Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Side 17
DV. LAUGARDAGUR14. JULl 1984. Bílar Bílar Umsjón: Jóhannes Reykdal Ádur en bflarnir koma á markað: REYNDIR TIL HINS ÝTRASTA — og bili eitthvað verður að byrja hönnunina upp á nýtt Bílarnir eru þandir til hins ýtrasta á einni brautinni. Á næstu grösum er annar ökumaður að reyna hvað bíllinn þolir á holóttum malar- vegi. Hér er verið að lýsa einum þeirra staða í heiminum þar sem minnst tillit er tekið til bíls- ins: Á reynslubrautum Ford í Lommel í Belgíu. Hér eru nýjar gerðir reyndar og reynt að kalla fram galla og slit. Og það gengur fljótt því 10 þúsund kílómetra akstur á brautunum í Lommel er talinn jafngilda 40 þúsund kílómetra akstri við venj ulegar aðstæður. Tilraunasvæðið er í Belgíu við hollensku landamærin þar sem auðvelt er að framkvæma tilraunirnar í ró og næði, fjarri forvitnum aug- um. Því það er hér sem frumgerðirnar eru látn- ar ganga í gegnum ýmsar þrautir áður en þær ná augum almennings í fyrsta sinn. Því nauð- synlegt er að ná fram göllunum áður en bílarnir koma í f jöldaframleiðslu. Tilraunabrautirnar eru nær 50 kílómetra langar og þar eru bílarnir látnir þola ýmsar erf- iöar aðstæður, vegi þar sem yfirborðið er látið samsvara hinum erfiðustu aðstæðum, holum, sandi og drullu. Einnig eru þeir þandir upp og niður brekkur með krákustígum þar sem hallinn getur orðið allt að 37% eöa sem jafngildir að vegurinn hækkar um 37 metra við hverja eitt hundrað sem ekið er áfram. Einnig ekið um hraðakstursbrautir þar sem vatn liggur í beygjunum og síðan gegnum tjamir sem fylltar eru meö blöndu af leðju, vatni og salti. En versta raunin er aksturinn á holubrautinni. Þar er ekið á f ullri f erð eftir braut sem reynir til hins ýtrasta á fjöðrun og dempara. Þar kemur fram hvort hjólaupphengjur, gúmmí og demparafest- ingar þola þaö sem á bílinn er lagt. Eftir dágóða stund á þessum brautum hafa demparamir fengið slíka útreið aö vökvinn á þeim sýður svo að þeir hætta að virka og höggin koma óhindmð upp í yfirbyggingu bílsins. Að þessari raun lok- inni liggur því beinast við að gefa bílnum kalt bað og síðan aftur á nýjan leik á brautina. Þegar 40 þúsund kílómetrar eru að baki er auðvelt að finna þá galla sem kynnu að leynast í bílnum. Tæknimenn Fordverksmiðjanna taka bílana sundur stykki fyrir stykki og hefjast handa við að mæla nákvæmlega hvort eitthvað hafi gefiö sig. Hlutir sem þola þurfa mikið álag eru röntgenmyndaðir og upplýsingar settar inn í tölvu. Slitni hlutirnir meira en leyfilegt er, þá éru upplýsingamar sendar hönnuöum Ford í Köln í Þýskalandi eða Dunton í Englandi með skilaboöunum „Byrjið upp á nýtt — og von um betri útkomu næst”. Komi fram örlítil spmnga, pakkning sem er ekki nógu þétt eða skrúfa sem hefur losnað við prófanirnar á Lommel þá má hönnunardeildin byr ja upp á nýtt. Sama gildir ef lakkið hefur ekki þolað álagið sem ryöprófunin hefur valdið, en þar eru bílarn- ir látnir ganga í gegnum ótal böð í saltvatni og á eftir í hitaklefa þar sem hitinn er yfir 50 stig og rakinn yfir 95%. Yfirstjómandi tilraunanna hjá Lommel seg- ir: „Sé eitthvað til í bílunum sem getur gefið sig þá gerist það hér á Lommel.” Og það er oft sem hlutir sem hönnunardeildin hefur verið harla ánægö með hafa fengið dauðadóm eftir reynslu- aksturinn á Lommel. Eftir 40.000 km akstur er í stað gljáandi glæsi- leika komið skrölthljóð og illa farinn undirvagn. Ökumennirnir verða líka að standa sig á Lommel. Þetta er ekki staðurinn til glæfraakst- urs, því tilraunabílamir eru dýr stykki og öku- menn sem aka út af brautunum eru ekki Utnir hýruauga. Það eru alls 75 ökumenn á Lommel og þeir aka um fimm milljónir kílómetra á ári og á þeim tíma nota þeir um 600.000 lítra af eldsneyti. Flestir ökumennimir eru fyrmm vélvirkjar eða tæknimenn og fljótt fer glæsileikinn af starfinu þegar sitja þarf undir stýri við þessar aðstæður sjötímaádag. 1 þolakstursprófuninni er bílunum hins vegar ekiö í vaktavinnu allan sólarhringinn. Ekið er á þrískiptri vakt og bílamir aðeins stöövaðir til að skoða þá á 7500 km fresti. Ein vakt samsvarar 350 km akstri og ökumennirnir skiptast á þenn- an hátt á að þræla bílunum sem mest út. Hraðakstursprófanimar em taldar skemmti- legri og þar er ekið um þúsund kflómetra á vakt- inni og þá er bílum eins og Sierra XR4 haldið stöðugt á 200 km hraða. Ohöpp em fá, aðeins eitt á hverjum 2.500.000 kílómetrum og mega ekki verða fleiri segir stjórnandi tilraunanna. 212 manns vinna á Lommel við að útrýma göllunum úr bilunum áður en þeir koma út af færiböndum verksmiöjanna. Og miðað við þá vinnu sem er lögð í þetta á Lommel er ekki nema von að sú spurning vakni af hverju bilaðir bílar með bilaðar bensíndælur eða kveikju- vandamál sjást stundum við vegbrúnina. Standist bíllinn þessa raun á hann að vera tilbúinn að mæta bröttum brekkum Alpanna því hallinn er 37% - 37 metra upp á við á hverjum 100 metrum. Bilarnir sem reyndir eru þurfa að þola ýmis- legt, svo sem svona hopp, ekki bara einu sinni heldur oft og mörgum sinnum svo að veiku hlekkirnir komi í ljós strax í upphafi hönnunarinnar en ekki á erfiðum vegum líkt og boðið er upp á hér á landi. Þegar búið er að ofgera fjöðr- um og hemlum svo allt er á suðupunkti eftir aksturinn á holubrautinni, þá er ekkert sjálfsagðara en kalt bað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.