Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Síða 12
12
DV. MÁNUDAGUR 23. JULl 1984.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað28 kr.
Ekki er allt gull sem glóir
Verslunarráö Islands hefur sent frá sér tillögur um
næstu skref í efnahagsmálum. Þar kennir margra grasa
og sumra ágætra. I meginatriöum er lagt út af auknu
frjálsræði og minni ríkisafskiptum. Undir þá stefnu er
hægt að taka, enda er frjálst atvinnulíf og sterkur at-
vinnurekstur algjör forsenda framfara og bættra lífs-
kjara. I þessum efnum eru stjórnvöld á réttri leið með því
að losa um í gjaldeyris-, verðlags- og skattamálum en
ennþá er langt í land. Erlendar lántökur og þensla í ríkis-
umsvifum til þess að halda uppi óbreyttum lífskjörum
eru ráðstafanir þar sem tjaldað er til einnar nætur. Öarð-
bær atvinnustarfsemi og dulbúið atvinnuleysi kemur okk-
ur í koll fyrr eða síöar.
Á þetta bendir Verslunarráðiö með réttu og tillögur
þess ganga út á næstu aðgerðir og eru þar efstar á blaði
uppstokkun í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum,
frjálsir vextir og frjálst verðlag og samningar við erlenda
aðila um raforkusölu.
Mesta athygli vekur að Verslunarráðið leggur til að
vanskilaskipum verði lagt eöa þau seld úr landi og tekinn
veröi upp auðlindaskattur. I landbúnaðarmálum er lagt
til að niöurgreiðslur verði felldar niður og frjálst verð-
myndunarkerfi taki við, með lágmarksverði til bænda.
Hætt verði að offramleiða og flytja út landbúnaðarvörur.
Opinberir sjóðir eiga samkvæmt tillögunum að samein-
ast í þrjá sjóði og þeim breytt í hlutafélög sem starfi á
grundvelli arðsemi. Byggingasjóði veröi breytt þannig að
lánin verði endurkeypt af lánastofnunum eftir ákveðnum
reglum.
Ríkisbankamir verði seldir og óþarfa afskipti ríkis-
ins af atvinnustarfsemi afnumin.
Ekki verður annaö sagt en að Verslunarráðið lýsi að
mörgu leyti skoðunum sem mikið hafa til síns máls og
aðrir þora ekki að segja upphátt. Þar er tæpitungulaust
talað en svo þaulhugsað að allar aðgerðir eru tímasettar,
rétt eins og ekkert annað sé eftir en að hefjast handa,
einn, tveir, þrír.
Því miður er málið ekki svo einfalt, enda verða efna-
hagsmál íslendinga ekki leyst með patentlausnum nú
frekar en áöur. Þar skortir bæði pólitískar forsendur,
skilning hagsmunahópa og það sem ef till ræður mestu,
þolinmæöi og vilja þeirra sem stjórna stærstu almanna-
samtökunum, þ.e. verkalýðshreyfingu, atvinnuvegum,
sveitarfélögum. Núverandi stjórnmálaflokkar eru háöir
þessum samtökum í bak og fyrir og fulltrúar þeirra á al-
þingi draga dám af þeim. Pólitíkin er list hins mögulega,
og meðan Verslunarráðið kann að setja fram klipptar og
skornar tillögur á það eftir að vefjast fyrir þingi og ríkis-
stjórn að vinna samkvæmt hinum einföldu formúlum við-
skiptaheimsins.
Það vakir sjálfsagt gott eitt fyrir Verslunarráöinu þeg-
ar það leggur fram tillögur sínar. Ráðið hefur fullan rétt
á að hafa sínar skoðanir og setja þær fram. En þessi
tillöguflutningur er engu að síður óþægilegur fyrir stjórn-
málaflokkana og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn.
Þessa dagana er verið að hefjast handa um endurskoðun
stjórnarsáttmálans og tillögur Verslunarráðsins verða
ekki túlkaðar öðruvísi en svo að hér sé verið að gefa Sjálf-
stæðisflokknum línuna. Ekki er víst að allir séu ánægðir
meö það og þá einkum þeir sem þurfa á því að halda að
hrista af sér þann áróöur að þeir séu handbendi hinnar
hörðu markaðshyggju og köldu lögmála viðskiptalífsins.
Það er ekki allt gull sem glóir í pólitískri list hins mögu-
lega. ebs
Öryggisútbúnaði
er ábótavant
I viðtali DV vi> s.'ökkviliösstjóra 18.
júlí kemur fram að það sé mesta firra
að öryggisbúnaði sé ábótavant á Kefla-
víkurflugvelli þegar rýma þarf breið-
þotu í skyndingu vegna sprengjuhótun-
ar. Það vekur furðu mína að slökkvi-
liðsstjóri skuli vera að reyna, að vísu
af veikum mætti, að réttlæta þau mis-
tök sem búin eru að enóurtaka sig á
Keflavíkurflugvelli varöandi móttöku
farþega niður öryggissleöa á breiðþot-
um.
Rangt
1. Það er rangt hjá slökkviliösstjóra
að öryggissleöar á t.d. DC-10 nái til
jarðar. Sjálfur hef ég verið við mót-
töku á farþegum frá slíkri flugvél á
Keflavíkurflugvelli þar sem nokkuð
vantaði upp á að sleðamir næðu til
jarðar. I það skipti neitaði slökkvi-
liðsstjóri að láta starfsmenn sína
aöstoða við móttöku farþega frá
boröi um öryggissleöa.
2. Það er rangt hjá slökkviliðsstjóra
að reikna með því sem sjálfsögöum
hlut aö ekki vinnist tími til að fara
með dýnur á staðinn. Hvað tekur
langan tíma aö henda átta dýnum á
bílpall ef þær eru til staðar? Varla
meira en 20—30 sekúndur. Það er að
sjálfsögðu ákaflega mismunandi
langur fyrirvari sem björgunaraðil-
um gefst vegna sprengihótana, m.a.
hvar vélin er á flugi er sprengi-
hótunin kemur fram, hvers eðlis
hótunin er o.fl. Orðrétt segir í um-
ræddu viðtali við slökkviliðsstjóra:
„Það á að vera hægt að rýma breið-
þotu á 90 sek. þannig að ég fæ ekki
séð aö dýnum veröi komið við.”
Skilur nokkur maður svona bull?
Þaö eiga aö vera a.m.k. 2—4 menn
við hvern öryggissleða en ekki einn
slökkviliösmaöur eins og mér var
skýrt frá að verið hefði í umrætt
sinn. Það er ódýr lausn á þessu
stóra vandamáli slökkviliðsstjóra
að kenna áhöfn vélarinnar um mis-
tökin. Eg held að hann sé þess engan
veginn umkominn að dæma um né
meta ástand farþega í vélinni undir
þessum kringumstæðum fremur en
aö dæma um framkvæmd áhafnar
að koma farþegum frá borði við
mjög erfiðar aðstæöur.
„Langfyrstur"
Það sem vekur þó hvaö mesta
Kjallartnn
KRISTJÁN
PÉTURSSON
7EILDARSTJÓRI VIÐ TOLLGÆSL-
UNA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
athygli í viðtalinu við slökkviliðsstjóra
er sú staðhæfing að það hafi tekið hann
7 mín. aö komast á staðinn frá því kall-
ið barst og að 30—40 farþegar hafi þá
verið komnir frá borði er hann kom á
staöinn og hafði hann þó veriö „lang-
fyrstur”. Það tók semsé slökkviliðs-
stjóra 7 mín. að aka 2—3 km leið. Eru
þessi tímamörk dæmigerð fyrir við-
bragðsflýti slökkviliðsins á Kefla-
víkurflugvelli?
I lok viötalsins viðurkennir slökkvi-
liðsstjóri að það standi hvergi í reglum
að slökkviliösmenn eigi að taka á móti
farþegum niöur öryggissleða vegna
sprengihótunar og jafnframt að hættu-
legt sé aö slökkviliðsmenn séu svo ná-
lægt vélinni ef í henni kviknar og eng-
inn verði þá eftir til að stjóma slökkvi-
tækjum. Mér virðast þessi ummæli
slökkviliðsstjóra vera einhvers konar
fyrirboði um aö hann telji ástæöu til að
setja ákveðnar reglur um björgunar-
aðgerðir farþega frá borði í slíkum
neyðartilvikum eins og ég hef ítrekað
bent viðkomandi yfirvöldum á og jafn-
framt gert tillögur um þar að lútandi.
Kristján Pétursson.
„Það vekur furðu mína að slökkviliðs-
^ stjóri skuli vera að reyna, að vísu af
veikum mætti, að réttlæta þau mistök sem búin
að endurtaka sig á Keflavíkurflugvelli
eru
varðandi móttöku farþega niður öryggissleða á
breiðþotum.”
Er skipulag verka-
lýðshreyfingarinnar
gengið sér til húðar?
Skipulag verkalýðshreyfingarinn-
ar hefur nokkuð verið til umræöu síð-
ustu mánuði. Á síðasta þingi ASI í
desember 1980 var kosin milliþinga-
nefnd sem gera skyldi ítarlega úttekt
á skipulagi samtakanna. Nefndin
vann gott starf og sendi frá sér ítar-
legan gagnapakka þar sem settir
voru fram ýmsir valkostir í skipu-
lagsmálum. Sl. vor var síðan haldin
skipulagsmálaráóstefna. Niðurstaða
ráðstefnunnar kom ýmsum á óvart
því að niðurstöður hennar voru til-
tölulega óbreytt skipulag. M.ö.o. þá
taldi ráðstefnan verulegar grund-
vallarbreytingar á skipulaginu ekki
raunhæfar heldur væri fýsilegri kost-
ur að stefna að smærri endurbótum á
grundvelli núverandi skipulags.
Umræða um skipulagsmál verka-
lýðshreyfingarinnar er ekki ný af
nálinni. Hún hefur annað slagið verið
að skjóta upp kollinum. Misvitrir
pólitíkusar hafa stundum verið að
gera sig merkilega með því að leggja
fram lagafrumvörp um breytingar á
skipulagi verkalýöshreyfingarinnar.
Nægir þar aö minna á frumvarp
Vilmundar heitins Gylfasonar þar
sem gert var ráð fyrir því að sérhver
vinnustaður, bæði stór og smár, hefði
sinn sjálfstæða samningsrétt. Slík
breyting hefði þýtt óbeislað frum-
skógarlögmál og verkalýðshreyfing-
in brotin upp í frumeindir.
Ymsar aðrar tilraunir hafa verið
gerðar til aö þrengja réttindi verka-
lýðssamtakanna. I því sambandi má
nefna lög frá 1977 um aukið vald
sáttasemjara. I dag er afar rík til-
hneiging meðal voldugra afla í þjóö-
félaginu að þrengja þann samnings-
og verkfallsrétt sem hvert stéttarfé-
lag hefur. I því sambandi má benda
á ræöu Þorvalds Gylfasonar frá því í
vor í verslunarráöinu þar sem mikil
áhersla var lögö á að takmarka yrði
rétt einstakra stéttarfélaga til gegn-
umbrota þegar heildarhreyfingin
hefði samið.
Grundvallarsjónarmið verkalýðs-
hreyfingarinnar í þessum málum
hefur verið að það sé málefni sam-
takanna sjálfra að taka ákvarðanir
um sín innri mál og á þeirri forsendu
hefur öllum slíkum inngripum utan-
aðkomandi aðila í skipulagsmál
samtakanna verið hafnað. Sjálfstæðl
samtakanna gagnvart ríklsvaldinu
er einfaldlega í húf I.
Skipulag á gömlum merg
Skipulag verkalýðshreyfingarinn-
ar hvílir vægast sagt á gömlum
merg, þ.e.a.s. staöbundin félög
starfsgreina eða þá blandaðri félög,
s.s. mörg almennu verkalýösfélögin
og sum þeirra deildaskipt. Þessi fé-
lög eru annaðhvort með beina aðild
aö ASI eða aðild í gegnum starfs-
greinasamböndin. Þó að flest aðild-
arfélaga ASI séu aðilar að starfs-
greinasamböndum þá er aðildin aö