Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Síða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 23. JULI1984. Spurningin | Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hver er uppáhaldsfuglinn þinn? (Spurt á Hornafirði) Camiilus Rafnsson málari: Páfagauk- urinn Gulli geggjaði. Hann syngur og fer í sturtu svona við og við. Hann læröi líka að mjálma hjá kettinum. Starrinn er leiðinlegastur fugla. Stella Gunnarsdóttir húsmóðir: Þeir sem syngja á morgnana þegar við vöknum. Krumminn finnst mér leiðin- legastur. Viðir Jóhannsson málari: Kjúklingur- inn. Hann er svo góður vel grillaður. Krían er leiðinleg, hún dritar á mann þegar maður er að veiöa. Ásþór Guðmundsson málarasveinn: Páfagaukarnir eru skemmtilegastir, krían er leiðinlegust vegna gargsins og hávaðans. Siðhúið svar frá Danskennarasambandi ísiands við bréfi sem birtistþann 29. júnisl. Frá Danskennara- sambandi íslands Frá Danskennarasambandi ís- lands: Vegna bréfs Huldu G. Hallsdóttur, sem birtist í DV 29. júní síðastliðinn, vill prófnefnd Danskennarasam- bands Islands taka eftirfarandi fram. Að danskennarapróf skiptist í eins konar sveinspróf og meistarpróf er út í hött. Danskennarapróf er annars vegar í suður-amerískum dönsum og hinsvegarí „Ballroom-dönsum”. Ariö 1971, þegar fyrst er farið að prófa danskennara hérlendis, var einkunnagjöf þannig: Staðið (6,5— 7,5), gott (8,0-8,5), ágætt (9,0- 10,0). Frá 1972 er gefin einkunnagjöfin 1—10. Frá 1979 er einkunnagjöf tví- skipt, þ.e. séreinkunnfyrir dans og séreinkunn fyrir tækni. Nemar hafa áður komist upp í einkunnina 9,9. Kristný Vilmundar- dóttir fékk 30.maí 1980 9,8 í dansi og 9,9 í tækni. Hún var nemi í Dansskóla Heiðars Astvaldssonar, prófnefnd skipuðu þá Sigurður Hákonarson, Iben Sonne og Guðrún Pálsdóttir. Fleiri en einn nemi hafa fengið eink- unnina9,8. 30. maí 1984 fær Viðar Völundarson einkunnina 9,8 fyrir dans og 10 fyrir tækni. Hann fékk 10 fyrir tækni því allt sem hann sagöi og gerði var upp á 10. Dómnefnd var sammála um einkunnagjöf sína, en í dómnefnd voru örn Guðmundsson, Iben Sonne og Guðrún Pálsdóttir. Ef Huldu Hallsdóttur er enn í dag ekki kunnugt um einkunnagjöf sína getur hún að sjálfsögðu fengið að vita hana en við birtum hana ekki í blöðunum. Hvorki prófnefnd DSI né Dans- kennarasamband Islands komu á nokkurn hátt nálægt því viðtali sem birtist í N.T. við Viðar Völundarson. Varðandi sprenginguna í DSI þá er þaö rétt að 9 meölimir af 42 sögðu sig úr sambandinu, en þaö er ekki ný bóla að sumir geta ekki sætt sig við lýðræðislegar leikreglur. Frá Heiðari Ástvaidssyni dans- kennara: Eg undirritaður var viðstaddur þegar Viðar Völundarson tók síðari hluta danskennaraprófs. Eg er full- komlega samþykkur einkunnagjöf prófnefndar. Sign Góður mat- ur i Spies- ferðum Spiesari skrifar: Ég var aö horfa á umræðuþáttinn í sjónvarpinu um sólarlandaferöirnar. Þar sagði Ingóifur Guðbrandsson m.a. aö ferðirnar hjá erlendu ferðaskrifstof- unum væru mun verri en hans, m.a. fyrir þaö að þröngt væri á milli sæta í flugvélinni og að fólk fengi aðeins te- bolla og eitthvaö með á leiðinni. Þar sem ég ferðaðist nýlega með ferðaskrifstofu Spies verð ég að leið- rétta þetta. Það er aö vísu frekar þröngt á milli sæta en maturinn sem ég fékk á leiðinni var mjög góður, enginn tebolli og rúnnstykki. Brekdans frekar en skrykkur Páll Bergþórsson hringdi: Breakdance er mikið til umræðu þessa dagana og hefur íslenska orðiö skrykkur verið notað yfir þennan dans. Mig langar að koma meö aöra betri tillögu um íslenskt orð yfir break- dance. Þetta er brekdans. Orðið brek er íslensk og þýðir brot samanber breksjór=brotsjór. Orðið hefur því marga kosti. Þaö er íslenskt, er bein þýðing á break og hljómar einnig svip- aö og orðið break. Stend með Steindóri 8414-8806 skrifar: Ég var aö kom að utan og sá þá í blööunum að Steindórsmenn höfðu ver- ið sviptir leyfi sínu til aö reka stöðina og akstursleyfinu einnig. Mér finnst þetta mjög miöur því oft- ar en ekki hafa þeir Steindórsmenn orðið til gagns þarna í miðbænum, komiö upp um innbrot og veriö vak- andi yfir því sem hefur verið að gerast þarna í hjarta borgarinnar. Daniel Sigurösson málarasveinn: Lundinn, hann er svo fallegur. Fýllinn er leiðinlegur því hann ælir á mann þegar maður kemur nálægt honum. Læla Ingvarsdóttir húsmóðir: Dúfan, mér finnst hún svo vinaleg. Hana vant- ar alveg á Homafirði. Starrinn er ógeðslegur. Allir geta breikað Anna, 14 ára, skrifar: Eg var mjög óánægö með greinina, sem birtist þann 12. júlí, skrifuð af hin- um neikvæða Brandi. Brandur minn, fyrst þér líkar ekki þetta svokallaða breik þá skil ég ekki hvernig í ósköpun- um þú gast álpast inn í bíó þegar verið var að sýna breikdans-mynd þar. Ég hefði ekki komið nálægt bíóhús- inu á meöan breiksýningar stóðu yfir ef ég væri svona lítið hrifin af breiki eins ogþú. Kannast þú ekki við málsháttinn: æf- ingin skapar meistarann? Þetta á vel viö krakkana hér heima á Islandi sem eru að taka sín fyrstu breikspor. Og svo finnst mér alls ekki hægt að bera saman krakkana hérna á Islandi og fólkiö sem búiö er að æfa lengi og þar aö auki eru bestu dansararnir valdir í hlutverkin. Mér dettur helst í hug aö þú sért svona afbrýðisamur út í krakkana sem geta breikað. Ég er meö góöa uppá- stungu. Spurðu ísienska breikdans- meistarann, Stefán Baxter, hvort þú getir ekki fengiö að fara í danstíma hjá honum. Hann breikar virkilega vel og samt er hann hvítur. Allir menn eru jafnir, hvort sem þeir eru svartir, hvítir, rauðir eöa gulir. Allir geta þeir dansað gömlu dansana og diskó og þeir geta líka breikaö. Hörundsliturinn ætti ekki að vera nein fyrirstaöa. Vertu bara jákvæður, Brandur, og brostu, þá gengur allt betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.