur eins og var hér á Akureyri, þegar Þór jafnaði,” sagði Valsleik- maðurinn Valur Valsson eftir leikinn. Margir áhorfenda töldu aö hann hefði veriö rangstæður þegar hann fékk knöttinn frá Guðmundi Þorbjörnssyni, lék upp kantinn. Gaf vel fyrir á Guð- mund sem skoraöi fyrsta mark leiks- ins. Það var á þriðju mín. Fallegt mark en umdeilt. 2. Kristín Pétursdóttir, GK 74 3. Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK 75 Þjálfari Júgóslava hættir Þjálfarl júgóslavneska landsliðsins í Evrópukeppninni í Frakklandi, Todor Veselinovic, sagðl starfi sinu lausu sem landsliðsþjálfari á laugardag. Sendi júgóslavneska knattspyrnusam- bandinu skriflega uppsögn. Það mun taka afstöðu tU málsins síðar í þessum mánuði. Júgóslavnesk blöð hafa þegar skýrt frá því að Tudor hafi gert samn- ing við tyrkneskt 1. deUdar lið og munl þjálfa í Tyrklandi næsta keppnistíma- bU. hsím. Valsmenn ákveðnir Valsmenn voru ákveðnir fýrstu 25 mín. leiksins, léku oft vel og börðust. Þórsarar lengi í gang en síðan fóm þeir að koma meira og meira inn í myndina. Halldór Áskelsson fékk þó tækifæri til að jafna á 6. mín. eftir sendingu Ola Þórs Magnússonar en Stefán markvörður Arnarson varði. Á 21. mín. náðu Valsmenn fallegu upp- hlaupi. örn Guðmundsson gaf á Hilm- ar Sighvatsson, sem átti gott skot á Þórsmarkið frá vítateig en Þorsteinn Olafsson varði vel. Hinum megin átti Bjami Sveinbjömsson skot en fram- hjá. I s.h. náðu Þórsarar algjörlega yfir- höndinni í leiknum og allt annaö var að sjá til Uðsins. Sóttu mestallan tímann og Valsmenn drógu sig í vörn. Grímur Sæmundsen bjargaði á markUnu Vals — skallaði í hom — og loks á 81. mín. tókstÞóraðjafna. Guðjón Guðmundsson lék upp kant- inn og inn í vítateiginn. Spyrnti á markið. Stefán varði en hélt ekki knett- inum og JúUus Tryggvason, sem kom- ið hafði inn sem varamaður þremur mínútum áöur, skoraði. 1—1. Þá fóm Valsmenn loks að sækja. Eftir góöa sóknarlotu skallaði Guðni Bergsson fram hjá marki Þórs eftir sendingu Hihnars en þremur mín. síðar náði Hilmar fomstu fyrir Val. Þaðvará87. mín. örn gaf fyrir utan af kanti. HUmar stökk hærra en aðrir og skall- aði í markið. Fallegt mark og á 89. mín. komst Valur í 3—1. Það var Uka umdeilt mark eins og það fyrsta. Guöni fékk stungubolta fram og margir töldu hann rangstæöan. Engin athugasemd frá Unuverði og Guöni sendi á Val Valsson, sem skoraöi auðveldlega. Þór byr jaði á miðju. Lék upp. Bjami komst í færi. Spymti á markið. Stefán varði. Hélt ekki knettinum og Bjarni skoraði. Leiktiminn úti og leikurinn hófst ekki á ný. Hjá Valsmönnum átti Guðni bestan Guðmundur Þorbjörasson skoraði fyr- ir Val eftlr aðeins þrjár mínútur gegn Þór á Akureyri. leik og þeir Guðmundur Þorbjörnsson og Valur Valsson léku vel. Oli Þór var sprækastur Þórsara og Þorsteinn góður í marki. Verður ekki sakaður um mörkin. Dómarinn, Guðmundur Har- aldsson, dæmdi vel en línuverðir hans vom talsvert í sviðsljósinu og umdeild- ir. Liðin vora þannig skipuð. Þór: Þor- steinn, Sigurbjöm, Jónas Róbertsson, Ámi Stefánsson, Óskar Gunnarsson, Nói Bjömsson, Kristján Kristjánsson (Július 78. min.), Halldór, Guðjón Guömundsson, Bjami og Oli Þór. Valur: Stefán, öm, Grímur, Guð- mundur Kjartansson, Jóhann Þor- varðarson, Þorgrímur Þráinsson, Valur, Hilmar, Bergþór Magnússon, Guðmundur Þorbj., Guöni. Ahorfendur 950. Maður leiksins: Guöni Bergsson, Val. SS/hsím. Kosta-Boda kvennakeppnin ígolfi: „Sveiflurnar frá Keili tóku völdin”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.