Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Page 17
DV. LAUGARDAGUR 28. JULÍ1984. 17 Yngsti stór- melstari heims — Nigel Short sigraði á Norðursjjávarmátinu í Esbjerg og náði síðasta áfanga sínum að stðrmeistaratitli Eftir fyrstu umferö 9. Noröur- sjávarskákmótsins í Esbjerg var Englendingurinn Nigel Short ekki líklegur til stórræðanna. Hann mis- reiknaöi sig meö hvítu mönnunum gegn Svíanum Wiedenkeller og fékk stórt núll skráð viö hliðina á nafninu sínu í mótstöflunni. Short lét mótbyr- inn þó ekkert á sig fá og tókst að snúa vörn í sókn, svo um munaði. Er upp var staðið var hann einn í efsta sæti og hafði náð sínum síðasta áfanga að stórmeistaratitli. Short veröur því væntanlega útnefndur stórmeistari á Fide-þinginu í Grikklandi í haust. Þá verður hann yngsti stórmeistari heims í dag, aöeins 19 ára gamall. I síðustu umferð tefldi Short viö Ole Jakobsen, alþjóölegan meistara frá Danmörku, sem teflt hafði langt undir styrkleika og var einn'í neðsta sæti. Jakobsen var með hvítt og hafði fram að skákinni tapað öllum skákum sínum meö þeim lit, en fengið vinninga sína með svörtu. Því er óhætt að segja að Short hafi ekki verið í skemmtilegri aðstöðu enda fór svo að skákin varð æði jafnteflis- leg. Jakobsen hefði getað þvingað fram jafntefli en á elleftu stundu lék hann af sér og Short tókst að knýja framsigur. Á meðan þessu fór fram tefldu Mestel og Lars Karlsson, sem ásamt Short voru jafnir og efstir. Skák þeirra lauk með jafntefli eftir harða baráttu og þeir deildu því öðru sæti. Lokastaðan: 1. Short (Englandi) 71/2 v. 2. -3. Mestel (Englandi) og Karlsson (Svíþjóð)7v. 4.-5. Miles (Englandi) og Csom (Ungverjalandi) 61/2 v. 6.-7. Jón L. Árnason og Wiedenkeller (Svíþjóð)51/2v. 8.-9. C .Hansen og J. Kristiansen (Danmörku) 5 v. 10.-11. Mortensen og Fries-Nielsen (Danmörku)4v. 12.0. Jakobsen (Danmörku) 21/2 v. Danir.voru að vonum óánægðir með frammistöðu sinna manna — eins og sjá má rööuðu útlendingarnir sér í efstu sætin. Curt Hansen, sem varðNorðurlandameistarií Esbjerg í fyrra, náði sér nú aldrei á strik og Mortensen, sem stóð sig vel á sterku móti í Leningrad um daginn, fékk hálfan vinning úr sex síðustu skák- unum. Taflmennska mín var ósköp bág- borin og var ég lengst af um miöbik mótsins. Eg náöi 50% vinningshlut- falli með því aö vinna Mortensen í síðustu umferð í skák þar sem ég stóð lengst af höllum fæti. Annars var ég óheppinn að tapa tveimur góöum stöðum gegn Kristiansen og Fries-Nielsen. Sigrar í þeim skákum heföu jú breytt stöðu minni á mótinu allverulega. öllum bar saman um að þetta hefði verið skemmtilegt mót. Stór- meistarajafntefli sást varla og ef skákum lauk með jafntefli á annað borð var þaö ekki fyrr en eftir mikla baráttu. Aðeins einn keppandi slapp taplaus, Ungverjinn Csom, sem þekktur er fyrir varfæmislega tafl- mennsku. Hann var aldursforseti mótsins, 44 ára gamall! Aumingja Mestel, sem er þekkt andlit í Esbjerg, hefur hvaö eftir annaö or6i í 2. sæti en aldrei hefur honum tekist að sigra. Svo fór einnig að þessu sinni en hann átti góða spretti. Hið sama má segja um Lars Karlsson, sem tefldi afar frísklega. Miles tókst honum að sigra í vel út- færðu hróksendatafli og Mortensen mátaöi hann laglega í Drekaaf- brigðinu alræmda af Sikileyjarvörn- inni. Þaö eru einmitt slíkar skákir sem gert hafa þetta afbrigði svo vin- sælt. Mortensen tefldi undarlega og hvíta sóknin komst aldrei af stað. Hvítt: Erling Mortensen Svart: LarsKarlsson Sikileyjarvörn l.e4 c5 2.RÍ3 d6 3.d4 Rf6 4.Rc3 cxd4 5. Rxd4 g6 6.Be3 Bg7 7.f3 Rc6 8.Dd2 0-0 9.Bc4 Bd7 10.0-0-0 Hc8 ll.Bb3 Re5 12.g4. Mortensen hefur án efa átt von á að þurfa að kljást við Drekaafbrigðiö og hefur undirbúið sjaldséða leið. Varla á þessi leikur þó eftir að ná vinsældum. 12.-b513.h4 b414.RbI a515.a4 Svartur getur unnið þetta peð með 15.-De8 en það tekur tíma og á meðan fengi hvíta sóknin vind í seglin. Svartur tekur rétta ákvörðun: Opnar línur drottningarmegin á hernáms- svæði hvíta kóngsins. 15.-bxa3! 16.Rxa3 Db6 17.Ba2 Db7 18.Dg2 Hb819.c3 Hfc8 20.h5. Nákvæmara en 27.-Bc3+ 28.Ka2 Be6+29.Bd5 28.Kcl Da3+ Og hvítur gafst upp, enda mát í næstaleik. Sigurvegari mótsins taldi eftir- farandi skák vera sína bestu. Reyndar er nokkuð augljóst að hvítur brýtur allar brýr að haki sér með 17. leik sínum en skákin er þó gott dæmi um yfirvegaða og vandaða taflmennsku Short í þessu móti. Hann fer sér að engu óðslega, byggir upp trausta stöðu og sér svo hvað verða vill. Hvitt: TonyMiles Svart: Nigel Short Nimzo indversk vöm. 1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Rge2 cxd4 6. exd4 d5 7. c5 Re4 8. Bd2 Bxd2 9. Dxd2 a5 10. a3 Bxc3 11. y-A- Nigel Short. Sti / l 3 V 6 7 9 V 10 /t V. >J. snonr 25-10 s Zz / 1 Zi 1 0 L 1 z, z, 1 TL 3. uittíTBL (bh^/a+J) '/l % •h o ;/z 'h í 1 'L 1 7L 1 T- L. Kjmlíscs/ (Svi'/ýiíJ ÍGOO O ’k % 1 •h 'h •k 'k L 1 1 1 ? R. JAílBS ( 2C-66- O 1 o L o •k 1 1 'h 1 1 C'k X. (Sory, C 3tfoo 7i •k 'k ‘h % 'k 1 L 'k 1 L 'k í'k JeÁ/ L. 'Tf'ntJnsorf o ‘í L 1 'h % L O L 1 0 1 S'Á M. (Sv'kj'J) JVLo 1 0 'h. L 0 L % o i O 1 1 S'/x 3. Ai RilTiftklSBU (D*»*Sri ) •k o 'k o 'k 1 1 o O 1 h s <£. (Vo*ntí>rlr) 2GOC 0 'L L 0 L L 0 1 45- L 'k f s £• Mo AT£N&£*J (DmttntírL) avvc ‘k o o L 0 0 1 1 •h K o L H JT O. (D&imíA) 219o ‘k ‘h 0 o 7i 1 0 0 •h 0 Z o. JAHoasetJ (DtrrUJri') 2ÍSC 0 0 o o ’h 0 o L 0 •k 1 k íZ, Loks er hvíta sóknin aö fara í gang. Svartur hefur hins vegar þegar komið mönnum sínum í ógnandi aðstöðu og lætur nú kné fylgja kviði. abcdefgh 20.-Rxf3! 21.hxg6 hxg6 22.Rxf3 Auðvitað ekki 22.Dxf3? ? Dxb2+og mát. 22. -Rxe423.Bd5? Leiðir beint til taps en hvítur átti úr vöndu að ráða. Karlsson hafði hugsað sér að svara 23. Rd4 með 23,- Rxc3 24.Dxb7 Rxa2+ 25JKbl Hxb7 26,Kxa2 Bxg4 með fjögur peð fyrir mann og frumkvæðið. Besta vömin er fólgin í 23.Hd3 en eftir 23.Db4! virðist svo sem hvítur eigi afar erfitt uppdráttar. 23. -Db4 24.Bxe4 Hxc3+! 25.Rc2 Hxc2+! 26.Dxc2 Bxb2+ 27.Kbl Bd4+! Rxc3 a412. Bb5+ Bd713.0-0 0-014. f4 g6 15. Hael Bxb5 16. Rxb5 b6 17. g4 bxc5 18. f5 exf5 19. dxc5 Ra6 20. gxf5 Rxc5 21. fxg6 hxg6 22. Dh6 Re4 23. He3 Hab8 24. Rc3 Hxb2 25. Khl Dg5 26. Dxg5 Rxg5 27. Rxd5 Hfd8 28. Hd3 Kg7 29. Hf4. f 9 h 29. - Rh3 30. Hxh3 Hxd5 31. Hhf3 Hdl+ 32. Hfl Hxfl+ 33. Hxfl Ha2 34. Hf3 g5 35. Hc3 Kg6 36. Kgl f5 37. Hc6+ Kh5 38. Hc3 f4 39. Hd3 Kg4 40. Hc3 Hb2 41. Hc4 Hb3 42. Hxa4 Kf3 43. Hb4 Hxb4 44. axb4 Ke2 og hvítur gafst upp. Skák Jón L. Ámason SAMTÖK PSORIASIS OG EXEMSJÚKLINGA Baðhúsið við Bláa lónið hefur veriö opnað aftur eftir viðgerðir og endurbætur. Þeir félagsmenn sem vilja notfæra sér aðstöðu í húsinu hafi samband við skrifstofu félagsins, Síðumúla 27, sími 83920, mánudaga og fimmtudaga milli kl. 14.00 og 16.00. STJÓRNIN. HUSBYGGJENDUFf AFGREIÐUM EINANGRUNARPLAST Á BYGGINGARSTAÐ VIÐSKIPTAMÖNNUM AÐ KOSTNAÐARLAUSU Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU/ AÐRAR SOLUVORUR: PlPUEINANGRUN: FRAUÐPLAST/GLERULL SPÓNAPLÖTUR: VENJULEGAR/RAKAÞOLNAR ÞAKPAPPI • PLASTFÓLÍA • ÁLPAPPIR • STEINULL /GLERULL • MÚRHÚÐUNARNET • ÚTLOFTUNARPAPPI1 r PLASTRÖR (PVC) OG TENGISTYKKI TIL FRÁRENNSLISLAGNA1 HAGKVÆMT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR VIÐ FLESTRA HÆFI -7- SERGREIN OKKAR ER AÐ HALDA AÐ YKKUR HITA BORGARPLAST SIMI 93-7370. KVOLD- OG HELGARSIMI: 93-7355. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HALLDÓR BRYNJÚLFSSON. Vesturvör 27, Kópavogi sími 91-46966 NEWYO BEIIMT FRÁ :roxy diskótekiimu í NEW YORK, ÍBEST THE TWIN CITYS BREAKERS SÝNA BREAK EINS OG HANN GERIST BESTUR í BEST í KVÖLD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.