Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Side 3
DV. LAUGARDAGUR14. JULÍ1984.
3
"Krilli var
alveg í bana"
AFMÆLISBARN VIKUNNAR
Afmælisbarn vikunnar að þessu
sinni er Helgi Sæmundsson. Hann
er fæddur 17. júlí 1920. Um Helga
og þá sem eiga afmæli sama dag
segir afmælisdagabókin:
„Viljirðu öðlast velgengni
skaltu fylgja þínum eigin hug-
myndum og dómgreind. Hlustaðu
ekki á aðra. Þú ert námfús, kraft-
mikill og ástúðlegur. Framkoma
þín er þægileg og heimilislíf þitt
verður ánægjulegt. ”
Til hamingju, Helgi!
HVENÆR REYNSLUEKUR
MAÐUR ÞESSUM?
1 viðbót við þá Rollsa sem Islenskir
eðalvagnar hafa kynnt landanum má
sýna mynd af þessum. Hann hefur það
fram yfir þá sem hafa verið fluttir
hingað til landsins að hann er sex-
dyrður og með flaggstöng á toppnum.
A toppnum er einnig blátt ljós sem
gjarnan mun vera notað af konung-
bornum.
Hægt er að ná sambandi úr farþega-
stofu við framsætisfarþega meö sér-
stöku símkerfi. I bílnum er átta tommu
litsjónvarpstæki, segulband, fjögurra
hátalara stereogræjur og video.
Afgreiðslufrestur frá verksmiðjun-
um er meira en tólf vikur.
HVERS VEGNA ALLT FER URSKEIÐIS?
LÖGMÁL FYRIR NÚTÍM AM ANNINN
„1 dag er umheimurinn gerður af
okkur sjálfum. Hann er tilbúinn. Viö
hlöðum upp vélum sem við höfum s jálf
gert og við ráðum varla við að stjórna.
Við eigum líka stofnanir sem við höf-
um byggt upp en skiljum sjaldnast.
Það er þess vegna sem allt fer úr-
skeiðis og allar tilraunir til bóta gera
bara iUt verra.
Til aUrar hamingju lýsir stundum
upp í myrkrinu, einstaka maður nær
því að skynja hlutina og setja þá frá
sér á ljósan hátt. Þaö hefur valdið þvi
aö við eigum nú nokkum forða grund-
vaUarlögmála fyrir nútímamanninn
sem eru vísindaleg uppbót fyrir
óvefengjanlegan sannleik.”
Þetta segir Guðmund nokkur Hernes
meöal annars í inngangi í bók sinni
Hvorf or alt gár galt eða í íslenskri þýö-
ingu: Hvers vegna aUt fer úrskeiöis.
Gudmund þessi hefur safnað saman
ýmsum lögmálum sem geta þess
vegna borið yfirskriftina:
AUt sem getur farið úrskeiðis, fer úr-
skeiðis... og á versta tima sem hugs-
astgetur.
Gudmund Hernes fylgir í fótspor
þriggja meistara í verki sinu. Þeir eru
Ed Murphy sem var amerískur verk-
fræðingur sem vann 1949 að flughers-
verkefrii á flugveUi í Muroc í KaU-
fomiu. Einn Uðurinn í þvi starfi var að
hann uppgötvaði að aUt sem getur
farið úrskeiðis fer úrskeiðis. Lög hans
hafa verið sett fram fyrir röð sértil-
vUta. H. Moestue gerir tU dæmis
greinarmun á mUU fyrsta og annars
lögmáls Murphys. Dæmi: Maður er að
leita að blaöi í blaöabunka. Eftir aö
hafa Utið í gegnum efri heUning
bunkans hugsar maður með sér.
Blaðið sem ég er að leita er liklega
neðst. Ef maðurinn finnur blaðiö neðst
er það fyrstu gráðu Murphy. Sé blaöiö
hins vegar akkúrat næsta blaö á eftir
blaðinu sem maður stoppaði við í
miðjum bunkanum er um annarrar
gráöu Murphy aö ræða.
Annar maöur sem Gudmund byggir
á er C. Northcote Parkinson sem var
fram til 19. nóvember 1955 óþekktur
söguprófessor við háskólann í Malaya.
Þá reit hann óundirritaða grein í The
Economist þar sem hann setti fram
lögmálið um þaö aö sérhvert verk
fylUr út í þann tíma sem er til umráða.
Þessi stórkostlega athugun ávinnur
honum réttilega heimsfrægð. Síöar
hefur hann varpað fram mörgum
athygUsverðum lögmálum og mörg
þessara lögmála eru tilbrigði við sama
tema eins og til dæmis þaö að ferða-
föggur fylli alltaf þær f erðatöskur sem
séu til umráða.
Þriðji brautryöjandinn er Dr.
Lawrence Peter sem óx upp í bresku
Kóiumbíu og býr nú í KaUfomíu. Hann
setti Peters principle fram ásamt
Raymond Hull árið 1969. Þaö hljóðar
svona: 1 sérhverju undirskipulagi,
opinberu eða einka hefur sá sem ráð-
inn er tilhneigingu til að hækka upp á
vanhæfnisstig sitt. Hver staöa hefur
tilhneigingu til að vera setin af manni
sem er óhæfur til að ráða við hana.
Það eru vel unnin störf sem valda
þvi aö menn hækka í tign. Þegar
ekki stundað sómasamlega hækkar
maður ekki heldur situr fastur.
Þessi lögmál og fleiri afleidd og hliö-
stæð hefur Gudmund Hernes, sem áður
er getið, semsé notað til aö gera bókina
Hvorfor alt gár galt undir mottóinu:
SteUrðu af einum er það ritstuldur.
Stelið þú af mörgum er það rannsókn.
Gudmund er einnig með i bók sinni
eyðublað þar sem menn geta skrifað
lögmál og sent honum. Þar sem frí-
merki á að vera stendur: Munið eftir
frímerkinu, og mönnum er heitið því
að þeir fái borgaðan frímerkjakostnað
ef hann noti lögmál þeirra í bók. Þetta
geröu svo margir aö Gudmund gaf út
aðra bók sem heitir Hvorfor mer gár
galt, eöa hvers vegna meira fer
úrskeiöis.
Þar haföi að visu einn snúið á hann
og sent honum lögmál sem hljóðaði
svo:
„Listin að græöa peninga er að safria
inn fáránlegum reglum sem fifl hafa
búiö til ókeypis til þess síðan að gefa
reglumar út í bók sem allir asnarnir
verða að kaupa til þess að finna aftur
fáránlegu reglumar sínar sem þeir
hafa á tímanum sem liðinn er gleymt ”
Þessi lagagerðarmaður krafðist 200
króna í ritlaun fyrir lögmál sitt til þess
að f alla ekki undir lögmálið sjálfur.
En vík jum að innihaldi bókanna sem
nær yfir flest svið og skoðum nokkrar
reglnanna.
Lögmól Murphys
Allt sem getur fariö úrskeiðis gerir
þaö......og á versta hugsanlegum
tima.
Þversögn Murphys
I þau skipti sem þú leggur sérstak-
lega mikla áherslu á aö fyrirbyggja að
lögmál Murphys virki þá virkar það
ekki.
Lögmál Ojvins Skarlunds
Þegar eitthvaö fer úrskeiðis er
röngum manni kennt um. Þegar
eitthvað gengur vel fær rangur maður
heiöurinn. .
ÁhrífalögmáNfl
Maður fær aldrei meira en eitt
tækifæri til að hafa góð fyrstu áhrif.
Krossgötulögmálið
Standir þú á krossgötum og vitir ekki
hvert þú ætlar að fara verða allar
niöurstöður rangar.
Hugsunarlögmálifl
Þeim mun minni einbeitni sem
maður sýnir við hugsanir þeim mun
betri hugmyndir fær maður.
Símalögmál Jon Alshus
Það er aldrei á tali þegar maður
hringir í skakkt númer.
Lögmál Kaare R. Norums
Grillkolin loga alltaf best þegar
maturinn er búinn.
Lögmál Snoopys
Þegar þú syngur í rigningu fyllist
munnurinn á þér af vatni.
Lögmál Siivyu Lacaud
um hrotur
Sá hrýtur sem sof nar alltaf fyrst.
Aðgerðarlögmál
skriffinnanna
Ef aðgerðimar geta ekki leyst
vandamálið breytir þú vandamálinu.
Regla Burke
Legðu aldrei fram spurningu og
bentu aldrei á vanda sem þú getur ekki
leyst.
Lögmál Leifs Wplners
Málfrelsi er frelsi yfirmannsins til
að grípa frammí og frelsi undirmanns-
ins til aöhalda sér saman.
Lögmál Weils
Fyrsta flokks fólk hefur jafningja í
kringum sig. Annars flokks fólk hefur
þriöja flokks fólk í kringum sig.
Lögmál Tove Monsen
Fladebye
A bak viö hvem mann sem gerir það
gott stendur undrandi kona.
Fræðigreinalögmál
1. Ef það er grænt eða hreyfir sig er
þaðlíffræði.
2. Ef það lyktar er þaö efnafræði.
3. Ef það virkar ekki er það eðlisf ræði.
Lögmál Morten
Harry Olsens
Það sem þú keyptir í gær verður selt
áútsöluídag. ................
Lögmál Morten Selnes
um forsetakosningar
í Bandaríkjunum
Fjöldi sýnilegra tanna er í öfugu
hlutfalli viö f jölda góöra raka.
Lögmál Eugene lonesco
Það er einungis hægt að segja fýrir
um hluti eftir að þeir hafa gerst.
Nafnalögmálið
Nefnd er alltaf skirð í höfuðið á þeim
sem gerir minnst.
ÁtrúnaðargoAslögmálið
Þegar einhver sem þú trúir á virðist
vera í þungum þönkum er hann annaö
hvort að hugsa um kynlif eða mat.
Lögmál Pompidous
Það em þrjár leiðir til að fara í hund-
ana: I gegnum konur, spil og sérfræð-
inga. Þægilegast er að gera þaö meö
konum. Fljótlegast er það með spil-
unum en öruggast er það meö sér-
fræðingunum.
Fyrsta sérfræðingalögmálið
Spuröu aldrei rakara hvort þú þurfir
aölátaklippaþig....
„Gaman aö sjá þig edrú.”
„Mig? Ég hef ekki bragöaö
dropa alltmittlíf.”
„Nei, en þaö hef ég gert.”
„Veistu hvaö slær mig alltaf
þegar ég horfi ó mótmæla-
göngu?”
„Nei.”
„Lögreglumaður með
kylfu.”
„Hjálp, ég er orðinn blindur
af tréspíranum sem ég
drakk.”
„Þama geturðu séð.”
„Lísa,” snökti hún. „Anton
er ekki kominn heim ennþá.
Getur veriö að hann sé mér
ótrúr?”
„Della. Það þarf alls ekki að
vera. Það getur verið að það
hafi verið ekið yfir hann.”
,JEr svart ekki litur?” öskr-
aði hann inn í sjónvarpsversl-
unina.
„Jú,” svaraði afgreiðslu-
maðurinn.
, ,Er hvítt ekki litur? ” öskraði
hann þá aftur.
„Jú,” svaraði afgreiðslu-
maðurinn.
„Hvers vegna í ósköpunum
heldur konan mín því þá
fram að við höfum ekki lit
sjónvarp.”
Skotinn var á leiðinni í bæinn
Nágranninn hrópaöi á eftir
honum:
„Hvert ertu að fara? ”
„Til skósmiðs.”
„En þú ert sjálfur skósmið-
ur!”
„ Já, en ég er of dýr.”