Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR 23. JULÍ1984. íþróttir íþróttir íþrótt íþróttir íþrói „KA-menn grímmastir íl.deild í dag” - rætt við þjálfara KA og Víkings og leikmenn eftir markaleikinn í Laugardal í gærkvöldi Þeir komust sex sinnum inn í vítateig okkar og náðu að skora sex sinnum. Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er einfald- lega einn af þessum dögum,” sagði Gústaf Baldvinsson, Eyjamaöurinn ungi sem þjálfar KA frá Akureyri. „Það gekk ekkcrt upp hjá okkur, sama hvað við reyndum. Aftur á móti gckk flest upp hjá Víkingum. Við vorum miklu meira með boltann og þetta var allt of stór sigur. Þessi markatala gefur ekki rétta mynd af þessum leik,” sagði Gústaf. „Mörkin öli falleg og vel uppbyggð" „Þessar úrslitatölur segja sina sögu. Að mínu viti var það ekki vafamál hvort liðið var betra hér í kvöld. Strákarnir skoruðu gullfalleg mörk og það var mjög vel að þeim öllum staöið. Þessi sigur okkar hér í kvöld er einn áfangi af mörgum sem við Vtkingar ætlum okkur að ná á næstunni. Þaö verður haldið áfram og allt gert til aö halda áfram á sömu braut,” sagði Björn Árnason, þjálfari Víkings. „KA-menn grimmastir í dag í 1. deild" „Þetta var mjög erfiður leikur. KA- menn leika svakalega fast. Þeir eru mjög grimmir. KA hefur á að skipa grimmasta iiöinu i dag i 1. deild. Þessi sigur okkar var mjög sanngjarn og stigin þrjé alveg ótrú- Icga mikilvæg. Þetta voru stigúi sem við máttum alls ekki tapa. Þessi stig geta gert útslagið fyrir okkur i lokin. Ég er mjög ánægður með þennan leik og núna kom loks að því að við nýttum marktækifærin sem við fengum í lciknum,” sagði Ömar Torfason, Vikingi, eftir leikinn gegn KA í gærkvöldi en Ömar skoraði tvö mörk og lék mjög vel. „Vona að þetta komi ekki fyrir aftur" „Ég veit það ekki. Ég held aö þetta hafi ekki verið of stór sigur hjá þeim. Þeir unnu þetta mjög sanngjarnt og þeir voru betri í þetta sbin. Það eina sem við getum gert núna er að reyna aö gleyma þessum leik og það sem allra fyrst. Þetta var hryllileg- ur leikur og ég vona bara að þetta komi ekki fyrir okkur aftur,” sagði miðvörður KA, Ertingur Kristjánsson. -SK. Björn Árnason, þjálfari t'íkings, var ánægður með sina menn. Sigurðurog Gunnarunnu Samhliöa stigamótinu á Akureyri um helgina fór fram opið mót, s vokallað Saab- Toyota mót. Keppt var með og án forgjaf- ar. I keppninni án forgjafar sigraði Sigurður H. Ringstcd, GA, á 156 höggum, Baldur Sveinbjörnsson, GA, varð annar á 159 höggum og Skúli Skúlason þriðji á 163 en hann keppir fyrir GH á Húsavik. Gunnar Rafnsson, GA, vann keppnina með forgjöf, lék á 138 höggum. Slgurður H. Ringsted varð annar á 142 höggum og þrlðji varð Baldur Sveinbjörnsson, GA, á 143 höggum. -SK íþróttir Hart verður barist í kvöld Einn leikur fer fram í 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu í kvöld og er það viöureign Fram og Breiða- bliks. Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn að venju kl. 20. Leik liöanna í fyrri umferðinni í Kópavogi lauk með naumum sigri Fram, 1—0, og hyggjast Blikar nú hefna ófaranna í kvöld á heimavelli Framara. Staða liðanna er svo til eins. Liðin hafa bæöi 11 stig og mjög svipaða markatölu. Leikir þessara tveggja liða hafa oft verið skemmtilegir og hafa talsmenn beggja liða lofaö hinu sama í kvöld. Þá á að reyna í kvöld að leika leik KS og IBV sem fara átti fram í 2. deild á Siglufiröi um helgina en ekki var flogið frá Eyjum. Ef ekki tekst að fljúga í dag verður leikurinn settur á þann 1. ágúst. -SK. Andri Marteinsson skoraði eitt marka Víkinga í gærkvöldi og hér sést hann sækja að miðverði KA, Erlingi Kristj Skagamenn með 10 ustu eftir sigur í I áttu lengi vel í vök að verjast en Bjarni Sigurðsson var snjs Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttamanni DV á Suðurnesjum. Það minnti margt í leik Keflavíkur og Akraness í 1. deild í gær á leikina í Evrópukeppninni í Frakklandi í sumar, hraði og baráttuvilji. íslandsmeistar- ar Skagamanna áttu þó í vök að verj- ast í fyrri hálfleiknum og þá hefðu Keflvíkingar jafnvel átt að gera út um leikinn. En þeir mættu erfiðum mót- herja þar sem Bjarni Sigurðsson, markvörður Akraness, var. Hann varði mjög vel — maður leiksins. i síð- ari hálfleiknum náöu Akurnesingar sér hins vegar vel á strik og tókst að tryggja sér sigur þegar langt var liðið á leikinn, 2—1. Keflavík hafði forustu í hálfleik, 1—0. Keflavíkurliðið lék skínandi vel í fyrri hálfleiknum og fljótt varö mikil hætta viö mark Akurnesinga. Á 12. mín. skallaði Guðjón Þórðarson frá á marklínu Akraness eftir hornspymu Einars Ásbjöms Olafssonar og á 18. mín. komst Ragnar Margeirsson einn inn fyrir vöm Skagamanna. Bjama tókst að slá knöttinn yfir þverslá. Keflvíkingar unnu návígin í hálf- leiknum, léku skemmtilegan stuttan samleik en lítill kraftur var í Akurnes- ingum, þeir fengu ekki gott færi í fyrri hálfleiknum. En áfram buldu sóknar- lotumar á vöm þeirra og á 19. mín. skomðu heimamenn. Hætta virtist þó ekki mikil þá. Gefið var hátt inn í vítateiginn og Bjami virtist eiga auðvelt með að verja. En hann rann til í leðjunni og missti knött- inn. Helgi Bentsson náði honum meö harðfylgi, kominn niður á annað hnéð og gat gefið inn á markteiginn. Þar skallaði Einar Ásbjöm í markíð, 1—0. Á 29. mín. voru Keflvíkingar enn á ferðinni. Ragnar Margeirsson komst i gott færi en Bjarni varði skot hans. Hélt þó ekki knettinum sem féll til Magnúsar Garðarssonar. Hann virtist eiga greiða leið að skora en spyrnti langt framhjá. Þar fór gott tækifæri forgörðum. Á næstu mín. komst Ragn- ar innfyrir, spymti en Bjami kom tánni fyrir knöttinn og stýröi honum framhjá stöng. Á 35. mín. átti Helgi hörkuskot framhjá úr góöu færi. Rétt í lokin kom eina færi Skagamanna, ef færi er hægt aö kalla. Mikil þvaga í vitateig Keflvíkinga, margir lágu þar, en að lokum spyrnti Gísli Eyjólfsson frá. Skagamenn hressast I síöari hálfleiknum léku Skagamenn undan smá sunnangolu og þá fór að rigna. Völlurinn varð mjög háll. Skagamenn voru mun hressari en í f.h. og fóru að sækja. Karl Þórðarson, sem lítið hafði borið á, vaknaði eins og af dvala. Lék upp og gaf fyrir. Þor- steinn náði ekki tíl knattarins en eng- inn Skagamanna fylgdi eftir. Síðan gaf Árni Sveins laglega á Sigþór Omars- son, sem skallaöi rétt yfir, og síðan fór meiri harka að koma í leikinn. Júlíus Ingólfsson, IA, hafði verið bókaður í f.h. en síðan vom þeir Valþór, Kefla- vík, og Guðjón Þórðarson bókaöir á stuttum tíma. Akumesingar fengu þrjú horn í röð um miðjan hálfleikinn en í þriðja skipt- ið tókst Þorsteini að ná knettinum. Keflvíkingar náðu af og til skyndisókn- um og á 71. mín. komst Helgi frír inn fyrir. Bjarni varði snilldarlega, sendi knöttinn fram á Karl, sem lék á einn mótherja af öðmm í 30 metra rispu. Spymti síðan yfir markið en loks korr að því, sem margir heimamenn óttuð- ust — aðrir fögnuðu, að Skagamenn jöfnuðu. Aukaspyrna Jóns Áskelssonar frá miðjum velii út við hliðarlínu sigldi inn í vítateiginn. Það virtist auðvelt fyrir Þorstein að handsama knöttinn. En hann rann til og missti af honum. Siggi Donna kom aðeins við hann áðui British Openígolfi: Einvíginu lauk með sigri Ballesteros „Þetta er dásamleg tilfmning. Annað bögg mitt á 17. brautinni var lykillinn að sigrin- um,” sagði Severiano Ballesteros, binn 27 ára spánski golfmaður, eftir að hann hafði rennt kúlunni í holuna á lokabrautinni af fimmtán metra færi og sigrað fyrrverandi meistarann, Tom Watson, Bandarikjunum, með tveggja högga mun á opna breska meistaramóti á St. Andrews, golfvellinum fræga á Skotiandi. í annað sinn sem Ballesteros sigraði á „British Open” en bann befur einnig orðið bandarískur meistari tvívegis. Baliesteros sigraði 1979 á breska mótinu, fyrsti stórsigur hans í golfi. Hann lék holumar 72 á 276 höggum eða tólf undir pari vallarins. Mjög jafn alla dagana, lék á 69, 68, 70 og 69. Næstir komu Tom Wat- son, sem fimm sinnum hefur sigrað á breska opna mótinu, og Vestur-Þjóðverjinn Bem- bard Langer. Báðir léku á 278 höggum. Síðan komu j>eir Fred Couples og Lanny Wadkins, báðir USA, á 281 höggi, Greg Norman, Astralíu, sem hafði fomstu eftir fyrsta keppnisdaginn, og Nick Faldo, Bretlandi, léku á 282 böggum. Af frægum köppum má nefna að Lee Trevino og Hale Irwin léku á 285 höggum og vom um 20. sætið og Jack Nicklaus lék ásamt nokkmm öðmm á 228 höggum. Johnny Mlller, USA, einnig. Nickl- aus byrjaði mjög illa, lék á 76 fyrsta daginn og síðan 72 þann næsta. Fyrir síðasta keppnisdaginn vom þeir og Ian Baker Finch, 23 ára Astrali (endaði með 284 og lék síðustu 18 holumar á 79 höggum) jafnir í efsta sæti með 205 högg. Langer og Bailcsteros komu skammt á eftir með 207 högg en langt var í aðra. Nokkrir á 212, ma. Treving. Watson hafði ekki byrjað vel. Lék á 71 fyrsta daginn, síðan 68 og bættl um betur þriðja daginn. Lék þá frábærlega vel á 66 höggum. Baker-Finch hafði leikið á 68 og 66 tvo fyrstu keppnisdagana, síðan 71. Lokadagínn, eða f gær, byrjaðl Watson mjög vel og var einn með fomstu eftir þrjár fyrstu holurnar. Allt gekk hins vegar á aftur- fótunum hjá unga Astralíumanninum. Hann tapaði fimm höggum á nfu fyrstu holunum. Hins vegar þrípúttaði Watson á f jórðu holu og Ballesteros lék á „birdie” og náði þar með Bandarikjamanninum. Báðir 10 höggum und- ir pari vallarins. Iarry Wadkíns fór að nálg- ast fyrstu með þremur „birdies” í röð. Nor- man cinnig — fimm birdie á 12 holum. En þeir Ballesteros og Watson börðust greinílega um meistaratitilinn og ailt gat skeð þar tii kom að 17. og næstsíðustu brautinní. Þá fór ailt úrskeiðis hjá Watson. Hann sló kúluna yfir veg og f steinvegg. Lék holuna yfir pari eða fimm og meistaratitillinn var Ballesteros, sem lék af miklu öryggi mikils meistara. Honum hefur ekki gengið allt of vel í Bandarikjunum að undanförnu og var þvf mikið f mun að standa sig vel á St. Andrews. Það tókst honum. hsím. Iþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.