Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Side 28
28
Andlát
Guðnl Kristinn Gunnarsson verk-
smiðjustjóri er látinn. Hann var fædd-
ur 25. október 1925 í Vestmannaeyjum.
Sonur hjónanna Gunnars Marels Jónsscn-
ar og Sigurlaugar Páisdóttur. Að
loknu stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík hélt Guðni til náms í
Kanada og lauk meistaragráöu í efna-
fræði áriö 1952. Árið 1954 réöst Guðni til
starfa hjá verksmiðju Coldwater í
Nanticoke, Maryland, dótturfyrirtæki
Sölumiöstöðvar hraöfrystihúsanna og
starfaði hann frá þeim tíma nær óslitið
hjá Coldwater. Eftiriifandi kona
Guðna er Eygló Jónsdóttir. Þau eign-
uðust tvö böm. titför Guðna verður
gert frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjumídagkl. 14.
Einar Jóhannesson skipstjóri lést 10.
júlí sl. Hann var fæddur í Reykjavík 27.
mars 1921. Foreldrar hans voru hjónin
Jóhann Gíslason og Lovísa Brynjólfs-
dóttir. Þegar Einar var þriggja ára
drukknaði faðir hans og var honum þá
komið í fóstur til Kristins Brynjólfs-
sonar og önnu Guðmundsdóttur. Einar
lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1944. Hann starfaði lengst
af við sjóinn. Eftirlifandi kona hans er
Elísabet F. Clegg. Þau hjónin eignuð-
ust fimm börn. Otför Einars verður
gerð frá Isafjarðarkirkju í dag kl. 14.
Gunnar Sigurður Ástvaldsson, Suður-
götu 53, Hafnarfirði, andaöist að kvöldi
13. júlí í Borgarspítalanum.
Gunnar Tryggvason frá Skrauthólum,
Teigaseli 5, Reykjavík, lést í Land-
spítalanum 15. júlí.
Gunnar Ægir Tegner, lést á dvalar-
heimilinu Ási, Hveragerði, aðfaranótt
15. þessa mánaöar. Jarðarförin
auglýstsíðar.
Jóhanna Benónýsdóttir frá Isafiröi,
andaðist á Hrafnistu 15. júli.
Reinald Reinaldsson, Suöurgötu 87,
Hafnarfirði, lést í Freiburg, Þýska-
landi, 11. júlí.
Þorsteinn B. Jónsson málari, Njarðar-
götu 61, lést í Borgarspítalanum aö
morgni 16. júlí.
Jakob Alfreð Stefánsson, Ásvallagötu
10, verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni fimmtudaginn 19. júli kl. 13.30.
Helga Kristjánsdóttir, sem andaðist
11. júlí, verður jarðsungin frá Hauka-
daiskirkju í Biskupstungum miöviku-
daginn 18. júlíkl. 14.
Magnús Pálsson járnsmiöur, Sólheim-
um 27, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 18. júlí kL
13.30.
Tilkynningar
Dregið í sumargetraun
Umferðarráðs
Uraferðarráð efndi til getraunar meðal al-
mennings til þess að vekja athygli á nokkrum
mikilvægum atriðum er aukið geta umferðar-
öryggi.
Spumingamar voru um umferðarmerki,
ökuhraöa, tillitssemi, bílbelti og stefnuljós.
Dregið hefur verið úr réttum lausnum og
eru vinningshafar eftirfarandi:
1. Hringmiðar með sérleyfisbifreiðum/BSl:
Ari Leó Sigurðsson, Hátúni 3, Keflavík.
2. Dvöl á Hótel Valhöll: Sturlaugur Bjöms-
son, Lyngholti 20, Keflavík.
3. „Helsport” svefnpoki/Utilíf hf.: Loftur
Baldvinsson, Efstasundi 21, Reykjavik.
4. „Britax”-barnastóll/Skeljungur hf.: Elva
B. Jónmundsdóttir, Hólum, Hjaltadal.
5. Dvöl á Edduhóteli: Sigrún Guðjónsdóttir,
Nesbakka 14, Neskaupstað.
6. „Tudor”-rafgeymir/Skorri hf.: Haukur
Jóhannsson, Oddeyrargötu 8, Akureyri.
7. „Chloride”-rafgeymir/Pólar hf.: Ragna
Gestsdóttir, Rauðarárstíg 5, Reykjavík.
8. Bílbelti í aftursæti/Bílanaust hf.: Helga Eð-
valdsdóttir, Aðalgötu 33, Olafsfirði.
9. —15. Hljómplata eða kassetta/Steinar hf.:
Ema Ruth Konráðsdóttir, Þórunnarstræti 83,
Akureyri. Herdís Ormarsdóttir, Móatúni 11,
Tálknafirði. Asta Oladóttir, Kvistalandi 7,
Reykjavík. Harpa Hauksdóttir, Herjólfsgötu
34, Hafnarfirði. Ágúst Guðmundsson, Heggs-
stöðum, Kolbeinsstaðahreppi. Guðrún Sigur-
finnsdóttir, Réttarholtsvegi 3, Reykjavík.
Matthildur B. Björnsdóttir, Lyngholti 20,
Keflavik.
Námskeið í skyndihjálp
Rauða kross deild Kópavogs gefur bæjarbú-
um og öðrum sem hafa áhuga kost á nám-
skeiði i almennri skyndihjálp.
Námskeiöiö verður í sal sem er í kjallara
Sunnuhliðar, hjúkrunarheimilis aldraðra,
Kópavogsbraut 1. Það hefst miðvikudaginn
18. júll kl. 20 og lýkur 26. júlí. Það verður 5
kvöld. Námskeiösgjald er kr. 500. Þátttaka
tilkynnist í sima 46626 kl. 14—19 dagana 12.,
13.,14.ogl5.júli.
A námskeiðinu verður farið í skyndihjálp
við ýmiss konar slys og óhöpp. Auk þessa'
verður blástursaöferðin kennd og farið í hjálp
viðýmsum bamaslysum í heimahúsum.
Nú er gott tækifæri til að afla sér undir-l
stöðuþekkingar í skyndihjálp áður en haldið
er í sumarleyfisferðina eða rifja upp fyrri
þekkingu í þessum fræðum og læra til hlítar
meginatriði skyndihjálpar.
Námskeiðinu lýkur með verkefni sem hægt
er að fá metið i fjölbrautaskólum og iðnskól-
um.
Þess má að lokum geta að Kópavogsdeild
RKI getur haldið námskeið í skyndihjálp fyrir
félagasamtök, fyrirtæki og aöra sem þess
óska á starfssvæði deildarinnar eins og aðrar
deildir RKl um landið.
DV. ÞRJÐJUDAGUR.17-J.OLl 1984.
í gærkvöldi__________ I gærkvöldi
VITLAUS RÖD
Það voru margir sem töldu að
bamaefni sjónvarpsins væri á röng-
um tíma þegar það var sýnt eftir
fréttir og auglýsingar. Forráðamenn
sjónvarpsins hafa nú komiö til móts
við þessar óánægjuraddir og fært
barnaefnið fram fyrir fréttimar. Og
nú er komin reynsla á þessa tilfær-
ingu og er ég viss um að þetta var
viturleg breyting. Þau börn sem
horfa á þetta efni eru nú orðin vön
þessari staðsetningu.
Sjónvarpið í gærkveldi var með
nokkuð hefðbundnum hætti. Sjón-
varpskvikmynd, fræðslumynd og
íþróttir. Það er nú varla hægt að
biðja um meira. Allt var þetta ágætis
sjónvarpsefni og ætla ég ekki aö
f jalla um hvern einstakan þátt núna.
Það sem mér fannst að var að
niðurröðum dagsskrárliðanna var
ekki rétt. Fyrst var kvikmyndin svo
fræðslumyndin og síðast íþróttirnar.
Ég held að í þessu tilfelli hefði mátt
snúa þessari röö algjörlega viö.
Iþróttirnar hefðu mátt vera fyrstar á
dagskrá. Þetta tel ég að sjónvarps-
menn ættu aö hugieiöa nánar.
Ámar Páll Hauksson.
Minnst hálfrar aldar vígsluaf-
mælis Dagverðarneskirkju í
Dölum
Sunnudaginn 22. júli nk. verður minnst 50 ára
afmælis Dagverðameskirkju í Dalasýslu, en
hún var vígð 22. júlíi 1934, og af þessu tilefni
fer fram hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 2
e.h.
Þar mun sr. Þórir Stephensen dómkirkju-
prestur prédika, en hann þjónaði kirkjunni
áður um sex ára skeið, en sóknarpresturinn,
sr. Ingiberg J. Hannesson, prófastur á Hvoli,
flytur ávarp og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Gísla H. Kolbeins í Stykkishólmi og sr. Frið-
rik J. Hjartarí Búðardal.
Dagverðameskirkja stendur á eyðijörð og
vegarsamband þangað er ekki upp á það
besta, en þó er þokkalegt að komast leiðar
sinnar þegar þurrast er og best að sumarlagi.
Kirkjan var staðsett í Dagverðarnesi á sínum
tíma meðan nærliggjandi eyjar voru í byggð,
en nú er öldin önnur, og kirkjan því orðin
nokkuð úr leið fyrir sóknarfólk til reglulegra
nota, enda sóknin fámenn orðin.
Þess er vænst að velunnarar kirkjunnar og
brottfluttir sveitungar sjái sér fært að koma
aö Dagverðamesi sunnudaginn 22. júlí nk. og
eiga þar góða stund í húsi Guðs auk þess að
njóta þess unaðar íslenskrar náttúra, sem
óvíða ber með sér meiri fegurð en í Dag-
verðarnesi á björtum og fögrum sumardegi.
Á.RBÓK ' 83
HINS ÍSLENZKA FOHNLEIFAFÉLACÍS
. . , Y'-i —'—r—tr
Klni;tiúj:i þrlrgtn tmjja þ jtidng-
nt; pi.uc Itnúpmnln fm t millí op fjcTmiio ' *?i
Gestsson, fv. safnvörð. Skýrsla um ferð
Einars Brynjólfssonar yfir Sprengisand búin
til prentunar af Jakob Benediktssyni dr. phil.
Islenskt trafakefli í Englandi eftir Guðrúnu
Sveinbjarnardóttur fomleifafræðing. Forn
grafreitur á Hofi í Hjaltadal eftir Guðmund
Ölafsson safnvörð. Katrinarkelda eftir Þórð
Tómasson safnvörð. Skýrsla um Þjóðminja-
safnið 1983. Frá Fornleifafélaginu. Og síðast
en ekki síst ritaskrá dr. Kristjáns Eldjárns í
samantekt Halldórs J. Jónssonar safnvarðar.
En Kristján var ritstjóri Arbókarinnar frá
1949—82. Bókin er 190 bls., innbundin og prýdd
fjölda mynda og teikninga. Ritstjóri Árbókar
Hins íslenzka fomleifafélags er Inga Lára
Baldvinsdóttir cand. mag.
Skrifstofa félags
einstæðra foreldra
veröur lokuö allan júlímánuö vegna sumar-
leyfa.
Tapað -fundið
sex metra langur,
er horfinn af lóðinni við Snorrabraut 65. Þetta
er keppnissvifdreki, mjög hraðskreiður og
erfiður í meðhöndlun. Það er glapræði fyrir
óreynda að reyna aðfljúga honum.
Svifdrekinn er rúmlega 6 metrar að lengd,
hann var í svörtum pakka með rauðum rönd-
um, þegar hann var tekinn frá eiganda,
aðfaranótt laugardags.
Þeir sem kynnu að hafa séð til svifdrekans ný-
lega eða einhverra mannaferða og getaein-
hverjar upplýsingar gefið eru vinsamlega
beðnir að hafa samband í síma 15422 eða láta
lögregluna vita.
Ferðalög
Sumarleyfisferðir Útivistar:
1. Borgarfjörður eystri-Loðmundarfjörður 8
dagar 22.—29. júlí. Fararstj. Jón J. Elíasson.
2. Landmannalaugar — Þórsmörk 5 dagar
25.-29. júlí. Bakpokaferð um Hrafntinnusker
— Álftavatn og Emstrur í Þórsmörk.
3. Eldgjá — Þórsmörk 7 dagar 27. júlí — 2.
ágúst. Skemmtileg bakpokaferð m.a. að
Strútslaug (bað). Fararstj. Trausti Sig-
urðsson.
4. Hálendishringur: Kverkfjöll — Askja —
Gæsavötn og margt fleira áhugavert skoðað.
9 dagar 4,—12. ágúst. Fararstj.: Kristján M.
Baldursson.
Hornstrandir:
1. Hornvik — Reykjafjörður 10 dagar 20.—29.
:júlí. Gengið á fjórum dögum í Reykjafjörð og
síðan dvalir þar. M.a. ganga á Drangajökul.
2. Reykjafjörður 10 dagar 20.—29. júlí. Tjald-
bækistöð með gönguferðum.
3. Hrafnsfjörður — Ingólfsfjöröur 8 dagar 25.
júli — 1. ágúst. Bakpokaferð.
4. Hornvík — Hornstrandir 10 dagar 3.—12.
ágúst. Uppl. og farmiðar á skrifst. Lækjarg.
6a, símar 14606 og 23732. Sjáumst.
Otivist.
BELLA
Við getum fengið leyfi til að fram-
lengja fríið um nokkra daga ...
svo fremi við getum komist af án
matar í september.
UEYKJAVlK 1984
Árbók hins íslenzka forn-
leifafélags er komin út
Arbókin hefur verið gefin út frá 1880 og er
fræðilegt rit um ýmis menningarsöguleg efni,
einkum íslenska fornleifafræði, alþýðulist,
Ustiðnir, þjóöhætti og fleira. Efni Arbókarinn-
araðþessusinnier:
Kumlateigur í Hrífunesi við Skaftártungu
eftir Gísla Gestsson, fv. safnvörð, Guðrúnu
Larsen jarðfræðing, dr. Kristján Eldjárn, Sig-
urð Þórarinsson jarðfræðing og Þór Magnús-
son þjóðminjaförð. Frjógreining tveggja jarð-
vegssniða á Heimaey eftir Margréti Halls-
dóttur jarðfræðing. Smalabúsreiö eftir Áma
Björnsson þjóðháttafræðing. Athugasemd um
lágmynd í norsku safni eftir Selmu Jónsdótt-
ur, forstööumann Listasafns lslands.
Eyvindarkofi og Innra-Hreysi eftir Gísla
Útivistarferðir
Símar 14606 og 23732
Helgarferðlr 20.-22. júlí.
1. Þórsmörk. Gist í skála og tjöldum í Básum.
Gönguferðir við allra hæfi. Fararstj. Anton
Björnsson.
2. Kjölur-Kerlingarfjöll. Gengið á Snækoll, í
HveradaU og víðar. Gist í góðu húsi. Fararstj.
EgUl Einarsson. Uppl. og farmiðar á skrifst.
Lækjargötu 6a. Sjáumst.
Útlvist.
Útivistarferðir
Símar 14606 og 23732
Miövlkudagur 18. júli kl. 20.
BúrfeUsgjá. Létt kvöldganga. FaUeg hraun-
tröð. Verð 200 kr., frítt f. börn m. fuUorðnum.
Brottför frá BSI, bensínsölu. Fararstj. Einar
EgUsson. Sjáumst.
Ferðafélagið Utivist.
Dýrin kunna ekki umferðarreglur.
Þess vegna þarf að sýna aðgæslu í
nánd þeirra. Hins vegar eiga allir
hestamenn að kunna umferðar-
reglur og ríða hægra megin og
sýna bílstjórum sams konar við-
mót og þeir ætlast til af þeim.
UMFERÐAR
RÁÐ
SAGA ÓLYMPÍU-
LEIKANNA
KRINGLU-OG SPJÓTKAST
Til forna var kringlukastmetið 60
metrar. Ein af frægustu styttum frá
þessum tímum var af Myrons,
kringlukastaranum, en hún var
mm
gerð um árið 450 f. Kr. Engin náði
að kasta spjóti lengra en 50 metra
svo líklega hafa spjótin verið þyngri
en kringlurnar.