Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Side 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 2. ÁGUST1984. Útlönd Útlönd Útlönd Nú eru tæpir þrír mánuðir liðnir frá því að sovéski andófsmaðurinn Andrei Sakharov fór í hungurverk- fall. Engar fréttir berast af heilsu andófsmannsins og ekki er vitaö með vissu hvar hann er niður kominn. Sömu sögu er að segja um eiginkonu hans, Yelenu Bonner. Sakharov hóf hungurverkfallið til aö mótmæla því að sovésk stjórnvöld neituðu konu hans um að leita sér lækninga á Vesturlöndum. Andsovéskur áróður Vestrænir diplómatar í Moskvu halda því fram að sú leynd sem hvílir yfir heilsufari Sakharovs bendi til þess að honum hafi hrakaö og að sovéskir ráðamenn telji ráðlegt að láta hann ekki sjást á opinberum vettvangi. Diplómatarnir fullyrða að augljóst sé aö Kremlverjar hafi ekki fulla stjóm á málinu og að frétta- leyndin bendi eindregið til þess aö Sakharov sé enn í hungurverkfalli en matur sé neiddur ofan í hann. Þeir benda ennfremur á að ef Sakharov hefði hætt í hungurverkfallinu og væri viö góða heilsu myndu sovésk stjómvöld vitaskuld notfæra sér þaö og benda á að málið hafi allt veriö tilbúningur vestrænna fréttastofa og að tiigangurinn hafi einungis verið sá að sverta Sovétríkin. Raunin hef- ur hins vegar orðið allt önnur og engar fréttir berast frá stjórnvöld- um og áskoranir þúsunda manna á Vesturlöndum um að Sovétmenn leysi frá skjóðunni hafa hingað til veriö algjörlega hunsaðar. Samsæri Þann 4. maí síðastliðinn birtust fyrstu viðbrögð Sovétmanna í máli Sakharovs. Þá skýrði sovéska frétta- stofan Tass frá því að upp hefði kom- ist um samsæri milli hjónanna og bandaríska sendiráðsins í Moskvu. Samkvæmt frétt Tass átti Yelena Bonner aö sækja um hæli í banda- ríska sendiráöinu og Sakharov að fara í hungurverkfall — sem hann og geröi. Með þessu móti átti aö þvinga sovésk stjómvöld til að hleypa Bonner úr landi. Bandaríkjamenn harðneituðu því að hafa átt nokkurn þátt í slíkri áætlun en viðurkenndu að í apríl heföi Bonner skilið eftir bréf í bifreið sendiráðsins sem hafði að geyma beiðni hennar um að þetta yröi framkvæmt. Fjórum dögum eftir frétt Tass — eða 8. maí — kom vinur Sakharovs þeim skilaboðum til vestrænna fréttamanna að andófsmaðurinn væri kominn í hungurverkfall í borg- inni Gorky og myndi halda því áfram þar til konu sinni yrði heimilað að leita sér lækninga á Vesturlöndum. Eftir það hættu sovéskir fjölmiðlar að fjalla um mál Sakharovs. Andrei Sakharov og Yelena Bonner, eiginkona hans. Þau hafa háð marga baráttuna gegn sovéska kerfinu. Nú veit enginn hvað orðið er afþeim eða hvernig þeim líður. Er Sakharov neyddur til að nærast? — enn fást engar upplýsingar um afdrif sovéska andófsmannsins Vinur Sakharovhjónanna, Irina G. Kristi, heimsótti þau á heimili þeirra í Gorky skömmu eftir frétt Tass og staðfesti Sakharov í samtali við hana að hann hefði byrjað hungurverkfall og hann kvaðst ekki ætla að neyta matar þó það kostaði sig lífið. Kristi hafði þó ekki talað nema í þrjár mínútur við hjónin þegar fundur þeirra var truflaður af útsendurum KGB — sovésku leyniþjónustunnar, og síöan hefur engum vini Sakharov- hjónanna tekist að setja sig í sam- band við þau að því er taliö er. Nokkru síðar fréttist að Sakharov hefði verið fluttur frá Gorky og komst þá sá orðrómur á kreik aö hann hefði verið fluttur á sjúkrahús þar sem han væri neyddur til að mat- ast. Sovésk stjómvöld neituðu þess- um fullyrðingum og staðhæfðu að Sakharov væri hættur í hungurverk- fallinu og væri viö góða heilsu. Þessum fullyrðingum Sovétmanna taka flestir með varúð enda geta þær varla talist trúverðugar úr því að Sakharov fær ekki að koma fyrir almenningssjónir. Sigur á alræðinu Sakharovhjónin fóru í hungur- verkfall árið 1981 og þá unnu þau sigur í baráttunni gegn sovéska álræðinu. Þá kröfðust þau þess að fósturdóttir Yelenu Bonner fengi brottfararleyfi frá Sovétríkjunum. Sovésk stjómvöld gengu að þessum kröfum og hjónin hættu í hungur- verkfallinueftir 17 daga. Margir áttu von á að úr málinu leystist þegar Francois Mitterrand Frakklandsforseti fór í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í júní síðastliönum. Mitterrand ræddi opin- skátt um mál Sakharovs í ræðu sem hann hélt í Moskvu. Með þessu braut hann venjur sem gilt hafa um slíkar heimsóknir og mæltist þetta illa fyrir hjá Konstantín Chernenko, forseta Sovétríkjanna. Hann svaraði Mitter- rand og var harðoröur í hans garð og hafnaði öllum ásökunum um mann- réttindabrot í Sovétríkjunum. Hann varaði einnig vestræna stjómmála- leiðtoga við því að skipta sér af inn- anríkismálum Sovétmanna. Mitterrand fékk því engar fréttir um örlög andófsfólksins og óvissan hélt áfram. Heimsókn Mitterrands Um svipaö leyti og Mitterrand fór til Kreml birtu f jölmiðlar í Sovétrík j- unum harðar árásir á Yelenu Bonn- er. Var hún sökuö um að dreifa óhróðri um Sovétríkin til Vestur- landa og hún kölluð föðurlandssvik- ari. Hún var ennfremur sökuð um að hafa afvegaleitt eiginmann sinn — vísindamanninn Andrei Sakharov. Skömmu eftir heimsókn Mitterrands barst ættingjum Sakharovs í Bandaríkjunum skeyti sem gaf til kynna að þaö væri undir- ritaðaf Sakharov sjálfum. Texti þess var á þessa leiö: „Hafiö ekki áhyggjur. Heilsa okkar er góö og okkur líður vel.” Ættingjarnir höfðu strax uppi efasemdir um að skeytiö væri ófalsað. Nokkru síöar skýrði ítölsk blaðakona frá því að Yelena Bonner hefði hringt í sig frá Gorky og sagt sér að Sakharov væri látinn. Lítill trúnaður var lagöur á þessa sögu blaöakonunnar og kom þar ýmislegt til. Bonner þekkti hana lítið sem ekkert og áttu menn því erfitt með að trúa því að Bonner hefði sam- band við hana með slík tíðindi. Blaðakonan skildi auk þess lítið í rússnesku og ennfremur er mjög erfitt að ná símasambandi við útlönd fráGorky. Aðeins ein leið Fyrir stuttu bárust þær fréttir til Vesturlanda aö Sakharov væri í með- ferö hjá geðlækni og væri í lyfjameð- ferð sem miða ætti að því að breyta skapgerð hans. Slík lyf eru notuð fyrir geðsjúklinga. Þessi saga hefur ekki fengist staðfest en hins vegar styrkist sá grunur manna á Vestur- löndum dag frá degi að Sovétmenn haldi Andrei Sakharov á sjúkrahúsi þar sem hann sé neyddur til að nær- ast.' Vilji Sovétmenn kveða þessar sögur niður, sem þeir segja aö sé auðvirðilegur áróður gegn Sovétríkj- unum, þá er aðeins ein leiö fær. Hún er sú að þeir leysi frá skjóðunni og aflétti einangrun Sakharovhjón- anna. Nígería: Otrúleg spilling á öllum sviðum Herstjórnin í Nígeríu hefur nú gripið til örvæntingarfullra úrræða til að koma á reglu innanlands. Efna- hagur landsins er i hinum mesta ólestri og lítil virðing er borin fyrir lögum og reglum. Fyrir rúmri viku voru sett ný lög sem mæltu fyrir um dauðarefsingu fyrir ýmis afbrot.Þeir sem gerast sekir um brennu eða fjársvik mega búast við aö þurfa að gjalda fyrir slíkt með lífi sínu. Sé einhver náms- maöur svo óheppinn að vera staöinn að verki viö að svindla á prófi þá þýð- ir það fangelsisvist í 21 ár fyrir hann. Þessi nýja lagasetning er liður í baráttu herstjómarinnar „gegn aga- leysi” eins og hún nefnir það. Óreiða á öllum sviðum Herstjórnin tók völdin á síðast- liðnu gamlárskvöldi og var bar með lýðræðislega kjörin stjóm svipt völdum. Þegar herstjórnin tók við völdum blasti viö óreiða á öllum svið- um og stjómleysiö var algjört og því engin furöa þó að gripið sé til rót- tækra aðgeröa þó að deila megi um hvort rétt leið hafi orðið fyrir valinu. Með aðgerðum sínum ætlar stjómin að sýna hinum almenna Nígeríu- manni aö heiðarleiki borgar sig. Einn stuðningsmaður herstjórnar, Gen Buharis, sagði í viðtali við breskan blaðamann nýlega aö mesta afreksverk stjómarinnr á sjö mán- aða valdatíma væri það að Nígeríu- menn hefðu lært að bíða og standa í biðröðum. Heimildir herma að ástandið í höfuöborg Nígeríu, Lagos, sé að mörgu leyti skárra nú en í tíð fyrri ríkisstjórnar. Sem dæmi er þá nefnt að nú geti hinn almenni borgari not- að rafmagn í sex klukkustundir á sólarhring en áður var það ekki svo gott. Ennfremur er á það bent að símakerfiö í borginni eigi það til aö virka nú en áður var það algjörlega vonlaust að nota símann. Nígería hefur verið eitt þeirra landa sem ganga fyrir mútum. Nú hefur verið komið í veg fyrir þann ósiö lögreglumanna að rukka vegfar- endur um háar f járhæðir gegn því að viðkomandi fái aö halda för sinni áfram. Reynt hefur verið að minnka skrifræðið í landinu sem var að tröll- ríða öllu. Atak hefur verið gert í því að hindra menn í að svíkja stórfé út úr ríkinu meö því aö setja tilbúin nöfn á launaskrá og kostar það nú líf- lát ef upp kemst. Lrfið er barátta Þrátt fyrir aðstjómin hafi reynt að berjast gegn þeirri ótrúlegu spillingu sem þrifist hefur í Nígeríu þá er Umsjón: GunnlaugurS. Gunnlaugsson ýmsu ábótavant. Hið daglega líf er mikil barátta fyrir hinn almenna borgara og kjörin mjög slæm. Ibúar höfuðborgarinnar eru um sex milljónir og þurfa þeir flestir að vakna um klukkan fjögur á nóttunni og leggja af stað til vinnu. Erfitt er að aka um götur Lagos því gatna- kerfið er bágborið. Til að stemma stigu við bílamergðinni hafa verið settar undarlegar reglur. Einn daginn er bannað að aka á bílum sem bera sléttar tölur á skráningarnúmerum en hinn daginn er dæminu snúið viö og þeir sem hafa oddatölurnar verða að skilja bílana eftir heima. Þessum reglum hefur verið slælega fylgt, enda nær ómögulegt aö framfylgja þeim. Verðbólgan í Nígeríu er um 100 prósent og allar launahækkanir hafa verið bannaöar með lögum. Lág- markslaun eru nú um 6000 krónur á mánuöi. Hins vegar verður ekki séð hvemig fólk getur lifað af slíkum launum. 50 kíló af hrísgrjónum kosta til dæmis 6.800 krónur þrátt fyrir að herstjórnin hafi mælt svo fyrir að gr jónin skyldu seld á 1.500 krónur. I upphafi valdaferilsins reyndi stjórnin að neyða menn til að lækka vöruverð og herinn ruddist inn í verslanir og bauð viöskiptavinunum vörurnar á verði sem var langt fyrir neðan þaö sem verslunin hafði sett upp. Fór þaö allt eftir því hvað her- mönnunum þótti sanngjarnt. Þetta gekk þó ekki til lengdar og verðlag hefur hækkaö mjög á síðustu mánuð- um. Og fyrir framan verslanir eru ávallt langar biðraðir þar sem fólk bíður eftir helstu nauðsynjavörum. Gjaldeyristap Ibúar í Nígeríu allri eru um 100 milljónir og er búist við að þeir verði um 650 milljónir árið 2150. Miklar erlendar skuldir hafa þjakaö landið og nú er unnið aö því að framlengja skammtímalán upp á fimm milljaröa breskra punda. Hefur her- stjórnin leitað aðstoðar hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Þau skilyrði hafa hins vegar verið sett að stjórnin felli gengi gj aldmiðilsins — naira. Og ennfremur er þess krafist að frelsi í viðskiptum verði aukiö til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast með eðli- legumhætti. Verðlækkun á olíu hefur einnig valdið Nígeríumönnum miklum búsifjum en 95 prósent útflutnings- tekna landsins eru af olíusölu. Ariö 1980 seldu Nígeríumenn olíu fyrir 25 milljarða punda en nú eru tekjurnar af svarta gullinu ekki nema tíu milljarðar punda á ári. Nígeríu- stjóm gat knúið fram örlitla stækkun á framleiðslukvóta sínum innan samtaka olíuframleiösluríkja — OECD — fyrr í þessum mánuði en það dugir hvergi til að mæta tekju- tapinu. Vandamálin sem blasa við herstjóminni em því augljóslega gífurleg og svo virðist sem þaö sé ekki í mannlegu valdi aö leysa þau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.