Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Qupperneq 11
11
DV. LAUGARDAGUR14. JULl 1984.
upprunninn í einhverri menningar-
miöstöð, þó hann kæmi úr Olafsvík á
Snæfellsnesi einu versta fátæktar-
bæli á landinu. Hugarheimur hans
allur var einn samhaldinn skáldleg-
ur draumur. Dimmur gullbryddur
málrómur hans tjáöi sálarlíf hans
ekki síður en ljóðabrotin sem hann
var ævinlega að dunda við. I augum
hans bar mest á grænum lit; var
augnaráöið í senn aðlaðandi og geig-
vænlegt, undir miklu brúnastæði.”
Þannig hljóðar lýsing Halldórs Lax-
ness.
Meðan móðir hans lifði skrifaði ég
fyrir hana öll bréf til Jóhanns og
naut þess að lesa hans.
Jóhann fór í Menntaskólann og eft-
ir það er öðrum ævi hans kunnari.
Mér þykir þó ólíklegt, að embættis-
færsla hefði orðið honum að skapi.
Ég hef heyrt mann minnast þess, er
hann kom á málfundi í Mennta-
skólanum. Alltaf talaði hann blaða-
laust og varð ekki orðs vant.
Stöku sinnum kom hann vestur og
hélt konserta meðan hin gullna rödd
hélzt. Eg leyfi mér hér með að blað-
setja smákafla úr, að mig minnir síð-
asta bréfinu til móður hans. Einung-
is þennan smákafla þykist ég muna
orðrétt, því hann greiptist í huga
minn.
„Nú er röddin brostin og allt frá
mér tekið. Þó er unaðslegt að sitja
úti í garðinum, allt umvafið blóm-
skrúöi og angan þess töfrar. Þýðir
ómar berast hvaöanæva, allt um
kring. Og þögnin. Og nú er blessuö
Elísabet min að koma út i garðinn
með miðdegisdrykkinn. Og það er
dúkur á borði—móðir jörð.”
Allt leitar síns upphafs. Þrátt fyrir
hinn þrönga kost Jóhanns á Snæfells-
nesi, lagði hann það fyrir, að hinztu
leifar hans yrðu fluttar þangað. Þar
mun hann hafa talið sína Valhöll
standa meðal vætta og bergbúa hins
ókrýnda konungs, Snæfellsjökuls.
Þama var hans móðurskaut í
tvennum skilningi. Elísabet, ástkona
hans, flutti ösku hans heim og var
hún jarðsett á Snæfellsnesi.”
Því má svo bæta við þessa frásögn
Þorbjargar að Jóhann var kennari á
Djúpavogi einn vetur, veturinn 1920—
1921. Siöan fór hann til náms i Þýska-
landi og kom aldrei í lifanda lifi heim
til Islands aftur.
I Þýskalandi nam hann germönsk
fræði og bókmenntir í Leipzig og Berlín
í fjögur ár en lauk ekki prófi. Jóhann
kvæntist 1921 Nikólínu Henríette
Katrínu Arnadóttur kaupmanns frá
IsafirðiSveinssonar, en þau skildu.
Sjúkdómur Jóhanns setti nú æ meira
mark á hann og var hann oft þungt
haldinn. Hann dvaldist mest í Þýska-
landi eins og fyrr getur en einnig í
Sviss, á Italíu og eitt sumar á Norður-
löndum. Hann dvaldist oft á heilsu-
hælum.
Jóhann Jónsson andaöist i Leipzig
1932, aðeins 36 ára aö aldri.
Eftir Jóhann lágu mörg gullfalleg
ljóð, svo og ritgerðir. En þessum verk-
um hans var ekki safnað saman fyrr en
árið 1953 er Heimskringla gaf þau út.
Halldór Laxness sá um þessa útgáfu á
verkum Jóhanns og skrifaði formála
að bókinni.
-SþS
ÁSTIN OG SORGIN
- ÆVINTÝRIEFTIR JÓHANN JÓNSSON, SKÁLD
FRÁ ÓLAFSVÍK
Þú hefur alla tíma elskað fögur
ævintýri. Þú hefur elskað fegurðina
svo heitt, sem nokkur hefur elskað
hana. Þess vegna ætla ég að segja
þér ævintýri, sem er fagurt eins og
hljómar hörpunnar og blóm vorsins,
sem er fagurt eins og fjarlægðin,
þegar hún er fegurst. Haf hægt um
þig hjarta! þótt heyrir þú aftur þín
eigin hjartaslög, þegar dýpsta gleði
líf s þíns titraði um þig.
Það var á þeim tímum, þegar him-
inn guös var ekki eins fjarlægur
mönnunum og nú er hann. Á hverju
kvöldi sofnuðu jarðarbörnin út af við
himneska söngva og hljóöfæraslátt
góðu englanna, sem vöktu við hvílu
þeirra, meðan þau sváfu. Og friður
og gleði draup yfir sálu þeirra, eins
og döggin drýpur yfir blómin og
dreypir þau lífi og svala. Á hverjum
morgni vöknuðu jaröarinnar börn við
það, að vemdarenglar þeirra buðu
þeim góðan dag i morgunblænum,
sem þaut hljóðlega í ilmandi skógar-
runnunum fyrir utan gluggana. Á
þeim tímum voru börn jarðarinnar
ennþá eins og böm, sem elskuðu
hvort annað saklausri systkinaást.
Þetta var áður en eigingimin
fæddist. Og nú er svo langt síðan, að
þeirra tíma sést ekki getið í elstu
bókum.
Þá var það, aö ungmær nokkur
kom gangandi gegnum dimman og
hávaxinn skóg. Engin orð fá lýst feg-
urð hennar, og öllu því, sem fegurst
er, fá engin orð sagt frá.
Andlit hennar var bjartara en
bjartasta mjöllin, roðinn á vöngum
hennar var rauðari en rauðasta
rósin. Hár hennar lýsti eins og mán-
inn á dimmbláu hafinu. Og yfir öllum
vexti hennar og limaburði lá himn-
eskogsigranditign.
En fegurst af öllu vom þó augun.
Þau vora blárri en hafið, þegar him-
inninn er alheiður, og þau voru dýpri
en dýpsti vor himinn.
Og það var eins og hún sæi um
allan heim með augum sinum,
stórum, bláum og undrandi. Úr
augum ungu meyjarinnar lýsti
ósegjanleg þrá, — þrá, — þrá. En
það kynlegasta af öllu var þaö, að
fagra mærin var blind, — steinbUnd.
Og fagra mærin gekk hægt og há-
tíðlega gegnum skóginn og söng und-
ur fögur ljóð og söngur hennar titraði
af þrá, — ósegjanlegri þrá. Skógar-
trén lutu laufkrónum sínum við söng
hennar, og laufið skalf á greinunum.
Rósirnar og blómin luku upp krónum
sínum, — eins og þau vildu heyra
sönginn betur, og það var sem þau öll
yrðu gripin sömu þránni, sömu
ósegjanlegu þránni og var í söng
ungumeyjarinnar.
Unga mærin hafði gengið lengi,
lengi um skóginn. Hún haföi gengið
þar allt sitt líf. Hún vissi ekki hvaðan
hún kom og heldur vissi hún ekki
hvert hún fór, en alltaf var hún knúin
af sömu þránni, þránni eftir aö finna
sjálfa sig og þránni eftir að sjá, — sjá
sjálfa sig — allra helst. Hún var fædd
blind, og móðir hennar hafði gert
hana að olnbogabami sínu, sökum
þess aö hún var blind.
Fagra mærin hét Ást og móðir
hennar hét Viska, og þegar hún
fæddist sagði móðir hennar: ,,Eg
sendi þig frá mér einfeldningurinn
þinn! og gef þér ekkert í heiman-
mund nema ljóð, sem þú skalt syngja
ár og síð, ég sendi þig til að leita
systur þinnar, en hún heitir Sorg. Og
þar til, er þú finnur hana, verður þú
blind og öll heimsins dýrð verður þér
dulin nema þín eigin ljóð. En systir
þín mun gefa þér s jónina, og hún skal
fylgja þér frá þeim degi, er þið
mætist, eins og skugginn þinn.
Og henni verðurðu háð alla daga,
— og þú skalt óttast hana meira en
nokkuð annaö, en hún mun þó verða
hin eina vera á jarðríki, sem ann þér
að fullu og gefur gaum að söng
þinum og ljóöum. Farðu og leitaðu
hennar þar til þú finnur hana.” Og
Viskan hratt dóttur sinni Ást frá sér,
og fagra bamið hrökklaðist grátandi
út í heiminn og söng ljóðin sín yndis-
fögm, sem vöktu blómin af dvala, og
sem skógartrén hneigðu í lotningu og
hrifni.
,,Alla daga munt þú gefa mönn-
unum meiri og betri gjafir en laun
þeirra verða,” sagði Viskan, um leið
og hún hvarf frá dóttur sinni, en það
heyrði fagra mærin ekki og þaö var
þaö besta fyrir hana.
Og árin liðu, — liðu.
Eitt sinn heyrði Astin allt í einu
þungan nið, eins og vötn féllu fram í
lítilli fjarlægð. Hún nam staðar, hætti
að syngja og hlustaði eftir hinum
þunga nið. Svo hélt blinda bamið
áfram og vissi ekki hvar það fór.
Skömmu síðar var Ástin komin
fram á fljótsbakkann. Brjóst hennar
þrútnaði af þrá og hófst í þungum og
djúpum bylgjum. 0, nú ætiaði hún að
syngja fegurstu ljóðin, sem hún
kunni, — en — ó, vei! Hún kom ekki
upp nokkm hljóði. Röddin drukknaði
í hálsi hennar. Haf hægt um þig
hjarta!
,^)g heyri hin ósungnu ljóð þín
best. Fegurstu perlumar falla í öldur
mínar. Fegurstu Ijóð þín eiga að
stíga niður í djúp mín. Þar verða þau
best geymd.” Unga mærin hrökk við.
Hún heyrði, að einhver sagði þetta
niðri í bárunum. Röddin var djúp og
blíö, — eins og niður fallandi linda.
Og tárin fóm aö streyma úr augum
hennar, — hin fyrstu tár, er hún hafði
fellt í mörg mörg ár, eldheit tár, —
brennandi tár.
Og á sömu stundu litu augu hennar
dagsins ljós. Og hið fyrsta sem hún
sá, var undurfögur kona, ung mær
sem sveif upp úr myrkbláum öld-
unum. Það varSorg systir hennar.
Andlit hennar var marmarahvítt,
augu hennar vom svört eins og vetr-
arnóttin, og streymdu höfug tár
niður vanga hennar og féllu niður í
öldurnar eins og leiftrandi perlur. Og
Sorgin steig upp úr djúpinu og þrýsti
systur sinni, Ást, í faðm sér, og köld
tár Sorgarinnar drupu niður á brjóst
hennar. En Ástin varð óttaslegin og
vildi rífa sig úr fangi systur sinnar.
En Sorgin talaði til hennar, mildum
orðum og sagði: „Ég hefi gefið þér
sjónina, systir mín; — og æðstu
launin fyrir söng þinn muntu fyrst
finna í perlusafni mínu þama niðri í
öldunum. Og hönd í hönd gengu þær
til mannanna. Ástin söng þeim
svanasöngva sína, og Sorgin felldi
tár, köld og hljóð, og fól sig undir hul-
iðshjálmi að baki Ástarinnar.
Og þegar Ástin söng, þá gleymdi
hún systur sinni, en aldrei fann hún
að fullu unað söngs síns, fyrr en hana
bar að hafströnd systur sinnar Sorg-
ar.
En í djúpunum er hennar veldi. Og
tár hennar eru skuggsjá mannanna.
I þeirri skuggsjá sjá þeir alla dýrð
veraldar. Og komi Ástin eitt sinn til
þín, þá ljúktu upp hjarta þínu fyrir
ljúflingnum unaðsfagra og gef þú
gaum aö söng hennar.
En hún mun blinda augu þín.
Og sjálf er hún blind, — en systir
hennar Sorg, mun opna augu þín og
augu hennar, og þá hlýtur þú perlur
hennar að gjöf. Þannig vill móðir
þeirra Viska að það sé.
Og Sorgin og Ástin ganga um alla
eilífð hönd við hönd og gefa hjörtum
mannanna æöstu gjafir lifsins, ljúfl-
ingamir unaösgóöu og yndisfögru,
olnbogabarn og augasteinn Viskunn-
ar.
A ox^OJia t*i /LOJúJ)u-*{a A-/ní+-,.
tSJ jytjt-
&bciA**1. Jv'Vl
/7
-J fc,0-ó£-OOo-joriÁ c/o I /%3 Z .
aíta Í~c**ia> do
U. Jjú hjLjiu* íMÍíílÍ
'JiW Iv-iitj JC*+t -UirtcJuu faju-t c/aÍL
l j ^ CíJ-i-Q £uj CL$ jíúl CLj/L**lLj’t4.,
^ >, <-*-**-d
yJuA.
* dLcjib ílU*Uk .
tfUu/ t-H
'J C*1 /vcí-U
'o-c/a /
'ít
JtAU CA,
JojjLQiJ- U-Lts y /a-c §'-+*, ,} C.J
■Ol U-flQUA- C7L-0./ U**' /Jt-6
f-Wj ■ /./ ,/ /. 'J/
lu j u ajUu jjc+i í-j i-t-,
'aA/a-iíÁj, j OiJ, Li/d
^hi-UQ
C f. ■ , . '/. / / .
ý6 O-t rJ'Cs-X. Q o Cu-l+í /-i-**t-<tUvu, Jtý+t -i<—,/**
.-UA. U-+1-4 jj jA-í-cp i-l
'■■j oiv iua.yu. ijta
pj •-oj'f-
'Í ------ -
u
,'+4**U**U*4,
ouj La. /ux+m. o$- j fcvvldj ou
i ít/i****-\ uj-xj -t:icJ /u*-t.yic ijta 'íjíxj-.'Q
Uj-AAtA/ÍÓÍi- '
j •
r
f
svt-i/ 'tvvj-tu Jua
d vcijc. ó/ jáu,
■jaú.4 ■■■
ÍL xut+i i"* I lícs/ ’. t
xfvata-
■ óu V I i’+tai L.' t i.t •>
Vxyict Jr+t*t ! UJtLb iAJU-u-yt.
c/a.
cUyn'HA yji
"/// V
■ 'fÍUULCu f‘
V . V , /
o-o •vni .uLuc i-VL+f.a: /cit'i-Q tJi-siu , • t
AA++Í.Í.4.. •• trt.'l *.<ir.Ja .
/■ /■.ÍÓl/u y </*+’ -J/Loj a-t iAL*+* cc+i
ijrUy-y/
($/ p tu*i HMtlt**. V
O-íaa þo Lt+c-i jy {ot-ti, -dc-*** c-í
/ ííjÍ L-clua j xf J t'k-uytc, u-j fc"*
S.+A (.ty .-tiyu+iu-i UduldtÁV. IW .'z Oít
'Luttf/ JíJu+4, jíujL'lu {<++19 . -L/ e. k-kj
■ ■ \ <- , / /
jJu 'V'.<A /JU-C. Uo lUHf L+iu) j TÍJU-t
(f(*+L(,<++<dt t fC.cn <+*H jfcjttt l+l u *.*< O', Áu
■itQyé+f/ía/oíýJ/ ' <
<J [rt/.u j oí' O * **’/-'J HA-sf
Ju-jf jt-á
,4.
/ ivt-a-ttiA+n
Oi i
Q ujlaa-i+a Ltc*-*
rt—lL' Lu—a, -f Cn.ei'uti. <+
/J .<v ■—4
-p
<. yktA ,' /£*+-*+<
/UA+WUA/, J <C<f
ftf Uti / H-f é'/U
/£yt U
J ' ?
Joau v
■U kt+ic I+jsaJ' .-***• /f
•7r-o-l u-t
ÓLj-i-ts
t u .yt
-/U-ttUVU
cJtt-A*. i- *
.'V* C+At J tf ,Ut-U
z+f^.
•j i'fi-tu -j0 Qejyc t*
■C‘> .LajsJy t/a
llCiju-l, Of /lUi
u-t+t
T
jsyis<++*,
-yusy / Q-'lí+*+tQ »
niu+i +-i ,
'V" '7~'
Z- í
'ftts-u-r ivt-t-u a tsftu+'
Cfj u-urloa*+d!t' a++ýu+
/ím í>c*ti ntýtx-ÍtýXdfa 5'’1 L ‘ ‘/
ÚU-X lat-l A-M i-L-UrC, J {c<++
OþJajca n-ut- ‘ L *
J-týU U-ut <Jn.'j
Of . ' : :-t+A ,U‘
Oifju+ta.j <
j cM hct. //} iUtUý Uja
r
Úr handriti Oddfríöar Sæmundsdóttur, frá Elliða á Snæfellsnesi, að ævintýri Jóhanns.
TRYGGIR ÞBR ÞÆGINDIFYRSTA SPOLINN
Bill fra Hreyfli flytur þig þægilega og a rettum
tima a flugvollinn.
Pu pantar fyrirfram
viö hja Hrevfli erum tilbunir aö flytja þig a Keflavikur-
flugvoll a rettum tima i mjukri limosinu Malið er
einfalt pu hringir i sima 85522 og greihirfra dvalarstað
og brottfarartima Við segjum þer hvenær billinn
kemur
Eitt gjald fyrir hvern farþega
Við flytjum þig a notalegan og odyran hatt a
flugvoliinn Hver farþegi borgar fast gjald Jafnvel þott
þu sert einn a ferð borgarðu aðeins fastagjaldið.
Viö vekjum þig
Ef tyottfarartimi er að morgni þarftu að hafa samband
við okkur milli kl 20 00 og 23 00 kvoidið aður. Við
getum seð um að vekja þig með goðum fyrirvara, ef þu
oskar Þegar brottfarartimi er siðdegis eða að kvoidi
næqir aö hafa samband við okkur milli kl 10 00 og 12 00
sama dag
WREMFILL
685522