Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Qupperneq 13
DV. MANUDAGUR 23. JULl 1984. 13 „...þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá einir að ráða þá er velferð aldraðra og sjúkra i hættu." Jafn réttur til læknishjálpar — og öryggi í ellinni eru mannréttindi Ríkisstjómin gafst upp viö aö skattleggja sjúklinga á sjúkrahúsum eins og hún áformaði, en hún gafst ekki upp viö aö skattleggja þá sérstaklega sem við vanheilsu eiga aö stríöa. Bjargráöiö var aö skattleggja þá sem leita sér læknis án þess aö fara á sjúkrahús, taka gjald af lyfjum, rann- sóknum og röntgenmyndatökum. Eini spamaöurinn sem ríkisstjómin gat fundið í öllu kerfinu reyndist ekki spamaður heldur gjaldtaka af þeim sem þurfa á læknishjálp og lyf jum aö halda. Þessi skattlagning er mörgum mjög þungbær, en verst er þó það viðhorf ríkisstjómarflokkanna aö finnast þetta, og þetta eitt, nærtækast í efna- hagsaögeröum og sjá ekki og skilja ekki þaö misrétti sem hér er verið að innleiða. Miskunnarleysiö svíöur sár. Ótrúlegt Hver hefði trúaö því fyrir seinustu kosningar aö þetta væri sá svokallaði sparnaöur, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur legöu sérstaka áherzlu á. Mér er ekki til efs aö full- trúar þessara flokka heföu mótmælt því fyrir kosningar aö svona gjaldtaka yrði þeirra helztu ráð eftir kosningar. Hver heföi heldur trúaö því aö þessir flokkar mundu standa að því aö skeröa kaupmátt almenns ellilífeyris um fjóröung til fimmtung. Þaö hafa þeir samt gert. Skerðingin á rúmlega ári var komin upp í 28%, þegar eftir mikinn eftirrekstur í þinginu var loks gerö eilítil lagfæring, sem hvergi hrökk þó til þess aö rétta hlut elli- og örorkulífeyrisþega. Mér er nær aö halda að næstum hver Islendingur hafi staöiö í þeirri trú, aö umhyggjan fyrir sjúkum og öldruðum stæöi svo föstum fótum aö viö því yröi ekki haggað og vörður yröi staðinn um þaö velferðar- þjóöfélag, sem upp heföi verið byggt á undangengnum áratugum. Eldra fólk vissi aö vísu að Alþýðuflokkurinn hafði á sínum tíma þurft aö heyja haröa bar- áttu til þess að ná fram almanna- tryggingakerfinu og fá viðurkenningu á því aö enginn skyldi þurfa að kvíða þvi af efnahagsástæöum aö hann fengi ekki notið beztu læknisþjónustu. Yngra fólk taldi þetta sjálfsögö mannréttindi. En reyndin hefur oröiö önnur. Stjórninni ekki treystandi fyrir velferð sjúkra og aldraðra Hér er verið aö höggva aö því jafn- rétti, sem leitast hefur veriö viö aö byggja upp á undangengnum ára- tugum. Hægri öflin, einkum íhalds- flokkamir, víöa um heim hafa einmitt á næstliðnum árum ráðist gegn svona jafnréttismálum þar sem þeir hafa haft aöstööu til. Þessi atlaga Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks sýnir aö þeir vilja feta í fótspor þessara íhaldsafla úti í heimi. Hún sýnir líka að þessum flokkum veröur ekki treyst fyrir velferö sjúkra og aldraðra. Hvað sem þeir segja fyrir kosningar, eru þeir reiðubúnir til þess og viröast ekki sjá neitt athugavert viö að auka greiðslubyröi vanheilla og rýra afkomu aldraðra, sem hafa slitiö starfskröftum sínum fyrir landiö og þjóðina. Þaö sanna geröir þeirra núna. Auðvitað á sér staö einhver mis- notkun á tryggingakerfinu og vita- skuld er nauösynlegt aö taka þaö til endurskoöunar og leita ávallt beztu leiöa til aö þaö þjóni hlutverki sínu sem KJARTAN JÓHANNSSON FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS bezt. I þeim efnum er áreiöanlega verk aö vinna. Af sliku starfi fer hins vegar engum sögum núna. I þess staö er ráðist gegn markmiðinu sjálfu um jöfnuö og réttlæti og sem jafnasta aö- stööu allra, sem landið byggja. Framkvæmdin önnur en fögru orðin Af þessari sögu geta menn dregiö mikinn lærdóm. Hún sannar að baráttan fyrir jöfnuöi og jafnrétti er sífelld, og þeir áfangar sem náðst hafa eru ekki sjálfgefnir. Hún sannar, að þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur fá einir aö ráöa, þá er velferð aldraöra og sjúkra í hættu. Hún sannar að fólk má ekki sofna á verðinum. Fagurgalann hefur ekki vantaö hjá þessum flokkum á undangengnum árum, en hin raunverulegu viöhorf og framkvæmdin sjálf hefur reynst önnur en fögru orðin. Þaö er lærdómur aö fá aö sjá þaö svart á hvítu. Nú veröa menn aö snúast til varnar áöur en verr fer. Kjartan Jóhannsson • ,...baráttan fyrir jöfnuði og jafnrétti er sí- felld og þeir áfangar sem náðst hafa eru ekki sjálfgefnir.” GUÐMUNDUR J. HALLVARÐSSON VÉLGÆSLUMAÐUR, TRÚNAÐARMAÐUR ISTJÓRN DAGSBRÚNAR. ASI meira eða minna bein, t.a.m. kýs hvert félag fulltrúa á ASI-þing. Starfsgreinasamböndin eru nú átta talsins með rúmlega 49 þús. félagsmenn. Félög meö beina aöild eru í dag 42 meö tæplega 9 þús. fé- lagsmenn. Þetta segir þó ekki alla söguna því aö samböndin eru afar misjöfn aö stærö. Verkamannasam- bandið er langstænst, meö 23 þús. og 300 félagsmenn, eöa 28 sinniun stærra en þaö minnsta, LV, meö 839 félagsmenn. Samanlögð stærð tveggja stærstu sambandanna, VMSI og LlV, eru u.þ.b. 60% af allri hreyfingunni. Ágallar núverandi skipulags Þaö er augljóst aö skipulag verka- lýöshreyfingarinnar er löngu úrelt. Agallamir felast í því aö skipulagið hefur ekki veriö aðlagað þróun þjóð- félagsins þar sem vinnustaöurinn verður sífellt þýðingarmeiri þáttur í lífi og starfi launafólks. A undan- gengnum áratugum hafa átt sér staö gifurlegar breytingar á atvinnuhátt- um. Með tölvutækninni er hin nýja atvinnubylting gengin í garö, verka- skipting vex stöðugt og þróun starfs- þjálfunar og menntunar hefur veriö afar hröð. Hér er vissulega við hæfi að vitna til greinargerðar um skipu- lagsmál frá 1960 en þar segir: „Ætli verkalýðssamtökin aö vera hlutgeng í því þjóðfélagi, sem þannig er aö mótast, veröa þau aö aðhæfa sig þessari þróun, skera af sér van- kanta, sem þegar eru í ljós komnir og byggja skipulag sitt og starfshætti þann veg, aö samtökin geti mætt hverjum nýjum viðhorfum meö full- umstyrk.” Hafi innihald þessarar tilvitnunar átt viö rök að styðjast 1960 þá gilda þau rök enn frekar í dag, 24 árum síðar, en á þeim tíma hefur skipulag samtakanna harla litlum breyting- um tekið nema hvaö starfsgreina- samböndin eru komin til sögunnar. Ágallar núverandi skipulags felast í því grundvallaratriöi aö skipulagiö grundvallast ekki á vinnustaðnum sem félagslegri grunneiningu. M.ö.o., það er ákveöin skipulagsieg þversögn milli hinnar félagslegu grunneiningar, stéttarfélagsins, sem grundvallaö er landfræðilega á kaup- stað, bæ eða sýslu og hinnar raun- verulegu þjóöfélagslegu grunnein- ingar, sem er vinnustaðurinn. Af þessum ágalla leiða mörg vandamál. « Mæting á félagsfundi stéttarfélag- anna verður minni en ella. • Á sama vinnustað er fólk úr mörg- um stéttarfélögum. • I staö samstöðu milli starfshóp- anna er tilhneiging til sundrungar. • Launamismunur milli starfshópa verður meiri en ella. • Mörg félög eru þaö fámenn aö þau geta ekki veitt lágmarks þjónustu. • Ymsir hópar veröa útundan í samningum og þjónustu. Þessi dæmi eru að mínu mati nokk- uð lýsandi fyrir ágalla núverandi skipulags án þess aö þau segi alla söguna í þeim efnum. Skipulagsmálin og „kónga" pólitíkin Þó aö vissulega sé þörf á grund- vallarbreytingum á skipulagi verka- lýðshreyfingarinnar, þar sem núver- andi kerfi yrði aflagt og upp tekið skipulag á grundvelli starfsgreina og vinnustaöa, þá er slík breyting ekki raunhæfur kostur eins og málum er háttaö í verkalýðshreyfingunni í dag. I hreyfingunni í dag ríkir ákveð- in tegund af „kónga” pólitík þar sem misjafnlega valdamiklir „kóngar” fara meö forræði yfir mis- jafnlega þýðingarmiklum áhrifa- svæöum. Jafnframt er þegjandi samkomulag um þaðmilli hinna póli- tísku fylkinga aö raska ekki því póli- tíska valdajafnvægi sem ríkir innan samtakanna. Af þessum ástæðum þykir grundvallarbreyting á skipu- lagi samtakanna ekki fýsilegur kost- ur. Hiö pólitíska valdajafnvægi gæti riðlast og staöa hinna ýmsu „kónga” í hreyfingunni yröi ótrygg. • „í ríkisverksmiðjunum, svo að dæmi sé tekið, var 17 samningum steypt í einn. Þessi aðferð í samningagerð hefur haft marga ótvíræða kosti.” Hvernig getur breytt samningsgerð stuðlað að breyttu skipulagi? Á seinni árum hefur færst í vöxt aö gera samninga fyrir einstakar starfs- greinar og við einstaka vinnustaöi. Með þessu er verið aö reyna aö ná meiri kjarabótum fyrir viökomandi hópa sem ekki tengjast víxlverkun- um verölags og launa. Ýmis stór stéttarfélög hafa á þennan hátt gert sérsamninga fyrir sína félagsmenn með nokkuö góðum árangri. Jafnframt þessu hefur verið fariö út á þá braut að gera algerlega sjálf- stæða heildarsamninga fyrir ákveöna hópa sem bæöi faglærðir og ófaglæröir eiga aðild aö. Þ.e.a.s., bæöi faglærðir og ófaglærðir vinna eftir sama samningi. Dæmi um þetta eru samningar fyrir virkjanavinnu, ISAL-samningarnir, samningarnir við Grundartanga og ríkisverk- smiöjusamningarnir. I ríkisverk- smiðjunum, svo aö dæmi sé tekið, var 17 samningum steypt í einn. Þessi aðferö í samningagerö hefur haft marga ótvíræða kosti. Launabil milli hópanna hefur minnkað og launafólkið á viðkomandi stööum er virkara og meövitaðra um sín k jör. Frekari þróun í þessa átt er að mínu viti afar æskileg og í rauninni prófsteinn á það hvort grundvallar- breyting á skipulagi hreyfingarinnar er möguleg. Ef hin ýmsu félög og forystumenn þeirra geta ekki sam- einast um aö fara þessa leið í samn- ingagerö þá er líka grundvallar- breyting á skipulagi hreyfingarinnar út í hött. Guðmundur J. Hallvarðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.