Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Side 6
6 DV. LAUGARDAGUR 28. JULI1984. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Það kostar sltt að komast í sðlarylinn syðra: Eyðum 250 milljónum í sólarlandaf erðir Þorri almennings er nú sagöur þeirrar skoöunar að verö á sólar- landaferöum frá Islandi sé óeðlilega hátt. Hér sé um okurprísa aö ræöa á meðan nágrannar okkar á öörum Noröurlöndum geti hópast í suðræna sól fyrir nánast ekki neitt. Þetta álit viröist fyrst og fremst vera byggt á niðurstööum verökönnunar sem gerð var fyrir sjónvarpiö. Kom þar í ljós aö í ákveðnum feröum, sem saman- burðurinn náöi til, var mun ódýrara fyrir einstakling, sem keypti gist- ingu í tveggja manna herbergi, aö fara frá Osló, Stokkhólmi eöa Kaupmannahöfn en frá Islandi. Þóttu þetta undur og stórmerki og skýringa krafist. Sumir feröaskrif- stofumenn hér byrjuðu á fullyröing- um um aö þegar tekið væri tillit til lengra flugs frá íslandi þá væri verðmunurinn lítill og í sumum tilvikum enginn. Síðan höiluöust þeir hinir sömu aö því aö eflaust mætti lækka verö á sólarlandaferöum ef flugfélögin lækkuðu leigugjald sitt. Allt þetta þjark hefur að sjálfsögöu ruglað almenning í ríminu enda hefur ekkert veriö gert af hálfu fjöl- miöla til aö komast að því hvort sólarlandaferðir séu óeðlilega dýrar frá Islandi eöa ekki. Umræöuþáttur sjónvarpsins um þessi mál svaraöi engum spurningum og kom hinum almenna s jónvarpsáhorfanda ekki til hjálpar í tilraunum til að komast að hinusanna í málinu. Við eyðum yfir 250 milljónum í sólarlandaferðir Áður en lengra verður haldið er rétt aö reyna að gera sér grein fyrir hve miklir fjármunir fara í sólar- landaferðir landsmanna svo að fólk átti sig á þeim upphæöum sem um er aðræða. Ætla má aö sætaframboð í sólar- landaferöir ferðaskrifstofanna sé nú um 12 þúsund sæti í leiguflugi. Ég hef ekki upplýsingar um hve margir kaupa sólarlandaferö í ár en ef tekið er miö af ummælum ferðaskrifstofu- manna, sem segja aö aösókn sé mikil og nýting mjög góö, þá er varla of mikiö aö giska á 10 þúsund sólar- landafarþega í ár. Og hvaö borgar þessi hópur nú samtals fyrir aö komast í suöræna sól um lengri eða skemmri tíma? Verö er nokkuð misjafnt eftir því hvert er fariö og hve lengi er dvalið ytra, auk þess sem þama koma við sögu ýmsir afsláttarmöguleikar. En ég held aö ekki sé f jarri lagi að nefna 15 þúsund krónur sem meðalverö á mann. Þessi tala er byggö á þeim verðskrám sem ferðaskrifstofurnar hafa gefiö út þar sem ferðir eru verölagöar á 16—30 þúsund krónur á hvem fulloröinn. Líklega er 15 þús- und krónur of lág tala en taka verður tillit til afsiáttarmöguleikanna eins ogáöursegir. Niðurstaöan er því sú aö 10 þús- und manns kaupi sólarlandaferðir hjá ferðaskrifstofunum og greiði samtals 150 milljónir króna fyrir þær. En þaö er ekki nóg aö borga flug og gistingu því eitthvað þarf fólk aö borða og drekka, eyða í skoöunar- ferðir og skemmtanir auk smáinn- kaupa. Eg giska á að hver maður hafi aö meðaltali keypt erlendan gjaldeyri fyrir 10 þúsund krónur vegna sólariandaferðar. Samtals eru þaö því 100 milljónir sem fara í þau gjaldeyriskaup. Þá emm við komin upp í 250 milljón króna eyðslu í sólar- landaferðir landans í ár. Af þessu kosta ferðimar sjálfar um 150 milljónir króna, eins og áöur segir, og þaö er sú tala sem skiptir máli i sambandi viö umræöu um verðlagn- ingu. Samanburður á verði Þegar haft er í huga hve gífurleg- um upphæðum við verjum til sólar- landaferöa á ári verður aö krefjast •þess aö viöhöfö séu vönduö og traust vinnubrögö þegar verið er aö bera saman verð á þessum feröum frá Norðurlöndunum. Ef fleygt er á borðið verðskrám frá Osló, Stokk- hólmi, Kaupmannahöfn og Reykja- vík og sagt aö veröiö sé tvöfalt hærra héðan er veriö aö lýsa því yfir um leið aö hér sé verö of hátt. Síöan er kallað í menn og þeir beðnir aö skýra þennan mismun og það fljótt. En er um mikinn verömun aö ræöa? Ekki treysti ég mér til aö svara því nema leggjast í mikjar og tímafrekar kannanir. Hins vegar er margt sem ýtir undir þá skoðun að feröir héðan hljóti aö vera dýrari. Ástæðumar eru meðal annars eftirfarandi: Heildarfjöldi i skipulögöum hópferöum í leiguflugi til sólarlanda frá Islandi er um 10 þúsund manns í sumar. Árið 1981 fóru um 400 þúsund Danir í leiguflugi til sólarlanda, en þá var þessi ferðamáti aö byrja að rétta af þar í landi eftir mikla lægð. Á þessu ári eru þeir mun fleiri, ekki síst eftir kaldan og votviðrasaman júní, Þaö mætti ætla aö ná mætti betri samningum um leiguflug fyrir 400 þúsund farþega en 10 þúsund. Gera má ráö fyrir aö 80—90 þúsund Danir kaupi ferö til Mallorca á þessu ári. Er eðlilegt að álykta sem svo aö þar náist betri samningar um hótel- verö en fýrir örfá þúsund Islend- inga. Flugtími er lengri frá Keflavík en Kastrup. Stærsti útgjaldaliður flug- félaga í leiguflugi er eldsneyti og verð á því ræður mestu um það leigu- gjald sem sett er upp. Á þessu ári lækkuðu íslensku flugfélögin, alla- vega Flugleiöir og eflaust Arnarflug líka, verö á hverri flugstund um 8— 12% frá því í fyrra vegna lækkunar á eldsneytisverði. En flugfélag sem flýgur 200 feröir á flugvöll á Spáni fær eldsneyti þar á lægra veröi en félag sem kemur þangaö aöeins 20 sinnumáári. Um þessi tvö atriöi mætti skrifa mun lengra mál og bæta þar ýmsu við. Auk þess koma þarna til mörg atriöi til viðbótar sem eru okkur í óhag þegar sólarlandaferöir eru annars vegar og gefst kannski tæki- færi síðar til aö fjalla um einhver þeirra. Sérstaklega ætti aö hafa í huga smæð hins íslenska markaöar og legu landsins þegar þessi mál eru til umræðu. En eru feröirnar frá Islandi allt aö tvöfalt dýrari en frá öörum Norðurlöndum eins og fullyrt hefur verið? Eins og áður er getið er ekki hægt aö koma með raunhæfar upplýsingar nema að fram fari kannanir af einhverju viti. I þeirri verðkönnun sem mest hefur verið hampaö hefur veriö miðaö við verð- skrá aö frádregnum staögreiðslu- afslætti. Aðrir afsláttarmöguleikar sem eru í boöi hafa ekki verið teknir með. En væri ekki eðlilegra aö miða þetta við ferðareikning fjögurra manna fjölskyldu í staö einstaklings í tveggja manna herbergi? Allavega aö koma meö fjölskyldusamanburö- inn líka. Ferðaskrifstofur hér segjast vera með barnaafslátt og alls konar aðildar- og klúbbafslátt sem lækki veröið verulega. Hvaö kostar ferð hjóna meö tvö böm samkvæmt reikningi, annars vegar frá Reykja- vík og hins vegar frá Kaupmanna- höfn? Spyr sá sem ekki veit því ekki hefur þótt ástæða til að velta þessu upp. Eðlilegt umræðuefni Þaö er í hæsta máta sjálfsagt og eölilegt að verö á sumarleyfis- ferðum, jafnt utanlands sem innan, sé tekið til athugunar og umræöna á opinberum vettvangi. En þaö verður þá aö taka þessi mál öðrum tökum en að reyna aö etja saman feröaskrif- stofum og flugfélögum. Sá sem vill taka að sér að upplýsa neytendur verður aö leggja þaö á sig aö kynna sér allar hliöar málsins til hlítar í staö þess að stunda upphrópanir í ætt viö kosningaóp stjórnmálamanna. Þaö er fyrst og fremst upplýsinga- skylda gagnvart hinum almenna borgara sem skiptir máli. Fullyröingar sumra ferðaskrifstofu- manna um aö leiguflug íslenskra flugfélaga sé of dýrt urðu til þess aö það gleymdist að spyrja einnar spumingar sem skiptir nokkru máli: Er þjónusta ferðaskrifstofanna ekki of dýr? Hver er sölukostnaður þeirra á hvern farþega? En eflaust svara flugfélögin á þá lund að þau skuli halda áfram að lækka verðið svo fremi að eldsneytið haldi áfram aö lækka. En auðvitað má halda áfram svona endalaust og allir eru jafnnær. Svo er spurningin sú, hve lengi er Jensen að vinna fyrir sinni ferö og hvaö tekur það Jón langan tíma? Eg er hræddur um aö þar sé samanburðurinn okkur mjög í óhag. Aö lokum þetta: Ef íslenskar feröa- skrifstofur fá erlend flugfélög til að flytja sína sólarlandafarþega þá skulum við taka vandlega eftú- því hvað verðið til kúnnans lækkar mikiö. Sæmundur Guövinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.