Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Qupperneq 3
DV.J>RIÐJUDA<5UR U.jOLl 1984:'
3
Rainbow
Navigation:
„Á þessum fundi var farið yfir þetta
mál í einstökum atriðum. Þessi sendi-
nefnd er hér fyrst og fremst til að
kynna sér málavexti hér á landi.
Engar ákveðnar tillögur voru lagöar
fram á fundinum af hálfu sendi-
nefndarinnar. En það er ljóst að
bandarísk yfirvöld telja sig vera mjög
bundin af lögunum sem fjalla um
þessa flutninga, en þau voru sett árið
1904,” sagði Geir Hallgrímsson utan-
ríkisráðherra í samtali við DV er hann
var inntur eftir því hvað hefði gerst á
fundi sem íslensk stjómvöld sátu með
sérstakri sendinefnd sem stödd er hér
á landi til aö ræða um skipaflutninga
fyrir vamarliðið.
Boltinn enn í höndum
Bandaríkjamanna
— segir Geir Hallgrímsson
Geir sagði að þessi nefnd hefði verið
skipuð í framhaldi af viöræðum sem
hann hefði átt við Georg Schultz utan-
ríkisráðherra og Caspar Weinburger,
vamamálaráöherra Bandaríkjanna,
nú í lok maí. Geir sagði að fram hefðu
komið vangaveltur af hálfu bandarísku
nefndarinnar að leysa þessi flutninga-
mál á þann hátt að íslensku skipafé-
lögin stofnuðu bandariskt félag sem
sæi um flutninga fyrir vamarliðið.
„Það er reyndar íslensku skipafélag-
anna að ákveða hvað þau gera í þess-
um efnum en stefna ríkisstjórnarinnar
í þessu máli er sú að skipafélögin eigi
að búa við jafnræði í þessum málum og
frjáls samkeppni ríki um þessa
flutninga. Best væri að íslensku skipa-
félögin stæðu ein að þessum flutning-
um en um leið og við erum að mótmæla
einokunarfyrirkomulagi þá er ekki
ráðlegt að fara fram á aðra einokun,”
sagöi Geir. Geir sagði að óákveðið væri
hvort annar fundur yrði á morgun en
sendinefndin fer til Bandaríkjanna
siðdegisámorgun.
„Þegar heim er komið mun nefndin
skýra yfirmönnum sínum frá niður-
stööum viðræðna hér á landi. Svo bolt-
inn er enn í höndum Bandarík jamanna
og við bíðum eftir svari,” sagði Geir
Hallgrímsson utanríkisráöherra.
APH.
Geir Hallgrímsson kynnir íslensku nefndarmennina fyrir formanni banda-
rísku sendinefndarinnar, Martin Wenick og bandaríska sendiherranum,
Marshall Bremen.
OV-mynd GVA
Bandariska sendinefndin kemur á fund utanrikisráðherra snemma i
gærmorgun.
„Engin alvörulausn
kom fram á fundinum”
„Við fögnum því að sendinefndin
hafi komið hingað og málin skulu ver
rædd. Á hinn bóginn eru það von-
brigði að engin alvöruhugmynd kom.
fram af hálfu nefndarinnar til að
leysa þetta mál,” sagði Hörður
Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, í
viðtali við DV í gær. En bandaríska
sendinefndin ræddi í gær við öll ís-
lensku skipafélögin sem tengjast
vöruflutningum frá Bandarík junum.
Hörður sagði að þær hugmyndir
sem sendinefndin hefði komið með
lytu að því að íslenskir aðilar leigöu
bandarísk skip, eða létu íslensk skip
sigla undir bandarískum fána og
einnig að skipafélögin hér geröu ein-
hverskonar samkomulag við sam-
keppnisaðilann Rainbow Navigation.
„Við sættum okkur ekki við slikar
lausnir og teljum að ástand þetta
sem skapast hefur nú stafi af þessum
80 ára gömlu lögum og að Banda-
ríkjamenn verði sjálfir að leysa
þetta vandamál með því að gera
breytingar á þessum lögum,” sagði
Hörður.
APH
Bandaríska
sendinefndin
Bandaríska sendinefndin sem stödd
er hér á landi er skipuð af bandarísk-
um stjómvöldum. Hún var sett á lagg-
imar í kjölfar þeirra viðræðna sem
Geir Hallgrímsson átti við ráðamenn
þar í vor.
Formaður nefndarinnar er Martin
Wenick og kemur hann frá bandaríska
utanríkisráðuneytinu. Nefndarmenn
sem eru 10 talsins auk nokkurra starfs-
manna frá sendiráðinu hér koma frá
bandaríska utanríkisráðuneytinu,
vamarmálaráðuneytinu og Siglinga-
stofnun Bandaríkjanna. Nefndin fer
aftur til Bandaríkjanna síðdegis á
morgun. A.P.H.
EV í FIATHÚSINU
FIAT MÖRGUM SKREFUM
Á UNDAN ÖLLUM
ÖÐRUM
Þar sem örtröðin hefur verið mikil og salan óslitin á notuðum bílum
jafnt og nýjum undanfarið hefur gætt nokkurrar óánægju hjá
lesendum DV því mikið hefur verið selt af auglýstum, notuðum
bílum áður en blaðið hefur borist neytendum. En því miður kemur
DV aðeins út á sólarhringsfresti en þyrfti að koma út á 6 tíma fresti
ef við ættum að hafa undan. Við biðjum því viðskiptavini okkar
velvirðingar á þessari örtröð er skapast hefur vegna hinna sívinsælu
FIAT-KJARA okkar. Ennfremur biðjum við viðskiptavini okkar að
aka með hinni mestu gát umhverfis FIATHÚSIÐ þar sem hér standa
fyrir utan um það bil 300 nýir bílar sem við erum að afhenda
heppnum eigendum sínum.
Með bestu kveðju.
FIATUMBOÐIÐ
BARA KOMA - ÞÁ KEMUR ÞAÐ
BÍLAÚRVALIÐ
ER SÍBREYTILEGT
FRÁ DEGI TIL DAGS.
notodir bílor í eigu umbodssins ríji
p^TT t **
T WT T w T . t T T— MUNIÐ EV-KJÖRIN
VILHJALMSSON HF nss
Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944— 79775
AÐ ÓGLEYMDRI
SKIPTIVERSLUNINNI.