Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 28. JULÍ1984. Helene Karusoog Kostas Paskalis sem leiðbeina íslenskum söngvurum í Óperunni: Operan hápunktur í menn- ingu hverrar þjóðar Niöri í Operu stendur nú yfir söng- námskeiö Kostas Paskalis og Helene Karuso. Námið stunda um tuttugu ís- lenskir söngvarar sem bæði eru hér heima og erlendis viö nám eöa söng. Hópurinn ráögerir aö halda konsert 2. ágúst næstkomandi. Helene Karuso er aö koma hingað í þriöja skiptið til aö kenna íslenskum söngvurum á námskeiöi. Hún er grísk, fædd í Aþenu og lauk píanónámi þar. Hún lærði síðan söng í Vín og upp úr því var hún ráðin við fleiri en eitt óperuhús og starfaði sem söngvari. Síöan var hún fengin sem söngkennari viö tónlistarháskóla í Vín. Hvernig stóð á því að hún kom hing- aö til að kenna? Margir íslenskir söngvarar hafa lært hjá henni. Már Magnússon söngvari byrjaði aö vera hjá henni í námi í Vín, Olöf Kolbrún, Júlíus Vífill, Garðar Cortes og Kristinn Sigmundsson hafa til dæmis öll stundaö nám hjá henni. I framhaldi af því var hún fengin hing- aö. Kostas Paskalis er mjög þekktur óperusöngvari og hefur sungið við öll helstu óperuhús í heimi: Vínaróper- una, Scala, Covent Garden, Parísar- óperuna, Metrópolitan. Hann er barýton og hefur fyrst og fremst sungið í ítölskum óperum. 'Fyrir nokkru lauk hann ferli sínum sem óperusöngvari og hefur síöan fylgst með ungu fólki, unnið og fylgst með þar sem hann hefur séö eitthvaö áhugavert og hjálpaö til á eigin veg- um. Þaö er fyrst og fremst í sambandi viö túlkun og stíl í tónlist sem hann hefur látið hjálp sína í té. Hann hefur ekki veriö aö kenna söng sem radd- þjálfun. Hann er eins og Helene Karuso fædd- ur í Aþenu og byrjaöi mjög ungur. „Deputeraöi” í Rigoletto, stökk inn í, eins og það er kallaö, og var ráðinn viö Aþenuóperuna upp frá því. Seinna var hann ráðinn viö ríkisóperuna í Vín og var þar fastráðinn í 10 ár. Síðan hefur hann sungiö um allan heim. Námskeiðið sem þau halda núna er haldið á vegum þátttakendanna sjálfra. — Hvaö finnst þeim Karuso og Paskalis um íslenskt óperulíf? Paskalis ræskti sig. Þau hafa ekki séö sýningu í Islensku óperunni en sögöu aö hér heföu verið sýndar óperur viö góöar undirtektir. Allir væru mjög áhugasamir og aösóknin góð. Slíkt sé mjög áhugavert og vert stuðnings. Nemendumir á námskeiöinu séu efni- viöur í næstu kynslóð söngvara og þeir séu áhugasamir og hafi hæfileika. — Hvaö höfðu þau um framtíð Is- lensku óperunnar að segja ? Paskalis sagöi að hér væri búiö aö stofna lifandi óperuhús. Miöaö viö þá fjölbreytni og áhuga sem hann hefði orðiö var við hér væru möguleikar á aö hafa óperuhús, eins og búiö er aö stofna, og því þurfi aö halda áfram. En til þess aö halda svona stofnun lif- andi þarf peninga og eins og alls staðar annars staðar í heiminum er nauðsyn- legt aö ríkiö komi til og hjálpi viö reksturinn. „Þetta er hápunkturinn í menning- arlífi hverrar þjóöar og okkur er þaö öllum þekkt staðreynd aö óperuhús getur ekki lifað án þess aö hafa stuðn- ing,” sagöi Paskalis aö lokum. SGV Signý og Viðar stunda bæði söngnám erlendis. DV-mynd GVA Viðar og Signý, ungir söngnemar: AFAR GAGNLEGT ðlöf Kolbrún Harðardóttir: Betra að söngvarar sameinist um að fá kennara „Mér finnst alveg nauösynlegt aö halda svona námskeið,” sagöi Olöf Kolbrún Harðardóttir sem er einn nemenda á námskeiðinu. Aö fá kenn- ara hingað heim eða fara utan til aö halda sér viö,” hélt hún áfram. Eg rak þetta af staö ásamt Má Magnússyni. Lagöi mig niður viö að safna söngvurum saman til að fá kennslu heim. Það er dýrt aö fara út og betra aö söngvarar sameinist um aö fá kennara. Viö erum tuttugu virkir þátttakend- ur og svo eru 10 óvirkir. Þeir sitja á námskeiöinu sem áheyrendur. Þaö er eiginlega flest þaö fólk sem er í söng- námi eöa söngkennslu á þessu nám- skeiði. Operan stendur aö námskeiðinu aö hluta. Hún hjálpar okkur um húsnæöi og kennararnir búa hér. Að öðru leyti stöndum viö þátttakendumir straum af kostnaði. Feröaskrifstofan Farandi hjálpaöi okkur viö að fá ódýrt f ar.” — Er þetta ekki dýrt? „Einkanám er náttúrlega alltaf dýrt. En ég myndi segja að þaö væri mjög hagstætt þegar fólk sameinast svona. Héma er unnið „intensivt” á hverjum degi í þrjár vikur. Og þaö er ströng vinna.” — Hvernig fer kennslan fram? „Viö erum daglega í tímum og þess á milli hlustum viö á hina þátttakend- uma og læmm ekki síður á því. — Þurfa söngvarar ekki helst aö fara reglulega út til að fylgjast meö? Söngvarar þyrftu sjálfsagt, ekki síöur en fólk í öörum starfsgreinum, aö fylgjast með með því aö rækta eigið nám og fylgjast meö kollegum. Við höfum til margra ára sótt mennt- un erlendis. Núna er þaö mikil söng- mennt í landinu að við getum miölaö hvert öörumiklu í dag,” sagöi Olöf. SGV Viðar Gunnarsson söngnemi kom gagngert til Islands frá Svíþjóð til aö vera á námskeiðinu. „Þetta eru virkilega góðir kennar- ar,” sagði hann. Signý Sæmundsdóttir, söngnemi í Vín, sagðist ekki hafa kom- iö beinlínis til Islands til aö vera á nárnskeiðinu. Hún væri í sumarfríi frá skóla sínum í Vin þar sem hún hefur reyndar verið nemandi Helene Karuso. Signý er búin aö vera eitt og hálft ár við nám, Viöar þrjú ár. Signý sagði að svona námskeið gæti verið afar gagnlegt. Það væri afar „intensivt” og í stuttan tíma. Þannig væri hægt aðlæra mikiö. Þau kváöu bæöi já við því aö nám þeirra væri dýrt. Viðar er í einkanámi og því fýlgir mikill námskostnaður. Signý er í tónlistarháskólanum í Vín. Bæöi fá þau námslán héðan að heiman til aö kljúfa kostnaðinn við námið. SGV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.