Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Blaðsíða 8
8 DV.ÞHIDJUDAGUR17.,JV,1,1,19^ Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur ENGAR VEIHNGAR A SUNDSTÖÐUM — bara hægt að sit ja úti og borða nesti Sundlaugar í Reykjavík velta laug- argestum almennt margs konar þjón- ustu. Heitlr pottar, gufuböð og ljósa- lampar eru meðal þeirra þæginda sem á undanförnum árum hefur verið boðið upp á. Þó heyrast raddir sem telja þjónustu við sundstaðlna ekkl vera nægilega, einkum á góðviðrisdögum. Þær raddir telja að við hvern sundstað ættl að vera aðstaða til að njóta veit- inga, jafnt utandyra sem innan. Fólk vill gjarnan geta keypt eitthvað matar- kyns innan veggja sundlaugarlnnar og geta flatmagað á grasflötum við laug- ar. Þá fáu sólardaga sem á sumrlnu eru hafa einnig borlst ósklr frá sund- gestum um að hafa laugarnar lengur opnar. Sundstaöir eru opnaðir á sumrín klukkan 7.20 alla daga nema sunnu- dagsmorgna klukkan 8. Virka daga er opið til 20.30 en laugardaga til klukkan 17.30, rekið er upp úr hálftíma eftir lokun. Sundlaugamar í Laugardal og Vesturbæjarlaug eru opnar til kl. 17.30 á sunnudögum en Sundhöllinni og laug- inni í Breiðholti er lokað klukkan 14.30 þessadaga. Blaðamaður DV fór á stúfana einn daginn, reyndar var þá rigning en f jöldi fólks á sundstöðunum. Starfsfólk og gestir voru teknir tali, könnuð sú þjónusta sem veitt er og athugað hvort stæði til aö auka hana i náinni framtíö. Enginn þeirra fjögurra sundstaða sem í höfuðborginni eru selur veiting- ar, allir vísa á pylsuvagn sem stendur fyrir utan hverja sundiaug. En í fyrsta lagi opnar pylsusalan ekki fyrr en um klukkan 10—11 á morgnana, þótt pylsu- vagnar séu opnir lengur á kvöldin en sundlaugarnar. 1 öðru lagi þá hleypur fólk ekki á sundfötum út í pylsuvagn til að fá sér kalt að drekka, svo dæmi sé nefnt. Ef vel viðrar kemur fyrir að menn ílengjast á sundstaö, þeir eru ekki með nesti með sér. Er þá ekki annað aö gera en klæöa sig i fötin og fá leyfi til að fara út og koma aftur inn án þess að greiða annað sundgjald. Veit- ingamar eru keyptar hjá pylsusalan- um, síðan er farið aftur inn í Iaug, úr fötunum og haldið áfram þar sem frá var horfið. Hvað gera einstaklingar sem eru í sundi með smáböm með sér? Klæöa þeir alla upp og fara með börnin út og aftur inn? Hafi viðkomandi ekki haft með sér nesti verður hann að láta öll drykkjarkaup bíða þar til sundferð lýkur. Verðið er það sama Aðgangseyrir hjá sundlaugum í Reykjavík er þannig. Fyrir böm yngri en 14 ára kostar 15 krónur í sund, en 10 miða sundkort kostar 100 krónur. Þeir sem em eldri en 14 ára greiða fullorð- insgjald sem er 30 krónur, um leið hafa þessir unglingar rétt til að bera ábyrgð á yngri börnum sem í fylgd með þeim em. Böm verða aö hafa náð 8 ára aldri til að mega vera ein í sundi. Tíu miða kort fyrir f ullorðna kostar 200 krónur. Ellilífeyrisþegar greiða 100 krónur fyrir 10 miöa en fullt gjald eða 30 krónur fyrir staka miða. 1—3 sólarlampar eru á sundstöðun- um og kostar hver hálftími 70 krónur en kort með 10 ljósatímum kostar 600 krónur. Ef þegar hefur verið greitt fyr- ir ljósatíma eða gufu, sem kostar 40— 50 krónur, þá er notkun á sundlaug innifalin. Fyrir leigu á sundfötum greiðast 30 krónur, svo og handklæði. Sundnám- skeið standa yfir í júní- og júlímánuði. Um 7—9 hópar koma yfir daginn, fimmtán böm em í hverjum hópi, flest 7 ára, þó eitthvað frá 6—9 ára. Sund- námskeið fyrir böm kostar 500 krónur sem greiðast fyrir 18—20 skipti. Bömunum er skipt i hópa þannig aö þau sem eru lengra komin æfa sundið saman. Veitingar í pylsuvögnum eru nokkuö þær sömu og verðið álíka milli vagna. Pylsan kostar 40 krónur og gosglös af hinum ýmsu stærðum á verðbilinu frá 15—30 krónur. Þar sem selt var heitt kakó kostaði það 20 krónur, ísar vom á verðbilinu frá 35—45 krónur og mjólk- urhristingur í 35 cl glasi kostar 53 krón- ur. Þaö ætti ekki að vera mikið mál að selja ávaxtasafa á sjálfum sund- stöðunum, jafnvel einnig samlokur og ávexti. Hvað er varið í að hafa með sér drykk í nesti sem er orðin volgur þegar hanserneytt? -RR Væri hægt að nýta ganginn og grasið Haukur Jónasson er sundlaugar- stjóri í Vesturbæjarlaug. Sundlaugin var tekin í notkun 2. desember 1961. Starfsmenn við laugina em 11 og er hún opin um helgar til klukkan 17.30, rekið er upp úr hálftima eftir lokun sem og annars staðar. „Það er mest að gera hér á laugar- dögum og hefur fjöldi manna, sem sótt hafa sundlaugina á einum degi, verið upp í 2.400, en menn koma og fara,” sagði Haukur. Eftir klukkan fjögur á sunnudögum kvað hann vera rólegt á staönum nema þá þegar mjög vel viðrar. Þær breytingar hafa veriö gerðar á byggingu Sundlaugar Vesturbæjar að ekki er lengur gengið í gegnum bjartan og gluggamikinn gang þegar farið er úr klefum til laugar. Leiðin er nú styttri og nýtist gangurinn ekki nema í litlum mæli, helst á góðviðrisdögum þegar mannmargt er, þá er hann opinn í gegn. Hafa sundgestir komið með þá tillögu aö borðum og stólum verði komiö þar fyrir svo menn geti setið og borðað bita sinn eða lesið blöð. Ef skipt yrði um gler væri einnig hægt að gera sólbaðsaðstööu á gangi þessum. Allir landsmenn vita að oft er vindasamt þótt sólin skíni. Menn vilja gjarnan vera léttklæddir í sólhúsum, einkum ef blæs utandyra. Haukur kvað fjárveitingar til sund- laugarinnar ekki myndu duga tQ slíkra breytinga og ekki átti hann von á að þær ykjust þar sem miklar fram- Nú er ekki lengur gengið daglega i gegnum þennan gang, væri ekki hægt að gera hann notalegri fyrir sundlaugargesti? kvæmdir standa nú yfir í Sundlaug Reykjavíkur í Laugardal. Sólbað á grasinu Þegar hugsað er tU þess að yfir tvö þúsund manns sæki staöinn á einum degi, þó ekki séu allir í sundi á sama tíma, þá vaknar óneitanlega spurning: Hvers vegna er allur grasflöturinn og balarnir i kringum laugina ekki notaöur sem sólbaðsaöstaöa fyrir sundlaugargesti? „Því fylgir ekki nægUegur þrifnaður, þá kemur gras ofan í laugina. Ef það kæmi tU þá þyrfti að vera fótalaug tU staðar þar sem menn gætu skolað af sér grasið,” sagði Haukur. Nú er grasbrekka við laugina sem er innan girðingarinnar og menn leggjast gjarnan í hana þegar sólin skín, ber fólk ekki gras úr henni í laugina? „Nei, þetta gras fær sérstaka meðferð, það er rakað og þrifið sér- staklega eftir hvem slátt,” sagði Haukur. Bætti hann því við að hinn stóra grasflöt væri of tímafrekt að hreinsa á sama hátt. Útvarp og reykingar Haukur var spurður hvort menn gætu hvergi á sundstaðnum heyrt í út- varpi. „Sumir vUja útvarp en aðrir ekki. Hér eru steinflísar, fólk þolir ekki hávaöann sem getur stafaö af útvarpi. Þaö hafa komið hingað ungUngar með hljómtæki og þeim hefur verið bannað að hafa þau hátt stiUt. Fólk kemur hingað til að synda og slappa af, það viU hafa ró og næði,” sagði Haukur Jónasson sundlaugarstjóri. Aðspurður um kvartanir frá sundlaugargestum sagði hann að einna helst hefðu menn kvartað undan reykingum úti á bakka. „Sumir halda tU í lauginni allan dag- Sundlaug Vesturbæjar inn, fáeinir fara frá tU að reykja en aðrir ekki, enda vantar afdrep fyrir reykingafólk. En nú eru komin ný lög frá Alþingi um að ekki megi reykja á opinberum stööum, þau taka gildi um næstu áramót,” sagði Haukur. Þá verður þetta vandamál vonandi úr sögunni. -RR Kringum Vesturbæjarlaug er heilmikill grasflötur og balar sem er afgirt. Hvernig væri að auka svigrúm sundlaugargesta, nýta grasið og leyfa mönnum að trimma þar eða liggja? DV-myndir Arinbjörn. Sundkennslan fer fram í innilaug Sundlaug Fjölbrautaskólans í Breiðholti var opnuð 17. janúar 1981, en þar er einnig innUaug sem er þremur árum eldri. Laugin er sérhönnuð fyrir fatlaða, þar á meðal ÖU snyrtiaðstaöa. Engar tröppur eru og eiga þar allir auðveltmeðsund þvívatniðflýturyfir bakkana. Þegar bakkarnir eru hærri en yfirborð vatnsins skellur báran á vegg og kemur tU baka á móti sund- mönnum. Innisundlaugin er einvörðungu notuð fyrir böm. Þar fer fram skóla- sund á vetuma og sundnámskeið í júni- og júlímánuði. InnUaugin er lokuð í ágústmánuöi. ,3ér er mikU hætta, það er dýrt að hafa standandi sundlaugarvörö svo okkur finnst betra að hafa laugina lokaða þegar ekki er verið að kenna sund,” sagði Hallgrímur Jónsson sund- laugarstjóri. Ekki opið lengur á góðviðris- dögum „Það kemur fyrir að fólk óskar eftir að laugin sé opin lengur um helgar þegar vel viðrar,” sagði Svanur Magnússon, sundlaugarvöröur úti- laugar. Hann hefur starfað við laugina í tvö ár og einu sinni þurft að stinga sér út i til að bjarga barni úr lauginni. „Eg stakk mér út i eins og ég stóð, i klossum og öllu saman, þama var 7 Sigurður Jónsson bað- og klefa- vörður hefur opnað fyrstu mál- verkasýninguna i Breiðholtslaug. Hann sýnir þar 30 verksín. D V-myndir Arinjörn. ára drengur sem fór út í. Honum var oröiö kalt af aö standa á bakkanum og bíða eftir mömmu sinni, en þetta fór aUt vel,” sagði Svanur. Sundlauginni i Breiðholti er lokað klukkan 17.30 á laugardögum en klukkan 14.30 á sunnudögum. Hallgrímur Jónsson sundlaugar- stjóri var spurður hvort ekki kæmi til greina að hafa opið lengur á sólar- dögum. „Þaðverðureitthvaðaðhugsa um starfsfólkið. Það er óábyggUegt að breyta opnunartíma þegar vel viðrar,” sagðiHallgrímur. Málverkasýning í fyrsta skipti Einn starfsmaður sundlaugar- innar, Sigurður Jónsson bað- og klefa- vörður, hefur nýlega opnað sýningu á 30 verkum sínum í anddyri Sund- laugarinnar í Breiðholti. Þetta er í fyrsta skipti sem sýning er sett upp á staðnum og er óhætt að segja að húsa- kynnin bjóði upp á þetta því gangar eru þar stórir og bjartir. Að mati blaðamanns er Sundlaug Fjölbrautaskólans í Breiðholti sjálf- sagt með faUegustu sundlaugum á landinu. Það eina sem vantar á er að einhver veitingasala sé á staðnum, en ekki fyrir utan laugina, eins og á öðrum sundstöðum borgarinnar. -RR Sundlaug Fjölbrautaskólans íBreiðholti Sigurður Dagsson landsliðsmarkvörður við sundkennslu í innilaug Breið- holtslaugar. Almenningur nýtir sór útilaugina, auk tveggja heitra potta og vaðlaugar fyrir börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.