Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 9
DV. MANUDAGUR 23. JUU1984. 9 Útlönd Útlönd Demókratar hafa meira fylgi Tímaritið greinir frá því um helgina að niðurstöður könnunarinnar bendi til þess að 48% kjósenda (eða að minnsta kosti þeirra sem spurðir voru) styðji nú framboð demókrata á meðan 46% fylgi repúblikönum og Reagan sem býöur sig fram til endurkjörs. 6% ætl- uöu í könnuninni aö kjósa aðra eða höfðu ekki gert upp hug sinn. Þaö var Gallupstofnunin sem annað- ist skoöanakönnunina í 1006 manna úr- taki og eru skekkjumörkin ætluð 4% svo að 2% munurinn á fylgi flokkanna kann að vera 6% fyrir demókrata eða 2% fyrir repúblikana. Könnunin var framkvæmd í gegnum síma á fimmtudag á meðan flokks- þingið stóð enn og á föstudaginn sem var lokadagur þingsins, en þá höfðu f jölmiölar allir verið uppfullir alla vik- una af f réttum frá þinginu. I könnuninni kom einnig fram aö 45% töldu að það sem þeir hefðu séð af flokksþinginu eða lesið um það kæmi þeim frekar til að styöja demókrata. 52% sögöust þá fyrst hafa hallast á sveif með demókrötum eftir að kunn- gert hafði veriö valið á Geraldine Ferr- aro sem varaforsetaefni. Walter Mondale og Geraldine Ferr- aro, frambjóðendur Demókrataflokks- ins til forsetakosninganna, virðast nú njóta meira kjósendafylgis en Ronald Reagan og George Bush, samkvæmt skoðanakönnun á vegum tímaritsins News week er gerð var undir lok flokks- þings demókrata. 52% sögðust hafa sveigst til fylgis við demókrata eftir að Ferraro var valin varaforsetaefni þeirra. Mannræningj v arair teknir þegar sækja átti lausnar gjaldið Edith Rosenkranz, sem rænt var í Washington á föstudag, var bjargað aftur á laugardagskvöld um leið og lögreglan handtók tvo menn sem voru að sækja lausnargjaldið. Sagði lögreglan aö konan væri heil á húfi og lausnargjaldið hefði verið endurheimt en ekkert var látið uppi um hve miklir fjármunir það hefðu verið eða hvar ræningjarnir hefðu haldið fanga sínum. Edith var rænt í neðanjaröarbíla- geymslu Sheratonhótels þar sem hún og hinn 68 ára gamli milljónamæring- ur, George Rosenkranz, bjuggu. — Rosenkranz er frægur bridgemeistari, höfundur sagnkerfis með meiru. Voru þau stödd í Washington vegna sumar- meistaramóts Noröur-Ameríku. Hitt er minna frægt að Rosenkranz, sem býr annars í Mexíkó, var brautryðj- andi í framleiðslu getnaðarvamarpill- unnar og auðgaðist þar af. Mennirnir tveir voru í sendibifreið þegar þeir voru handteknir þar sem þeir komu til þess að hirða lausnar- gjaldið. Þriðji maðurinn var handtek- inn síöar á hótelherbergi þar sem hann hafðist við. Lausnargjaldskrafan haföi borist á hótelið til Rosenkranz þrem stundum eftir að konu hans hafði verið rænt. Edith (60 ára) var flutt í læknisskoð- un en fékk strax að fara af sjúkrahús- inu því að ræningjamir höföu ekki unn- iðhennineittmein. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur S. Gunnlaugsson VERÐTILBOÐ SUMAfíSINS I • I ÍXdQIO ARMULA 38 iSelmula megini — 105 REVKJAVII' SIMAR: 31133 83177- POSTHOLF 1366 Þetta fallega bíltæki, með LW— MW—FM stereo og kassettu, á aðeins Kr. 3.985,- Passar í flestar gerðir bifreiða og aösjálfsögðu íSubaru. 10 aðrar gerðir af bíltækjum, kraft- magnarar og mikiö úrval af há- tölurum. ísetning á staðnum. HÚSEIGENDUR ATHUGIÐ! Höfum viðurkennd efni. Veitum yður að kostnaðarlausu ráðgjöf um notkun okkar efna. Komum jafnvel á staðinn ef óskað er yður að kostnaðarlausu. Erum með bestu fáanleg efni á þökin og í sprungurnar, t.d. hina frábæru NU- SENSATION, 100% akrílmálninguna, sem myndar sterka teygjanlega húð sem andar og kemur í veg fyrir leka, frost- og steypuskemmdir og alumaglas málningarborðann til sprunguviðgerða, fljótlegt og auðvelt í meðförum. Alumanatiou 301 fljótandi álklæðninguna á pappaþökin, þétti- og ryðvarnarhúðina Permaroof á þökin í litum. Einnig Non-Skid-Veneer, hina þrælsterku sendnu gólfhúð, tilvalda á bílskúrs- gólfið, stenst ágang nagladekkjanna vel, einnig heppileg á tröppumar og sval- irnar. Höfum einnig steinakrU, Solignum Architectural fúavara og Woodex ultra, hörpusilki, hraunmáln. o.fl. o.fl. Og auðvitað öll tilheyrandi verkfæri. Útborgun allt niður í 20% og lánstími allt að 6 mánuðir. I BYGGINGAVORUR Byggingavöruverslun og ráðgjafarþjónusta Kieppsmýrarvegi 8 — simi 81068 alla virka daga kl. 9 —18. laugardaga kl. 9 —16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.