Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Page 23
DV. LAUGARDAGUR14. JULl 1984.
23
djassins: Carmel,
Bianco. Allt eru þ<
og ein kona, — hj
topp-tuttugu lagiflj
Poppdjass er hugtak sem hefur heyrst
dálítið upp á síðkastið og þykir nokkuð ný-
stárlegur bræðingur í rokkinu. Þekktustu
flytjendurnir eiga þó stundum fátt eitt sam-
eiginlegt og stefnan er hreint ekki ný af
nálinni. Þessa dagana kraumar hún hins
vegar ofanjarðar og Helgarpopp beinir
augum lesenda að þr/piur fulltrúum popp-
Way og Matt
p, tveir karlmenn
hefur átt eitt
-Gsal.
cNu
Carmel er bæði nafn á hljómsveit
og söngkonu. Fullu nafni heitir
stúlkan reyndar Carmel McCourt og
aðrir liðsmenn eru Jim Paris og
Gerry Darby, annar leikur á kontra-
bassa og hinn á ýmiss konar
ásiáttarhljóðfæri. Aðalhljóðfæri
Carmel er þó rödd söngkonunnar og
þykir einhver sú eftirminnilegasta
sem heyrst hefur um langt skeið.
Carmel er ekkert um það gefið að
þau séu flokkuð meö poppjassinum
og segjast ekki hafa orðið vör við
neina nýja djasshreyfingu hvað þá
að þau hafi heyrt minnst á Sade og
Swans Way. „Ef einhvers staðar er
verið að leika frábæran nýjan djass
þætti mér vænt um að mega heyra,”
segir Carmel. Sjálf segir Carmel aö
hún eigi erfitt með að setja tónlist
þeirra undirhattdjassins.
„I mínum huga hefur djass ákaf-
lega víða merkingu og sumt af því
sem við erum að gera er djass að ein-
hverju leyti. Viö reynum aö búa til
tónlist, sem er nýstárleg, og fjarri
lagi að hún sé í anda gamla djassins.
Samt eru ýmsir gamlir djassgeggj-
arar hrifnir af okkur en lika margir
sem finnst lítiö til koma. ”
Þrennt setur sterkan svip á tónlist
Carmel, augljós áhrif úr gospeltón-
list og ryþm&blús og áberandi sterk
áhrif úr afriskri tónlist. Carmel
hefur bækistöðvar sínar í
Manchester og þekktustu lög hennar
eru Bad Day og More, More, More.
Þaö fyrra komst inn á topp tuttugu í
Bretlandi og þaö síðara eitthvað
áleiðis upp listann og heyrist til
dæmis á safnplötunni: Breska
bylgjan.
Það er hins vegar alveg ljóst að
Carmel er ekki þaö sem kallast á
enskunni, commercial. Þetta eru
metnaðarfullir tónlistarmenn sem
nánast af vangá hefur verið stillt upp
við hliðina á poppstjömunum. „Það
er heimskulegt þetta popphugarfar
og ótrúlega seint sem einhver gæði
eru metin aö verðleikum; tók það
ekki Gladys Knigt tuttugu ár að ná
vinsældum? ”
SWANSWAY
<uUkASUiAf
Swans Way er tríó og samkvæmt
gömlum og góðum siðum tilhlýðilegt
að kynna liðsmenn þess áður en
lengra er haldiö: Rick Jones, Robert
Shaw og Maggie Edmond. Þau hafa
leikið saman hátt á þriðja ár og ein-
lægt verið með djassinn á hælunum
en er sennilcga best lýst með
slanguryrðunum: kúl og ísí.
Eins og myndin af Swans Way sýn-
ir glöggt er hér ekki um neina venju-
lega popphljómsveit að ræða, karl-
mennirnir klæddir upp á og minna
helst á Dirk Bogarde í klæðaburði,
stúlkan himnalengja og smart í tau-
inu eins og hljómsveitin öll. Tónlist
þeirra er með þeim hætti að nánast
er ógjörningur að lýsa henni af
nokkru viti, einhver sagði hún væri
miðja vegu milli Poison Arrow með
ABC og Speed Your Love To Me með
Simple Minds!! En þótt rokktónlist
sé sumpart uppistaöan í tónlist
Swans Way bregöa þau líka upp
MATT
BIANCO
ósvikinni djasstemmningu eins og
heyra má í laginu Gloomy Sunday á
béhlið smáskifunnar með Soul Train
en siöarnefnda lagiö komst ofarlega
á breska listann í vor.
Swans Way er ákaflega óvenjuleg
hljómsveit og þegar hljómplötuút-
gáfan ^Phonogram. skrifaði undir
GARMEL
samning við hana voru þau orð látin
falla að Swans Way væri frumlegasta
hljómsveit sem Phonogram hefði
nokkurntíma samiö við. Heimkynnin
eru Birmingham og þar kynntust
þau þrjú gegnum sameiginlega vini.
öll höfðu þau einhvemtíma leikið
með hljómsveitum og fyrsta sam-
komulagið sem þau gerðu innbyrðis
var þetta: leikum þá tónlist sem
okkur er að skapi.
Fyrsta árið gerðu þau sér far um
að kynnast hvert óðru, töluðu mikið
saman og léku því minna. Án þess að
þekkja hvert annað töldu þau að tón-
listin yrði aldrei trúverðug. „Við
reynum að framkalla tilfinningar
okkar í tónlistinni, þess vegna hefur
hún áhrif á fólk, sem finnur til með
okkur, hvort sem það er í ástríöum,
von, gleði eða sorg.”
Við höldum okkur við trióin og
kynnum nú Matt Bianco, enn eina
nýliða úr röðum poppdjassista.
Fyrst nöfnin: Mark Reilly, Basia og
Danny White. Matt Bianco er kora-
ung hljómsveit og hefur slegið sér
upp á fyrstu lögum sínum: Get Out
Of Your Lazy Bed og Sneakin’Out
Tbe Back Door. Matt Bianco flytur
mun aðgengilegri tónlist en fyrri
tríóin og hefur náð almennum vin-
sælum á skömmum tíma.
Strákamir þekkja nokkuð til
breska rokkbransans og eru engir
nýgræðingar. Báðir voru þeir í
hljómsveitinni Blue Rondo A La
Turk, sem þrátt fyrir mikið lof í
pressunni, komst aldrei upp úr
startholunum. Þar voru mistök gerð
á báða bóga og við stofnun Matt
Bianco var haft að leiðarljósi að læra
af fyrri mistökum og skipulegg ja allt
út í æsar: ímynd, tónlistarstefnu,
klæðnað og allt sem hefur áhrif á
frama hljómsveitarinnar. Og þau
slógu í gegn! Snyrtilega klædd, vel
snyrt um kollinn og pottþétt tónlist til
aö dilla sér eftir: popp, swing og
latin djass. Get Out Of Your Lazy
Bed fór með látum og hamagangi
upp breska listann, fislétt og f jörugt
lag.
Matt Bianco er nafn á gamalli
njósnakvikmynd og klæðnaöur
hljómsveitarinnar er nánast tekinn
beint upp úr annarri gamalli kvik-
mynd: The Nutty Professor sem
Jerry Lewis lék í. Hljómsveitin var
stofnuð sumarið 1982 og um tíma
voru þau fjögur í sveitinni. Fjórði
maöurinn var Kito Poncioni,
brasilískur bassaleikari, sem í vor
hélt heim á leið á fund eigin-
konunnar. Söngkonan, Basia, er hins
vegar pólsk og söng með ýmsum
hljómsveitum heima í Póllandi áður
en hún settist að í Bretlandi. Hún
komst í kynni við Danny og þau voru
saman í djassfönk-hljómsveit að
nafni Bronze. Danny komst svo í
kynni við Markog...
Þriðja smáskífan er væntanleg og
lagið á A-hliðinni heitir: Whose Side
Are You On? Upptokur á fyrstu breið-
skifunni hófust í mai og platan mun
væntanlegmeðhaustinu. ^