Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1984, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 23. JULl 1984. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið iiw. 1» ■■■ m mh i-i mmt ■■■ mnra — Bankabókar- blús (höfundur ókunnur) Hann afi minn átti sér bankabók, hann baslaði og dó svo í elli. Skiptaráðandinn skrudduna tók, ískúffuna stakk henni í hvelli. Eg spurði um arfinn, en ekki fékkst svar, og áfram hélt tíminn, si svona, en órór og spenntur ég auðvitað var og alltafað bíða og vona. Og dagarnir liðu, svo urðu þeir ár, ég ekkert um bókina frétti, ég beið þarna og beið og var svolítið sár og samt var ég erfinginn rétti. En loks kom á daginn, hve lánið er valt, og Ijótt var það ólán er henti, að bókin var horfin og úr henni allt og enginn veit nú hvar það lenti. Á fógetabúllunni fékk ég það svar að fólar tveir væru t haldi, þá sá ég hann afa, hann sat inniþar og seðlana og krónurnar taldi. Selina sjónvarpskona, sem heillaói Andrew prins upp úr skónum, og Andrew prins, glaðbeitturá svip. Hvert er síma- númerið þitt? — spurði Andrew prins Andrew prins, litli bróðir hans Kalla, sem á í erfiðleikum með uppeldi sonar síns, er ekki banginn við að beita kon- unglegum töfrum sínum til þess að ná sér í vinstúlkur. Nýlega var hann í við- tali í breska sjónvarpinu hjá frægri sjónvarpskonu, Selinu að nafni. Þau spjölluðu saman i þætti sem kallast Morgunveröarviðtalið og eftir að upp- töku lauk var pilturinn ekkert aö draga nánari kynni og spurði hana um síma- númerið heima hjá henni. Hvort hann fékk það fylgir að vísu ekki sögunni. Sú síðasta sem kveikti í litla prinsinum, Koo Stark, er á hraðleið í hjónaband með vellauðugum tuttugu og tveggja ára Breta, Tim Jeffers, sem ekki treystir stúlkunni alltof vel og vill láta hana rita nafn sitt undir nákvæman hjónabandssáttmála. MÁLSHÁ TTUR DA GSINS Pað komast ekki allir uppá krambúðarloftið Mike og Jim með systur sína, Jennifer, á milli sín en hún er meðal- manneskja á hæð. Tvö stykki Boy George? Nei, vit- laust. Annar er vaxmynd sem kom- ið verður fyrir i vaxmyndasafni Madame Tussaud i London. En hvor er sá raunverulegi? r Þeir voru ósköp litlir þegar þeir fæddust fyrir fjórtán árum, en i dag em þeir Mike og Jim líklega heims- ins stærstu eineggja tviburar, og eru enn að stækka. Núna eru þeir orðnir hvorki meira né minna en tveir metrar og tólf sentímetrar á hæð og segja foreldrar drengjanna þá vera ósköp venjulega unglinga, en vegna stærðar sinnar geta þeir ekki farið í fataverslanir og keypt sér föt heldur verður móðir þeirra að sauma allt á þá. Þeir þurfa líka sér- smíðuð rúm því að þau venjulegu vilja brotna. Strákunum finnst stundum erfitt að vera svona stórir og sumum kunningjum þeirra er illa við að vera í f élagsskap þeirra því að þeim finnst þeir vera dvergar við hlið þeirra, og skal engan undra. Eins og alkunna er kemur það sér vel i þeirri frómu iþrótt körfuknattleik að vera í stærra lagi og eru atvinnu- mannalið i Bandaríkjunum nú þegar farin að sækjast eftir þessum há- vöxnutvíburum. „Egþarf ekkertá þéraðhalda” — sagði BoyGeorge Michael Jackson neitaði Boy George nýlega um að syngja með honum inn á plötu. Boy var ekki í vand- ræðum með að svara og sagði einfald- lega: „Ég þarf ekkert á þó- að halda og hef heldur engan áhuga.” Michael varð víst ansi hissa þegar hann fékk þetta harkalega svar. En svona er lífið, hart á móti hörðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.