Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 28. JULl 1984. 5 Þrírmenn frá sjón- varpinuí Danmörku — vegna ólympíu- leikanna íLos Angeles Bjarni Felixson, iþróttafréttamaður sjónvarpsins, er farinn til Danmerkur ásamt tveimur tæknimönnum til að velja efni frá ólympíuleikunum til sýn- ingar í sjónvarpinu hér. Munu þremenningarnir vera með mikla tækjasamstæðu með sér til að vinna úr efni sem sýnt er í sjónvarpinu danska, annaðhvort beint, en Danir sýna töluvert beint, bæði nótt og dag, eða þá samantektir sem byrja á morgnana klukkan 7. Bjami mun sjálfur tala inn á bandið og ættu sendingar frá Danmörku að vera komnar hingaö um kl. 18 sam- dægurs og vera svo sýndar um k völdið. Það er því um nokkuð snögga þjónustu að ræða hjá sjónvarpinu, en að meðal- tali verða þrír tímar á dag helgaðir ólympíuleikunum, alls 60 klukkutímar. SigA Vigdís tekur við embætti öðru sinni Frú Vigdís Finnbogadóttir tekur á ný við forsetaembætti miðvikudaginn 1. ágúst nk. Athöfnin hefst í dómkirkj- unni klukkan hálffjögur en afhending kjörbréfs fer síðan fram í Alþingishús- inu. Er kjörbréf hefur verið afhent mun forseti koma fram á svalir þing- hússins. Þeir sem ætla að vera við kirkju- athöfnina eru beðnir að vera komnir í sæti fyrir klukkan hálffjögur. I Alþingishúsinu rúmast ekki aðrir en boðsgestir. Gjallarhomum verður komið fyrir úti svo að menn geti fylgst með því sem fram fer í kirkju og þing- húsi. Lúðrasveit mun leika á Austur- velli. Eggleikhúsið sýnirKnallá Norðurlandi Eggleikhúsiö, öðm nafni Viðar Eggertsson leikari, er að fara í leikför um Norðurland. Viðar sýnir Knall eftir Jökul Jakobsson. Sýningin tekur aðeins hálfa klukkustund og er verkið eintal manns sem dvelur á stofnun. „Fyndið verk en öðrum þræði svolítið sorglegt,” segir leikarinn sjálfur um það. Sýningar Viðars verða á Akureyri í Samkomuhúsinu 28. og 29. júlí, 30. i Hrísey og 31. á Dalvík. Til Olafsfjarðar fer hann 1. ágúst og ferðalaginu lýkur á Húsavík 3. ágúst. Ailar byrja sýningarnar klukkan 22.00 og miða- verðið er svipað og á bíómiðum. JBH/Akureyri. Aðstoöarfor- stjórarHafrann- sóknastofnunar Að fengnum tillögum forstjóra og stjómar Hafrannsóknastofnunar hefur ráðherra skipað dr. Jakob Magnússon aðstoðarforstjóra á sviði hafrann- sókna og Vigni Thoroddsen aöstoðar- forstjóra á sviði rekstrar, frá 1. ágúst 1984 tii 30. júni 1989. Sfldveiðar Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að síldveiðar í lagnet megi hefjast 10. ágúst næstkomandi. Síld- veiðar í lagnet eru leyfisbundnar og skal sækja um leyfi til sjávarútvegs- ráðuneytisins. Leyfi til síldveiða í lag- net eru bundin viö báta minni en 50 brúttórúmlestir. Láttu Samvinnubankann sjá um gjaldeyrlsvlðskiptln Samvinnubankinn W SYNUM W KK STANZA % LAUGARDAG OGSUNNUDAG KL. 14-17 AÐ MELAVÖLLUM VIÐ gk RAUÐAGERÐI. WkA ■ - m INGVAR HELGASON HF [BH[ Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. ^jjjjjJJjjjjj NISSAN STANZA 1800 GL Nissan Stanza er bíll þeirra sem gera ekki bara kröfur um fegurð, þægindi og endingu eins og flestir láta sér nægja, heldur gera líka miskunnarlausar kröfur um mikinn kraft, óaðfinnanlegan frágang og JS síðast en ekki síst að bíllinn hafi þetta - alveg sérstaka sem ekki er hægt að skýra og aðeins örfáir bílar í heiminum hafa. Einn þeirra er Nissan Stanza, framhjóladrifinn, 5 gíra, með geipiskemmtHegri 1800 cc vél. Bíll sem veitir þér miklu meira en bara að komast frá einum stað til annars. FYRIR ÞÁ SEM GERA KRÖFUR - MISKUNNARLAUSAR KRÖFUR Tökum Jiesta etdrí HJÁ OKKUR FJÖLBREYTNIN MEST OG KJÖRIN BEST bíla upp ínýja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.