Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Page 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 2. ÁGUST1984. Spurningin Hefurðu fylgst með ólympíu- leikunum? Þorgeir Jóhannsson framkvæmda- stjóri: Það er nú eitthvað takmarkað sem ég hef séö af ólympíuleikunum, ég myndi frekar vilja taka þátt í þeim heldur en að horfa á þá í sjónvarpi. Bjarni Jóhannsson póstafgreiðslumað- ur: Það er lítið, rétt aöeins kíkt á sjón- varpiö. Eg vonast eftir að Einar Vil- hjálmsson nái silfrinu. Sævar L. Haraldsson bilstjóri: Já, ég hef aðeins fylgst með okkar fólki. Við getum ekki búist við miklu af sundfólk- inu en ég vona að okkur gangi vel á þessum leikum. Kolbrún Gunnarsdóttir sjúkraliði: Það er lítið, ég horfði á setningarathöfnina í sjónvarpinu. Ömar Gunnarsson, vinnur hjá Smjörlíki: Já, og þá aðallega ígegnum sjónvarpið. Mér sýnist Islendingar hafa staðið sig alveg sæmilega. Unnur Kristjánsdóttir húsmóðir: Afskaplega lítiö. Ég vona bara aö Is- lendingum gangi vel. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ringlaður af framgangi Stein dórsmálsins Sverrir Guðjónsson, Hreyfli, skrifar: Ég get ekki orða bundist, svo ring- laður er ég orðinn af framgangi Stein- dórsmálsins. Stórmerkilegt er að ráð- herra skuli ætla að sniðganga dóm Hæstaréttar og rétta mönnum atvinnu- leyfi á silfurfati, svona til að verðlauna þá fyrir að hafa stoliö vinnu frá okkur sem höf um haft lögleg leyfi í tvö ár. Ég hef verið að bíða eftir að ný- kjörin stjórn Frama eöa Hreyfils láti heyra frá sér. En eitthvaö eru þeir seinir á sér því aö sennilega eru þeir að reyna aö kanna nýja útgjaldaliöi fyrir okkur. Furöulegt er hvað almenningur hefur veriö blekktur af forustu Stein- dórs. Þarna vinna menn tvöfaldar vaktir á bílunum eða þá að eigendur bílanna f jarstýra útgeröinni heiman að frá sér. Ég hef ekki haft mikla samúö með Steindórs-stöðinni. Þeir hafa aldrei þurft að berjast fyrir hækkun taxta eöa vera í bílstjórafélagi heldur bara tekiö við því sem aðrir hafa útvegað rétt eins og á að gera meö atvinnuleyfin núna. Vita menn almennt aö taxti leigu- bíla er 9,65 krónur á ekinn kílómetra? Ráðherrarnir gætu borið þennan taxta saman við greiðslur til bíla opinberra starfsmanna. Og almenningur gæti boriö þetta saman viö bílaleigubíla meö áhættu. Og vita menn að hægt er að komast til Akureyrar, fram og til baka, í leigubíl fyrir 9.000 krónur en flug fyrir fjóra kostar 12.000 krónur? Bréfritari er á móti því að gróðurhúsið risi á bak við Bæjarieiðahúsið á Þetta er ekki Hafnarfjarðarstrætó. Hann er frá Los Angeles og iék kjarnorkuknúinn strætó ibíómynd. Bannað er að reykja ihonum. Hafnarfjörður: Bílstjórar reykja í strætó Guðmundur Gunnarsson, 12 ára, framan í mig, en þeir reykja bara skrifar: eitthvað út í loftið í stað þess að beina Eins og flestum er kunnugt eru þessum óþverra út um gluggann. Er reykingar stranglega bannaðar í kannski allt í lagi að farþegar reyki strætisvögnum. Ég get því ekki ham- áður en vagninn fer af stað? ið reiði mína lengur þar sem ég hef nokkrum sinnum tekið eftir því að Vagnstjórar eiga aö hlýða þeim reykt hefur veriö í Hafnarfjaröar- reglum sem settar eru alveg eins og vagninum og þá af vagnstjórunum farþegar. Það stendur skýrt og sjálfum áöur en lagt er af stað niður greinilega í vagninum að bannað sé á torg að reykja þar. Allir eiga að taka tillit Þar sem ég sit oftast fremst í til annarra, þar meö taldir vagn- vagninum fæ ég mestan reykinn stjórarHafnarfjaröarvagnanna. Afturför í Langholtsvegi. Ekkert gróðurhús við Bæjarleiðahúsið húsagerðarlist íbúi við Njörvasund skrifar: Þaö var gaman að fá upplýsingar um hvað er á döfinni á leiksvæði barna við Bæjarleiðir en að þær upplýsingar skuli koma í lesendabréfi en ekki beint til íbúa hverfisins er meira en mér finnst við eiga skilið. Ekki hefur borgin eytt og sóaö svo miklum fjár- munum í umrætt leiksvæði að það hefði verið mikið bruöl að kaupa frímerki á bréf til íbúa hverfisins. En hvemig væri nú fyrir allt unga bamafólkið, sem óðfluga flyst í þetta hverfi, að taka höndum saman og koma til móts við borgina og leggja til vinnu og vinnugleði, ásamt upp- rennandi notendum svæöisins, og gera eitthvað róttækt fyrir svæðið annað en að gera þaö að bílastæðum fyrir væntanlega viðskiptavini blómanna og jarðarberjanna sem einhver f ramtaks- samur garðyrkjumaður vill fá að rækta þama, en börnin eiga sennilega bara að blómstra á götunum í hverfinu. Já, hvernig væri nú að mynda sam- tök íbúa í hverfinu og gera eitthvað fyrir þennan skika? Þarna gætu veriö Jónsmessumót með skemmtileg- heitum og fjöri. Þaö er eins og ekkert sé gert fyrir börnin sem fútt er í nema í nýju hverfunum. Takið nú höndum saman, ungir og upprennandi foreldrar í hverfinu, og gerið eitthvað í málinu. Látið ekki taka þetta svæði bam- anna ykkar frá þeim þegjandi og hljóð- alaust. S.S.T.skrifar: Eftir því sem árin líða, og fleiri hús eru reist hér í Reykjavík og nágrenni, kemur æ betur í ljós hversu húsa- gerðarlistinni fer hrakandi. Göngum um eitthvert af nýjustu hverfunum. Lítum t.d. á íbúðarhúsin sem nú eru byggð austan við kirkjugaröinn í Foss- vogi. Mörg eru þessi hús ljótleikinn sjálfur uppmálaður og óhentug til íbúð- ar að auki. Svo virðist sem arkitekt- arnir, hönnuðir húsanna, hafi flestir lagt hina mestu áherslu á að ofhlaöa þau alls konar útskotum, ávölum þak- gluggum og öðru slíku sem vitanlega eykur mjög byggingarkostnað þeirra án nokkurs ávinnings fyrir eigendurna og gerir húsin jafnframt svo ljót útlits að vart er hægt á að horfa á þau án sársauka. Líklega hefur gatnamálastjórninni eða fegrunarsérfræðingum Reykja- víkurborgar þótt nóg um allan þennan ljótleika því að undanfamar vikur hefur flokkur manna með öflugum tækjum unnið við að hlaöa upp moldar- bing háan meðfram öllu hverfinu að austanverðu til að f ela fyrir saklausum vegfarendum sem mest af þessari hörmungarómynd, sem hús eiga aö kallast, og ætluð eru fólki til ævarandi búsetu. Ég vil hvetja fólk, sem ætlar að byggja sér íbúðarhús, aö hafa sem best eftirlit með þeim sem húsin teikna, arkitektunum, sem sumir hverjir virðast hvorki bera skyn á fjármál né fegurð. Flugleiðir og fjölmiðlamir Kjósandiskrifar: Þaö er með ólíkindum hvemig flugfélagið Flugleiðir, sem er aö stómm hluta í eigu ríkisins, getur í það óendanlega fengið inni í ríkisfjölmiöl- unum til að auglýsa eigið ágæti annars vegar og hins vegar breytt sér í líki beiningamanns þegar þaö á við, svo sem þegar verið er að falast eftir stuð- ingihinsopinbera. Sem dæmi um þetta hafa frétta- menn og dagskrárstjómendur Ríkisút- varps t.d. verið á þönum til aö gera Flugleiðum hátt undir höfði með því að hafa viðtöl og þætti um rekstur Flug- leiða og leitt fram hina ýmsu forystu- menn félags þessa til að tíunda ýmist uppgang, þegar það á við, eöa volæði og vesöld þegar þurf a þykir. Þannig var í þáttum „Síðdegis- vöku” á sínum tíma hvað eftir annað viðtöl við forsvarsmenn Flugleiða og gekk þetta svo langt að varla máttu flugvélar koma svo til lendingar að ekki væri þess getið sérstaklega. — Þetta viöræðuform fylgdi stjórnanda „Síðdegisvöku” úr morgunþáttum sem hann stjómaði einnig þar áður. I kvöldþáttum, sem nefndir hafa verið „Kvöldgestir”, þurfti að koma að einum „Flugleiöa-þætti” meö for- stjórann sem viðmælanda þar sem hann tíundaði enn og aftur erfiðleikana sem sköpuðust við brottrekstur gamalla Loftleiða-starfsmanna á ár- unum 1980—81. Og viti menn, enn er á ferðinni út- varpsþáttur sem heitir Síðdegisvaka og þar fá Flugleiðir inni með tvo fors- varsmenn sína sem lýsa fjálglega hvernig farþegafjöidi hefur aukist frá því á síðasta ári. — Einnig er þátturinn notaður sem bein auglýsing fyrir ný fargjöld félagsins, svokölluð „stand- by”-fargjöld til Akureyrar og hlust- endur beðnir að leggja fram tillögur aö íslensku heiti yfir orðið „stand-by Og enn fá Flugleiðir svo tíma hjá Ríkisútvarpi daginn eftir þar sem tekiö er á móti hugmyndum og uppá- stungum hlustenda og forráðamenn þáttarins sitja og taka á móti svörum fyrir hönd Flugleiða hf. Annars er það engin stórfrétt frá Flugleiðum þótt farþegaaukning sé í ár miöað við sama tíma í fyrra því þá voru mun færri ferðir en nú. En langt er enn í þaö að Flugleiðum takist aö ná þeim farþegafjölda sem var mestur á velgengnisárum Loftleiöa á árunum 1973 og 74. Og alla farþegaukningu Flugieiða nú má rekja til hugmynda Loftleiða hf. á sínum tíma, þ.á.m. hug- myndina um „stop-over”-farþegana, sem þeir lýsa yfir að aukning sé á nú. En hvaða önnur fyrirtæki skyldu geta fengið inni í ríkisfjölmiölunum með líka fyrirgreiðslu og Flugleiðir? „Farþegaaukningu Flugleiða má rekja til hugmynda Loftleiðamanna, þ.á m. um„stop-over" farþegana", segir bréfritari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.