Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Qupperneq 14
14 DV. LAUGARDAGUR 28. JULl 1984. ROKKSPILDAN - ROKKSPILDAN - ROKKSPILDAN - ROKKSPILDAN — ROKKSPILDAN — ROKKSPILDAN Tíbrá: Fyrsta íslenska „breik”- lagið Hljórn.sveitin Tíbrá frá Akra- nesi hefur sent frá sér sína aöra breiðskífu sem ber heitið Tibrá 2. A henni eru aðeins tvö lög en annað þeirra mun vera fyrsta ís- lenska „breik" lagiðsem gefið er út hérlendis og heitir Hreik-dans. Hitt lagið er Föstudagsreggí. Otgefandi plötunnar er Dolbit hf. á Akranesi en Tíbrá skipa nú þeir: Eðvarð Lárusson, gitar, hljóm- borð, Eiríkur Guömundsson, Simmons trommur, Flosi Einarsson, ýmsir hljóð- gervlar, GylfiMár, söngur, Jakob Garðarsson, bassi, söngur. liiu luunfw Nýtt popp- blaö Innan skamms kemur á markað nýtt tímarit, Poppblaðið Hjáguð. Ritstjóri er Jens Kr. Guö og útgefandi er O.P. útgáfan. í fyrsta tbl. Poppblaðsins Hjáguðs verður nákvæm lýsing á æskuárum Bobs Marley og póst- áritanir allra helstu popparanna verða taldar upp. Opnuviðtal blaðs- ins verður við Einar örn Benediktsson, Kuklsöngvara og fyrrverandi Purrk. Dagskrá rásar 2 verður skoðuð og skilgreind og bandaríska söngkonan Joan Baez lýsir næturævinýri sem hún átti meö John heitnum Lennon á upp- hafsárum Bítlanna. Sagt verður frá ömurlegum örlögum Lísu Presley, einkadóttur rokkkonungs- ins sáluga, og vinsælustu popp- stjömurnar, s.s. Michael Jackson, Bubbi og Kiss, veröa kynntar nokkuð nákvæmlega. Þá bendir Poppblaðið Hjáguð á bestu fáan- legu kassetturnar hérlendis og segir frá ýmsum fréttum úr popp- heiminum. Plötudómar verða birtir og vinsældalistar. Þá veröa í blaðinu smásögur, krossgátur, skrýtlur, rokkljóö og margt fleira viöallra hæfi. Poppblaðið Hjáguðmun koma út á 6 vikna fresti. Fyrsta tbl. er væntanlegt á markað í byrjun sept- ember. Listamiðstöðin: Þjóðlaga og vísna- I sumar verður sérstök dagskrá hjá Listamiöstöðinni hf. í nýja húsinu á Lækjartorgi, 2. hæð, sem einkum er ætluð ferðamönnum og þeim sem hafa skemmtun af þjóð- laga- og vísnatónlist. Það verður boðið upp á þjóölagadagskrá minnst tvisvar í viku, þ.e. á fimmtudögum og sunnudögum kl. 20.30. Þau sem sjá um dagskrána eru Berþóra Ámadóttir, Gísli Helga- son, Ingi Gunnar Jóhannsson, Steingrímur Guömundsson og örvar Aöalsteinsson. Þau flytja þjóðlög frá ýmsum tímum og tölu- vert af nýlegu efni sem telst til visnatónlistar. Þessar skemmtanir fara fram í húsnæði Listamiðstöövarinnar viö Lækjartorg, í sýningarsal fyrir- tækisins. da&ŒMtal Bubbi Morthens heldur sama nafni á hljómsveit sinni hér og átti aö nota vestur í Bandaríkjunum. Þeir félagar voru ekki ýkja hrifnir af viðtali við RS svo ekki var um annað að ræða en bregöa sér á æfingu hjá þeim í Safari þar sem þeir, ásamt Megasi, eru að undirbúai, sig fyrir hátíðina á Laugum um V erslunarmannahelgina. Er undirritaður gekk inn í sal- inn glumdi lagið „Love will tear us apart” í söngkerfinu en síðan komu þeir lögum og reglu á hlutina, prógrammið greinilega blanda af ýmsu, eftir Lög og regla tóku þeir nýtt lag, Jolly Chili, sérhannað fyrir útihátíð, Mexíkanahattur fer ágætlega með því, en er hér var komið sögu var tekið hlé þar sem Megas var mættur til skrafs og 'ráðagerða. Megas mun verða með ca 20 laga prógramm á hátíðinni á Laugum, blöndu af gömlu og nýju og það væri sennilega vel virði flugfarsins báðar leiðir að sjá kappann taka lagið .Jírókó- dílamaðurinn” á sviði enda hefur lagið til að bera einhvern léttasta húmor í dægurlagi hér- lendis á seinni árum, slær jafn- vel út margt af því besta hjá Stuðmönnum. I hléinu viöraði Bubbi þá hug- mynd að Das Kapital væri ekki eingöngu hljómsveit heldur ætti að standa í blaðaútgáfu þar sem innvígðum yrði gefinn kostur á að fylgjast með ýmsum bráð- nauðsynlegum hlutum sem ekki var farið nánar út í. Eftirminnilegasti hluti kvölds- ins var dúndurgott blúslag sem Kapitalið tók eftir hlé, léttur, skemmtilegur og, eins og ég sagði einhvern tímann um Egó á tónleikum, álíka sleipur og kattarskítur á flísagólfi. -FRI Samningar eru í gangi Eins og greint var frá í DV fyrr í vikunni eru talsverðar líkur á að gamli bítillinn Ringo Starr komi á útihátíðina í Atlavík um næstu helgi. Hann hefur gefið jákvætt svar en samningar eru í gangi á milli Ungmennafélags Austur- lands og umboðsmanns hans um greiðslur og annað sem tengist ferð- inni. Rokkspildan hefur heyrt að áður hafi víurnar verið bornar í þýska dúndrið Ninu Hagen en sú reynst of dýrkeypt. Stuðmenn munu leika fyrir dansi í Atlavík eins og fyrr og er hlutdeild Ringo Starr komin óbeint í gegnum þá en hann mun, að sögn eins Stuömanns, vera Islandsvinur í gegnum kynni sín af Tómasi Tómassyni og Ragnhildi Gísladóttur sem bæði hafa tekið upp í heimastúdíói hans. Hlutverk hans á hátíðinni, ef af verður, er aö veita verðlaunin í hljómsveitakeppninni sem haldin veröur að venju og vera sérstakur gestur hátíðarinnar. Mjög mikið veröur lagt í hátíðina í Atlavík því að fyrir utan hljómsveita- keppnina mun leikhópurinn Svart og sykurlaust verða með stórt prógramm á henni og standa m.a. fyrirheljar- miklum grímudansleik auk annarra uppákoma. Hvað Ringo Starr varðar þá hefur hann ekki gert stóra hluti í tónlist á undanförnum árum heldur hefur hann snúið sér aö nokkru leyti að kvik- myndaleik með misjöfnum árangri. Meðal þeirra mynda sem hann hefur leflúð i, er Caveman sem sýnd hefur verið hérlendis, en þar lék hann á móti nú- verandi konu sinni, Barböru Bach. Meöal mynda sem hann gerði í byrjun áttunda áratugarins, og ekki hafa verið sýndar hérlendis svo mér sér kunnugt, má nefna vestrann Blindman og myndina „That’ll be the day” sem hann hlaut nokkurt lof fyrir. Hvað tónlistina varðar þá virtist hann vera sá af Bítlunum sem hvað minnsta möguleika átti eftir að hljóm- sveitin var lögð niöur, og raunar náði hann aldrei þeim vinsældum sem sjálf- stæður tónlistarmaður sem hinir þrír hlutu upp úr 1970. Þó má nefna tvær ágætar smáskífur, sem báðar náðu á topp 5 í Bretlandi og Bandaríkjunum, ,,It don’t come easy” og „Back off Boogaloo”. Skömmu síðar kom svo lp- platan Ringo en nokkur lög af henni náöu í fyrsta sæti vinsældalistans í Bandaríkjunum. Þetta var árið 1973. Hann reyndi sama leikinn aftur með plötunni „Goodnight Vienna” en sú plata varð hálfgert flipp þó eitt laga hennar næði í fyrsta sæti í Banda- ríkjunum en þaö var No No Song samið af Hoyt Axton. Á síöustu árum má segja aö kappinn hafi verið önnum kafinn við að gera ekki neitt og gert það vel. -FRI Ringo Starr í Atlavík?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.