Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Page 1
Frjálst, óháð dagblað Markaregn hjá Vík- ingum: Skagamenn með 10 stiga forystu — sjá iþróttir á átta síðum, bls. 21-28 • Úvenjufriðsæl kosningabarátta í Ísrael — sjá bls. 10 Banka- bókarblús — sjá bls. 45 Verðlauna- hafar í heimilis- bókhaldi DV - sjá bls. 6 Skoðanakönnun vestra: Demókratar hafa meira fylgi - sjá bls. 9 Fámennt á Skálholts- hátíð — sjá bls. 40 Hafmeyjunni misþyrmt — sjá bls. 8 Sex metra löng rifa á bakborðssíðu Harðbaks: Skipstjóraklefinn var lagöur í rúst —mesta mildi að enginn slasaðist við áreksturinn Togarinn Haröbakur EA 303 og sovéska skemmtiferðaskipið Estonia lentu í árekstri á Strandagrunni aðfaranótt síöastliðins laugardags. Engin slys urðu á mönnum en skipin skemmdust nokkuð, sérstaklega Harðbakur. Kom sex metra löng rifa á bakborðssíðu togarans og eyðilögð- ust skipstjóraklefi og klefi vélstjóra. Svartaþoka var er áreksturinn varö og var Haröbakur aðtoga. Tals- verður ís var á þessum slóöum og hafði togarinn Skafti frá Sauðár- króki tekið að sér að lóösa sovéska skipið út úr ísnum áleiöis til Akur- eyrar. Sögðust skipstjómarmenn Estonia hafa verið að elta Skafta þegar þeir urðu Haröbaks varir, en þá var allt um seinan. Við sjóprófin kom fram að skip- stjóri Harðbaks taldi víst að Estonia hefði breytt um stefnu og það orsak- að áreksturinn en þessu þverneitaði skipstjóriEstonia. Estonia hélt frá Akureyri strax að sjóprófunum loknum. -SþS sjá einnig bls. 5 Her var áður klefi Sigurðar Jónssonar, skipstjóra ó togaranum Harðbaki, en Sigurður var rótt ófarinn í koju þegar sovóska skipið skall á togaranum. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig hefði farið hefði Sigurður verið í klefanum við áreksturinn. DV-mynd ÞráinnLórusson. Sjúkraflug til Grænlands í gærkvöldi: Sóttu stúlku með heilahimnubólgu Flugvél frá FlUgskóla Helga Jóns- sonar sótti í gær sjúkling til Nuuk á Grænlandi, eins og hálfs árs gamla stúlku sem haldin er heilahimnubólgu. Læknir og hjúkrunarkona af Landspít- alanum fóru með vélinni en Helgi Jóns- son og Þórhallur Magnússon voru flug- menn. Stúlkan var lögð inn á Land- spítalann. Þettaer tíunda flugið til Grænlands á rúmri viku á vegum Flugskóla Helga Jónssonar. Tvö flug voru farin fyrir Flugfélag Norðurlands en vél þaðan, sem verið hefur í leiguflugi til Græn- lands, fékk fugl í hreyfil síðastliðinn mánudag. Flugið til Nuuk í gær var fyrsta sjúkraflugið en frá Reykjavík til Nuuk tekur þrjá tíma að fljúga. Fjór- um sinnum hefur verið flogið til Kulu- suk, þrisvar til Meistaiavíkur, einu sinni til Syðri-Straumsfjarðar og tvisvartilNuuk. -pá Barnið borið út úr flugvélinni rétt fyrir miðnætti í nótt. DV-mynd: S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.