Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Side 6
6- DVs ÞRIÐJUÐAGUR17. JOLL1684.. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Flokksþing demókrata: Frambjóðendur í sáttaviðræðum Frá Þóri Guðmundssyni, fréttaritara DVíSan Francisco: Frambjóöendurnir þrír í forkosning- um Demókrataflokksins í Bandaríkj- unum, Walter Mondale, Gary Hart og Jesse Jackson, hittust í nótt í fyrsta sinn í tvo mánuði. Er talið að þeir hafi reynt að semja frið sín á milli til að tryggja einingu innan flokksins. Jackson sagði eftir fundinn að þeir hefðu ákveðið að þeir gætu hver fyrir sig keppt að útnefningu en síðan myndu þeir styðja þann sem sigraði. „Það sem tengir okkur er miklu mikilvægara en þaö sem skilur okkur að,” sögðu keppinautarnir þrír að loknum fundinum. Mondale sagði að ekki hefði verið um samningaviðræður að ræða heldur hefðu þeir ákveöið að halda sambandi sín á milli og huga meira aö sameigin- legum baráttumálum. Flokksþing demókrata hófst í gær í San Francisco. Mondale kom sér þá strax í vandræði meö því fyrst að reka og síðan að ráða aftur formann Demó- krataflokksins, Charles Manatt. Síöan vakti Mondale reiði meöal þingfulltrúa meö því að ráða fyrrum f járlagastjóra Jimmy Carters sem kosningastjóra sina Mondale var greinilega viðbúinn gagnrýni. Hann játaði á blaðamanna- fundi að hann hefði ekki staöið rétt að málum. Mario Cuomo, fylkisstjóri í New York, hélt framsöguræðu á ráðstefn- unni í gær og var gerður góður rómur aö máli hans. Hann líkti Bandaríkjun- um við vagnalestir villta vestursins og sagði að repúblikanar væru reiðubúnir til að skilja þá sjúku og veiku eftir á leiðinni. „En demókratar eru stað- ráðnir í að allir komist á leiðarenda,” sagði hann ennfremur. Mikill fögnuður braust út þegar Cuomo sagði að setja þyrfti jafnréttisákvæði í stjórnarskrá landsins. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Mondale verði útnefndur sem for- setaframbjóðandi Demókrataflokks- ins á morgun. Stærsta vandamál hans er nú að tryggja sér stuðning Jesse Jackson. Þaö er í Suðurríkjunum sem demókratar standa verst að vígi en þar Ekkert spaug að æsa bola Bandarikjamaður og Breti slös- uöust alvarlega í bænum Pamplona á Spáni á dögunum þegar þeir hættu sér til þátttöku í hinu árlega nauta- hlaupi um götur bæjaríns. Daglega i heila viku eru ungir bolakálfar reknir um göturnar en þeir eru aldir upp til nautaats. Unglingar gera sér þá að leik að hlaupa á undan bolunum og á seinni árum eru ferðamenn farnir að apa þaðeftir. 23 ára Bandaríkjamaður meiddist illa þegar hann missti fótanna og einn kálfurinn náði að reka í hann homin. Reif hann annaö lærið frá hné og upp á mjöðm. Annar kálfur stangaði 44 ára Breta sem meiddist illa á hné og mjöðm. Walter Mondale, Gary Hart og Jesse Jackson. Þeir reyndu að ná sáttum í nótt. nýtur Jackson hins vegar mikilla vin- sælda meðal blökkumanna. Enn- fremur á Burt Lance miklum vin- sældum að fagna í Suðurríkjunum og er hann talinn njóta trausts bæði svartra og hvítra. Þaö er ein megin- ástæöan fyrir því að Mondale ákvað að gera hann að kostningastjóra sínum. HVETJA JACKSON TIL AFSKIPTA í MÁLISAKHAROVS Ættingjar sovéska andófsmannsins, Andrei Sakaharov, hvöttu í gær Jesse Jackson, frambjóðanda í forkosning- um demókrata, til að reyna að fá Sakharovhjónin laus frá Sovétríkjun- um. Jackson sagði á blaöamannafundi í gær að hann hefði hug á að verða við þessum óskum ættingja andófsmanns- ins þrátt fyrir aö slíkt mundi mælast illa fyrir hjá Ronald Reagan forseta. Hann kvaöst mundu hafa samband viö Sovétstjórnina og óska eftir því að fá að heimsækja landið og ræða um mál- efni andófsfólksins. Jackson sagði að nauðsynlegt væri að eyða tortryggninni sem ríkti í sam- skiptum stórveldanna því ella væri framtíð mannkynsins í hættu. Jackson fór fyrir skömmu til Kúbu og fékk þá lausa allmarga fanga. Fyrr á árinu fór hann til Sýrlands og fékk lausan Robert Goodman, svartan bandarískan flugmann, sem þar var í haldi. Áhrif verk- falla auk- ast stöðugt Verkfall hafnarverkamanna breið- ist nú mjög út á Bretlandi og eru áhrif þess á atvinnulíf landsins oröin alvar- leg. Vöruflutningum um ferjuhöfnina í Dover á Suöur-Englandi var hætt I gær og biðu um 100 f lutningabílar í röð eftir að fá afgreiðslu. Verkfallið nær nú til 60 hafna á Bretlandi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í gær aö komið gæti til greina að herinn tæki að sér að afferma flutningabílana ef atvinnulífi landsins væri verulega ógnað. Hins vegar var því hafnað af stjórninni að ákveðið hefði verið að setja Iög sem heimiluðu stjórninni að grípa til neyöarráðstafana. Hafnarverkamenn fóru í verkfall til að lýsa yfir stuðningi við kolanámu- menn. Starfsmenn kolanámanna hafa nú verið í verkfalli í 18 vikur. Fréttaskýrendum ber saman um að þetta sé stærsta vandamálið sem Margret Thatcher forsætisráð- herra hefur átt við að stríöa í stjórnar- tíð sinni. Einnig eru uppi raddir um að þinglið breska Ihaldsflokksins sé farið að ókyrrast og margir þingmanna séu óánægðir með frammistöðu Thatchers aö undanförnu. Pólland: Lofa sakaruppgjöf Stjómvöld í Póllandi stöðu i gær að ákveðið hefði verið að veita pólitískum föngum sakaruppgjöf síðar í þessarí viku. Ekki er ljóst hversu mörgum föngum verða gefnar upp sakir. 1 yfirlýsingu stjómvalda sagði að þetta yrði gert í tilefni af 40 ára afmæli kommúnískrar stjómar í Póllandi 22. júli næstkomandi. Menn velta nú vöngum yfir því hvort sakaruppgjöfin muni ná til andófsmannanna f jögurra úr Kor sam- tökunum en þeir eru nú fyrir rétti í Pól- landi. Þeirra á meðal er rithöfundur- inn kunni, Jacek Kuron. Þeir gegndu lykilhlutverki í starfsemi hinna ólög- legu verkalýðssamtaka — Einingar — og er talið óliklegt að stjórnvöld vilji náðaþá. Samkvæmt opinberum tölum em nú um 600 manns í fangelsi i Póllandi af stjórnmálaástæðum. Um fimmtíu þeirra hafa fengið dóm en margir hinna sitja inni ákærðir fyrir minni- háttar afbrot eins og til dæmis fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum á vegum Einingar. Fréttaskýrendur telja að ef til víð- tækrar sakaruppgjafar komi muni það auka líkurnar á þvi aö Ronald Reagan aflétti ýmsum efnahagsþvingunum aö hætta refsiaðgerðunum vegna þess gagnvart Póllandi. Reagan sagði fyrr í að þær bitnuöu fremur á pólskum al- þessum mánuði aö hann hefði áhuga á menningi en stjómvöldum. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur S. Gunnlaugsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.