Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Síða 7
DV. LAUGARDAGUR14. JOLl 1984. 7 Dolly Parton: Leik- kona og r'rthöf undur Kántrísöngvarinn Dolly Parton, sem líka er orðin kvikmyndastjarna, ræðir af ákefð Broadwaysöngleikinn og bækurnar sem hún er að skrifa. Líka nýja kvikmyndafyrirtækið, næturklúbbinn og upptökuverið sem hún er aðfara aðopna. „Þú getur gáð undir hárkolluna mína og þá sérðu viðskiptagáfur,” segir hún. „Ég var fátæk þegar ég fæddist. Ég ólst upp viö erfið kjör og ég er enginn agni.” Parton hefur verið lýst sem eins og hálfs metra upptrekktri dúkku. Hún er í vextinum eins og stundaglas og notar ljósar hárkollur. Hún er komin út í stórbisness. „Mig langar til að græða peninga og ég hef núna talsverðar tekjur af kvikmyndum. En þaö eru ekki peningamir sem eru málið. Ef mér finnst eitthvað skemmtilegt þá vinn ég fyrir lægra kaupi ef þörf krefur til að koma því íkring. Um þessar mundir hefur hún gaman af að sýsla viö næturklúbb sem hún ætlar að fara að opna á Hawaiieyjunni Oahu þar sem hún hefur átt heimili fyrir sjálfa sig og Carl Den, hinn fjölmiðlafælna eiginmann sinn, í átján ár. Carl er byggingarverktaki. „Ég ætla að láta gera sjónvarpsþáttaröð þar og svo ætla ég líka að byggja upptökuver á sama stað,” segir hún. 20 lög á þremur vikum „Fólk er líka að nauða í mér að setjast nið- ur og klára söngleik sem ég vinn að og heitir Villiblóm. Hann er um f jallabúa. Ég er líka búin að stofna útgáfufyrirtæki með Universal sem heitir Sandollar og ég er að vinna að hugmyndum um sjónvarpsefni þar sem ég væri ekki endilega leikari sjálf,” segirhún. „Svo er ég líka að vinna að bókaröð sem á að heita „Ég er” og er um það sem fyrir mér er aðferð til að gera sér grein fyrir eigin per- sónu,” segir Dolly. „Þetta er nokkurs konar jákvæður hugsunarháttur, sjálfshjálparvið- horf sem ég hef predikaö svo mér fannst að ég gæti allt eins skrifað það niöur. ” Parton, sem er íklædd silkiblússu og rúskinnspilsi með kábojsniði, kryddar frá- sögn sína með ungmey jartísti. „Allir mínir draumar hafa ræst,” segir hún. „Ég tala eins og smákrakki en ég hef verið ákaflega heppin. Þrjátíu og átta ára gömul lifi ég góðu lífi og nýt vinnu minnar.” Parton skrifaði tuttugu lög á þremur vikum fyrir Rhinestone, nýjustu kvikmynd sína. I myndinni leikur hún næturklúbbsstjömu í New York sem reynir að gera Sylvester Stall- one að söngvara. „Þetta var auðvelt,” segir hún. „Það er erfiðara að skrifa bækur.” Á meðan hún talar hamrar hún á borðiö með fimm sentímetra löngum fölskum nöglum, eldrauðum. „Þær eru falskar og mér finnst gott að vera með þær,” segir hún. „Ég breyti stuttum og feit- um puttum í fallega með því að nota þær. ” Þegar hún er spurð hvemig hún leiki á gítar með löngum nöglum þá svarar hún með glotti: „Baraágætlega.” Enginn Rolls Dolly var fjórða í röð tólf systkina og íbúðin sem hún ólst upp í var tveggja herbergja. Hún gerði fyrstu plötu sína þegar hún var tíu ára. Eftir að hafa lengi verið í samvinnu við kántrísöngvarann Porter Wagoner byrjaði hún að skemmta ein og varð ein skærasta stjarnan í kántrítónlistinni meö því sem hún kallar háa og mjóa rödd sína. „Við skulum orða það þannig að ég gæti ekki sungið í söngleiknum Evitu,” segir hún. Líf ið hefur ekki alltaf leikið við Parton. Árið 1982 varð hún að aflýsa nokkrum tónleikum vegna þess að hún átti við vanheilsu að stríða. „Þegar ég lék í myndinni The best little whorehouse in Texas var ég veik og gekk í gegnum alls kyns tilfinningaleg vandamál. Það var ákaflega erfitt,” segir hún. „En það er ekkert athugavert við mig að því leyti er fólk getur séð,” segir hún og tístir. „Ég tala bara of mikið og hlæ of hátt.” Þegar hún er spurð um hvort hún hugsi ein- hvem tímann aftur til tímanna þegar hún var fátæk, segir hún: „Mér finnst erfitt að kasta peningum á glæ vegna þess hvemig ég var al- inupp. Ég myndi miklu frekar kaupa mér helling af ódýrum fötum heldur en eina stórglæsilega kápu. Ég leigi glæsivagna þegar ég fer eitthvað sérstakt. Ég á ekki Rolls Royce, bara skutbíl. Og ég hjálpa systkinum mínum og frændum og frænkum. Eg gef f jölskyldu minni töluvert. Ég er ekkert að sauma að sjálfri mér. Mér finnst bara gott að hafa vit fyrir mér.” Skurðgrafan sem beðið hefur verið eftir: • afkastamikil • ódýr í innkaupi • á auðvelt með að athafna sig þar sem þröngt er • grefur á 2ja metra dýpi • er mjög auðveld í meðförum • kemst inn um hlið eða hurð liðlega 70 cm á breidd • fáanlegur aukabúnaður til að tengja við vökvaknúnar dælur, bora eða fleyga. IMæsta sending væntanlega í byrjun ágúst. lúiwmwmá ( MEIRA ÖRYGGI Á VOTUM VECUM STYTTRI VECALENGD VID HEMLUN Þegar þú færð þér dekk undir bílinn, gerir þú þér þá grein fyrir bremsueiginleikum og veg- gripi dekksins? GOODYEAR Grand Prix-S er þeim eiginleikum búið að það er með 74% snertiflöt við veginn á 90 km hraða í 2 mm vatnsborði. Þetta er einn sá besti árangur sem náðst hefur hvað varðar öryggi við varasöm akstursskilyrði. Fullkomin hjólbarðaþjónusta Tölvustýrð jafnvægisstilling GOOD0YEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.