Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Page 8
8 DV. LAUGARDAGUR 28. JULI1984. Frjálst.óháð dagbJað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og Otgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SfMI 27022. Afgreiðsla.áskriftiGsmáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28,10-. Þjóðargjöfín étin enn „Þegar flogið var með áburðinn, mátti víða sjá árangur baráttu við auðn og grjót, en vinsæll er blessaður nýgræðingurinn hjá sauðfénu, því víða var það að naga hann og helzt þar, sem hann er rétt að koma upp úr urð- inni og er á viðkvæmu stigi.” Þessi nýlega lýsing í dagblaði er eftir fréttaritara, sem fékk að fara í áburðarflug með Landgræðslu íslands frá Aðaldalsflugvelli. Hann fór með sjálfboðaliðum úr hópi flugmanna Flugleiða, sem hafa kauplaust unnið að þessu í sumarleyfum í nokkur ár. í öðru dagblaði stóð um daginn: „Hafsteinn sagði þann 200 hektara blett, sem Landgræðslan hafi sáð í á Eyvindarstaðaheiöi í fyrra og í vor, nú alveg hvítan af fé. Þetta er eins og í réttum, alveg kind við kind. ... Svo verður þetta nauðnagað fyrir veturinn.” Alþingismenn íslendinga samþykktu í þjóðemisvímu á ellefu alda afmælis íslandsbyggðar fyrir tíu ámm að klæða landið gróöri á nýjan leik. Hefja átti skipulega endurgreiðslu á skuld við landið, sem safnazt hafði upp á ellefu alda skógarhöggi og ofbeit. Síðan hafa menn unnið þindarlaust, sumir á kaupi og aðrir kauplaust, við stórvirka dreifingu fræs og áburðar úr lofti. Árangurinn hefur hins vegar ekki orðið sá, sem til var stofnað. Þjóðargjöfin mikla frá 1974 hefur verið notuð til að fjölga búfé á afréttum. Hinn hefðbundni landbúnaður á íslandi hefur étið þjóðargjöfina jafnóðum til að auka framleiðslu á óseljan- legum afurðum, sem losnað er við með óheyrilegum út- flutningsuppbótum og niðurgreiðslum. Sjálft landið hefur verið svikið um hina frægu þjóðargjöf. Fyrir nokkrum áram leiddu umfangsmiklar beitar- rannsóknir í ljós, að gróður á afréttum er á hröðu undan- haldi. Stjórnandi þeirra sagði: „Rannsóknir okkar benda til, að það sé of margt sauðfé í landinu eins og dreifingu þess er háttað nú, jafnvel allt að þriðjungi of margt.” Síðast í ár kom í ljós, að Auðkúluheiði var aðeins fær um að bera búfé, sem svarar til 10.500 ærgilda í stað 20.000 ærgilda beitarþunga, sem heiðin sætti í raun. Þar hefur verið sáð í um 700 hektara af þeim 3.000, sem Lands- virkjun tók að sér til að fá að virkja við Blöndu. Þannig fara greiðslur Landsvirkjunar ekki til að græða upp land í stað þess, sem fer undir stíflulón. Það fer til að auðvelda bændum að halda áfram á sama tíma og f iskalíf fer að kvikna í nýj um vötnum. Framkvæmdastjóri Landgræðslu ríkisins sagði í blaðagrein í þessari viku, að menn væru sammála um, ,,að alvarleg ofbeit hafi verið á Eyvindarstaðaheiði um árabil. Margítrekuðum aðvörunum og leiðbeiningum um gróðurverndaraðgerðir hefur ekki verið sinnt sem skyldi...” Þessa dagana eru gildir bændur í Húnaþingi og Skaga- firði að reka hross sín á Eyvindarstaðaheiði og Auðkúlu- heiöi, þótt gefin hafi verið út reglugerð um bann við slíku. ,,Það verður þröngt í tugthúsinu,” sagði formaður þing- flokks framsóknarmanna borginmannlega um þann rekstur. Þjóðin og landið virðast ekki eiga neina vöm gegn of- beldismönnum, sem eru staðráðnir í að nota hugsjónafé þjóðargjafarinnar og mútufé Blönduvirkjunar til að auka framleiðslu afurða, sem kosta skattgreiðendur tíunda hluta ríkisútgjaldanna og ekki er hægt að koma í verð. Jónas Kristjánsson Hættulegt land, ísland! Ég var á gangi um Þingholtin nú í vikunni og hafði af ófyrirgefanlegri bjartsýni skiliö regngallann eftir heima. Þegar svo kom að því aö rign- ingin hófst að nýju, eftir þennan örstutta stans, sem haföi fyllt mig gáleysinu, varð ég að leita mér skjóls og fann það blessunarlega fljótt, í skoti milli tví ggja gamalla húsa. Skotið var að hálfu yfirbyggt og í skjóli að auki, svo þar var þurrt inni. Þar var fyrir ferðamaður með bakpoka. Ég kinkaði kolli til mannsins en brosti ekki, enda brosa bara útlend- ingar til ókunnugra. Mér fannst það heldur óþægilegt að sjá manninn þrengja sér upp í hom eins fjarri mér og hann komst, og ég tók eftir því að hann kinkaöi ekki kolli á móti. Ég hugsaði með mér aö hann væri bara óuppdreginn útlendingur og sneri við honum baki og fór að hug- leiða efnahagsörðuleikana og horfur í kjaramálum. Skyndilega ávarpaði maöurinn mig á erlendu tungumáli og spurði hvort ég væri Islendingur. Ég játaði á mig glæpinn og þá spuröi hann mig þegar í stað hvort ég væri drykkju- maður og ef svo væri, hvort ég væri drukkinn. Mér þótti maðurinn gerast heldur nærgöngull og svaraði kurt- eislega en þó meö þótta að svariö viö báöum spurningunum væri nei. Síöan sneri ég baki við manninum að nýju og gaf þannig til kynna að sam- talinuværi lokiö. En nú var eins og flóögáttirnar opnuðust upp á gátt og maðurinn gat ekki þagnaö. I fyrstu hafði hann leitast við að halda sig eins fjarri mér og húsaskotið leyfði, en nú tróð hann á tám mínum um leið og hann talaöi og hefði eflaust reynt að kom- ast inn undir jakkann minn hefði ég ekki hneppt honum vandlega aö mér. Hann sagöi mér að hann hefði kom- ið til Islands fyrir mánuði síðan og hefði verið á gönguferð um landið. Hann sagði mér í smáatriöum frá þeirri leið sem hann hafði farið, greindi nákvæmlega frá hverjum tjaldstað og gerði stuttlega grein Ólafur B. Guðnason fyrir því hvað hann hefði borðað á leiðinni. — En ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að ferðast á Islandi þegar ég lagði af stað, sagði hann. — Já, Island er harðbýlt land, sagði ég, og nefndi erfiða veðráttu, torfæra f jallvegi og viðsjál vötn. — Ég var nú að tala um íslending- ana, sagði hann og leit einkennilega ámig. Hann sagöi mér síöan feröasögu sína, sem er merkileg aö mörgu leyti. Ég hirði ekki um að segja hana orðrétt, en endursegi hana þess í stað og stytti. Hann hafði komiö til landsins með ferju og gengið af Austurlandi um fagrar sveitir Noröurlands og var kominn á Vesturlandið þegar hrakn- ingar hans hófust. Það var á fjall- vegi, í dimmri þoku, sem hann stöðvaði bifreið og bað um far til byggða. I bifreiðinni voru íslensk hjón, sem urðu fúslega viö beiðni hans, og þar sem þau voru á leið að vinsælum ferðamannastað var það ákveðið að hann myndi fljóta með alla leið. Bíltúrinn var stuttur, en ákaflega skemmtilegur, því hjónin voru viðræðugóð og kunnu að segja margar sögur tengdar fjöllum, hól- um og þúfum, sem grillti í gegnum þokuna. (Þess má geta aö feröa- maðurinn sagði mér nokkrar sögur eftir hjónunum, og ég kannaöist ekki við eina einustu, en mundi sjálfur eftir góðri skemmtun sem ég hef haft af því að semja þjóðsögur handa útlendingum.) Þegar kom í áfangastað var veöur enn leiðinlegt og hjónin sem áttu innhlaup í sumarbústað í grenndinni buðu útlendingnum gistingu þar um nóttina. Hann þáöi með þökkum og þau héldu í bústaðinn. Þegar þangaö var komið voru þar fyrir önnur hjón sem höfðu einmitt nýlokið við að elda mat. Utlendingn- um var boðið að borða og hann þáði, en var þó tvístígandi yfir því þar sem hann borðar eingöngu græn- meti. Máltíöin fór illa, því á borð var borið hangikjöt, og varð hann aö láta sér nægja kartöflur, með grænum baunum og hvítri sósu. Þar sem hann er einnig bindindismaður fór um hann þegar dregin voru fram vín- glös og sex hvítvínsflöskur voru bornar á borð. I fyrstu fór allt fram með friði, en þó gerðust menn mál- glaðir er leið á máltíðina og hækkuðu róminn. Þegar eftir voru tvær hvít- vínsflöskur voru menn farnir að berja í borðið og braut húsbóndinn glas sitt. Annaö vinglas var ekki aö finna í húsinu og húsbóndinn sagði það villimennsku að drekka hvítvín úr vatnsglösum og brá frekar á það ráð að opna aðra flöskuna sem eftir var og drekka af stút. Nú urðu um- ræðumar að deilum, sagði útlending- urinn, og fór með nokkrar afbakaöar setningar og slagorð, en eftir þeim að dæma ræddu menn fótbolta og stjómmál, á víxl og samtímis. Gesturinn fékk ekki svefnfrið í bústaðnum og brá á það ráð að fara með svefnpokann sinn út í bílinn og sofa þar. Honum brá ónotalega þegar hann vaknaði við það um miðja nótt aö bíllinn var settur í gang. Þar var sestur í bílstjórasætið gestgjafinn, sem hafði lokið við hvít- vínsflöskuna, og hélt nú á vodka- flösku. Það var lán i óláni, fannst út- lendingnum, aö hann var langt kom- inn með nýju flöskuna og sofnaði yfir stýrið, eftir að hann hafði leitað að fyrsta gír í nokkrar mínútur, en ekki fundið, af þvi hann hélt um hand- bremsuna. Morguninn eftir ætlaði hinn erlendi ferðalangur að laumast burtu, en vakti gestgjafann þegar hann var að laumast út úr bílnum. Það var ekki við annað komandi en að maöurinn fengi morgunmat, og hljóp Islend- ingurinn inn í bústaðinn og steikti ósköpin öll af beikoni og eggjum, sem ferðalangurinn þorði ekki annað en að borða, því honum fannst hús- ráðandinn undarlega geðstirður og óárennilegur, þar sem hann stóð með pönnuna í annarri hendi og hníf í hinni og brosti stirðlega. Skömmu síöar slapp útlendingur- inn út úr húsinu og greip með sér bakpokann, um leið og hann þóttist ætla að pissa bak við hús. Svefnpok- inn varð eftir í bílnum, en hann sætti sig glaöur viö þann skaða, frekar en hætta sér nærri húsinu að nýju, og hélt hann síðan fáfarnar leiðir til höfuöborgarinnar. Það stytti aftur upp í þann mund sem útlendingurinn lauk sögunni og hann spurði vegar út á flugvöll. Hann ætlaði aö fljúga austur á firði og ná ferjunni í næstu ferð. Og það fyrsta sem hann ætlaði aö gera heima var að fara á heilsuhæli til að ná sér eftir beikonið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.