Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Qupperneq 10
10 • dv, í-bípjudagur n.jmm*<Tn OV Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritsijórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: ,686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28 kr. Röngum aðferðum beitt Fyrsta áratug þessarar aldar haföi íslandsráðherra sextánföld verkamannalaun og sæmilegur kaupmaður hafði tuttuguföld verkamannalaun í hreinar tekjur. Þá voru árstekjur verkamannsins 500 krónur, ráðherrans 8.000 krónur og kaupmannsins 10.000 krónur. Með vaxandi velmegun á þessari öld jöfnuðust tekjur manna og stéttaskipting minnkaði. Þjóðfélagið varð smám saman að einni stórri miðstétt. Sárafáir voru bón- bjargamenn og sárafáir ofsaríkir í þeim stíl, sem þekktist í útlöndum. Islendingar urðu jafningjar. Líklega hefur þessi þróun náð hámarki snemma á sjö- unda áratugnum. Sá tekjumunur, sem áður var tuttugu- faldur, var þá ekki orðinn nema fimmfaldur. íslendingar voru stoltir af því að hafa komið sér upp þjóðfélagi, þar sem stéttaskipting var að mestu úr sögunni. Síðustu árin hafa svo sézt merki þess, að tekjuskipting og stéttaskipting fari vaxandi á nýjan leik. Hún felst ekki í, að hinir bezt stæðu hafi stungið fjöldann af, heldur í hinu, að hinn vel stæði fjöldi hefur skilið eftir um 10% þjóðarinnar í lífsgæðakapphlaupinu. Breytingin varð hraðari eftir að þjóðartekjur fóru að minnka fyrir svo sem tveimur árum. Á þessum samdrátt- artíma hefur hinum vel stæðu tekizt að halda sínum lífs- kjörum, en samdrátturinn komið í auknum þunga niður á þeim, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Gagnaðgerðir stjómvalda og aðila vinnumarkaðarins hafa mistekizt. Tilraunir til að þrengja launastiga hafa ekki borið árangur. Og samningsbundin eða lögbundin lágmarkslaun hafa gersamlega brugðizt þeim vonum, sem góðviljaðir menn hafa bundið við þau. Enginn hefur ráðið við launaskriðið, sem eflist sjálf- krafa við þær aðstæður, sem verið hafa í tvö ár. Hinir bet- ur settu hafa fengið kjarabætur umfram aðra, af því að fyrirtækin vilja ekki missa þá. Þeir halda sínum lífskjör- um meðan lífskjör annarra rýma. 1 Þjóðhagsstofnun er áætlað, að launaskrið verði um 4% á þessu ári. Þar sem sumir njóta einskis launaskriðs, er prósentan í raun hærri hjá þeim, sem skriðsins njóta. Og þetta launaskrið gerir meira en að éta upp möguleika atvinnulífsins á að bæta lífskjörin. Launaskrið er ekki hægt að banna. Það gerist af sjálfu sér, af því að sumir eru fyrirtækjunum mikilvægari en aðrir. Það getur verið vegna verðleika, menntunar, reynslu, forréttinda eöa tilviljunar. Fyrirtækin sjá um, að þetta fólk fari ekki til starfa hjá öðrum. Gagnaðgerðir stjórnvalda og aðila vinnumarkaðsins hafa ekki byggzt á niðurstöðum könnunar Kjararann- sóknanefndar í vetur. Þar kom í ljós, að vandamálið var félagslegt. Hin fátæki tíundi hluti þjóðarinnar fólst í fjöl- skyldum einstæðra foreldra og barnmörgu fjölskyldun- um. Ef frá eru taldir öryrkjar og ellilífeyrisþegar, geta aðrir haldið sér í hinni vel stæðu miðstétt, annaðhvort vegna verðleika, menntunar, reynslu, forréttinda og til- viljunar, — eða með aukavinnu, — eða með því að fyrir- vinnur fjölskyldunnar eru fleiri en ein. Bæði hér og annars staðar hefur margoft verið bent á, að vænlegasta leiðin til að bæta kjör undirstéttarinnar er annars vegar að auka elli- og örorkubætur og hins vegar að breyta niðurgreiðslum í fjölskyldubætur. Á þann hátt megi minnka stéttaskiptingu á nýjan leik. Jónas Kristjánsson. LAXVEIDI FYRIR BORGUN Um helgina var fremur sérkenni- legt veðurlag ó Islandi, því veður- guðimir urðu uppiskroppa með regn og sudda í Árnes- og Rangárvalla- j sýslu, en á öðrum samlagssvæðum mun þó hafa verið drungalegt veður, og þá um leið sú þjáning er grípur fólk í helgarregni á sumrin, eða öðrum dumbungi. Veðraskil voru svo að segja á sýslumörkum, hefi ég fyrir satt. Allavega beið sólin bana um kvöldiö á Hellisheiöinni frá okkur séð út viö Suðurströndina. Skreflóðið renndi niður seinustu geislunum snemma, og hafði í kvöldskatt. En þrátt fyrir staðbundna ham- ingju á föstudag var mikil ferö á .fólkinu, þvi nú fara menn í lax og aðra veiði og sumarleyfin standa semhæst. Umræðuefni manna voru líka mörg, einkum hjá þeim er lesið höfðu alla blaðagorru helgarinnar, er sífellt virðist aukast aö umfangi. Heyskap er nú lokið hjá betri bændum á Norðurlandi, sagöi áreiöanlegur athafnamaður mér í sima, og það stefnir í mikla kartöfluuppskeru í haust. Bóndi fyrir norðan, sem gjörði eignakönnun í akri sínum, mældi þvermál kartaflna um 30 millimetra, Gjöra má ráð fyrir nýjum islenskum i verslanir um mánaðamót. Milljónatekjur af laxi Þrátt fyrir þjóðarvoða á fiestum sviðum, þá virðist sem ein íþrótt lifi áfram og hafi fuila heilsu, en það eru laxveiðar á stöng. Nýverið var frá því greint aö Vatnsdalsá hefði verið leigð fyrir rúmar 6 milljónir króna næsta sumar, og þá aðeins göfugasti hluti árinnar, þar sem aðeins hefur verið veitt með réttum tilburðum, réttri flugu, réttum stöngum og amboðum. eða með öðrum orðum í þeim veiðistíl, _þar sem ánamaðkar og fleskbitar heyra undir helgispjöll, fremur en þá listgrein sem nefnd er laxveiði á stöng. Og það virðist vera sama góðærið í laxveiðinni sem í öðrum landbúnaöi, nema hvað lítið mun hafa veiðst í Borgarfirði og á Vesturlandi. Eigi skiptir það þó sköpum, því þegar veiðileyfi eru komin á þá prísa að 100 þúsund krónur hrökkva ekki fyrir stöng í viku, er það ljóst að þar fara ekki menn, sem ætla að hafa fyrir kostnaði með sínum veiðiskap, eins og útgerðin verður að gjöra. Þó steðjar að vísu nokkur voði að þeim laxveiðiám, er bregðast.mörg ár í röð. Það eru einkum útlendingar, sem standa undir göfugum veiðiskap í frægum laxám á Islandi. Því er þaö mikil og góð tekjulind fyrir land- búnaðinn að fá auðmenn á hverju óri til að eyða peningum í laxveiöar. Aðrir njóta síðan góðs af, flug- félög, bílaleigur, hótel og betri verts- hús, þótt allmargir kjósi fremur aö koma til landsins á eigin þotum. En þá þarf að hýsa flugstjórana og annað fylgdarliö, og það gefur einnig nokkuðíaðrahönd. Sagkyndugur maður tjóði mér t.d. að reikna mætti meö aö fólk af betra tagi eyddi um 150—200 þúsund krónum í hverja Islandsför til lax- veiða og þetta væru því ekki neinir sagháfar, sem þama væru á ferð, þótt einn og einn liföi kannske um efnifram. Því er heldur ekki að leyna, að margir Islendingar, sem ónægju hafa af laxi á stöng, og það talsvert meira en ieggjandi er á launavinnu- JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR menn, eða aðra i innvolsi lífsins, eru ekkert sérlega hrifnir af þotufólkinu, sem leggur undir sig hinn dýpsta og fegursta hyl á besta tima hvert ár, þar sem ekki verður séð hvor sýnir meiri háttvísi, veiðimaðurinn prúði með sinn Black Doctor og Sweep, eða lúsugur, nýgenginn laxinn, er aðeins borðar slíkar flugur í kurteisisskyni.- Vill heldur maðk. Laxinn auðlind sveitanna En þótt maður hafi ríka samúð með sínu fólki, megum viö ekki gleyma því, að þetta eru mikiis- verðar tekjur, sem sveitaheimilin verða að halda. Aleigan er í veði. Ekki veit ég hversu margar bújarðir hafa umtalsverð laxveiði- réttindi á Islandi, nema ég hefi heyrt að um 40 laxabændur séu í einu prófastsdæmi á Vesturlandi, og eru þá þeir einir taldir, sem byggja á stangveiði og góðum beina. Aðrir veiða í net á kláfum, er einnig gefur tekjur, þótt misjafnar séu fró óri til árs, því þær eru alfarið háðar a|Ia, en ekki réttu látbragði og búnaði. Ekki hefi ég heldur á hraöberg.i tölur yfir peningamál veiðifélaga, enda eru veiðileyfi ekki verðlögð af sexmannanefnd, né heldur af Fram- leiðsluráði, er gjaman sendir vís- bendingar um prisa og kostnað um landið. En tekjur af laxveiði hljóta þó að skipta hundruðum milljóna á ári hverju og fara hækkandi, gagn- stætt öðru úthaldi hér i landi. Venjulegt fólk verður því að sætta sig við hin lakari veiðitímabil, ellegar silung, sem líka er umtals-: verð auðlind, ef marka má að maður- inn sem ó Arnarvatnsheiöina, verður að nota flugvélar til að verja sinn fiskogsín vötn. Og enn sem komið er, þá er laxveiði eina búgreinin sem ekki ó allan sinn hag undir kjamfóður- gjaldi og útflutningsbótum og er iaus við kaun eins og búmark og riöu. Það var því ekki alveg sársauka- laust að sjá norska tankskipið, sem hingað kom til aö lesta útsæði, eða laxaseiði. Þau hefðu betur verið komin i eldisstöð, ellegar innan um annan hamingjufisk, sem veiddur er á fiugu fyrir stóra borgun í erlendri mynt. Gjaldeyri í aðra hönd. Sólin kom upp í Bræðratúngu um klukkan fjögur og svo virtist, sem veðurguðinn hefði nú hætt fráfærum með sólskin á samlagssvæöinu, í bili að minnsta kosti. Mófuglinn þagnaöi, þegar traktorarnir ræsktu sig í gang ítúninuheima. Jónas Guðmundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.